Vísir - 24.10.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 24.10.1979, Blaðsíða 12
VISIR Miövikudagur 24. október 1979 12 VÍSLR Miövikudagur 24. október 1979 13 HROLLUR 7-2L.Q TEITUR AGGI MIKKI tJr vinnslusal Glettings hf. SÍLD OG FJOR ÞORLAKSHÖFN Mikil vinna hefur verið við sildarverkun i Þor- lákshöfn undanfarið og hjá Glettingi hf. hefur til dæmis verið unnið til miðnættis öll kvöld við að flaka sild og vinna fyrir þýskalandsmarkað. Við slógum á þráðinn til Þorleifs Björgvins- sonar, framkvæmdastjóra Glettings. „Þaö hefur veriö stanslaus törn hjá okkur undanfarna tólf daga og er enn þvi viö fengum sild I gær og erum aö fá slatta I dag. Viö erum aö gera súrslld fyrir Þjóöverjaog erum komnir upp I 1700 tunnur. Þaö var geröur samningur viö þá um tuttugu þúsund tunnur svo viö höldum áfram meöan viö fáum síld og meöan stöövarnar, sameigin- lega, hafa ekki náö þvi marki. Fyrir utan súrslldina höfum viö veriö að kryddsalta fyrir Svlþjóö og erum komnir upp I tólfhundr- uð tunnur. Við erum með nýjar vélar, bæöi flökunarvélar og haus- skuröar og höfum nú byggt hús yfir þær til aö þurfa ekki aö taka þær niöur I lok hverrar vertiöar. Þessar vélar spara okkur mikiö. Flökunin væri bara ekki framkvæmanleg I höndunum og hausskuröarvélarnar spara okkur 20-30 manns.” 200 þúsund á viku „Þetta hefur þó ekki útilokaö mannshöndina þvi hjá okkur vinna aö jafnaöi 45 manns I svona törn. Þaö er dálítið mis- jafnt hvernig menn vinna, sum- ir eru bara fyrir hádegi, aörir eftir hádegi og enn aörir allan daginn, en jafnaöartalan er um 45. 1 svona törnum getur fólk haft um 200 þúsund krónur á viku, en þaö er llka langur vinnudagur og vel aö veriö. Hér er alltaf að f jölga fólki og ég býst við aö um sjötiu prósent af mannskapnum séu héöan úr plássinu, en afgangurinn úr nærliggjandi sveitum. Þetta er allt duglegt og gott fólk. Viö geröum lika súrsild fyrir þýskalandsmarkaö I fyrra og unnum þá 950 tunnur. Megin- ástæöan fyrir aö viö erum komnir meö svo miklu meira núna er sú aö I fyrra var byrjaö Þaö er snyrtiiega raöaö I tunnurnar. Flökin vigtuö. Myndir: Pdll Þorlúksson miklu seinna og svo er meira um smáslld núna en þaö er hún sem við notum I þetta.” „Hverjir landa hjá ykkur?” „Viö erum alls meö sjö báta. Þar af eigum viö þrjá sjálfir en hitt eru bæöi heimabátar og aö- komubátar. Okkur er sama hvaöan gott kemur.” „Hvaö heldur þú aö þiö kom- ist hátt?” „Þaö er ómögulegt aö segja. Ef kemur stærri síld tekur strax fyrir vinnslu á þýskalands- markaöinn, en þá tæki viö önnur törn I stærri slldinni, viö aö salta. Viö tökum á móti meðan viö fáum eitthvaö. Eins og ég nefndi áöan erum viö núna aö fá einhvern slatta, en þaö er vit- laust veöur oröiö svo þaö veröur llklega einhver smá pása hjá okkur. Vonandi skánar veöriö þó fljótlega”. Auk Glettings hafa Borgir hf. veriö aö vinna stld undanfarna daga og hún hefur einnig veriö tekin til frystingar hjá Meitlin- um hf. Þaö hefur því veriö llf og f jör I vinnunni I Þorlákshöfn undan- farna daga. —ÓT srav > r*' - - fe*, Hrært f súrflökum. Kryddsild pækluö. IHHH Ug ■ m\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.