Vísir - 20.08.1979, Blaðsíða 27
31
• Umsjón:
. 'Sveinn
Guftjónsson
vísm
Mánudagur 20. ágúst 1979
Sjónvarpsielkritið I kvöid kl. 21.00:
Amerisk prðngsýni
og evrópskt lausiæti
Gayle Hunnicutt i hiutverki slnu i leikritinu(sem byggt er á skáldsög-
unni „The Ambassador” eftir Henry James.
útvarp
„Þetta leikrit fjallar, eins og
mörg önnur verk Henry James,
um andstæöurnar á lifsviöhorfum
Amerikana og Evrópubúa, þ.e.
ameriskan „púritanisma”
annars vegar og evrópskt lauslæti
hins vegar”, — sagði Kristmann
Eiðsson, þýðandi sjónvarpsleik-
ritsins „SendiboðarnirV sem er á
skjánum klukkan 21.00 i kvöld.
„Myndin fjallar um það, að
auðug amerisk ekkja sendir
mann til Parisar til að grennslast
fyrir um hagi sonar sins, en hún
haföi heyrt að hann væri i óeðli-
legum tygjum við mæðgur þar i
borg. Tilgangurinn var aö fá
strákinn til að snúa frá villu sins
vegar og koma heim. Sendi-
boðinn kemur við i Englandi og
kynnist þar fagurri konu, sem
býðst til að aðstoða hann i Frakk-
landi og það verður úr að þau fara
bæöi til Parisar. Þegar þangað er
komiðfersendiboðinnfljótlega að
kunna vel við sig og lifshætti þar
og fer að efast um tilgang ferðar
sinnar. Meira held ég að sé ekki
hægtað segja um þetta”, — sagði
Kristmann.
Leikritiö er byggt á skáldsög-
unni „The Ambassador” eftir
Henry James, en sjónvarpshand-
ritið er eftir Dennis Constand-
uros. Leikstjóri er James Cellan
Jones og með aðalhlutverk fara
Paul Scofield, Lee Remic,
Delphine Seyrig, David Huffman
og Sayle Hunnicutt.
Mánudagur
20. ágúst
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Við
vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan. „Aöeins
móöir” eftir Anne De Moor
Jóhanna G. Möller les þýð-
ingu sina (10).
. 15.00 Miðdegistónleikar. ts-
lensk tónlist.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn. Þorgeir Ast-
valdsson kynnir.
17.20 Sagan. „(Jlfur, dlfur”
eftir Farley Mowat. Bryndis
Víglundsdóttir les þýðingu
si'na (7)
18.00 Vlðsjá. Endurtekinn
þáttur frá morgninum.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 F.-éttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Dagiegt mál. Arni
Böðvarsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Séra Gunnar Björnsson i
Bolungarvik talar.
20.00 Kammertónlist. Ronald
Turini og Orford-kvartett-
inn leika Planókvintett i
Es-dúr eftir Robert Schu-
mann.
20.30 Útvarpssagan „Trúöur-
inn” eftir Heinrich Böll.
Franz A. Gislason les þýö-
ingu sina (17).
21.00 Lög unga fólksins. Asta
Ragnheiöur Jóhannesdóttir
kynnir.
22.10 Kynlegir kvistir og and-
ans menn. Maöur er manns
gaman Umsjón Kristján
Guölaugsson.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Kvöldtónleikar
" 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Hljðövarp I Kvðld kl. 21.00:
„Diskólögin
vlnsælust”
Lög unga fólksins njóta stöð-
ugra vinsælda en þátturinn er á
dagskrá útvarpsins i kvöld klukk-
an 21.00. Okkur lék forvitni á að
vita hvaða tónlist væri i mestum
metum hjá unglingunum um
þessar mundir og slógum þvi á
þráðinn til Astu Ragnheiöar
Jóhannesdóttur, sem annast um-
sjón með þættinum:
— „Það eru auðvitað diskólögin
sem mest er spurt um. Ég er hins
vegar ekki búin að fara yfir öll
bréfin ennþá, svo að ég get ekki
sagt nákvæmlega hvaða lag er
vinsælast núna.en siðast var hörð
keppni milli laga eins og „Ring
my bell” og „One way ticket”.
Ætli þaö verði ekki þaö sama upp
á teningnum núna”, sagði Ásta.
Viö Visismenn „tippum” á
bandarisku kennslukonuna Anitu
Ward og biðum nú spenntir eftir
kvöldinu.
Ekki er óllklegt að bandariska
kennslukonan Anita Ward iáti
til sin heyra i hljóðvarpi i kvöld,
en lag hennar „Ring My Bell”
nýtur mikilla vinsælda um þess-
ar mundir.
Mánudagur
20. ágúst
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 tþróttir. Umsjónar-
maður Bjarni Felixson.
21.00 Sendiboðarnir. Leikrit
byggt á skáldsögunni The
Ambassador eftir Henry
James. Sjónvarpshandrit
Denis Constanduros. Leik-
stjóri James Cellan Jones.
Aöalhlutverk Paul Scofield,
Lee Remick, Delphine
Seyrig, David Huffman og
Gayle Hunnicutt. Banda-
rikjamaöurinn Lambert
Strether fer á vegum heit-
konu sinnar, auðugrar
ekkju, til Parisar, en þar
dvelst sonur hennar. A ferö
sinni kynnist Strether fag-
urri konu, og þau halda
áfram að hittast i Paris.
Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
22.40 Návigi á norðurslóð
Norðmenn eiga viðar i vök
að verjast en á Jan Mayen,
þvi aö Sovétmenn hafa
margsinnis rofiö lofthelgi
þeirra og reist bæði radar-
stöö og þyrlubraut á Sval-
barða án leyfis norskrayfir-
valda. Deilan snýst í raun
um veldi Sovétrikjanna á
Norður-Atlantshafi að sögn
sænsku fréttamannanna,
sem geröu þessa mynd.
Þýöandi óskar Ingi-
marsson. (Nordvision —
Sænska sjónvarpiö)
23.10 Dagskrárlok.
«
•ssisísísíísssffla
AD hðndla herrann og efann
Innanum hús frimúrara og
broddfélaga á Akureyri situr
Kristján skáld frá Djúpalæk og
lætur VIsi taka við sig viðtal, en
svolltið efins, þvl að hann veit
ekki hvor á höfundarréttinn,
hann sjálfur eða Visir. -Ó,
komdu og höndlaðu Herrann.
söng frelsisherinn á bryggjunni,
þegar Jón Kristófer kadett i
Hernum lét úr höfn. Kadettinn
hneigðist á hinn bóginn að dufli
og daðri og drakk vist eins og
svin, en Kristján frá Djúpalæk
höndlaði bæði Herrann og
efann. Fyrir þá sök er eftir þvi
tekið, þegar hann opnar munn-
inn.
Þetta hressilega norðanskáld
segist hafa þjáöst af þunglyndi,
er haldist hafi I hendur viö
þrennt: erfiði, trúieysi og hinn
undariega ávana kommúnista
að vera alltaf eins og hengdur
upp á kross. Oftrúin á
kommúnismann lamaöi gáfur
hans að þvi er hann segir nú
sjálfur frá. Það kostaöi Kristján
frá Djúpalæk vinslit að losa sig
undan oki kommúnismans, en
hann varð frjáls.
Meöan norðanskáldið situr
frjáls á Akureyri puða menn I
gamla flokknum hér fyrir sunn-
an og reyna hvað þeir geta að
halda sér á Ilnunni, en eftir sem
áður hengdir upp á kross. Menn
hafa þó aldrei orðið á eitt sáttir
um þessa línu. Þegar norðan-
skáldið var I flokknum dönsuðu
menn ýmist meö sentristum
eins og Einari Olgeirssyni,
Brynjólfskllkunni, Málfunda-
félagsmönnum eöa Lúðvik og
Stór-Guðmundum, það voru
Guðmundur J. og einhverjir
fleiri, sem siðar hafa orðið
bankastjórar. Þetta var á þeim
tima, þegar Lúðvlk kallaði á Jó-
hannes Stefánsson að austan til
þess að halda uppi vörnum fyrir
svikin I herstöðvamálinu. Og
Jóhannes sagöi skýrt og skorin-
ort á fundi með Reykjavlkur-
liðinu, að herstöðvamálið væri
háifgert aukaatriði og menn
hefðu litlar áhyggjur af sllku I
Múlasýslu, enda væriallt nöldur
um það mál leiöinlegt. Slðan
Jóhannes kvað upp úr um þetta
hefur engum kommaráöherra
dottið I hug að standa við þessi
leiðinlegu loforö um herstöðva-
málið.
Og það sýnist enn vera sitt-
hvaðleiðinlegt IFlokknum, sem
Kristján á Djúpalæk yfirgaf.
Stór-Guðmundur J. hefur
nýlega lýst þvl I blaðaviðtali,
hversu intelligensian I Flokkn-
um sé leiðinleg. Og nú hefur
Guðmundur J. bætt um betur og
flett hulunni ofan af hinni nýju
kllkuskipan I Flokknum. Mál-
fundafélagsmennirnir eru farn-
ir, sentristarnir liðnir undir lok,
Brynjólfskllkan hefur endur-
fæðst I Kommúnistaflokknum
m.I. og Lúðvik og Stór-
Guömundar eru smám saman
að vlkja fyrir nýjum klikum.
t kllku númer eitt eru að sögn
Guömundar J. stofukommúnist-
ar, sem telja sig hafa einkarétt
á róttækni. Það er fólk, sem
aldrei er hægt að reiða sig á og
hvað þá að finna I hinu daglega
striöandi lifi. Þá er það i nafla-
skoðun. KHka númer tvö er
hópurinn, sem fylgir kynlifssiðu
Þjóðviljans, sem Stór-
Guðmundur J. segir að hafi ver-
ið aöhiátursefni landsmanna
allt of lengi. Kllka númer þrjú
er fylkingin umhverfis
bóhemana, hassistana og at-
vinnuleysingjana, er lifa á
atvinnuleysisbótum frá danskri
verkalýðshreyfingu. Allar þess-
ar klikur eru samkvæmt kenn-
ingunni á móti þvl aö Stór-
Guömundur J. fái að stofna
sparisjóö meö Albert
Guðmundssyni til þess að
standa við bakið á drykkjusjúk-
um.
Nú vantar ekkert nema Stór-
Guömundur J. höndli herrann
og efann rétt eins og skáldið frá
Djúpalæk. Eftir slika höndlan
myndi einu gilda þótt nafla-
skoðunarklikan, kynlifsklikan
og hassistaklikan hafi gleymt
þvi, sem var i upphafi, þegar
fyrstu lög Dagsbrúnar voru
sniöin cftir reglum stúkunnar.
Svarthöfði.