Morgunblaðið - 21.09.2001, Síða 5
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2001 B 5
TITILL bókarinnar The ManWho Tasted Shapes eftir dr.Richard E. Cyptowic skír-
skotar til manns, sem var trúlega
haldinn samskynjun eins og hún get-
ur undarlegust orðið. Þótt fjar-
stæðukennt sé og raunar næsta
ómögulegt að lýsa með orðum fann
hann mismunandi bragð af kúlu,
súlu og oddum svo dæmi séu tekin. Í
einum kaflanum segir Cyptowic frá
fyrstu kynnum sínum af söguhetj-
unni: Ég sat þarna á meðan Michael
hrærði í sósunni, sem hann hafði
lagað á kjúklinginn. „Hjálpi, mér,“
sagði hann skyndilega „það eru ekki
nógu margir oddar á kjúklingnum.“
„Ekki nógu margir hvað.......?,“
hváði ég.
Hann stirnaði upp og roðnaði. „Þú
heldur náttúrlega að ég sé brjál-
aður,“ stamaði hann og setti skeið-
ina frá sér. „Ég vona að enginn hafi
heyrt í mér,“ sagði hann svo og leit
snöggt á gestina, sem sátu álengdar.
„Af hverju ekki?, spurði ég.
„Stundum tala ég af mér,“ hvísl-
aði hann. „En þú ert tauga-
sjúkdómafræðingur, kannski færð
þú einhvern botn í þetta. Ég veit
þetta hljómar klikkað, en þannig er
mál með vexti að ég finn bragð af
lögun.“ Michael leit undan. „Hvern-
ig get ég útskýrt þetta?“ sagði hann
eins og við sjálfan sig.
„Bragð hefur lögun,“ hóf hann
aftur máls og gretti sig ofan í steik-
arpönnuna. „Ég vildi hafa bragðið af
kjúklingnum oddhvasst í laginu, en
það varð kúlulaga.“ Hann leit upp,
ennþá rjóður í andliti. „Ég meina ....
það er næstum því hnöttótt,“ reyndi
hann að útskýra. „Ég get bara ekki
borið þetta fram svona oddlaust.“
„Það skilur áreiðanlega enginn
hvað þú ert að tala um,“ sagði ég eft-
ir stundarþögn.
„Sá er vandinn,“ andvarpaði
Michael. „Enginn hefur heyrt um
svonalagað. Fólk heldur að ég sé á
lyfjum eða að skálda. Þess vegna
segi ég engum frá þessu, þótt
einstaka sinnum missi ég eitthvað
óvart út úr mér. Fyrir mér er þetta
svo eðlilegt að ég hélt að allir fyndu
lögun þegar þeir borðuðu. Engin
lögun, ekkert bragð.“
Ég reyndi að láta á engu bera.
„Hvar hefur þú tilfinningu fyrir
þessum lögunum? spurði ég.
„Alls staðar,“ svaraði hann, „í
höndunum og sem nudd í andlitið.“
Trúlega hefur sjálfsánægja mín
verið augljós þegar ég greindi þarna
eitt af sjaldgæfustu og forvitnileg-
ustu fyrirbærum læknavísindanna.
Michael gaf mér illt auga og reif mig
upp úr draumórunum. „Af hverju
ertu að glotta? Ég hélt að þú myndir
sýna einhverja samúð!“
„Ég er ekkert að gera grín að
þér,“ sagði ég hlæjandi. „Það gleður
mig bara að kynnast í fyrsta skipti
einhverjum með samskynjun.“
Ekki nógu margir oddar á kjúklingnum
A-IÐ ER GULT, S-ið líka, E-ið rautt, L-ið hvítt, Í-iðhálfglært og N-ið blátt.Hver stafur hefur sinn lit,
en flestir eru þó stafirnir hennar í alls
konar grænum tónum og mismun-
andi gulum og brúnum. Sumir eru
svo óvenjulegir á litinn að þeir eiga
sér hvorki hliðstæðu úti í náttúrunni
né annars staðar svo henni sé kunn-
ugt um. Til dæmis M-ið og Þ-ið. Lit-
ina þeirra hefur hún hvergi séð nema
innra með sér, ef svo má að orði kom-
ast, því hún skynjar stafi, orð og tölu-
stafi í ótal litablæbrigðum.
Elín Klara Grétarsdóttir Bender,
28 ára, ættfræðingur hjá Íslenskri
erfðagreiningu, er ekki eins og fólk er
flest. „Ég hef ekkert verið að flíka
þessu,“ segir hún, „ef ég missi eitt-
hvað út úr mér sem gefur til kynna að
veröld mín sé að þessu leyti öðruvísi
en annarra, heldur fólk einfaldlega að
ég sé galin,“ bætir hún við og kveðst
svo sem ekki undrast viðbrögðin.
