Vísir - 20.08.1979, Blaðsíða 7
VÍSLR
Mánudagur 20. ágúst 1979
Umsjún:
GuOnmndur
Pétursson
Geimfararnir Lyakhof og
Ryumin eftir heimkomuna til
jarðar eftir metlanga dvöi úti i
geimnum. Þeir voru settir beint
i þægilega stóla og látnir sitja
meðan þeir önduðu að sér eðli-
legu andrúmslofti jarðar eftir
að hafa lifað á tilbúnu lofti i 175
daga. Báðir fundu verulega fyr-
ir muninum eftir þyngdarleysið.
Hýir
mel -
175
dagar í
geimn-
Indlandsstjórn horfir fram á
fall i dag, þar sem Kongress-
flokkur Indiru Gandhi, fyrrum
forsætisráðherra, mun ekki
greiða atkvæði með traustsyfir-
lýsingu i þinginu.
Þykir fyrirsjáanlegt, að Charan
Singh, forsætisráðherra, neyðist
til þess að segja af sér eftir aðeins
24 daga stjórnarsetu.
Flokkur Indiru með 75 fulltrúa i
neðri deild þingsins ríður nú
baggamuninn í valdahlutföllun-
um milli samsteypustjórnar
Singhs og andstöðuflokkanna,
Indira lofaði Singh stuðningi sin-
um fyrir mánuði og gerði honum
kleift að mynda stjórn, en áður en
sú stjórn gat hafist handa, dró
Indira og Kongressflokkur henn-
ar liðveisluna til baka.
Ef stjórnin fellur við afgreiðslu
traustsyfirlýsingarinnar i þinginu
I dag, hefur Sajiva Reddy aðeins
tveggja kosta völ, eftir þvi sem
best verður séð. Annar er að fela
leiðtoga stjórnarandstöðunnar,
Jagjivan Ram, stjórnarmyndun.
Hinn er að rjúfa þing og boöa til
almennra kosninga.
Indira Gandhi var spurð aö
þvi, hvort hún mundi styöja
stjórnarmyndun Rams eða vilja
kosningar á miðju kjörtimabili.
„Við sjáum til, hvað setur”, svar-
aði hún.
Stórglæsilegt úrval af gólfmottum og veggteppum.
Indversk og kínversk handgerð teppi. Einnig mottur
frá m. a. Afghanistan, Persíu, Tékkós/óvakíu,
Belgíu, Búlgariu, Spáni og Bandaríkjunum.
Munið hina þægilegu kaupsamninga
Teppadeild
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 simi10600
Tveir sovéskir geimfarar eru
komnir aftur til jarðar eftir sex
mánaða dvöl úti I geimnum.
Lentu þeir heilu og höldnu i
Soyuz-34 geimfari sinu á stepp-
unni I Kazakhstan i gær.
Þeir Lyakhov og Ryumin voru
strax látnir gangast undir læknis-
skoðun, og þykir liklegt, að þeir
verði látnir dvelja fyrst um sinn i
Baikonur, geimfararstofnun
Rússa, meðan þeir eru að venjast
að nýju aðdráttaraflinu, eftir
þyngdarleysið I geimnum i þetta
langan tima.
Þá fyrst fá þeir að fara til
Moskvu til fjölskyldna sinna, og
biða þeirra miklar móttökur, þar
sem þeir verða hylltir sem hetjur
Sovétrikjanna. Þeir voru alls 175
daga i geimnum, eða mánuði
lengur en nokkrir aðrir.
Heimförin gekk eins og i sögu,
en þeim þótti viðbrigðin mikil að
koma úr þyngdarleysinu og áttu
stirt um mál.
Berja stríöstrumDur í iran,
engan ófriöarvott að sjá
Her og þjóðvarðliðar trans voru
i dag hafðir til taks til þess að
brjóta á bak aftur það, sem kallað
var uppreisn i Kúrdabænum
Sanandaj — og bera þó allar
fréttir að sama brunninum.
Nefnilega að þar sé allt með friði
og spekt.
