Vísir - 24.09.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 24.09.1979, Blaðsíða 9
Mánudagur 24. september 1979 *•»*'* »^ jútflutníngs- Í bótakerfiö i ! sprunglö Því er iðulega slegið fram í umræðum um landbún- aðarmál/ að greiðslur til bænda úr ríkissjóði séu um 30 milljarðar króna skv. fjárlögum þessa árs. I þessari tölu eru hins vegar innifaldar f járveitingar til ýmiss- ar þjónustu/ sem inna verður af hendi óháð umfangi búvöruframleiðslunnar og f járveitingar til starfsemi á vegum landbúnaðarráðuneytisins/ sem ýmist kemur bændum ekkert við eða mjög takmarkað. Þá er einnig talið með það fé/ sem varið er til niðurgreiðslna og er bændum óviðkomandi. Hið sanna er, að f járveitingar sem með réttu er hægt að segja að séu bein f ramlög til bænda, eru um 6.7 milljarðar króna skv. fjárlögum þessa árs, þar af eru útflutningsbætur um 5.3 mill- jarðar. Án efa eru útf lutningsbæturnar sá hluti þess- ara framlaga, sem mestur styrr hefur staðið um. Áður hef ur verið rakið hvern aðdraganda ákvörðun um útf lutningsbæturnar áttu og verður nú f jallað nán- ar um tilgang þeirra. Hvers vegna útflutningsbætur? ■ Tilgangur útflutningsbótanna I er tvlþættur, annars vegar er Íþeim ætlaö aö vera tekjutrygg- ing fyrir bændur og hins vegar (að vera neytendum trygging fyrir því aö ávallt sé nægileg bú- vöruframleiösla i landinu. Til aö unnt sé aö tryggja aö svo sé i ■ lökustu árunum er augljóst aö B nokkuð magn hlýtur að veröa I umfram I góöum árum. Raunar | er útilokað aö hitta á þaö aö framleiöa nákvæmlega þaö ■ magn, sem innlendi markaöur- inn þarfnast. Þetta er sérstak- lega erfitt í mjólkurframleiösl- unni vegna árstiöasveiflna. Þegar framleiöslan hér suö- vestanlands er minnst, gerir hún litiö meira en aö fullnægja þörfinni fyrir neyslumjólk á Reykjavikursvæöinu. Þvi er ■ augljóst aö verulegt magn verö- ur umfram þegar framleiöslan er mest yfir sumariö. Hægt er aö draga nokkuö úr þessari sveiflu, en þó veröur aö reikna meö aö framleiöslan yfir áriö ■ verði aö jafnaöi 5-8% umfram þarfir innanlands. Þetta um- frammagn veröur aö flytja úr ■ landi og selja langt undir innan- I landsverði i samkeppni viö um- framframleiöslu annarra þjóöa. Þaö bil sem þarna myndast milli innlenda verösins og þess sem fæst fyrir vöruna á erlenda markaðnum, er útflutningsbót- unum ætlað að brúa. Öryggisþátturinn t umræöum um. útflutnings- bæturnar vill oft gleymast ann- ar megintilgangur þeirra, sem er aö vera neytendum trygging fyrir þvi aö ávallt sé nægilegt framboö búvara á innlenda markaönum. Þaö er e.t.v. ekki óeölilegt aö þetta gleymist þeg- ar framleiöslan er komin jafn langt fram úr innlendum þörf- um og nú er. Segja má aö grundvallarmarkmið landbún- aöarstefnu flestra nálægra þjóöa sé aö vera sjálfum sér nógar um sem flestar búvörur. Meö þvi eru þessar þjóöir aö tryggja öryggi sitt aö þessu leyti ef til einangrunar kemur af völdum ófriöar eöa af öörum sökum. Flestar þjóðir i Vestur- Evrópu kjósa aö greiða háar fjárhæöir i útflutningsbætur til aö þessu marki veröi náö. Vafa- laust er þeim bitur reynsla striðsáranna I fersku minni. Gott dæmi um þetta er korn- ræktin i Sviþjóö. Svíar rækta korn á 3 millj. ha lands. Til þess aö fullnægja neysluþörfum þjóöarinnar viö eölilegar aö- stæöur mundi ræktun á 2.4 millj. ha nægja. Ef hinsvegar kæmi til ein- angrunar af einhverjum sökum, myndi taka fyrir innflutning „Þaö þjónar ekki neinum tilgangi fyrir þjóöfélagiö viö núverandi aöstæöur aö bæta til lengdar upp út- flutning á búvörum umfram lögákveöiö mark”, segir Hákon Sigurgrimsson. Hákon Sigurgrimsson, aöstoö- armaöur íandbúnaöarráöherra fjallar i þessari grein um út- flutningsbætur á iandbúnaöar- afuröir, tilgang þeirra og hugs- anlegar breytingar á þvi kerfi sem nú gíldir. Hákon segir m.a. aö kerfiö hafi fariö úr böndun- um vegna þess aö heimildir hafi vantaö til þess aö stjórna fram- leiöslunni. ýmissa matvæla og kornneysla þess i staö aukast verulega. Er þá reiknaö meö aö þjóöin þyrfti korn af 3 millj. ha. Sviar kjósa þvi aö halda áfram þessari miklu kornrækt til aö tryggja öryggi sitt og greiöa árlega um 600 millj. s.kr. I útflutningsbæt- ur á umframkornið. Til viöbótar þessu er það