Ekki með augunum
„Sjálf á ég bágt með að gera mér í
hugarlund hvernig er að sjá stafi og
orð eins og aðrir. Skynjun mín teng-
ist þó ekkert sjóninni eða augunum
að mati augnlæknisins míns, Árna B.
Stefánssonar, sem skoðaði mig og
greindi þegar ég var 18 ára. Þess
vegna eru litir stafanna sem ég sé,
ekki endilega þeir sem ég hef séð
með augunum ... .“
Elín Klara þagnar í miðjum klíð-
um. „Þú botnar líklega ekkert, frem-
ur en aðrir, í því sem ég er að reyna
að segja,“ segir hún svo í uppgjaf-
artóni. Enda svipur blaðamanns ekki
beinlínis greindarlegur þegar hér er
komið sögu. „Sérðu virkilega alls
konar liti á stöfunum og orðunum hér
á blaðinu?“ spyr hann í óðagoti,
„hvernig sérðu stafina sem þú lýsir
hvítum eða hálfglærum, til dæmis L-
in eða Í-in?“ Elín Klara lítur hlæjandi
á bláa kúlupennapárið – minn-
ispunktana fyrir þetta viðtal. „Dæmi-
gerð spurning, sem lýsir vel hug-
myndum manna um hvernig stafir,
orð og tölustafir birtast mér,“ segir
hún og gerir aðra tilraun til útskýr-
ingar: „Ég sé bláa stafi á þessu hvíta
blaði, líka L-in og Í-in, rétt eins og
aðrir myndu sjá þá. Sama máli gegnir
um allt letur. Þegar ég hins vegar
hugsa um eða les úr stöfum, orðum
og setningum skynja ég alveg ósjálf-
rátt liti þeirra.“
Fyrir Elínu Klöru hefur hvert ein-
asta orð lit. Fyrsti stafurinn í orðinu
slær tóninn þannig að fyrra nafnið
hennar, svo dæmi sé tekið, er afger-
andi rautt en með blæbrigði yfir í
blátt (E = rautt, L = hvítt, Í = hálf-
glært, N = blátt). Seinna nafnið,
Klara, hefur aftur á móti afar hvítt
yfirbragð (K-ið og L-ið er mismun-
andi hvítt, A-ið gult og R-ljósgrænt)
„Þegar ég var lítil voru rautt og hvítt
uppáhaldslitirnir mínir og E og K
uppáhaldsstafirnir. Sumir halda því
fram að samskynjun þróist í frum-
bernsku áður en minnið tekur til
starfa og yfirfærist síðan á stafi, orð
eða eitthvað annað.“
Ein kenningin er að samskyn sé
arfgengt í kvenlegg. Önnur að meiri-
hluti samskynjandisé örvhentur. Elín
Klara, sem er rétthent, upplýsir að
Helga, móðuramma hennar, sem er
85 ára, sjái liti í stöfum og orðum. Ný-
lega frétti hún líka að eins væri farið
um systurdóttur ömmu hennar. „Við
amma höfum oft borið saman bækur
okkar. Nánast undantekningarlaust
eru stafirnir hennar öðruvísi á litinn
en mínir, auk þess sem hún segir sína
hafa dofnað svolítið með aldrinum.
Mínir hafa hins vegar ekkert breyst
frá því ég fyrst man eftir mér.“
Brúna vísan
Elín Klara man glöggt þegar hún,
tveggja ára, bað mömmu sína að fara
með brúnu vísuna. „Mamma hafði
auðvitað ekki hugmynd um hvað ég
átti við. Fyrir mér var Ó Jesú bróðir
besti einfaldlega „brúna vísan“ rétt
eins og aðrar vísur og ljóð höfðu hver
sinn litinn.“
Um litaveröld Elínar Klöru var
annars lítið rætt og telur hún næsta
víst að enginn sér nákominn hafi vit-
að að til væri fræðiheiti um skynjun
af þessu tagi. „Einhverju sinni í líf-
fræðitíma í Menntó álpaðist ég svo til
að segja eitthvað sem vakti grun líf-
fræðikennarans míns um hvers kyns
væri. Ég man ekkert hvað það var, en
hann dró mig afsíðis og spurði hvort
ég vildi fara til kunningja síns, sem
væri augnlæknir og mjög áhuga-
samur um svona „tilfelli“. Þannig
æxlaðist til að ég fór til Árna, sem
spurði mig í þaula og lét mig meðal
annars lýsa litunum í öllu stafrófinu
og tölustöfunum.“
Elín Klara segir samskynjunina
hvorki hafa hamlað sér á nokkurn
hátt né orðið sér til framdráttar.
