Vísir - 12.10.1979, Qupperneq 3

Vísir - 12.10.1979, Qupperneq 3
VÍSIR P™ Föstudagur 12. október 1979 i ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■! wm am Tómas Arnason FJARLAGAFRUMVARPIS ER ALLS EKKI ÖKÝTT” - miðar Það við 30% verðbðlgu á næsta ári Tryggingamál 86,8 Fræöslumál 42,8 Heilbrigðismál 23,5 Niðurgreiðslur 23,0 Vegamál 22,0 Vaxtagjöld 15,6 Búnaðarmál 14,3 Dómgæslu- og lögreglumál 14,3 Húsnæðismál 9,3 Orkumál (þar af afborganir og vextir vegna Kröflu 3,9 milljaröar) 10,9 önnur samgöngumál en vegamál 8,4 Ctvegsmál 6,0 Annað 44,5 Samtals 321,4 milljaröar „Þótt ríkisstjórnin sé nú aö falla tel ég það ský- lausa skyldu fjármála- ráðherra að leggja fram f járlagafrumvarp fyrir árið 1980/" sagði Tómas Árnason/ fjármálaráð- herra/ á fundi með fréttamönnum í gær, þar sem hann kynnti frum- varp sitt. Hann tók fram aö þótt frum- varpið væri í meginatriðum verk allra ráðherra rikisstjórn- arinnar, hefði verið ósamkomu- lag um suma liði þess og hann legði það þvi fram á eigin ábyrgö. Hannsagði einnig að sii mikla vinna sem i frumvarpinu fælist væri alls ekki ónýt, þvi þótt eftirmaður hans vildi kannski ýmsubreyta væri bráðnauðsyn- legt að hafa þessi gögn til við- miðunar. Frumvarpið er byggt á þeirri meginstefnu aö verðbólgan verði ekki meiri en 30% frá upp- hafi til loka ársins 1980 Ekki skatta- staðgreiðsla 1 frumvarpinu er áætlað hlut- fall tekna ríkissjóðs af þjóðar- framleiðslu 28,6% á árinu 1980, en heildarútgjöld 28,2%. Hvað viðvíkur skattborgurun- um sem eiga að standa undir þessu, er gert ráð fyrir að tekju- skattur einstaklinga hækki, sem svarar tekjubreytingum milli áranna 1978 og 1979 og verði að meðaltali svipað hlutfall af þeim tekjum sem hann er lagö- ur á. í nýju skattalögin sem tóku gildi um siðustu áramót vantar öll ákvæði um innheimtu en upp- haflega var gert ráð fyrir að samhliða þeim tækju gildi lög um staðgreiöslukerfi skatta. Þvi var hinsvegar hafnað og verður þvi að afgreiða ný lög fyrir áramót til að rikissjóöur hafi skatttekjur á næsta ári. Slikt frumvarp er nær tilbúið i fjármá laráðuney tinu. N i ðu r stöðutö I u r na r Heildartekjur samkvæmt frumvarpinu eru 330,3 milljarð- ar króna, en heildarútgjöld eru 321,4 milljarðar króna. Tekjuaf- gangur nemur þvi tæpum 9 milljörðum króna. Gert er ráð fyriraö beinir skattar nemi 63,4 milljörðum króna, óbeinir skattar 261,1 milljaröi og aörar tekjur 5,8 milljörðum króna. Hæstu gjaldaliðir frumvarpsins eru: Eyðslusamir Tómas var dálitiö hvass i garð samráðherra sinna, sem hann hefði árangurslftið reynt að fá til aö gera sparnaöaráætlanir. Hann sagði að ef fariö heföi verið eftir tillögum þeim sem komu frá hinum ráðuneytunum heföu fjárlögin orðiö um fimm- tiu milljörðum hærri. Þaö væri aiAvelt fyrir þá aö láta fjármáiaráðherra um að skera niður, ,,og hengja hann svo á Alþingi.” Tómas sagði vlsitölubygging- una vera vont krabbamein I efoahagsmálum og hefði raunar átt að breyta