Vísir - 20.08.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 20.08.1979, Blaðsíða 8
Mánudagur 20. ágúst 1979 8 czr Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarf ulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3.500 á mánuði innanlands. Verö i lausasölu kr. 180 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Raforku- og hitaveitauframkvæmdir undanfarinna ára og áratuga gera þaö aö verkum, aö oliuveröhækkanirnar valda ekki efnahagslegu hruni hér á landi, þó að þær séu stór- kostlegt áfall. Nú veröur að hraða orkuöflunarframkvæmdum i landinu og kanna möguleika á stóriðju tii að vega á móti áfaiiinu og helst betur. Slóriöju Þær þjóðir heims, sem olíu- verðhækkanir OPEC-ríkjanna lenda á, sjá nú fram á lífskjara- skerðingu af þessum sökum, er þær telja sig ekki geta varist næstu árin. Verðhækkanirnar til okkar íslendinga eru þó miklu meiri, þar sem þær samkvæmt Rotterdam-viðmiðuninni f olíu- kaupasamningum okkar hafa orðið langt umfram heimsmark- aðshækkanir, og okkar helsti o/iuseljandi, Sövétríkin hefur ekki sinnt beiðnum um viðræður um breytingu á þessari verðvið- miðun til samræmis við breyt- ingu á almennu heimsmarkaðs- verði. Ofan á þetta mikla áfall í breyttum viðskiptakjörum þjóð- arinnar hefur svo bæst það, að þeim mun meira sem t.d. inn- kaupsverðið á bensíni hefur hækkað, því meira hafa innlend stjórnvöld hækkað álögur ríkis- sjóðs á það í stað þess að milda áhrif áfallsins fyrir almenning í landinu með því að lækka inn- lendu álögurnar. Hugsandi menn hlýtur að hrylla við að hugsa þá hugsun til enda, hver áhrif olíuverðhækk- anirnar hefðu haft á íslenskan þjóðarbúskap, ef við værum nú jafn háð innf luttri orku og við áð- ur vorum. Við núverandi aðstæð- ur í orkumálum okkar eru olíu- verðhækkanirnar meiri háttar efnahagslegt áfall, sem nemur tugum milljarða króna á ári. En hefðu ekki komið til raforkuöfl- unar- og hitaveituframkvæmdir undanfarinna ára og áratuga, væri ekki aðeins um að ræða á- fall, heldur efnahagslegt hrun, sem vandséð er, hvernig íslenska þjóðin hefði komist út úr. Fyrstu viðbrögð núverandi stjórnvalda við olíuverðhækk- ununum voru alvöruþrungnar upphrópanir um, að nú þyrfti þjóðin öll að „axla byrðarnar", enda höfðu þau þá af mikilli skammsýni knúið f ram samdrátt við Hrauneyjarfoss. Síðan hafa stjórnvöld nokkuð séð að sér. Að vísu hafa þau reynst ófáanleg til að knýja fram viðræður við Sovétstjórnina um breytingu á oliuverðinu. (Finnst mönnum það ékki skjóta nokkuð skökku við, að flokksmenn olíumálaráð- herrans, sem ekki hef ur þorað að láta til hlítar reyna á viðræður við flokksbræður sína í Moskvu um olíuverðið, skuli hamast á utanríkisráðherra dag eftir dag fyrir það, að hann skuli ræða við f lokksbróður sinn í Osló um kröf- ur okkar í Jan Mayen-málinu?! að sumt í þeim efnum sé einber sýndarmennska. Viðbótarf jár- veitingar til orkumála eru þó enn þýðingarmeiri, ef þeim verður beint til hinna arðbærustu verk- efna, en ekki í atkvæðasnapa- framkvæmdir eins og t.d. Bessa- staðaárvirkjun eða önnur álíka „gáfuleg" verkefni, Orkusparnaður er þýðingar- mikill og sjálfsagður. En menn verða að gera sér grein f yrir því, að þaðer meiri orkuöf lun, sem er aðalatriðið. Við verðum að eyða meiri orku til að geta aukið framleiðsluna og þar með bætt lifskjör þjóðarinnar í framtíð- inni. Og í þeim efnum mun skammt duga orkuöflun til smá- iðnaðar, eins og núverandi iðnað- arráðherra virist af „framsýni" sinni helst koma auga á Megin- máli skipta orkuf ramkvæmdir til stóriðju, sem geta gefið af sér verulegan arð. Athuganir á stór- iðjumöguleikum hafa verið lagð- ar á hilluna síðustu árin. Nú verður að hefja þær af fullum krafti á nýjan leik. Pólitískir hleypidómar ýmissa af ráða- mönnum þjóðarinnar mega ekki verða til þess að tefja fyrir í þessum og þar með halda