„Nema kannski í stafsetningu og
tungumálanámi,“ segir hún hugsi,
„og líka ef ég gleymi hvað fólk heitir,
því þótt ég komi nafninu ekki strax
fyrir mig kemur litur þess ósjálfrátt
fram í huganum og síðan nafnið.“
Málið verður æ flóknara. Elín
Klara er að gefast upp, enda eflaust
enginn leikur fyrir hvern
þann sem í hlut ætti að út-
skýra með orðum hvernig
hugurinn starfar. Hún læt-
ur samt tilleiðast og heldur
áfram: „Ég hef mjög gott
sjónminni og fékk alltaf háa
einkunn í stafsetningu.
Ypsílonin vöfðust aldrei
fyrir mér, þau eru ljósglær í
kremuðum tóni og frá þeim
stafar mikil birta. Manna-
nöfn eru í mörgum og ólík-
um litum og einu gildir þótt
þau hljómi líkt. Fyrri lið-
urinn í nöfnunum Bergljót
og Bergþóra er grænn, en
þeir seinni annars vegar í
hvítum tóni og hins vegar í
mosagrænum.“
Elín Klara viðurkennir
að í hvert skipti sem hún
hugsar um Helgu, ömmu
sína, eða aðrar Helgur ef
því er að skipta, komi litur
nafnsins, sem er fagurblár,
upp í hugann „Ekki þó eins
og blá ára eða þannig ... en
blár engu að síður. Ef til er
eitthvað sem heitir sál þá
myndi ég lýsa upplifuninni þannig að
ég sæi með sálinni. Öðruvísi get ég
ekki útskýrt þetta eða annað þessu
tengt.“
Himinninn í bláu og gulu
Sólin er gul, himinninn blár. Orðin
líka. Grasið er grænt en orðið er
brúnt. Elín Klara er ekki litblind og
veit og sér með augunum að grasið er
grænt. En samt er orðið brúnt og það
truflar hana pínulítið. Um orð í er-
lendum tungumálum virðist gegna
öðru máli. Til dæmis er orðið himinn
sky á ensku og þar af leiðandi skynj-
ar hún það gulleitt, enda S-ið gult og
fyrsti stafurinn er alltaf áhrifavald-
urinn. „Mér finnst erlend mál yf-
irleitt vera litsterkari en íslenskan,
sérstaklega franskan. Þetta kann að
helgast af því að þegar ég les frönsku
þarf ég að einbeita mér miklu meira
að hverju einstaka orð.“
Tölur í tíma og rými
Þótt tölustafir Elínar Klöru séu í
lit, líkt og stafirnir hennar, skynjar
hún þá í tíma og rými allt um kring.
Mínus tölur eru á bak við hana, en
plús tölur fyrir framan. „Sjálfri finnst
mér ég vera inn í eða innan um töl-
urnar. Milljarður er í ótal hlykkjum
og langt, langt í burtu,“ útskýrir hún
og kveðst sjá árið í hring, eins og
klukku þar sem janúar er efst.
Fyrir allmörgum árum las Elín
Klara smásöguna Litur orða eftir
Þórarin Eldjárn og hafði svolítið
gaman af að skynjun sögumanns
svipaði til hennar eigin: „Ég man að
þegar ég var lítill höfðu orðin lit,“
segir hann á einum stað. Og síðar:
„Eins og svo margt annað gott hvarf
mér þessi hæfileiki.“
Ekkert bendir til að Elínu Klöru sé
að förlast hæfileikinn til að sjá heim-
inn í öðru ljósi en samferðamenn-
irnir. Hún segist varla geta ímyndað
sér svo dapurlega tilveru, því þegar
öllu sé á botninn hvolft sé tilvera
hennar litríkari en annarra.
Séð með sálinni
Morgunblaðið/Billi
Elín Klara Grétarsdóttir Bender: Sólin er
gul, himinninn blár, grasið er grænt – en
orðið er brúnt ...
Elín Klara Grétarsdóttir Bender
ur
ld-
m
eik
kki
ns
v-
hún
ns
a
ynj-
og
mað-
t-
kki
-
að
nn á
úar
m.
na
.
í
wic
var
k-
rir
æm-
gl-
sjá
andi?“ „Fólk sem heldur að fimm séu
gulir,“ svaraði hann. „Nei, fimm eru
grænir,“ svaraði Crane og var ráðin.
Samskynjun í listum
Verk ýmissa tónskálda, listmálara
og rithöfunda þykja bera vott um
samskynjun skapara þeirra. Sumir
listamenn hafa jafnvel lýst samskynj-
un sinni opinberlega. Einn þeirra er
rússneski rithöfundurinn Vladimir
Nabokov (1899-1977), sem í viðtali við
The Listener árið 1962 gerði grein
fyrir hæfileikum sínum til að sjá stafi í
lit og sagði sama máli gegna um eig-
inkonu sína og son, sem auk þess
heyrðu liti. Litirnir í stöfum sonarins
sagði Nabokov vera nokkurs konar
blöndu litanna í stöfum foreldranna.
