Vísir - 24.10.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 24.10.1979, Blaðsíða 23
Forsætlsráðherra auglýslr ettir vinnu Fólkið i landinu hefur ekki um langan tlma farið jafn rækilega öfugt framúr, — ef að likum lætur — eins og I gærmorgun þegar þeir félagar Páll Heiöar og Sigmar vöktu þjóðina með viðtaii við sjálfan forsætis- ráöherrann. Vist er að I Skaga- firði hafa dottið af mönnum all- ar dauöar lýs, þegar forsætis- ráöherrann sagðist ekki hafa áhyggjur af öðru meir I pólitfk um þessar mundir en þvi að falia fyrir dr. Braga Jósepssyni I prófkjöri Aiþýðuflokksins. Forsætisráöherrann fóðraði þessa óttayfirlýsingu með þvi að auglýsa I Morgunpóstinum eftir vellaunuöu starfi þvl að hann ætti ekki von á öðru en detta út af þingi. Nú er Benedikt Gröndal eng- inn atgervismaður I pólitlk, hann ristir ekki djúpt I efna- hagsmálum og telst ekki vera slægur I refskák stjórnmálanna. Hann hefur á hinn bóginn góða útvarpsrödd og gæti þvl hæg- lega orðiö góður þulur, þegar hann dettur út úr pólitik. En fyrr má rota en dauðrota. Þul- ur, sem lendir 1 þvi eins og Benedikt Gröndal að verða for- sætisráðherra veröur að gæta aö reisn og virðing þess em- bættis. Hann hefur þar af leið- andi ekki leyfi til þess að segja upp I opið geðið á þjóðinni og það I morgunsáriö að glfmu- brögö dr. Braga Jósepssonar skjóti honum skelk I bringu og það svo að ástæða sé fyrir hann að auglýsa eftir góðu starfi. Sumir hafa ugglaust haldið að okkar talfágaði forsætis- ráðherra hefði hreinlega veriö timbraður I gærmorgun og þá hefði skömmin lent á Páli Heiöari og félaga Sigmari að draga hann þannig á sig kominn i Morgunpóstinn. En Svarthöfði hefur öruggar heimildir fyrir þvi að ekkert svoleiðis hafi veriö I spilinu, enda var Vlsir ekki fyrr kominn á göturnar um há- degiö I gær en lesa mátti yfir- vegaða staöfestingu á öllu saman og þaö góða blaö gaf for- sætisráöherranum ókeypis at- vinnuauglýsingu, sem hann heföi ell. þurft að kaupa dýru verði á Mogga. Vilmundur var fyrr I haust staðráðinn i að bjóða sig fram gegn Benedikt i fyrsta sætið á Reykjavikurlistanum. En svo bauö Sjálfstæöisflokkurinn krötum upp I minnihluta- stjórnardans og þar með opnaðist leið fyrir Vilmund til þess að stilla Benedikt upp við vegg. Og þeim átökum lyktaði með þvi að Benedikt studdi Vil- mund til þess að verða dóms- málaráöherra gegn loforði um afskiptaleysi dómsmála- ráðherrans af fyrsta sætinu I Reykjavik. En þá kom dr. Bragi heim frá útlöndum og forsætis- ráðherrann bregst við méð þvi að auglýsa eftir vinnu. Senni- lega hefði forsætisráðherrann sagt af sér I Morgunpóstinum i gær, ef Guðlaugur Tryggvi Karlsson hefði skipað sér I fjandaflokkinn en sá góði maöur er svo haröskeyttur að hann tók ekki bankastjóra Seölabankans alvarlega, þegar þeir sögðu honum upp hér um árið og mætti bara áfram. Annars hefur það gerst að for- sætisráðherra minnihluta- stjórnar krata undir verndar- væng Sjálfstæðisflokksins hafi fallið I kosningum. Emil Jóns- son var I sömu aðstöðu og Bene- dikt 1959. Hann var þá forsætis- ráðherra I hreinni kratastjórn sem sat með stuðningi Sjálf- stæðisflokksins. Þegar gengið