Vísir - 12.10.1979, Qupperneq 8
Föstudagur 12. októbcr 1979
8
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson
Ritstjórar: ölafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
■Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Eiias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð-
vinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Síöumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
200. kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
SMMMUR TIMI TIL STEFNU
Ólafur Jóhannesson mun i dag formlega leggja fram lausnarbeiöni fyrir sig og ráöu-
neyti sitt á ríkisráösfundi. Mikiö er I háfi, aö sem skemmstur timi liöi þar til ný rfkis-
stjórn hefur tekiö viö völdum I landinu, ef takast á aö koma nýjum kosningum i kring I
fyrri hluta desembermánaöar.
Það ber oft við, þegar fram
koma tillögur um að fara ekki
troðnar slóðir varðandi meðferð
brýnna mála, að andmælendur
benda á, að varasamt sé að gera
slíkt vegna þess að það hafi
aldrei verið gert áður. Oft taka
þessir menn ekki með í
reikninginn breyttar aðstæður
eða bráða nauðsyn slíkra að-
gerða.
Þetta hefur glögglega komið
fram varðandi óskir Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins
um þingrof og kosningar í fyrri
hluta desembermánaðar. Hinir
tveir þingflokkarnir hafa fundið
þessu flest til forátta og jafnvel
spáð fimbulvetri strax fyrir jól.
Yfirformaður Framsóknar-
flokksins og forsætisráðherra,
Olafur Jóhannesson, tók mjög í
þennan streng, er hann tilkynnti
um afsögn sína á Alþingi í gær
og gerði grein f yrir ástæðum þess
að hann væri andvígur þingrofi í
upphaf i þings og kosningum þeg-
ar allra veðra væri von.
Þótt Alþingi hafi aldrei verið
rofið í október í þau 100 skipti,
sem það hefur sest á rökstóla, er
ekki þar með sagt, að alls ekki
megi rjúfa 101. þingið í þeim
mánuði ef meirihluti þingheims
telur það þjóðinni fyrir bestu.
Gjörbreyttar samgöngur í
landinu f rá þvi sem f yrr var ættu
einnig að minnka möguleikana á
því að vandræði gætu skapast af
vetrarveðrum á framboðsferða-
lögum eða kjörfundum í hinum
dreifðari byggðum landsins.
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, hefur tilkynnt að hann
muni í dag formlega leggja f ram
lausnarbeiðni sina á ríkisráðs-
fundi.
f framhaldi af ákvörðun Olafs
mun forseti fslands kynna sér
möguleikana á nýrri stjórnar-
myndun. Forvitnilegt verður að
fylgjast með því, hvort hann vill
verjaeinhverjuaf þeim dýrmæta
tíma sem er til stef nu, til þess að
fela formönnum stjórnmála-
f lokkanna að kanna möguieika á
að mynda meirihlutastjórn, sem
talsmenn hins nýja meirihluta
Sjálfstæðismanna og Alþýðu-
flokksmanna hafa lýst yfir að
þeir muni ekki taka þátt í, en
Framsóknarf lokkurinn og
Alþýðubandalagið eru af eðli-
legum ástæðum úr leik í því sam-
bandi.
Minnihlutastjórnir annars
hvors þessara fJokka eru því
fyrstu raunhæfu kostirnir, en að
þeim frágengnum utanþings-
stjórn.
Af ummælum talsmanna
Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks er svo að skilja, að þeir
séu hálffeimnir hvorir við aðra,
og muni eiga erfitt með að koma
sér saman um, hvor flokkurinn
muni veita hinum hlutleysis-
stuðning. En varðandi það verður
að fást botn sem allra fyrst,
þannig að ný stjórn geti rofið
þing og efnt til almennra þing-
kosninga.
Mikið er í húfi, að kosning-
arnar geti farið fram í byrjun
desembermánaðar fyrir jólaös
og meiriháttar vetrarhörkur, og
ef það á að takast, miðað við eðli-
legan framboðsfrest, eru aðeins
örfáir dagar til stefnu.
Togvindurnar í ms. HafDóri
Vegna greinar í Vísi 5.