Þannig sagði hann „sitt“ M vera
bleikt, M eiginkonunnar blátt en M
sonarins purpurarautt. Í ævisögu
sinni Speak, Memory (1966) lýsir
hann samskynjun sinni nánar og einn-
ig móður sinnar, sem eins var ástatt
um. „Fyrir henni var samskynjun
ekkert óeðlileg. Dag einn þegar ég, á
sjöunda ári, var að raða stafakubbum
hafði ég orð á því við hana að stafirnir
væru allir í röngum litum. Þá upp-
götvuðum við að sumir stafirnir henn-
ar voru eins á litinn og mínir og ég
komst jafnframt að raun um að hún sá
tónlist.“
Franska framúrstefnutónskáldið
og orgelleikarinn Olivier Messiaen
(1908-1992) gekk svo langt að eigna
samskynjun hlut í velgengni sinni.
„Ég sé liti í hvert skipti sem ég heyri
tónlist eða les nótur. Verkið sem ég
samdi um gljúfrin (hljómsveitarverk-
ið Frá gljúfrunum til stjarnanna,
1976) er rautt og appelsínugult – litir
klettanna,“ upplýsti hann í viðtali
1979.
Sumir draga í efa að rússnesk/
þýski abstraktlistamaðurinn Wassily
Kandinsky (1866-1944) hafi verið
samskynjandi. Sagan segir að hann
hafi verið afar hugfanginn af hugtak-
inu og oft látið í það skína að hann
þekkti það af eigin raun. Fleiri frægir
listamenn sögunnar eru orðaðir við
samskynjun. Rússneska tónskáldið
og píanóleikarinn Alexander Scriabin
(1872-1915) lýsti tóninum C# sem
fjólubláum og E vakti upp „perluhvítt
og mánaskin“. Hljóðfæraleikarar,
sem ungverski píanósnillingurinn og
tónskáldið Franz Liszt (1811-1886)
stjórnaði þegar hann var hirðhljóm-
sveitarstjóri í Weimar 1848-1859,
héldu að meistarinn væri að grínast
þegar hann sagði: „Herrar mínir, svo-
lítið blárra, ef þið vilduð gjöra svo vel.
Þessi tónn er þannig!“ Eða: „Þetta er
djúpfjólublátt, treystið því! Ekki
svona rósrautt!
Þeir sem rannsakað hafa sam-
skynjun eru yfirleitt á einu máli um að
listamenn séu ekki öðrum fremur
gæddir samskynjun. Enda verði
frjótt ímyndunarafl og samskynjun
ekki sett undir sama hatt. Þótt vís-
indamönnum takist með hjálp nýrrar
tækni og tóla að grafast fyrir um
ástæður samskynjunar, reynist þeim
efalítið þrautin þyngri að skyggnast
inn í huga manna. Í raunveruleikan-
um er enginn eins og hugur manns,
enginn eins og fólk er flest og enginn
sér eins og þú sérð.
Heimildir m.a.: Psyche, tímarit samtaka um
vitundarvísindarannsóknir, The New York
Times, Smithsonian Magazine, CNN, Lingua
Franca, Praxis Post, Monitor on Psychology og
Discover.
Slóðir um samskynjun með ýmsum tenglum:
ncu.edu.tw/~daysa/synesthesia.htm
og heimasíða ASA-samtakanna: multimedia-
place.com/asa
Mynd/Ómar
ið vilduð gjöra svo vel.“ Þannig átti
gar hann var hirðhljómsveitarstjóri í
a nítjándu öldina.
DR. Þuríður J. Jónsdóttir taugasál-
fræðingur starfar á taugadeild
Landspítalans - háskólasjúkrahúss
við Hringbraut og auk þess á eigin
stofu við ráðgjöf í kjölfar höf-
uðáverka og sjúkdóma í mið-
taugakerfi.
Hún segist einungis þekkja hug-
takið samskynjun sem afbrigðilegt
ástand, til dæmis sem skynbrenglun
í fyrirboðafasa flogakasts. Sjálf seg-
ist hún ekki muna eftir að hafa haft
fólk til meðferðar, sem þannig sé
ástatt um.
Sama segir hún upp á teningnum
hjá nokkrum taugalæknum, sem
hún spurði, en þeir könnuðust ekki
við samskynjun hjá sjúklingum sín-
um.
„Skýringin kann að vera sú, segir
Þuríður, „að á taugadeild kemur
veikt fólk til greiningar og með-
ferðar og þetta er sjaldgæft fyr-
irbæri í sjúkdómum í miðtaugakerfi.
Um tíðni fyrirbærisins meðal heil-
brigðra er mér ekki kunnugt um.“
ÁLFRÆÐINGAR
Tímabundin
samskynjun
í flogaköstum