var tii kosninga I Hafnarfirði tefldu Sjálfstæðismenn fram ungum strák, er þá var ný- skriðinn út úr lagadeildinni. Eitthvað þótti framsóknar- mönnum I Hafnarfirði þá variö I að styðja nýútsprunginn sjálf- stæðislögfræðing, enda fór svo að hann felldi sjálfan forsætis- ráöherrann. Þetta var Matthfas Á. Mathiesen. En fyrr má nú vera að láta tuttugu ára gamla sögu af þessu tagi skelfa sig þó að dr. Bragi Jósepsson komi heim frá útlöndum og bjóði sig fram. Pétur Salómonsson hótaði einhverntlma að fara I forseta- framboð og ekki var það tilefni fyrir þáverandi þjóðhöfðingja að auglýsa eftir vinnu, svo ekki sé of langt til jafnaö. Auövitað skiptir það engum sköpum fyrir Alþýðuflokkinn, hvort dr. Bragi eða Benedikt skipa fyrsta sætið i Reykjavik. En það skiptir máli fyrir okkur óbreytta borgara og kjósendur að forsætisráðherrann tali ekki eins og hann gerði I Morgun- póstinum i gærmorgun þvl að forsætisráðherraembættið á þó altént að standa og forsætis- ráðherrastóllinn á ekki að vera fúaspýtukollur. Svarthöfði vtsm Miðvikudagur 24. október 1979 18.00 Barbapapa. Endursýnd- ur þáttur úr Stundinni okkar frá slðastliðnum sunnudegi. 18.05 Fuglahræöan. Fjórði þáttur. Hræðusmiðurinn. 18.30 Gamli gullgrafarinn. Mynd um gullleitarmann sem hefur 1 mörg ár leitaö að gullnámu i óbyggðum Kanada. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir. 21.10 Vélabrögö I Washington. (Washington: Behind CIos- ed Doors). Bandarískur myndaflokkur í sex þáttum. Þættirnir i þessum mynda- flokki eru 90-100 minútur að lengd. 22.50 Bróðurmorö. Leikin kvikmynd tekin á vegum kvikmyndaskóla franska rikisins á útmánuöum 1978. Myndin er fyrst og fremst hugsuö sem skólaverkefni i kvikmyndatöku og lýsingu. Höfundar eru Didier Dele- skiewicz og Viðar Vikings- sorv en handritið er byggt á samnefndri smásögu eftir Franz Kafka. Leikarar i myndinni eru fjórir, þar á meðal islensk listakona, Nina Gautadóttir. 23.05 Dagskrárlok. 12.00 Dagskrá. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fiski- menn” eftir Martin Joen- son. Hjálmar Arnason les þýðingu sina (12). 15.00 Miðdegistónleikar. Fil- harmoniusveit Lundúna leikur „Holbergs-svitu” op. 40 eftir Edvard Grieg; Ana- tole Fistoulari stj. / Itzhak Perlman og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika Sym- phonie Espagnole op. 21. eftir Edouard Lalo; André Previn stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður fregnir). 16.20 Popphorn. Páll Pálsson kynnir. 17.C6 Atriöi úr morgunpósti endurtekiji. 17.20 Litli barnatiminn. Stjórnandi timans Þorgerö- ur Sigurðardóttir, og Ragn- heiöur Gyöa Jónsdóttir lesa sögur og ljóö eftir Vilberg Júliusson, Hannes J. Magnússon, Sigurö JUl. Jó- hannesson o.fl. 17.40 Tónleikar. 18.00 Vlðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Einsöngur i útvarpssal: Ragnheiður Guðmundsdótt- ir syngur lög eftir MagnUs Bl. Jóhannsson, Björgvin Guömundsson, Arna Thor- steinsson, Sigurð Þórðarson ogSigfús Einarsson. ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 20.30 Útvarpssagan: Ævi Ele- nóru Marx eftir Chushichi' Tsuzuki. Sveinn Asgeirsson les þýðingu sina á völdum köflum bókarinnar (6). 