Vísir - 21.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 21.12.1979, Blaðsíða 8
Föstudagur 21. desember 1979. 8 utgefandi: Reyk japrent h/f Framkvæmdastjóri: DavlB Guómundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra trétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. .Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.000 á mánuöi Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. innanlands. Verö i lausasölu 200. kr. eintakið. Auglýsingar og skrifstofur: J’rentun Blaöaprent h/f SiÖumúla 8. Simar 866)1 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. ’Ritstjórn: Slöumúla 14, simi 86611 7 línur. LÚXUSTOLLANA AF NEYÐARBÚNAÐINUM! Creltar og skammdrægar talstö&var björgunarsveitanna uröu þess valdandi, aö mjög erfiölega gekk aö koma boöum til og frá vettvangi flugslysanna á Mosfellsheiöi á þriöjudaginn. Tregöa rikissjóös á aö gefa eftir „lúxustolla” af neyöartalstöövum fyrir þessar ötulu björgunarsveitir hefur komiö í veg fyrir aö nýr og fullkomnari fjarskipta- búnaöur leysti þann gamla af hólmi. Giftusamleg björgun fólksins úr flugslysunum tveimur á Mos- fellsheiði á þriðjudaginn hefur vakið mikla athygli og ánægju landsmanna, og gengur krafta- verki næst að ekki skuli hafa far- ið verr. Sérstök ástæða er til að þakka björgunarsveitar- og löggæslu- mönnum, sem unnu verk sitt af kunnáttu og miklum dugnaði við mjög erfiðar aðstæður í vetrar- hörkum uppi á heiði. En þótt svo vel hafi til tekist varðandi þessi atriði, er ástæða til þess að íhuga hvað betur hefði mátt fara varðandi fram- kvæmd björgunarstarfsins ef það mætti verða til þess að menn drægju af þeim þáttum einhvern lærdóm. Meginmálið í þessu sambandi er fjarskiptavandamálið, sem upp kom vegna úreltra og skammdrægra talstöðva er senda þurfti boð til og frá slys- stað. Einn læknanna þriggja frá Borgarspítalanum, sem sendir voru á slysstað á Mosfellsheiði eftir þyrluslysið, Bjarni Hannes- son, sagði í samtali í Vísi í gær, að f jarskiptasambandið hefði verið svo slæmt, að skilaboð læknanna hefðu ýmist komist seint eða alls ekki til spftalans. Þar var um að ræða upplýsingar um líðan og meiðsl fólksins, sem lent hafði í flugslysunum, sem mikilvægt var fyrir læknana á Borgarspítalanum að fá til þess að þeir gætu brugðist rétt við og undirbúið móttöku slasaða fólks- ins og nauðsynlegar aðgerðir á hinum ýmsu deildum sjúkra- hússins. Bjarni Hannesson sagði meðal annars: ,,Mér virtist björgunar- sveitirnar eiga í erf iðleikum með að hafa samband hver við aðra, sjúkrabílar Rauða krossins gátu ekki haft samband við hjálpar- sveitirnar og flugturninn ekki heldur. Oll skilaboð, sem koma þurfti áleiðis þurftu að fara í gegnum marga aðila og margt komst aldrei til skila". Ingvar Valdimarsson, formað- ur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík sagði í Vísi í gær, að björgunarbílar hinna ýmsu aðila, sem komu við sögu í slysunum á þriðjudaginn, gætu ekki náð beinu sambandi við Borgarspít- alann um þau tæki, sem þar eru, vegna mismunandi tíðni. Þetta stæði þó til bóta með nýjum tækj- um. En þegar öllu er á botninn hvolft eru þau meginvandamál, sem upp komu varðandi fjar- skiptin f rá slysstaðnum ekki mál björgunarsveitanna, heldur opin- berra aðila, sem með skilnings- leysi hafa komið í veg fyrir að björgunarsveitirnar hafi getað keypt svonefndar VHF talstöðv- ar, sem leyst hefðu vandann. Björgunarsveitirnar, sem reknar eru af áhugamönnum án opinberra styrkja, hafa unnið stórkostlegt starf á undanförn- um árum. Með fjársöfnunum hefur þeim tekist að koma sér upp ýmsum nauðsynlegum bún- aði, en