Vísir - 19.10.1979, Síða 16

Vísir - 19.10.1979, Síða 16
kvikmyndir Sólveig K. Jónsdóttir skrifar. Regnboginn - Bíó Bíó Horföu flauö- leiður um öxl Aö öllum llkindum er ætlast til þess aö „Bió BIó” sé skoöuö sem háö um gullöld Hollywood- myndanna á þriöja áratugnum, en mikiö skelfing veröur þaö háö léttvægt fundiö. Kvik- myndin er eítirlíking þeirrar Holly woodframleiöslu sem sjónvarpiö færir okkur á laugardagskvöldum og margur Frónbúinn heföi nú ugglaust þegiö aö „happy-end” formúl- unum úr sjónvarpinu eföi veriö gefiö ærlegt spark, en þaö gerist aö minnsta kosti ekki i „Bió BIó”. Sem fæst orö um þessa mynd væru llklega best, en þaö er gremjulegt að jafn góð hug- mynd og sú að gagnrýna for- múlumyndir (sem enn eru framleiddar af fullum krafti) skuli fara svona hrapalega út um þúfur. Höfundur handrits virðist meira aö segja svo hug- myndasnauöur að hann tyggur sömu brandarana upp aftur og aftur. I „Bió Bió” fáum við að sjá tvær kvikmyndir sem sýndar eru hvor á eftir annarri, og I upphafi er okkur raunar sagt aö nú fáum við að sjá bló up á Red Buttons sem sviösstjórinn I hinni „nýju” söngvamynd „BIó BIó” gamla mátann. Fyrri myndin er hnefaleikamynd meö inn- byggðri ástarsögu, en hin siðari er söngvamynd og þar fylgir ástarsaga einnig I kaupbæti. Allt er þetta eins og þegar Hollywood var upp á sitt besta, risastór dansatriði, glæpamenn, ungar saklausar stúlkur, morð, tár, faðmlög og „Hollywood- happy end”. Leikararnir eru sumir hverjir ansi góðir en auðvitað er George C. Scott sá sem mest mæöir á. Það er bara verst hvað hlut- verkin eru hræðilega ómerkileg. „Bíó Bió” á sina ljósu punkta, þar sem hægt er að brosa út I annað munnvikið, en satlran er I heild langt fyrir neðan meðallag aðgæðum. Ef til vill er ætlast til þess að áhorfandanum leiöist I tvo klukkutima til þess að und- irstrika hverslags voðaleg leið- indi þaö eru sem Holywood- maskinan hefur oft látið flæða yfir heimsbyggöina I formi kvikmynda. —SKJ Barnabókasafn veröur sett upp I tengslum viö sýninguna, þar sem börn geta fengiö lánaöar bækur ýmist til aö hafa heim meö sér, eöa skoöaö á staönum. BÆKUR HANDA BÖRNUM HEIMS - BARNABÚKASÝNING AÐ KJARVALSSTÖBUM Bækur handa börnum heims, nefnist sýning sem opnuö veröur á Kjarvalsstööum á laugardag- inn. Þetta er alþjóöieg sýning og stendur hún til 4. nóvember. Sýningin var sett upp á hinni árlegu bókasýningu I Frankfurt haustið 1978. Hún hefur farið vfös- vegar um heiminn m ,a. hefur hún verið sett upp I aöalstöðvum UNESCO I Paris. Þaöer Bókavaröafélag Islands, Félag bókasafnsfræöinga og Rit- höfundasamband Islands sem fengu sýninguna hingaö og er þetta framlag félagana til barna- ársins. Bækur handa börnum heims er stærsta alþjóðlega bókasýningin sem hingað hefur komið. A henni eru um þrjú þúsund bækur frá sjötlu löndum. Bækurnar eru sér- staklega fallegar og skrautlegar og mikil áhersla er lögð á efnis- gæði bókanna, bæði hvað varðar texta og myndir. Barnabókasafn veröur sett upp I tengslum við sýninguna, þar sem aðaláherslan er lögö á að hafa Islenskar bækur. Börnin geta fengið bækurnar' lánaðar heim, eða skoðaö þær á staðnum. Zontaklúbburinn á Akureyri hefur sett upp Nonna-deild á sýningunni, en bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Fyrirlestrar verða haldnir um barnabækur, en þá halda m.a. Silja Aðalsteinsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Gunnlaugur