Vísir - 20.11.1979, Síða 11

Vísir - 20.11.1979, Síða 11
VÍSIR Þriöjudagur 20. nóvember 1979 Tálknfirðingar hafa nil fengið heitt vatn í fyrsta sinn, eftir aö tvær holur voru boraðar rétt fyrir utan bæinn. Enn sem kom- ið er hefur vatnið ekki verið notað til húsahitunar, en þaö kemur þó i góðar þarfir. Sundlaugin á Tálknafirði hefur aðeins verið nothæf á sumrin hingað til, en nú nýtist hún allt árið. Þar með er loksins hægt að hafa þar reglulegt skólasund. Aðeins einn maður hefur notað laugina allt árið, en hann synti þar daglega hvernig sem viör- aði. Tálknfirðingar hafa lika önn- ur not af heita vatninu, þvi við aðra borholuna er kominn ágæt- asti pollur með u.þ.b. 35 stiga heitu vatni. Fólk sækir þangað i hópum til að slaka á i heita vatninu og eru margir þar allt að tveim til þrem timum. SJ/AB— Patreksfirði. Ein áströlsku stúlknanna, sem nú eru við störf á Tálknafiröi, f heita pollinum við aðra borholuna. Visismynd: Ágúst Björnsson. Baða sig í mtaveituvalni n Kynning á frambjóðendum frá Framsóknar- flokknum JÓHANNí BARÁTTUNNI Tekst honum að endurheimta sœti Framsóknar á Reykjanesi? Jóhann Einvarðsson Reyknesingar þurfa að eiga fuiltrúa úr öllum flokkum á Alþingi. Ekki hvað sist til þess að koma kjördæmismálinu heilu i höfn. Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri i Keflavik og fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins i Reykjanes- kjördæmi, er glæsilegur valkostur. Sæti hans er baráttu- sæti. Jóhann hefur lifandi áhuga á landsmálunum og gjörþekk- ir kerfið. Hann hefur gegnt stöðu bæjarstjóra undanfarin 13 ár, fyrst á isafirði frá 1966-1970 og siðan i Keflavik. „Betra bákn” er kjörorð Jóhanns, en það þýðir ekki annað en betri skipulagningu á sameiginiegum hagsmunamál- um allra landsmanna, m.a. skipulagningu heilbrigðis- og tryggingamála, samgöngu- og menntamála. Jóhann vill stefna að þvi að marka betur verkefnaskiptingu og tekju- skiptingu rikis- og sveitarfélaga, þannig að saman fari stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð á framkvæmdum. Auk þess að berjast fyrir leiðréttingu á vægi atkvæða, eru atvinnumálin og iðnaðaruppbyggingin i héraðinu i heild Jóhanni kappsmál. Jóhann er fæddur 10. ágúst 1938 i Reykjavík, en foreldrar hans eru Einvaröur Hallvarðsson fyrrv. starfsmanna- stjóri i Landsbankanum og Vigdis Jóhannsdóttir. Hann út- skrifaðistúr Samvinnuskólanum að Bifröst vorið 1958, hóf að þvi loknu störf i fjármálaráöuneytinu og starfaöi þar I 8 ár eða þar til hann tók við starfi bæjarstjóra. Eiginkona Jóhanns Einvarðssonar er Guöný Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn 13, 11 og 2ja ára. magnarar með: Púlsaspennngjafa. Diodumwlum. Pipukfplingn. 8 tegundir Verð frá 149.500 kassettutœki tneð Ferrit Ferrit hausum J’yrir allar gerðir af kassettum Dolby, Peak nuvlar og og ýmsar aðrar stiUingar. 10 tegundir Verð frá 198.900 SONY Einnig ýmsar aðrar gerðir af hljóm- tækjum svo sem: Vtvarpstœki Ferðatœki Sambyggð tœki Diktafónar o. fl. Allt á góðu verði beindrifnir plötuspilarar. a Is já Ifv irk ir og hálfsjálfvirkir með hljóðdós. 9 teguiulir Verð frá 165.700 Þarna sjáið þið að Sony getur líka verið ódýrt, það er ekki bara golt Viðgerðar- Opið á þjónusta er wKH* I n I nd p”m laugardögum hjá okkur Lœkjargötu 2 Box 396 Símar 27192 27133 kl. 10-12 1980 línan frá SONT^

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.