vanþakklæti ríkisvaldsins í sambandi við störf þessara ó- missandi áhugamanna hefur birst í því, að ómögulegt hefur verið fyrir þá að fá niðurfelld að- flutningsgjöld af talstöðvabún- aðinum, sem sveitunum er bráð- nauðsynlegt að kaupa. Þrátt fyrir erfiðleikana á þriðjudaginn fór allt vel, en sam- bandsleysi gæti í öðrum tilvikum haft afdrifaríkar afleiðingar, Vilja nú ekki ráðherrar og em- bættismenn kerf isins stuðla fyrir sitt leyti að því, að björgunar- sveitirnar verði betur undir næstu verkefni búnar og gefa þeim eftir „lúxustollana" af neyðartalstöðvunum? „Hauströkkríð yfir mer kvikt af vængium” Snorri Hjartarson: Hauströkkrió yfir mér. Mál og menning 1979. Liklega er Hauströkkriö yfir mér eftir Snorra Hjartarson mesta yndisbók ljóðanjótenda á þessu ári. Þetta er fallegt kver, hálffimmtugt að ljóðatölu og sjötugt að blaðsíðum. Snorri Hjartarson kom aldrei til okkar á stuttbuxum æsku- ljóba, og við vitum ekki gerla, hvernig yrkingum hans var háttað innan við tvitugt eöa jafnvel þritugt. Hann birtist okkur fullmótaö ljóðskáld meö djúpan þroska i máli og mynd- um, seiömagnaöur orölistar- maöur með akur sinn urinn, sá- inn og fullþroska að uppskeru. Snorri er vafalitið mestur málari Islenskra ljóöskálda á okkar tiö og bestur náttúrulýs- andi. 1 ljóöum hans er maöurinn oftast óaðskiljanlegur hluti náttúrunnar, svo að varla verö- ur sundur greint og þetta hefur liklega aldrei veriö eins sam- kveikt og nú, þegar hann ljóöar til okkar meö hauströkkur æv- innar yfir sér og greinir ekki sundur hnegg hrossagauksins og hjartsláttinn i brjósti sinu. Þótt komiö sé haust i lifi skáldsins er máttur hugar og máls enn samur, og lindin i mónum hefur sama seiö, sömu litbrigöi og birtu: Þú litur yfir fiötinn gefinn ljósi og dul himins og jaröar skin á himni skuggi þess á jörö Og raddir náttúrunnar hafa sama hljóma: Enn flögra þýöar raddir úr runnum og trjám gegnum vélagnýinn á götum, i lofti, ungar þýöar raddir, og innst I huga mér svarar stakur fugl fóiginn I ljósi. Snorri Hjartarson Og kyrröin talar þessu máli: Kvöldar á himni, kvöldar í trjám, kyrröin stigur upp af vötnunum, læöist I spor min gegnuni rökkriö sveipuö léttri drifhvitri slæöu, tekur mig viö hönd sér, hvislar máii laufs máii gáru viö, strönd og löngu kulnaös náttbóls á heiði: ég er biö þin og leit, ég er laun þeirrar leitar og þrár, ég er komin. Allt er ljóst og litbrigöi — lit- irnir fá hljóm, og hljómurinn lit — maðurinn er dráttur i veð- ursvip og náttúru landsins. Hann er sem lauf á lifstré þess. Lyngiö er falliö aö laufi. hoitin regnvot og hljóö kvöldskin á efsta klifi ! jafnfölinum haustsnjó eldtungur rauöra rósa. Hauströkkriö yfir mér kvikt af vængjum yfir auöu hreiöri i störinni viö fljótiö. bókmenntir Miiii trjánna veöur tungliö i dimmu laufi hausttungl haustnæturgestur á förum eins og viö og allt eins og laufið sem hrynur. Minning um voriö á sinn haustblæ, þvi að skáldið „horfir rór á þaö hverfa.” Og enn veröur lauffalliö tákn- ræn hugarmynd um ævihaustiö, þvi að bókinni lýkur meö þessu stefi: Lauffalliö ristir rauöar rúnir i þokuna hljóö orð leita hvildar angist og ást leita einskis og alls hjá þér móöir eilif og söm hvert ljóö. Þótt hauströkkriö færist yfir Snorra Hjartarson, er skáldið enn þess megnugt aö yrkja svo aö af ber. Þetta eru þvi engin kveðjuljóð. Þótt hæglátt húm svifi aö er fegurðarskynið og tjáningarþrótturinn enn hinn sami. Viö höfum rökstudda von um, að ljóögjafir Snorra Hjart- arsonar séu ekki allar meö þessari gagnfögru bók. Andrés Kristjánsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.