henni en kratar „klikkað” á úrslitastund. Frekari skuldasöfnun sagði hann algert ábyrgðarleysi enda værum við þegar i sjálfheldu vegna vaxtagreiðslna. —ÓT Fjórtán tonna steypubill valt á gatnamótum Bústaðavegar og Háa- leitisbrautar klukkan hálf eitt I gsrdag. BUlinn var á mjög litilli ferð, þegar óhappið átti sér stað, og urðu engin slys á mönnum. Krani var fenginn til að koma bilnum á hjólin aftur en hann var með sjö rúm- metra af steypu. (VIsism.BG) Sápa, sjón- varp og sflfur meðai bess sem verður á flóamarkaði FEF um helgina Félag einstæðra foreldra heldur sinn árlega flóamarkað um helgina, 13. og 14. október, og hefst hann kl. 2 báða dagana. Markaðurinn verður i húsnæði FEF I Skeljanesi 6, en það tekur fljótlega til starfa neyðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra og börn, sem eiga i tímabundnum krögg- um. Á flóamarkaðinum verður úr- val fatnaðar, búsáhalda, silfur- muna, skrautmuna, sjónvarpa, mat-oghreinlætisvörur, auk fjöl- margs annars. Barnaársplatti FEF veröur lika seldur á mark- aðnum, en hann var gefinn út I til- efni 10 ára afmælis félagsins. 29. október verður aöalfúndur félagsins og þar verður afmælis- ins minnst sérstaklega. Um svip- að leyti kemur Ut vandað af- mælisrit, sem hefur að geyma greinar um starf félagsins og fleira efni. —SJ Nú er ár litarins í London og hjá okkur á Hárskeranum Núþarfenginnað vera gráhærður lengur. HENNA liturognæringstyrkir hárið, gerirþaðsveraraoghárið fær meiri gljá. HÁRSKERINN —___ Skúlagötu 54 i Simi 28141 Nýjustu teiknisögurnar í f jölbreyttu safni Fjölva Benni flugkappi er ungur djarf- ur og drengilegur. Hann lendir I einkennilegu ævintýri, kemst i kast viðmisyndismenn,sem eru á höttunum eftir mikilsveröu hernaöarleyndarmáli. • Benni flugkappi er I hættuferö á gömlum Katalinu-flugbáti, en hann býöur öllum hættum byrg- inn. • Þetta er stórskemmtileg og spennandi njósnasaga. Fyrir nokkrum árum voru hinar frægu Benna-bækur vinsæiasta skemmtilestrarefni unga fólks- ins. Nú gefur Fjölvi nýjar Benna- bækur út i splunkunýrri teikni- sögu-útgáfu. • Sú fyrsta er þegar komin út og kallast TIGRISKLÓIN. Þar á Benni i höggi viö hinn hættulega Jón Tigriskló, sem er svo lýst, aö hann er „hörkutól” og fant- ur. Og vonandi kemst Benni heill á húfi frá þeim átökum, þvi aö annars kæmist önnur bókin I rööinni ekki út, en hún á aö heita GEIMSTÖÐ HJALTA, og ef Benni flugkappi veröur nógu fljótur aö afgreiöa Jón Tfgriskló, þá veröur þaö enn meira frægöarverk fyrir hann aö vinna bug á hinum illviga AUÐÓLFI HJALTA. Skyldu menn kannast viö nafniö? Varla hefur veriö til verri maöur, og ijótt er þaö, þegar sá þrjótur fer nú aö risa upp og koma sér á fót ógnandi geimstöö. En vonandi vinnur djörfung og drengskapur bug á öllum bellibrögöum, og þiö fáiö aö kynnast fjölda annarra ævintýra, sem Benni flugkappi og félagar hans Aki ökugikkur og Kalli I krapinu lenda I.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.