Khomeini, sem virðist ráðinn i
að brjóta á bak aftur alla and-
spyrnu við byltinguna, sem velti
keisaranum frá völdum fyrir sex
mánuðum, skipaði hernum að
halda til Sanadaj. Sagði hann, að
uppreistarmenn Kúrda hefðu I
huga að hertaka skála hersins
þar.
Stærsla rððstefnan
Um fjögur þúsund fulltrúar
hundrað og fimmtiu landa hófu i
gær I Vinarborg eina stærstu ráð-
stefnu sögunnar. Markmið henn-
ar er að beita visindum og tækni
til þess að vinna bug á fátækt og
örbirgð i heiminum.
Ráðstefnan er haldin á vegum
Sameinuðu þjóðanna og er sú sið-
asta og stærsta af átta alþjóða-
ráðstefnum, sem samtökin beita
sér fyrir á þessum áratug. —
Þessi ráðstefna er talin munu
kosta um 50 milljónir dollara.
Hin snauðari riki veraldar
vilja, að Sameinuðu þjóðirnar
veiti miklu fjármagni til visinda-
legra rannsókna hjá þróunarríkj-
unum. Vonast þau til þess að ár-
lega verði veitt tveim milljöröum
dollara til þessa fram tíl 1985, en
tvöföld sú upphæð þaðan i frá.
Hálfum sólahring eftir að hann
gaf þau fyrirmæli, hafði ekkert
heyrst um, hvort herinn væri
kominn til bæjarins. Æðsta yfir-
vald á staðnum sagði fréttamanni
Reuters i simtali i morgun, að I
Sanandaj væri allt með friði og
spekt, engin merki um átök og
enginn nærri herskálunum, Sha-
kiba, yfirmaður i Sanandaj,
sagði, að Khomeini hlyti að hafa
fengið rangar upplýsingar, þvi að
allt hefði verið tiöindalaust i bæn-
um siðustu vikurnar og yfirmað-
ur setuliðsins i herskálunum heíði
ekki beðið um liðsauka, enda eng-
in nauðsyn til bess.
Ummæli Rashid Shakiba berast
ekki til eyrna manna i íran, þótt
þau berist hingað til Islands, þvi
að blaðamenn kvöldblaðsins
Etala’at hættu við að dreifa auka-
útgáfu með ummælum hans.
Valda þvi nýju ritskoðunarlögin
og svo sú afstaða stjórnvalda að
visa ummælum Shakiba á bug.
Ríkísútvarpið i Iran þagði
þunnu hljóði um gang mála I
Sanandaj, en birti langa lista yfir
þá flokka byltingarvarðliðsins,
sem boðist hefðu til að fara til
Sanandaj til bardaga.
í Teheran varð umferðaröng-
þveiti I grennd við suma herskál-
ana, þegar byltingarvarðliöar
ætluðu að taka einkabila og al-
menningsvagna til þess að flytja
herlið til Sanandaj.
SKÚGARELDARNIR AF
MANNAVðLDUM
tkveikjur af mannavöldum
voru orsök þriðjungs skógareld-
anna, sem eyðulögðu stærðar
svæði á frönsku Rivíerunni og
Spánarströnd I sumar, eftir þvi
sem spænskir og franskir
embættismenn segja.
Lögreglustjórinn i Marseilles
segir, að einn þriðju skógareld-
anna á Rivierunni hafi verið
kveiktur af ráðnum hug. Benti
hann á það i blaðaviðtölum, að
brennuvargar eigi yfir höfði sér
allt að ævilangt fangelsi.
I Madrid segir yfirstjórn
skógarvörslunnar, að brennu-
vargar hafi átt sök á þvi, að tugir
þúsunda orlofsgesta i þorpum
nærri bænum Castellon de la
Plana urðu að forða sér. Menn
segja það vist, að kveikt hafi
verið i á einum sex stöðum sam-
timis i skóginum fyrir viku, en
um leið gerði hvassviðri og stóð
vindurinn á sumarbústaði og or-
lofsheimili. Engan sakaði þó og
tókst að slökkva eldinn viku siðar.
indfra fellur irá
stuðningi vlð Singh