Vísir - 20.08.1979, Blaðsíða 11
VISIR Mánudagur 20. ágúst 1979
11
Flokkstjórar norska hópsins. Viö borösendann sitja þeir Jónas
Jónsson, formaður Skógræktarfélags tslands, og Sigurður Blöndal,
skógræktarstjóri ríkisins.
Grðöursettu
48.000 tré
Fyrir skömmu dvaldist hér-
lendis 70 manna hópur norskra
skógræktarmanna i 14 daga á
vegum Skógræktar rikisins og
Skógræktarfélags Islands. Hér
er um skiptiferð að ræða og er
þetta i ll.sinn, sem slikur hópur
heimsækir Island siðan 1949.
Norðmennirnir skiptust i
fjóra hópa og ferðuðust til
Snæfellsness, Skorradals, Eyja-
fjarðar, Suður-Þingeyjarsýslu
og Hallormsstaðarskógar.
Þeir gróðursettu 48.000 tré á
meðan á ferðinni stóð, bæði
fyrir félög og einstaklinga, en
þetta segir þó ekki alla söguna
þvi að einn hópurinn vann
eingöngu að grisjun og annar
kvartaði yfir þvi að þeir hefðu
fengið of fá tré til gróðursetn-
ingar.
Auk hópsins var annar skóg-
ræktarmannahópur hér á ferð
um landið á sama tíma. Það
voru 17 manns frá Tromsfylki i
Noregi og störfuðu þeir m.a. i
Hallormsstaðarskógi við skipu-
lagsstörf og skipulögðu þar
nokkra skógarreiti til næstu 10
ára.
Á blaðamannafundi, sem
haldinn var af tilefni komu
Norðmannanna, og þeir sóttu,
kom fram, að þeir telja mögu-
léíka Islendinga til aukinnar
skógræktar mikla.
„Islensk náttúra hefur haft
mikil áhrif á okkur”, sagði
Einar Meisinet skógræktar-
stjóri í Mæri og Römsdal á
fundinum, ,, hún býður upp á
mikla möguleika til ræktunar.
Einnig kvaðst hann vilja þakka
öllum Islendingum fyrir hönd
hópsins þá frábæru gestrisni
sem hópnum hefði verið hvar-
vetna sýnd. Fi.
ráóist,.
gegn ryói
Þó aó bíll hafi verió vel ryóvarinn sem nýr, þá er þaó
ekki nægilegt. Bíl veróur aó endurryóverja meó reglu-
legu millibili, ef ekki á illa aó fara
Góö ryóvörn er ein besta og ódýrasta
trygging sem hver bileigandi getur haft
til þess aó vióhalda góóu útliti og háu
endursöluverói bilsins
Þú ættir aó slá á þráóinn eóa koma og
vió munum - aó sjálfsögu - veita þér allar
þær upplýsingar sem þú óskar eftir varó-
andi ryóvörnina og þá ábyrgó sem henni
fylgir
^ Ryóvarnarskálinn
Sigtunið — Simi 19400 — Pósthólf 220
__________________________
Chevrolet Malibu
Það má lengi gem góðanbílbetri
og nú hefur Chevrolet leikiðþaó
einu sinni enn
I sparaksturskeppni B.Í.K.R. í maí s.l.
mældist Malibu eyða 12.16 litrum af
bensíni á 100 kilómetrum. Þetta erathygl-
isverð útkoma nú á tímum síhækkandi
bensínverðs.
12 J6 lítmr á hundraðið
En það er fleira sem gerir Chevrolet
Malibu eftirsóknarverðan. Tæknilegur
búnaður, aksturseiginleikar, rými og ytri
glæsileiki ásamt góðri endingu og lágum
viðhaldskostnaði eru þeir kostir sem
íslenskir bílakaupendur láta í vaxandi
mæli ráða vali sínu.
Næst velur þú Malibu, eins og hundruðir
ánægðra Malibueigenda hafa gert á
undan þér. Til afgreiðslu strax.
Sýningarbílar.
Malibu Classio 4 dr.