Vísir - 17.12.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 17.12.1979, Blaðsíða 6
vísm Mánudagur 17. desember 1979. 6 STYÐJUM DREPUM TILEFNI: GREIN GSAL ERLENT - INNLENT Gunnar Salvarsson poppskrif- ari Visis birti grein i nefndu blaBi miftvikudaginn 12. des s 1. undir fyrirsögninni „Enga súpu takk.” Tilefni Gsal aö greininni varvist greineftirundirritaðan, sem birtist i Visi 7. des s 1. og kallaöi ég hana „Minnisvaröi” 1 þessari grein minni geröi ég aö umtalsefni þá aöför aö hljóm- plötunni Islensk Kjötsúpa „Kysstu mig” er poppgagnrýn- endur dagblaöanna stóöu fyrir (þáttur Gsal var ekki minnst- ur). 1 þvi sambandi benti ég á nauösyn þessaö gera hliöstæöar kröfur til þeirra er gagnrýna popptónlist og geröar eru til þeirra er annast gagnrýni i öör- um listgreinum. Jafnframt minntist ég á þá neikvæöu þróun sem átt hefur sér staö á hinum ýmsu sviöum 1 þessari listgrein hérlendis, m.a. þá þróun að erlendur innflutn- ingurerá góörileiömeö aö gera út af viö innlenda hljómplötu- gerö: Fjölmiölar: útvarp, sjón- varp, dagblöö ásamt skemmti- stööum (diskótekin) viröast mér stuöla aö þessari þróun á allan hátt. Útvarpiö viröist hlynntara allri annarri tónlist en islenskri alþýöutónlist, sem sést best á þvi aö enginn fastur þáttur, eingöngu byggöur á flutningiá islensku efniaf þessu tagi, hefur fengist samþykktur þrátt fyrir Itrdcaöar tilraunir góöra manna. Ætti þaö aö vera augljóst mál aö nauösynlegt er aö standa vel aö kynningu útgefinna hljóm- platna ef þær eiga aö hljóta ein- hvern hljómgrunn hjá almenn- ingi. Að mi'nu mati ættu þarna að gilda svipuö lögmál og virö- ast gilda um kynningu nýút- kominna bóka er fá þokkalegt pláss I dagskrá Utvarps og s jón- varps I einskonar bókakynn- ingarþáttum. Rikisútvarpinu viöist meira i mun aö kynna sem best erlent tónlistarefni og i þvi sambandi er hægt aö nefna alls konar þætti sem aö mestu eða öllu leyti byggjast upp á flutningi erlends efnis. Má þar t.a.m. nefna þátt sem lengi hefur veriö fastur liöur á sunnu- dögum, er byggist á kynningu danskrar popptónlistar. Fastur þáttur um erlenda trúarlega tónlist, country-tónlist, áfangar ogallskonar popphorn, þarsem aömestuhefurveriöboöiöupp á erlenda tónlist, þáttur byggöur upp á erlendum vinsældalistum. Enginn marktækur islenskur vinsældalisti er viö lýöi i dag. Sjónvarpið Sjónvarpiö keppist viö aö sýna erlendar auglýsingafilmur sem innflytjendur koma á fram- færi til aö auglýsa sina vöru, fritt og gott betur — því sjón- varpiö borgar fyrir þessar aug- lýsingafilmur. A sama tíma neitar sjónvarpiö, án þess aö gefa nokkra skýringu, aö sýna sjónvarpsþátt sem geröur var fyrir skömmu af norska sjón- varpinu um tónlistarlff á Is- landi, á breiöum grunni. Is- lenska sjónvarpinu var gefiö eintak af þessum þætti. Nefna skal þó þá jákvæöu viöleitni er sjónvarpiö sýndi meö þættinum FLUGUR sem lofaöi góöu. Dag- blöðin eru uppfull af erlendum plötudómum sem byggjast eins og fyrr er sagt á þeim gögnum er framleiðendur og innflytj- endur fá umsjónarmönnum poppþátta dagblaöanna i hendur og þeir siöan þýöa yfir á islensku meö smá tilbrigöum og kalla gagnrýni. tslensk tónlist viröist vera þvi sem næst bannvara á Islenskum diskótekum enda eru fluttir inn erlendir plötusnúöar er setja saman dansprógramm fyrir Is- lenska dansgesti og veröa þá gjarna hinir islensku aðstoöar- plötusnúöar aö beygja sig undir smekk hinna erlendu, eins og hlýöinn þjónn beygir sig undir vilja húsbóndans. Er nema von aö staöa alþýöutónlistarmanna séslæm þegar ofan á þetta bæt- ist aö rikiö, meö sinni óheyri- legu álagningu á skemmtana- hald gerir þessum möinum nánastómögulegt aö vinna fyrir sér meö þvl aö leika á almenn- um dansleikjum, eöa aö standa aö tónleikum (nema um góö- geröastarfsemi sé aö ræöa). Maöur gæti ályktaö sem svo aö allir þessir aöilar hafi samein- ast undir kjöroröinu STYÐJUM ERLENT — DREPUM IS- LENSKT GSAL Ekki vil ég eyða mörgum oröum aö ritsmiö Gsal. Maðurinn er