Vísir


Vísir - 20.11.1979, Qupperneq 13

Vísir - 20.11.1979, Qupperneq 13
VÍSIR Þriöjudagur 20. nóvember 1979 12 VÍSIR Þriöjudagur 20. nóvember 1979 13 HANDBÓK Rifrildi á fundum en gamanmál á milli Frambjóöendur flokkanna halda ávallt hópinn meðan þessi kosningayfirreiö stendur. Eifast þeir og skjóta hver á annan á fundum, en feröast siöan saman meö spaugsyröi á vörum. Eftir fundinn, sem haldinn var á Vopnafiröi á föstudagskvöldiö, var feröinni heitiö til Seyöis- fjaröar, en þar átti að vera fundur kl. 2 daginn eftir. Engin leið var aö fara þar á milli með bilum og var þvi brugðið á það ráð aö biöja varöskipiö Ægi aö ferja fram- bjóöendurna yfir á Seyöisfjörö. Einhverra hluta vegna lagðist varðskipiö ekki upp aö bryggju á Vopnafirði, heldur lá úti á firöin- um. Þurfti þvi aö flytja farþegana i litlum gúmbát yfir i skipiö. Þessir frumstæöu flutningar tóku nokkurn tima þvi að smá-kvika var i höfninni og uröu sumir frambjóöendanna rassblautir og vel þaö á leiðinni út i Ægi. Þegar þangaö var komið, tók ekki betra viö þvi aö sæta varð færis á aö stökkva upp i kaöalstiga einn lit- inn, sem hékk utan i skipshliöinni, og reyndist þaö mönnum mislétt, þar sem sumir voru komnir af léttasta skeiöi. Ákveða kosningar á Borg- inni Þegar frambjóöendur og Visis- menn voru komnir heilu og höldnu um borö i varðskipiö og menn sestir viö kaffibolla inni i hlýrri og vistlegri matstofu skips- verja gat blaðamaður ekki oröa bundist og hóf að vorkenna stjórnmálamönnunum vegna fyrirhafnarinnar viö að hala inn atkvæðin viö þessar aöstæöur. ,,Já, þaö er sosum auövelt aö' ákveöa kosningar á Borginni”, svaraöi þá Tómas Arnason aö bragði, en sumir sögöu fátt. Atti hann þá viö „stjórnarand- stööuna” i Alþýöuflokknum, sem svo var kölluö. Kosningafundur.séöur meö augum frambjóöandans: A þessum fundi, sem haldinn var I Bakkafiröi.voru 18 áheyrendur mættir en 9 frambjóöendur. Helgi Seljan i björgunarvesti klifrar um borö I varöskipiö.en Halldór Asgrimsson fyigist spenntur meö. bilstjórinn út, en á eftir fylgdu „kommissararnir” tveir hjá Framkvæmdastofnun, þeir Sverrir Hermannsson og Tómas Arnason, enda framkvæmda- menn báöir, hvort sem þeir sitja i stólum sinum suöur i Reykjavik eða I bilaðri rútu uppi á heiði i myrkri og kafaldsbyl. En til Egilsstaöa komst leiöangurinn hvort sem þaö var með aðstoð Framkvæmdastofnunar eöa ekki. Á báðum áttum til Borgar- f jarðar Þegar til Egilsstaöa var komið var frambjóöendum sagt, að enn væri ófært til Borgarfjarðar, en hefill myndi ryöja veginn þangaö um kvöldiö. Eftir nokkrar bolla- leggingar var þvi ákveðið aö halda af staö. Menn voru nú orönir þreyttir eftir volkið enda klukkan langt gengin i þrjú aðfaranótt laugar- dagsins og erfiöur dagur fram- undan. Gengu menn þvi til „kojs” en einstaka ónefndur drollaði aö- eins lengur áfram, en ekki var al- veg laust við aö sjóveiki geröi vart viö sig á meöal manna. Stjórnskörungar á köldum klaka Þegar Ægir kom inn til Seyöis- fjaröar daginn eftir var þar hiö versta veður — rok og slydda og götur allar einn krapaelgur. Ekki létu