21.00 Kontrabassi og slag- harpa.Garry Karr leikur á kontrabassa og Harmon Lewis á planó: 21.30 tþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 21.45 Er skóli fýrir alla? Þátt- ur i umsjá Astu Ragnheiöar Jóhannesdóttur. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.50 Djassþáttur. 1 umsjá Jóns MUla Arnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Slónvarp kl. 22.50: ÍSLENSKÆTTUÐ ÚTFÆRSLA Á KAFKA „Bróöurmorð” heitir leikin lýstu mannlegri örvinglan og anum I kringum heimstyrjöldina kvikmynd sem gerð var á vegum martröð, þóttu lýsa vel tiðarand- fyrri. —HR kvikmyndaskóla franska rikisins 1978. Það sem gerir þessa mynd kannskimerkilegri en ýmsar aðr- ar franskar myndir i augum is- lenskrasjónvarpsáhorfenda er að tveir tslendingar koma þar mjög viö sögu. Annar höfunda kvik- myndahandrits er Viðar Vikings- son sem nú stundar nám i kvik- myndagerð i Frakklandi og einn fjögurra leikara I myndinni er is- lensk listakona, Nina Gautadótt- ir, en verkum eftir hana bregöur einmitt fyrir i myndinni. Kvikmynd þessi er hugsuð sem skólaverkefni i kvikmyndatöku og lýsingu og skirskotar einmitt til þýskra mynda og þögulla þar sem lýsingin var aðalatriði. Er hún gerö eftir sögu þýska Gyöingsins Ffans Kafka, en sög- ur hans sem margar hverjar Bróðir mundar breddu I myndinni „Bróðurmorö” sem sýnd verður I kvöld. . Umsjón: Þrír útvarpspættir um bðrn meö sérparflr í umsjá Ástu R. Jóhannesúóttur Þessa viku er I Utvarpinu nokkurskonar „tema” vika i til- efni barnaárs og verður þar fjallaö um börn með sérþarfir. Umsjón með þremur þáttum um þetta efni hefur Asta R. Jó- hannesdóttir. Fyrsti þátturinn er ikvöld kl. 21.45 ogheitir: Er skóli fyrir alla? „I þessum þætti er fjallað um aðstöðu afbrigðilegra barna til skólagöngu”, sagði Asta við Visi. „Samkvæmt grunnskólalögun- um eiga börn með sérþarfir rétt á kennslu við sitt hæfi og það eru kannaðir þeir sérskólarsem fyrir hendi eru. Þá er blöndun barna i skólum, eins og t.d. I Hliðaskóla þar sem fötluö börn stunda nám með heilbrigðum. 1 Laugarnes- skóla eru lika blind börn”. Einangrun „Næsti þáttur er svo á fimmtu- dagskvöld kl. 20.05 og heitir: Má ég vera með? Þar er rætt við fimm konur sem allar eiga fötluð börn. Eitt er hreyfilamað, annað blint, þriðja einhverft, fjóröa heyrnarlaust og það fimmta van- gefiö. Þaö er rætt um stærstu vanda- málin sem þessi börn, og foreldr- ar þeirra, eiga við aö etja og er félagsleg einangrun þar einna efst á blaði”. „A föstudag kl. 21.35 er svo þriðji þátturinn, sem heitir ein- faldlega: Hugleiðingar á barna- ári. 1 honum er kynnt greiningar- stöðin I Kjarvalshúsi, en þangað er farið með börn sem eru eitt- hvað afbrigðileg og sérfræðingar greina þau með tilliti til sérþarfa. Það er rætt við önnu Her- mannsdóttur, sem er forstöðu- kona, og einnig viö nokkra starfs- menn. Þarna koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir for- eldra sem eiga fötluð börn”. i Þessmá getaaö sjónvarpsþátt- ur verður um þessi málefni 30.' þessa mánaöar og verður greint frá honum þegar þar að kemur. —ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.