í lífs- kjörum þjóðarinnar niðri lengur en óhjákvæmilegt er. Okkur ber skylda til að vinna að því að létta byrðunum af olíu- verðhækkununum af þjóðinni, en ekki sætta okkur við að axla þær til frambúðar. Orkusparnaðarhugmyndir i framkvæmdahraða við hina hag- stjórnvalda eru góðra gjalda stæðu orkuöf lunarframkvæmd verðar, svo langt sem þær ná, þó Svavar Gestsson, viðskiptaráöherra Vlðsklplaráðherra: GET EKKI BROTHI LÖG UM „BANKALEYND” Rltsllðrar Vlsis: „BANKALEVND” RÁÐHERRANS ER HANS EIGIN HUGARFÚSTUR Svavar Gestsson viöskipta- ráöherra. kom aö máli við Visi og sagði það fráleitt, sem kom fram i leiðara blaðsins 15. ágúst, að hann hafi brugðið fyrir sig bankaleyrd til að firra rikisbankana álitshr.ekki. bessu til áréttingar* sagðist Svavar hafa stutt frumvarp á Alþingi sl. vetur, sem gekk út á það að afnema eða takmarka mjög þessa bankaleynd, en það hafi ekki náð fram aö ganga. Hins vegar hafi hann verið á móti tillögu um að visa málinu til ríkisstjórnarinnar, þar sem vitað væri, að ýmsir ráðherrar vildu ekki fella niður banka- leyndina. ,,Ég er ekki að bregða fyrir mig bankaleynd til að vernda einhverja skúrka, en hins vegar get ég ekki brotið lög landsins þar sem kveðið er á um þessa sömu bankaleynd”, sagði Svavar Gestsson. bað er alrangt, sem viö- skiptaráðherra heldur fram, aö gildandi bankalöggjöf sé þvi til fyrirstöðu, aö hann gefi upplys- ingar um niðurstöðu rannsókn- arinnar á meðferð m.a. ávisanareikninga. bau lagaákvæði, sem hér eiga við, og eru efnislega samhljóða um t.d. alla rikisbankana, eru á þá leið, að starfsmenn bank- anna séubundnir þagnarskyldu um allt það, er snertir hagi við- skiptamanna bankanna og þeir fá vitneskju um f starfi sinu. Visir hefur alls ekki óskað eftir upplýsingum um málefni ein- stakra viðskiptamanna bank- anna — og vill ekki slikar upp- lýsingar — heldur hefur blaðið óskað eftir niðurstöðum rann- sóknar, sem gerð var á starfs- háttum bankanna. bær upplýs- ingar getur viðskiptaráðherra, sem mælti fyrir um rannsókn- ina, gefið án þess að gerast brotlegur við lög. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kýs þó ráðherrann, sem segist vilja af- nema eða takmarka mjög svo- kallaða „bankaleynd”, að bregða leyndarhjúp yfir atriði, sem fullheimilt er að upplýsa og færir þannig út svið „banka- leyndarinnar”. Visir telur hins vegar gildandi lagaákvæði um þagnarskyldu bankastarfs- manna eðlileg og nauðsynleg, enda krefst blaðið aðeins upp- lýsinga um atriði, sem falla langt utan þess ramma. t lögunum um alla rikisbank- anaereinnig ákvæði þess efnis, að starfsmenn viðkomandi banka megi ekki vera skuldugir þar. Eitt af þeim atriðum, sem Visir upplýsti i vetur, var það, að aðrar reglur giltu um starfs- menn a.m.k. sumra rikisbank- anna en viðskiptavini þeirra i þvi efni, aö ekki væru reiknaðir refsivextir, þótt þeir yfirdrægju ávisanareikninga sina og kæm- ust þannig í skuld við bankann, og ekki væri reikningum þeirra lokað i slikum tilvikum. Ef rannsókn bankaeftirlitsins, sem viðskiptaráðherra óskaði eftir, hefur leittf ljós brot á bankalög- gjöfinni i þessum efnum, — eöa að blaðið hafi farið með rangt mál — eru lagareglur ekki þvi til fyrirstöðu, að frá þessu atriði rannsóknarinnar sé skýrt. Allt tal viðskiptaráðherra um það, að hann sé bundinn af einhverjum lögum um „banka- leynd”, sem honum séu að visu ekki að skapi, er þvi algjörlega út i' bláinn. Sú „bankaleynd”, sem hann ber fyrir sig, er hans eigin tilbúningur, og gengur miklu lengra en sú eðlilega þagnarskylda um málefni við skiptavina bankanna, sem hann hefur veriö aö agnúast út i. Vi'sir skorar á viðskiptaráö herra að gera opinberlega grein fyrir niðurstöðum þeirrar rann sóknar, sem hér um ræðir. Ritstjórar Vísis Umræddur leiðari VIsis 15. ágúst sl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.