Ast- geirsson. Leikbrúöuland kemur I heim- sókn á sýninguna og sitthvaö ann- aö veröur til skemmtunar og fróðleiks. —KP. Jassað um helgina Breski pianóleikarinn Howard Riley heldur tvenna tónleika hér á iandi á laugardag og sunnudag. Fyrri tónleikarnir veröa i Menntaskólanum viö Hamrahilö klukkan 16, en þeir siöari i Félagsstofnun stúdenta og hefjast klukkan 21. Riley er með virtustu jassleik- ruum Bretlands. Hann er fæddur árið 1943 og stundaði tónlistar- nám við Háskólann I Wales. Þaðan lauk hann MA prófi, en stundaöi framhaldsnám viö Indinana University og lauk þaöan meistaragráöu. Hann hef- ur leikið með ýmsum kunnum tónlistarmönnum t.d. Evan Parker, Tony Oxley, John McLaughlin. Riley hefur gefið út fjölda hljómplatna og leikið m.a. með Trovor Watts og eigin trlói. Howard Riley fer ekki hefð- bundnar leiöir I tónlistarsköpun. Hann leitast viö aö notfæra sér nöguleika hljóöfærisins út I ystu æsar. Ekki er óllklegt að menn llti á pianóiö I nokkru öðru ljósi eftir að hafa hlýtt á hann leika. Það er Gallerl Suðurgata 7, sem gengst fyrir þessum tónleikum I samvinnu við Tónlistarfélag Menntaskólans við Hamrahllö og Funda og menningarmálanefnd Stúdentaráðs. —KP. Þeir Jón Hjartarsson og Emil Guðmundsson fara báöir meö hlutverk Þórbergs. Sá fyrrnefndi leikur meistarann sem segir söguna, hinn ieikur Þorberg um tvltugt. Myndin er tekin á æfingu. Visismynd: JA. Ofvltlnn í Iðnó - frumsýnlng á laugarflag ,,Ég hef lengi haft áhuga á þvi að gera leikgerð af einhverju verki Þórbergs. Ofvitinn varð fyrir valinu vegna þess m.a. að það verk segir svo mikið um hann sjálfan”, sagði Kjartan Ragnarsson á fundi með blaðamönnum. Ofviti Þórbergs Þórðarsonar I leikgerð Kjartans veröur frum- sýndur á laugardagskvöldiö. Kjartan er einnig leikstjóri, en leikmynd og búninga gerir Stein- þór Sigurðsson. Atli Heimir Sveinsson hefur samið hluta tón- listarinnar sem flutt er I leikrit- inu, við ýmis ljóð Þórbergs. í leikgerð Kjartans eru Þór- bergarnir tveir. Annar er Þór- bergur um tvítugt, hinn meistar- inn sem segir söguna og sá sem kemur hugsunum hins yngri til skila. Meistarinn er ósýnilegur öllum persónum leiksins, nema Þórbergi sem, leitar tíöum til hans með vandamál sin. Ofvitinn gerist á árunum 1909 til 10. Til þess að ná fram andblæ þess tlma hefur Atli Heimir haft tónlist slna I anda gömlu hús- ganganna. Einnig er þetta tlma- bil gömlu Reykjavíkur undir- strikað með þvl að varpa gömlum Reykjavikurmyndum á tjald innst á sviðinu. Meistarann leikur Jón Hjartarsson, Þórberg, Emil Guð- mundson, Odd, Ólafur Thorodd- sen og Rögnvald, Harald G. Haraldsson. Með önnur hlutverk fara: Steindór Hjörleifsson, Karl Guð- mundsson, Sigurður Karlsson, Soffia Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Jón Sigurbjörnsson, Jón Júliusson, og Lilja Þórisdóttir sem leikur elsk- una. —KP. Jónas Ingimundarson viö hljóöfæriö. Píanðtðnlelkar I Logaiandi - Jónas inglmundarson lelkur Jónas Ingimundarson planó- leikari heldur tónleika I Félags- heimilinu Logalandi á sunnudag. Þaö er Tónlistarfélag Borgar- fjarðar sem stendur fyrir þessum tónleikum. Jónas hefur undanfariö haldið tónleika vlöa um land t.d. á Isa- firði og i Njarðvlk. A efnisskrá eru verk eftir B. Galuppi, F. Schubert, Rachmaninoff og Ginastera. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.