Vísir - 17.12.1979, Blaðsíða 9
Mánudagur 17. desember 1979.
9
Það liggur viö aö stjórnmálamenn hafi ekki lengur friO til
stjórnarmyndana. MeOan á viOkvæmum viöræöum stendur virOast
þeir þurfa aö standa fjölmiölum reikningsskap geröa sinna , meö
þeim árangri aö ekki linnir móögunum og skömmum hjá þeim, sem
samkvæmt almanakinu ættu aö vera aö fallast I faðma. Þetta
stafar af auknu og sjálfsögöu frjálsræöi fjölmiöla, sem hafa ótal
möguieika til aö fá upplýsingar, jafnvei um viökvæmustu pólitfsku
mál, þótt sjálfir höfuðpaurarnir neituðu aö tala. Viö þessar aö-
stæöur eiga sér nú staö svonefndar vinstri stjórnar viöræöur, og hin
opinskáa umræöa gerir tvennt. Hún tefur eflaust fyrir árangri og
hún færir stjórnmálamennina nær almenningi. Hann getur skoöaö
þá, orö þeirra og athafnir, svo aö segja á hverjum degi, og þaö sem
almenningur sér veldur honum hrolli og kvlöa. Þannig fer þegar
leyndarmúrar stjórnmálanna hafa veriö rofnir.
komin. Þá urðu frammámenn
kvikir i sætum, kölluðu hver á
annan að finna sig út i glugga og
sneru rassinum i þingsalínn
lungann úr degi við aö þjarka
um framhald, eða við að leggja
undir i nýja stjórn i framtiðinni.
Enginn var svo ókurteis að orða
i blaði, að stjórn væri að falla.
Það var ekki fyrr en hún var
fallin, að fyrrverandi sam-
herjar sendu hver öörum gusu,
enda leið þá oft að kosninguin.
Og þá voru myndirnar góöu frá
Lofti teknar upp og birtar i
flokksblaðinu meðan andstæð-
ingar reyndu að grafa upp nógu
liðilegar kassavélamyndir til af
birta af fyrrverandi ráöherrum
við óheppilegar aðstæður. Þessi
skæruhernaður var i rauninm
svo kurteis miðað viö kjafta
ganginn nú á dögum, aö mann;
finnst að pólitikin fyrir tuttugu
árum eða svo hafi verið ein
samfelld jólahátið.
„Rétt” mynd
Fyrir fáeinum árum varð að
umgangast stjórnmálamenn af
mikilli nákvæmni i fjölmiðlum.
Það var gamall vani, að þeir
kæmu með ljósmynd frá Lofti á
blöðin, eða þá Kaldal. Við þær
myndatökur var lögð
áherzla á að menn væru svip-
miklir og gáfulegir. Og ekki eru
nema tuttugu ár siðan það þótti
bera vott um dreymna vitsmuni
og jafnvel skáldgáfu að láta
taka af sér mynd með pipustert
eða með hönd undir kinn. Blöð
andstæðingaflokka birtu aftur á
móti myndir teknar á kassa-
vélar af fjandmanninum. Væri
hann með likamslýti var þess
gætt að þau sæjuát gréuiiiega og
stæöi hann neðar i tröppu við að
taka ofan en t.d. erlendur
gestur, var sjálfsagt að birta þá
mynd, sem vott um undirlægju-
hátt hvenær, sem undirlægju-
háttur var á dagskrá. Þannig
fengu flokkslesendur ætið
„rétta” mynd af andstæðingun-
um á sama tima og forustu-
menn eigin flokks birtust sem
dreymin skáld á mynd frá Lofti.
Ótalin sárindi
Það var aðeins einn galli á
þessum myndaáróðri, sem sneri
að þeim sem vönduðu myndir af
sér i eigin flokksblaði, og það
var prentunin. Hinir finni
skuggar vitsmuna og gáfna
vildu týnast I prentuninni og olli
það ótöldum sárindum. Þessir
finni skuggar týndust bara ein-
hvers staðar. Sumt fór forgörö-
um i sjálfu myndamótinu,
annað vegna pappirsins eða þá
að prentvélin sá fyrir friðleik-
anum. Stjórnmálamenn, sem i
raun og veru kepptu að þvi að
vera til fyrirmyndar á ljós-
myndum, gátu litið við þetta
ráðið. Þeir reyndu að skipta um
myndir frá Lofti, eða létu taka
af sér nýjar myndir, en þá tap-
aöist kannski eitthvað af höfuð-
hárum, sem áttu að vera þarna,
eða þá að brönin var ekki nógu
ibyggin. Og myndastriðið hélt
áfram þótt hljóðlega færi eins
og annað i pólitikinni áður en
fjölmiðlarnir rufu leyndarmúr-
inn. Þekktur stjórnmálamaður
var alveg sérstaklega öfund-
aður um tima vegna myndar
sem birtist af honum öllum og
hnarreistum með fingur i
vestisvasa. Bakgrunnurinn var
svolitið hrannaður óveöursskýj-
um og til að hugga þá verst
stöddu var þeirri sögu komið á
kreik að ljósmyndin væri svo
sem góð, en hún minnti of mikið
á Strokuhestinn eftir Jón
Stefánsson.