viöurkennd staö- reynd þar i landi, aö ekki er mögulegt aö flytja vinnuafl frá landbúnaöinum til annarra at- vinnugreina eins og sakir standa og þvi hagkvæmara fyrir þjóöfélagið aö láta bændurna halda áfram aö rækta korn en fá þá atvinnuleysisstyrk. Þurfum við slíka tryggingu? Full ástæöa er fyrir okkur Is- lendinga aö ihuga hvort ekki sé rétt að gefa þessum þætti máls- ins meiri gaum en hingaö til. Ekki ætti siöur aö vera ástæöa fyrir eyþjóö, eins og okkur, aö tryggja öryggi sitt að þessu leyti en t.d. Svia og aörar þjóöir i Evrópu, sem eru þó mun betur i sveit settar. Tvimælalaust ætti það að vera okkur keppikefli aö framleiöa sem mest af þeim bú- vörum, sem viö þurfum og unnt er aö framleiöa hér meö meö viöunandi árangri. Er þetta hagkvæmt fyrir bændur? Frá sjónarmiöi bænda er vafamál hvort hagkvæmara er aö framleiöa þaö mikiö að þörf- um innlenda markaöarins sé á- vallt fullnægt eöa framleiöa minna, t.d. sem næst 90% af inn- anlandsþörf og hafa þar meö allt sitt á þurru. Aö visu myndu þá margir bændur missa at- vinnu sina og veröa aö hverfa aö öörum störfum, en staöa þeirra sem héldu áfram búskap yröi mun sterkari Flytja yröi inn búvöru til aö fullnægja eftirspurninni eftir þvi sem kostur væri, en að lik- indum yröi rikjandi skortur á neyslumjólk. Verölag búvara myndi trúlega hækka nokkuð, þvi kostnaöur viö hverja fram- leidda einingu yröi meiri. Já, þvíekkiað að flytja inn? Undanfarin ár hefur verö á matvælum veriö óvenju lágt á heimamarkaöi. Umframfram- leiðsla Efnahagsbandalags- landanna hefur veriö föl fyrir lágt verö. Vafalaust heföum viö getaö gert reyfarakaup á mat- vælum I þeim löndum siöustu 2-3 árin, en hætt er viö aö slikt geti oröiö skammgóöur vermir. Miklar verösveiflur geta oröiö á skómmum tima, t.d. þrefaldaö- ist verö á korni á stuttum tima áriö 1972, þegar uppskerubrest- ur varö i Sovétrikjunum o.fl. löndum. Þetta háa verö hélst til 1975, er það lækkaöi á ný. Nú er aftur útlit fyrir mikla verö- hækkun á korni vegna lélegrar uppskeru viöa um lönd. Korn er lang mikilvægasti þátturinn i heimsversluninni meö matvæli og mjög ráöandi um verö á öör- um afuröum. Enda þótt ná- grannar okkar i Evrópu vilji gjarnan losa sig viö umfram- framleiöslu sina á lágu veröi, þarf ekki aö reikna meö neinum vinargreiöa i þeim efnum, ef aö kreppir og sneiöast fer um mat- væli. Þá yröum viö aö sæta þvi veröi sem i boöi væri og aörar þjóöir gætu beitt okkur afar- kostum. Hver heföi t.d. veriö afstaöa okkar gagnvart Efnahags- bandalaginu i siöustu landhelg- isdeilu, ef viö heföum veriö bandalagsþjóöunum háö um verulegan hluta daglegrar neyslu okkar? Hvað viljum við borga? Ég hygg aö flestir sem Ihuga þessi mál frá grunni muni kom- ast aö þeirri niöurstööu aö viss- ara sé aö búa sem mest að sinu. Þaö útflutningsbótakerfi, sem viö nú búum viö, hefur fariö úr böndunum vegna þess aö vant- að hefur heimildir til aö stjórna framleiöslunni. 1 staö þess aö nýta útflutningsbótaréttinn aö hálfu i meöalári, eins og skyn- samlegast heföi veriö, hefur hann oftast veriö nýttur aö fullu. Nú er komiö fram úr þvi marki og kerfiö sprungiö. Þegar svo er komiö, er þaö bændum til tjóns aö auka framleiösluna. Þaö þjónar ekki heldur neinum til- gangi fyrir þjóöfélagið viö nú- verandi aöstæöur aö bæta til lengdar upp útflutning á búvör- um umfram lögákveöiö mark. Nú hefur Framleiösluráö fengiö heimildir til aö stjórna framleiöslunni og mun þeim veröa beitt á næstu árum til aö minnka framleiösluna. Otflutn- ingsbætur veröur þó áfram aö greiöa I einhverjum mæli og meö einhverjum hætti. Þótt út- flutningsbótakerfið sé gallaö og mönnum finnist þaö kosta mik- iö fé, veröur naumast hjá þvi komist að veita bændum tekju- tryggingu i einhverju formi og þjóöin tryggi sér um leiö visst öryggi. Miklu máli skiptir aö þeim málum veröi skynsamlega fyrir komiö til frambúöar og þjóðfélagiö geri þaö upp viö sig hve hátt iðgjald þaö vill greiöa af þeirri tryggingu. Margir halda aö hlutfallslega hærri fjárhæö sé nú variö til útflutn- ingsbóta en áöur var. Linuritiö sýnir fjárhæö útflutningsbótanna, sem hlutfall af þjóöar- tekjum árlega s.l. 20 ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.