Vísir - 24.09.1979, Blaðsíða 8
* * V ♦ ' ■< \ ■»
VÍSIR
Mánudagur
24. september 1979
8
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: DavlA GuAmundsson
Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson
HörAur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi GuAmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er-
lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
BlaAamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason,
Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir,
Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður
Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Útlit og hönnun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: SigurAur R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
SiAumúla 6. Simar 86611 og 82260.
AfgreiAsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Sióumúla 14, slmi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuAi
innanlands. VerA i lausasölu
200. kr. eintakiA.
Prentun BlaAaprent h/f
Fyrr má nú aldeilis hækka
Flestum blöskrar gæruhækkunin, sem slær öll met I nýákveöinni búvöruhækkun, enda
nemur hækkunin 118% og verður til þess aö setja mikiö strik i reikninginn hjá þeim
fyrirtækjum, sem starfa aö ullar- og skinnaiönaöi, en vandinn hjá þeim var ærinn fyrir.
Vandi ullar- og skinnaiðnaöar-
ins hefur verið ærinn upp á síð-
kastið og lítið verið gert til þess
að skapa þeim fjölmörgu iðn-
fyrirtækjum, sem á því sviði
starfa, nýjan rekstrargrundvöll.
I stað þess að gera eitthvað
raunhæft í málunum hefur ríkis-
stjórnin nú lagt blessun sína yfir
það að sexmannanefndin ákvað
118% hækkun á gæruverði eða
hækkun úr 359 í 846 króna verð á
hvert kílógramm. Þessi
verðákvörðun kemur sem reiðar-
slag fyrir skinnaiðnaðinn og er
hætt við að ýmis fyrirtækjanna
verði jafnvel að hætta starfsemi
sinni af þessum sökum eða sjá
fram á mikinn taprekstur að
öðrum kosti.
Talsmenn bændasamtakanna
segjast hafa byggt verðákvörðun
sina á upplýsingum, sem fengnar
hafi verið frá útflutningsmið-
stöð iðnaðarins um verð á gærum
erlendis, en þær upplýsingar
voru teknar saman af einum full-
trúa bænda í sexmannanefnd,
sem starfar hjá miðstöðinni.
Skinnaverkendur hafa dregið í
efa, að þar sé gerður raunhæfur
samanburður á verði og meðal
annars bent á að erlendu lamba-
skinnin séu nokkru stærri en þau
íslensku. Með tilliti til þess að við
slátrun í haust hef ur komið í Ijós,
að dilkar eru verulega rýrari en
verið hefur og gærurnar þar af
leiðandi enn minni virðist þessi
samanburður enn óeðlilegri.
Ákvörðun gæruverðsins hefur
eins og önnur atriði í verðákvörð-
un sexmannanefndarinnar að
þessu sinni verið miðuð við að
menn seildust eins langt og
mögulegt var til þess að fá út
sem mesta hækkun, þótt ekki
hafi verið hægt að nota hækkun
ferðapeninga járniðnaðarmanna
sérstaklega í þessu sambandi
umfram það sem gert var í
launalið verðlagsgrundvallarins.
Aftur á móti hef ur nef ndin lagt
áherslu á að hækka ullarverðið
meira en kjötverðið sjálft eða
með öðrum orðum viljað láta
skinnaverksmiðj urnar niður-
greiða lambakjötið fyrir neyt-
endur, því að ekki verður víst hjá
því komist að framleiða kjöt
ásamt ullinni og öfugt.
Hið minnsta sem hægt hefði
verið að ætlast til af sexmanna-
nefndinni, hefði verið að hún
kannaði mögulegt söluverð á is-
lenskum lambaskinnum hjá for-
ráðamönnum skinnaverksmiðj-
anna áður en hún gekk frá
hækkuninni og sömuleiðis hefði
hún þurft að hafa í huga, að
hundruð manna í hinum ýmsu
byggðum landsins hafa framfæri
sitt af þessum iðnaði.
Vísir hef ur síðustu daga bent á
ýmislegt, sem er hæpið varðandi
verðlagningu búvara að þessu
sinni, bæði varðandi launalið
grundvallarins og verðhækkun-
ina sjálfa, og verður það ekki
endurtekið hér. Mörg atriði voru
þar athugaverð að mati
Þjóðhagsstofnunar, þótt bænda-
flokkarnir í ríkisstjórninni létu
sér útreikninga sexmanna-
nefndarinnar vel lynda. Þar var
allt gert til þess að hækka
vörurnar og hækka laun bænda
meira en annarra stétta. Meira
að segja var blandað inn i verð-
lagninguna vandræðum vegna
erfiðs árferðis nyrðra sem leysa
átti án tengsla við verðlagning-
una. Bændur um allt land fá því
sérstakar hækkanir út á harðind-
in á Norðurlandi sem er vafa-
samt í. meira lagi.
Það sárgrætilegasta í allri
verðlagningarvitleysunni núna
er það að hækkanagleði sex-
mannanefndarinnar mun fljót-
lega bitna á bændum sjálf um þvi
að Ijóst er, að ekki er hægt að
selja jafn mikið búvörumagn
innanlands á nýja verðinu og gert
hafði verið ráð fyrir og þær
hækkanakröf ur, sem búandmenn
í landinu gera á hendur skinna-
iðnaðinum geta einnig haft al-
varlegar afleiðingar bæði inn á
við og á erlendum mörkuðum.
Rósa Gubmundsdóttir vlb fjölritann.
„GrlD í betta ettir Dvi
sem bfirf krefur”
- seglr Rósa Guðmundsdðlllr, sem fjöírltar námsbækur
og aðrar ðækur á biindraletri
Rósa Guömundsdóttir, vara-
formaöur Blindrafélagsins var
aö fjölrita kennslubók um
móöurmál fyrir Blindra-
skólann, þegar Vlsir leit inn á
stofuna hjá henni.
,,Ég byrjaöi aö vinna viö þetta
áriö 1965 og gríp i þetta eftir þvi
sem börf er á” sagöi hiln. 1 dag
er frumritiö sett i til þess geröri
ritvél og siöan fjölritaö, en áöur
voru gataöar tvöfaldar málm-
plötur, blaö sett á milli og siöan
rennt i gegnum gamla rúllu af
þvottavél. Blindraletur byggist
upp á sex punktum sem er raöaö
meö misjöfnum hætti.
Bækurnar eru talsvert stórar
og veröur ein meöalstór bók aö
mörgum bindum þegar hún er
komin á blindraletur.
—JM.
Rósa sýnir okkur hvernig blindir lesa meö þvi aö færa fingurgómana yflr blindraletriö.