Risu upp úr þögninni
Það var einmitt á þessu
myndskeiöi, sem rikisstjórnir
uröu til án þess nokkur vissi
eiginlega hvernig það gerðist.
Bréf fóru á milli flokka, en voru
ekki birt i fjölmiðlum nema I
sérstökum undantekningartil-
fellum, og menn ræddust viö,
þ.e. þeir sem áttu að verðaráð-
herrar, og aöeins þröngur hópur
manna vissi hvað var talað.
Væri hins vegar boðað til félags-
fundar i borginni, þar sem
forustumenn stigu i stól til að
rifa sig yfir þúfugæfu flokks-
fylginu, gátu hinir gleggri séð,
að ekki mundi sá flokkur verða
kallaður til biskups. Það var svo
ekki fyrr en fáeinir menn sáust
með gleðibragði ganga um
Austurstræti, að menn vissu að
nýja stjórnin var að koma. Þaö
heyrðist ekki bofs i blöðunum,
neöanmóls
Indriði G. Þorsteinsson,
rithöfundur, skrifar
og enginn vogaði sér að rjúfa
friðhelgi hinna stjórnvisu með
þvi að hringja til að spyrja
hvernig gengi, hvað þá að ein-
hver þingmannsnefnan þyrði að
hafa uppi andmæli við þvi sem
hann grunaði aö væri brallað.
Þannig reis hver rikisstjórnin á
fætur annarri upp úr þögninni,
og þær féllu næstum þegjandi
lika.
Að visu gat glöggur maöur
merkt það, ætti hann leið I Al-
þingishúsiö meðan þingfundur
stóð yfir, væri rikisstjórn hætt
Reytt og tætt ráðherra-
efni
Þessa dagana er verið að
reyna að mynda enn eina rikis-
stjórnina. Viðræðurnar eru
allar i óreiðu miðað við tiöar-
andann þegar ljósmyndastofa
Lofts tók draumamyndir. Ráð-
herraefnin birtast okkur reytt
og tætt á siöum blaða, og i stað
virðuleika er komið einskonar
allsherjar bros, sem er fram
sett til að færa höfðingjana nær
almenningi. Og þingmenn tauta
og raula i fjölmiðla hver i sinu
horni um gang mála, alveg eins
og þeim komi við hvernig þetta
gengur. Ofani þetta þurfti svo
að kjósa forseta þingsins i siö-
ustu viku, fimmtudag aö mig
minnir. Þá birti eitt blaðið að
viðsjár væru i herbúöum vinstri
manna. „Þetta er nokkurt eins-
dæmi”, sagði einn þingmanna,
„að maður, sem er að reyna að
mynda stjórn, Steingrimur Her-
mannsson, krefjist forseta Sam-
einaðs þings fyrir sinn flokk”.
Hugsið ykkur þessa ósvifni.
Samt lor nu svo að Steingrimur
fékk sinn forseta. En nefndur
þingmaður hélt álram og sagði:
„Það lofar ekki góðu ef fram-
haldið verður svona”.
Og auðvitað verður fram-
haldið svona. Hvernig ætti það
að verða öðru visi, fyrst enginn
fæst til að þegja, og alls ekki
þeir, sem töpuðu herfilega i
kosningunum, og lifa nú aðeins i
voninni um, að bábilja Stein-
grims Hermannssonar um
vinstri stjórn verði að veru-
leika. Venjan hefur veriö að
sigurvegarar kosninga hafa
myndað stjórnir. Nú er þyngst i
þeim pundið sem tapa. Þannig
var það siðast, þegar Framsókn
var fengin til að vera dómari i
léttvigtarkeppni Alþýöubanda-
lagsins og Alþýðuflokksins, þótt
hún kæmi niðurbrotin úr þeim
kosningum. Það er þvi oröin
venja að þeir sem fara verst út
úr kosningum i landinu skuli
stjórna þvi.
Rifast i fjölmiðlum
Það var mikiö rifist á
stjórnarheimilinu þá þrettán
mánuði sem siðasta stjórn sat
að völdum. Nú eru byrjunarviö-
ræður varla hafnar, þegar við-
mælendur byrja af gömlum
vana að skammast. „Þaö lofar
ekki góðu, ef framhaldið verður
svona”, sagði einn af þing-
mönnum Alþýðubandalagsins
vegna kosninga embættis-
manna þingsins. Og pressan
gripur feginshendi við, ekki
siður en gæðakonan góða rjúp-
unni forðum. Það er nefnilega
ekki nóg að pressan sé hætt að
birta myndir af stjórnvitringum
okkar frá ljósmyndastofu Lofts.
Hún er farin aö birta allan
hugsanlega leka á kærleiks-
heimilinu. Af þremur viðmæl-
endum um vinstri stjórn er
alltaf einn reiðubúinn til að
segja frá. Og þegar það dugir
ekki, þá rifast þeir i fjölmiðlum.
Og þetta eru mennirnir sem
ætla aö leiða islenzku þjóðina út
úr eyðimörkinni.