þ.m. frá Vélaverkstæði
Sig. Sveinbjörnssonar
h f., sem var verktaki við
breytingar á togvindum í
m.s. Hafþór, viljum við
gera eftirfarandi athuga-
semdir.
Vindukerfið
Þaö kemur okkur einkenni-
lega fyrir sjónir, aö verktakinn
geti ekki rökrætt málefnalega
um þau tæknilegu vandamál,
sem hér eru á feröinni.
Verktakinn talar um aö tog-
vindurnar séu of litlar og ruglar
þessu öllu saman þ.e. umbeön-
um afköstum vindanna sam-
kvæmt útboöslýsingu, mældu
kyrrstööuátaki og svo hvaöa
kyrrstööuátak heföi átt aö
standa f útboðslýsingu sam-
kvæmt hans mati.
Verktakinn reynir aö fara i
kringum kjarna vandamálsins
þ.e. að vindurnar skila ekki
þeim afköstum, sem við biöjum
um i okkar útboðslýsingu. Hvaö
heföi átt aö standa i útboöslýs-
ingunni aö mati verktakans er
alls ekki til umræöu hér og kem-
ur þessu máli ekkert viö. Verk-
takinn hannaöi vindukerfiö, og
tekur hugsunarlaust þá mótora,
sem viö bendum á,án þess aö
reikna út hvort hans kerfi geti
skapað mótorunum þau vinnu-
skilyröi, sem til er ætlast.
Vindurnar afkasta aöeins um
M/s Hafþór viö bryggju.
60% af þvi sem um er beðið og
breytir verktakinn því ekki,
hversu margar blaöagreinar
sem hann skrifar um máliö.
Þriggja manna nefndin
Verktakinn vfkur svo máli
sinu aö þriggja manna nefnd-
inni. Hann segir: „Undir yfir-
umsjón þessarar nefndar brotn-
uðu dælurnar i annaö sinn”. í
þessa nefnd tilnefndi hvor aðilji
einn mann og samkomulag var
um aö fá dr. Geir A. Gunnlaugs-
son prófessor i vélaverkfræöi
viö Háskóla Islands til aö vera
formann hennar.
Nefndinni var faliö I upphafi
aöeins aö fylgjast meö annarri
reynslukeyrslu á vindunum.
Allur undirbúningur undir
þessa prófun og sjálf prófunin
var f höndum verktakans og
brotnuöu þvi dælurnar i höndum
hans.
Nefndin ásamt frönskum sér-
fræöing frá Denison átti svo
mestan þátt í þvi að vindurnar
eru farnar aö snúast.
Aflmælingar
Varöandi þaö atriöi aö
vindurnar hafi ekki veriö keyrö-
ar viö fullan þrýsting I reynslu-
feröinni 2.-4. maf sl. þá skal
verktakanum bent á skýrslu
okkar yfir umrædda reynsluferö
dags. 4. maí 1979 bls. 8 tafla nr.
2, en þar er átakið viö aflesinn
þrýsting umreiknað i 210 bar aö
mótor. Þetta umreiknaða átak
er svo notaö til aö reikna út af-
köst vindanna viö 210 bar
þrýsting aö mótor. Þessa
skýrslu fékk verktakinn i hend-
ur á fundi i Hafrannsóknastofn-
uninni 7. mai sl. en hefur e.t.v.
ekki kynnt sér efni hennar betur
en þetta.
Lokaorð
Togvinduvandamálið er nú i
höndum Verkfræði- og raun-
vísindadeildar Háskóla Islands.
Og stjórnar Dr. Geir A. Gunn-
laugsson prófessor þessu verk-
efni þar. Vandamáliö er þvi i
góöra manna höndum. Þetta
veröur ekki leyst meö siendur-
teknum blaöaskrifum og sjáum
viö engan tilgang f frekari opin-
berum skrifum um þetta mál.
Viö væntum þess að tillögur
Verkfræöi-og raunvisindadeild-
ar verði kynntar þeim aöiljum,
sem máliö snertir þegar þar að
kemur.
Reykjavik 8. okt. 1979
f.h. Skipatækni h.f.
Báröur Hafsteinsson
ÓlafurH. Jónsson