Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980. 3 Það er mjög gagnlegt að færa minnisbók. Sama í hvaða starfi þú ert. Með því sleppur þú við áhyggjur og ótta, auk margvíslegra leiðinda og jafnvel hárra aukaútgjalda. Auk þess eru minnisbækur gagnlegar til uppsláttar síðar meir. í Pennanum er eitt mesta úrval dagbóka við hæfi allra. Nýttu vel tímann þinn, notaðu minnisbók. cm> Hallarmúla 2, Laugavegi 84, Hafnarstræti 18 varDsklpsmennirnir sem létust at hnítstungunum Jóhannes Olsen 22 ára háseti Einar óli Guðfinnsson, 18 ára Meistaravöllum 35, Reykjavík Skriðustekk 13, Reykjavik. Lögregluvörður við varðsklplð lý I alla nótl Fjórir menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins undir stjórn ívars Hannes- sonar lögreglufulltrúa og Ragnars Vignis yfirmanns tæknideildar komu með flugvél frá Landhelgisgæslunni kl. 17.30 i gær ásamt Jóni Magnússyni lögfræðingi Landhelgisgæslunnar. Lögreglubíll beið þeirra á bryggjunni. Var ekið rakleiðis að Torfunesbryggju og lónaði Týr upp að bryggjunni I sömu svifum. Um borð fóru rann- sóknarlögreglumennirnir ásamt Jóni Magnússyni, Þór- oddur Jónasson héraðslæknir á Akureyri, Asgeir P. Asgeirsson aðalfulltrúi bæjarfógeta, Freyr Ófeigsson settur bæjarfógeti, Gisli ólafsson yfirlögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður frá Akureyri. Bryggjan var samstundis afgirt og engum óviðkomandi heimilað aö koma nálægt skipinu. Um kl. 18.30 voru lik skipverj- anna tveggja sett i land af þyrlupalli skipsins og stóðu yfir- menn skipsins heiðursvörö, meðan kisturnar, sveipaðar Is- lenska fánanum, voru settar upp á bryggjuna og i tvo lög- reglubila. Nokkur mannsöfnuður var á bryggjunni á Akureyri og voru menn mjög slegnir yfir þeim at- ðvlsi er hvenær burðum sem átt höföu áér stað. Flestir höfðu fyrstu fréttir af þeim þegar þeir komu á bryggj- una. Lögregluvörður var um skipið i gærkvöldi og i alla nótt en skip- verjar fengu i gærkvöldi leyfi til að fara i land og hringja til ætt menna sinna Eftir að rannsóknarlögreglu- menn höfðu tekið skýrslur af varðskipsmönnum fóru þeir upp á lögreglustöðina þar sem þeir hafa aðstöðu og var það um þrjú-leytið i nótt. Það er Ásgeir p. Asgeirsson sem stjórnar rannsókninni, en rannsóknin heyrir þó undir rannsóknarlög- reglu rikisins. SG Akjireyri/ — HR Rannsóknarlögreglumenn frá Rannsóknarlögreglu rikisins komu. með fiugvéi Landhelgisgæslunnar til Akureyrar á sjötta timanum i gærkveldi. A miðri myndinni er Grétar Sæmundsson, rannsóknar- iögregiumaður, en á bakvið hann stendur starfsbróðir hans, Haraldur Árnason. Helgi Hallvarðsson, skipherra, stendur við hlið þeirra. Visismynd: GVA skýrslutoku lykur „Við sendum fjóra menn norður til skýrslutöku og einnig eru þar að störfum menn frá tæknideild. Starf þeirra siðar- nefndu felst aðallega i rannsókn sýnilegra sönnunargagna, ljós- myndun og þviumliku og ég býst við að þeim hluta ljúki i dag sagði Þórir Oddsson, vararann- sóknarlögreglustjóri, I samtali við Visi i morgun. „Ég veit hins vegar ekki hvenær skýrslutöku lýkur og fyrr en svo verður er ekkert hægt að segja um hversu langan tima rannsóknin tekur”, sagði Þórir. Hörmulegur atburöur - seglr Bjarnl Helgason skipherra á Tý „Þetta er hörmulegur atburður og alveg óskiljanlegur”, sagði Bjarni Helgason, skipherra á Tý, er blaðamaður Visis ræddi við hann á Akureyri i gærkvöldi. Að öðru leyti varðist hann allra frétta af þvi, sem gerðist um borð og visaði til frásagnar lög- manns Landhelgisgæslunnar, Jóns Magnússonar, sem I meginatriðum er byggt á I frétt- um á forsiðu Visis i dag. ♦ # ÚTSALA — VERKSMIÐJUÚTSALA — ÚTSALA SLIMMA-BUXUR OG PILS, KARLMANNABUXUR, DRENGJA- OG TELPNABUXUR, SLOPPAR, TOPPAR, BLÚSSUR OFL. OFL. ÞAD ER ÚTSALA HJÁ VERKSMIÐJUSÖLUNNI o> %% VERKSMIÐJUSALAN, SKEIFUNNI 13 - Á MÓTI HAGKAUPI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.