ritsóöi. Þó vakti þaö athygli hve hann viröistóttast þann möguleika aö hugsanlega i framtiðinni veröi gerðar meiri kröfur til þeirra er sjá um svo kallaöa poppgagn- rýni dagblaöanna. Ótti Gsal er skiljanlegur — þvi þetta gæti þýtt aö hann missti aöstööu sina sem honum viröist einkar sárt um. Gsal hefur viöurkennt, I votta viöurvist, aö hann hafi engan músíklegan bakgrunn til aö byggja á — auk þess sem hann er, eins og hann oröaöi þaö sjálfur: „misheppnaöur_ texta- höfundur.” Þaö skal þó virt Gsal til vorkunnar aö hann er ekki fyrsti misheppnaöi lista- maöurinn sem gerir þaö aö at- vinnu sinni aö segja öörum fyrir verkum. Sagan segir frá ótal slíkum dæmum. Ummæli Gsal Ég veit aö allir sem þekkja eitthvaö til popptónlistar á Is- landi mundu aldrei ætla mönn- um eins og Gunnari Þóröarsyni, Björgvin Halldórssyni, Askeli Mássyni, Magnúsi Þór Sig- mundssyni, Jóhanni Helgasyni, Pétri Kristjánssyni aö þeir létu hafa eftir sér i fjölmiðlum álit sitt á verki eins og Islenskri Kjötsúpu „Kysstu mig” án þess aö byggja það á sannfæringu sinni. Áö ég hafi fengið þá til aö fara „lofsamlegum oröum um sUpu- tetriö” eins og þU oröar það Gsal er grófleg móögun viö þessa tónlistarmenn, sem áreiðanlega á eftir aö koma þér I koll. Varöandi ummæli þin aö ég lofi eigin verk á ritvellinum og áé svikari viö málstað SATT er nokkuð sem þú skalt þurfa að sýna fram á meö rökum. Sýnishorn af skrifum Gsal um popptónlist Eftirfarandi tilvitnanir eru teknar úr grein Gsal um hljóm- sveitina Blondie er birtist 17. nóv. sl. I VIsis undir fyrirsögn- neðanmóls Jóhann G. Jóhannsson skrifar inni: „Hvaö er Blondie. Fyrir utan Debbý og Chris haföi hljómsveitin 2 aörar ljóskur á sinum snærum sem hétu Jama- ica og Elda. Seinna drösluðust þær úr hljómsveitinni og I staö þeirrakomu einnig 2 kvensnift- ir. Þó ekki ljóskur i þetta sinn- iö.” Og siöar „Þau héldu samt áfram aö spila i litlum klúbbum i New York. En loks birtist smettiö á gæfunni” og áfram heldur Gsal „Onnur smáskífan með titillaginu „Rip Her To Shreds” olli djúpstæðum von- brigöum. Frægöarbrotið snerist upp i skæi og leiðindi. Samt snýttu þau sér og meikuöu yfir rauðu diiana kringum augun og héldu f heimsreisu”. (Ath. leturbr. JGJ). • Ég vil vekja athygli fólks á þvi að Gsal er islenskukennari. Gagnrýni Ég geri mér grein fyrir þvi aö gagnrýni er nauösynleg. Ein- mitt þess vegna veröur aö vanda val þeirra er annast hana. Ganga úr skugga um aö viökomandi sé vandanum vax- inn, eins og gert er i flestum starfsgreinum. Ég get veriö nokkuö sammálaþvi sem Bragi Asgeirsson ritaöi um gagnrýni I Samvinnuna fyrir nokkrum árum. Hann komst svo aö oröi: „Gagnrýnieróumdeilanleg, hún setur svip á alla Iist«tarfsemi, veitir aöhald og raunar er allt betra en vöntun á gagnrýni. Gagnrýni er einungis pærsónu- legt mat einstaklingsins en eng- inn allsherjar dómur. Gagnrýn- endur þurfa þvi ekki aöeins aö gagnrýna, heldur einnig aö skapa jaröveg fyrir gagnrýni og heilbrigöa skoöanamyndun”. Gagnrýni ætti fremur að þjóna þeim tilgangi aö byggja upp en brjóta niöur. Umfram allt ætti gagnrýnandi aö reyna aö átta sig á hvaö viökomandi höfundur er aö fara meö verki sinu ( þaö er jú verk höfundar sem er til umfjöllunar) i staö þess að leggja þungann á þaö hvert höfundur hefði átt aö fara, — eða meö öörum oröum það sem er en ekki þaö sem heföi átt aö vera að mati gagnrýnanda. örlítil jákvæöni ætti ekki aö skaöa, þvi gagnrýni ætti fremur að þjóna þeim tilgangi aö byggja upp en brjóta niður. 1 En ég undirstrika — þekking á því sem um er fjallaö hlýtur að vera forsendan sem góöur gagnrýnandi byggir á. Þaö dæmir enginn fótboltaleik sem kann ekki leikreglurnar. JóhannG. Jóhannsson hin sívinsælu lög meö a nýju plötunni en (foda á c^uíuut 6jol Ath! S.G. sendir út á land. Faxafón sími 30863 JOLAMARKAÐUR Texos Instruments VASATÖLVUR °9 . RAFEINDAUR Mikið úrval — Hagstœð verð Q ÞOR f ÁRMÚLA 11, SÍMI S15QO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.