Vísir - 24.10.1979, Síða 15

Vísir - 24.10.1979, Síða 15
vtsm Mi&vikudagur 24. október 1979 Jóhanna Siguröardóttir er hálf einmanaleg á þessari mynd innan um alla karlkynsþingmennina. Nú eru uppi raddir um aö of litiö sé af konum á þingi og jafnvel taiaö um sérstakan kvennalista. Það er nóg af konum í framboði MA hringdi: Ég sá i Visi að raddir væru uppi um þaö i Vesturlandskjör- dæmi að bjóða fram sérstakan kvennalista. Það þætti nii saga til næsta bæjar ef boðiö yrði upp ásérstakan karlalista einhvers- staðar. Mér þykir meira að segja liklegt að það þætti furðu- leg uppákoma ef kæmi sérstak- ur framboðslisti með lög- fræðingum, hjúkrunarkonum eða leigubilstjórum. Annars er það skondið að ihaldið skuli hafa verið i farar- broddi með alþingismenn af „veikara” kyninu og að það skuli hafa átt einu konuna sem setið hefur i ráðherrastól hér- lendis. Það eru þó aðrir ftakkar sem hafa verið háværastir um jafnrétti kynjanna. Alþýðubandalagið lætur sig hafa það i nafni þessa jafnréttis að ætla einni konu öruggt sæti á lista flokksins hvað sem hæfi- leikum liöur og er nú verið að leita að frambærilegri konu, þar sem Svava Jakobsdóttir rithöf- undur ætlar að hætta. Alþýðu- flokkurinn ætlar lika aö bjóöa upp á Jóhönnu Sigurðardóttur áfram, en hún á sæti I stjórn Verslunarmannafélags Reykja- vikur svo væntanlega gefst þeim Reykvikingum, sem sér- staklega vilja sýna velvild tii kvenna á prófkjörs- og kosningalista , kostur að sýna hug sinn hjá öllum flokkum nema Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér eflaust vonir um að fá Sigur- laugu Bjarnadóttur aftur inn fyrir vestan, en Geirþrúður Bernhöft gefur ekki kost á sér i Reykjavik. Það gera hinsvegar fjórar aðrar konur i þeim flokki, þær Björg Einarsdóttir sem mun vera f ormaður Sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar, Jóna Sigurðardóttir, Ur fjölmennustu stétt landsins, húsmóðurstétt- inni, Erna Ragnarsdóttir innan- húsarkitekt sem berst fyrir menningunni og loks Bessi Jó- hannsdóttir kennari og vara- borgarfulltrúi sem mun hafa mestan áhuga á menntamálum og hefur gengið á undan i bar- áttunni fyrir að kveða niður vinstri áróður i skólum og að ekki sé gengið á kristnifræði- kennslu. Fljótt á litið virðist þvi nokk- urt framboð vera af konum sem Reykvikingar geta sagt álit sitt á i komandi kosningum. Þeirri fullyrðingu Jarnréttisráðs að fleiri konur verði að komast á þing geta kjósendur einir svar- að. En sérstakur kvennalisti finnst mér uppgjöf hjá konum og hreinasta grin. ARNI STEND- IIR UTAN VID HREPPARÍGINN Ekkí bara í Dessari vlku S. Jónsson Akureyri hringdi: Það er gott tilþess að vita, að þeir aðilar, sem vinna að áfengisvörnum i landinu skuli hafa getað komið sér saman um að gangast fyrir vikuherferö gegn þessum vágesti. En ég er bara svolitið hræddur um að þetta verki ekki nógu vel, þótt mikið sé skrifað og skrafað um þessi mál i eina viku. Þaö getur orðiö of mikið af þvi góða og farið að minna menn of mikið á áfengið. Betra væri aö jafnt og þétt væri fólk frætt um skaðsemi vimugjafanna og finnst mér að rikisfjölmiðlarnir ættuað ganga þar á undan með góöu fordæmi og aðrir fjölmiðlar að fylgja á eftir. Það ætti að vera hægt að skjóta inn stuttum varnaðarorð- um og fræðslu um þau mál eins og umferðarmálin, sem enginn friður er fyrir. Þingeyingur simar: „Mér hefur verið sagt að i Dagblaöinu hafi birst lesenda- bréf frá „nokkrum sýslungum” Braga Sigurjónssonar. Þar hafi menn verið hvattir til að kjósa Braga en hafna Árna Gunnars- syni þar sem Árni væri fulltrúi Reykjavikurvaldsins. Ekki hefi ég geð i mér til aö svara þessu á siðum Dagblaðs- ins sem svo hart berst á móti bændum. Hins vegar finnst mér ástæða til að geta þess að við Þingeyingar kjósum Arna mun frekaren Braga. Þaðkom best I ljós á fundi sem haldinn var á Húsavik um daginn hjá Alþýðu- flokksmönnum en þar var sterkur vilji fyrir þvi að skora á Braga að draga sig I hlé. Bragi Sigurjónsson ætti að geta sætt sig við að hætta I póli- tikinni sem ráðherra og draga sig i hlé, enda kominn um sjö- tugt. Arni Gunnarsson er hins veg- ar ekki fulltrúi neins valds, hvorki Reykjavikur eöa Akur- eyrar og það gerir gæfumuninn. Það ríkir nefnilega mikill rigur á milli til dæmis Akureyrar og Húsavikur og Húsvikingum finnst flestum óþolandi að Akur- eyri skuli ráða efstu sætunum i öllum flokkum. Þvi er það sem Arni á miklu meira fylgi I Þing- Bréfritari telur Arna Gunnars- son geta sett niöur riginn milli Akureyringa og Húsvikinga. eyjarsýslum heldur en Bragi.og mér sagt af Akureyringum að þar beri mönnum saman um aö taki Arni aö sér að leysa úr mál- um kjósenda, hvar I flokki sem þeir standa, þá standi hann við það. En það sem ég vildi leggja áherslu á er að gamla grýlan um Reykjavikurihaldið er löngu hætt að hrifa hér. Þvert á móti er það miklu vænlegra til ár- angurs að fá hæfan mann eins og Arna á þing þar sem hann blandast ekki inn i hreppariginn sem enn er hér milli gömlu kjör- dæmanna”. 15 Djóðum ondlitsböð með hinumviður- kenndu Dior og Loncome snyrtivörum Dömur othugið Sérstokur ofslottur of Ojo skipto ondlitsnuddkúrum Opiðó ^oy lougordögum s/f Gl^i XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X Reykingcamenn Fimm daga námskeið til að hætta reykingum verður haldið í Safnaðarheimili aðventista á Blikabraut2 í KEFLAVIK. Námskeiðið hefst sunnudaginn 28. október 1979 kl. 20:30 og stendur yfir í fimm kvöld. Meira en tólf milljónir manna víða um heim hafa notið góðs af þessari viðleitni aðventista til að bæta heilsu almennings. Leiðbeinendur verða Snerri Ólafsson lœknakandidat og David West prestur e Upplýsingar eg skráning í sima 91-13899 á skrifstofutíma eða 92-2477 efftir kl. 19 íslenska bindindisfélagið I samvinnu við X s; X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X ÓDÝR DILKA- SLÖG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.