stjórnskörungarnir elginn þó aftra sér i aö flytja þeim Seyöfiröingum boðskap sinn um lausn veröbólguvandans og þótt lausnarleiðirnar væru þar fjórar, uröu þeir allir aö ganga hina sömu slóö i krapi og bleytu að félagsheimili þeirra Seyð- firðinga. Þar sem fundurinn var haldinn var kuldi mikill, svo aö varla hefur fótabúnaöur frambjóðend- anna þornað þar mikiö enda fór svo þegar leiö á fundinn aö fundarstjórinn ákvaö aö flytja fundarstaöinn þaöan i félags- heimiliö, þar sem hlýindi voru meiri. Þessi fundur var likur hinum fyrri og vorum viö Visismenn farnir aö kunna ræöurnar utan aö enda búnir að heyra þær fluttar þrisvar sinnum á einum sólar- hring. Kommissararnir á Fjarðarheiði Strax að loknum fundipum á Seyðisfiröi, en honum lauk um fimm-leytið á laugardeginum, var haldiö á leiöis til Egilsstaöa en þaðan átti siöan aö fara yfir til Borgarfjaröar eystra á fund þá um kvöldið. Enn sem fyrr voru allir fram- bjóöendurnir saman og nú i ein- um litlum hópferðabil, sem flytja skyldi þá yfir á Egilsstaði. Sú ferö gekk ekki meö öllu áfallalaust, þvi aö hátt i hliöum Fjarðarheiöarinnar slitnaöi viftureim bilsins og stóð þá gufu- strókur mikill fram úr bilnum sem byrgði alla útsýn. Stökk þá Ekki komst þó leiöangurinn langt aö þessu sinni, þvi aö þegar langleiöis var komiö brotnaöi tönn hefilsins og þvi ekki hægt að ryðja alla leið. Urðu Borgfiröing- ar þar meö af „feröaleikhúsinu” eins og einn frambjóðandinn komst aö oröi. en slógu upp i félagsvist i staöinn. „Kommissararnir”, Sverrir og Tómas voru viöstaddir þegar bílstjór- inn skipti um viftureimina. Texti: Halldór Reynisson t hlýjunni um borö i Ægi: T.v. Tómas Arnason F„ Bjarni Guönason A„ Guömundur Gislason F„ Hallsteinn Friöþjófsson A„ Halldór Asgrfms- son F„ Sigurjón úlafsson skipherra á Ægi.bim, Hjörleifur Guttormsson Abl. og Sveinn Jónsson Abl. Frambjóöendur um borö i gúmmi- tuöru varöskipsins Ægis. Myndir: Gunnar V. Andrésson Ómissandi bók í bílinn! Góð ráð og mikilsverðar upplýsingar fyrir ökumenn. Eintak bíður þín á næstu Shell-stöð Olíufélagið Skeljungur h.f. HamsáK BHSINS Það er ekki tekið út með sæidinni að vera frambjóðandi á Islandi — sérstaklega þegar kosiðer í svartasta skammdeginu í ófærð og misjöfn- um veðrum. Það fengu frambjóðendur stjórnmálafiokkanna í Austur- landskjördæmi að reyna, þegar þeir hófu kosningafundi sfna nú um helgina en með í þeirri för var blaðamaður og Ijósmyndari frá Vísi. Kosningahríðin hófst i heiköldu samkomuhúsinu á Bakkafirði á föstu- daginn og mun hún síðan standa svo til sleitulaust fram að kosningum um aðra helgi. Samtals 14 fundir á næstum því jafnmörgum dögum — f skammdegi, kulda og við mjög erfiðar samgöngur. Frambjóðendaraunirnar hófust raunar áður en fundarhöldin hófust. Þeir Tómas Árnason og Helgi Seljan töfðust í Reykjavík vegna vélarbil- unar í flugvélinni og misstu þeir þar af leiðandi af fyrsta fundinum sem haldinn var í Bakkafirði. AUBVELT AB AKVEBA KOSNINGAR A BORBINNI VÍSIR FYLGIST MEB FRAMBO0S- OG FERDARAUNUM Á AUSTURLANDI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.