Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 16
„Þegar bussurnar komu tll íslands” - spjallað vlð óiaf Hauk Símonarson „ÞaB gerðist ýmislegt skemmtilegt á árinu og ef ég nefni fyrst leiksýningu þá kem- ur leikrit Guðmundar Steins- sonar, Stundarfriður, upp i hug- ann”, sagði Olafur Haukur Simonarson rithöfundur i spjalli viðVisi, um það minnisstæðasta frá árinu. „Églasýmsar góðar bækur á árinu. Ein þeirra er einhver mesta skáldsaga siðari tima að minu mati, en það er bók Gabri- el Márquez, sem heitir i Is- lenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar Hundrað ára ein- semd. Þá var ég viðriöinn sýningu Alþýðuleikhússins á Bldmarós- um og sú vinna er mér nokkuð minnistæð. Ég vann leikritið I samvinnu við leikhópinn og það var skemmtilegt samstarf”, sagði Ólafur Haukur. Mánuð I myrkri En Ólafur var einnig viðriðinn hljómplötu á árinu, samdi bæði lög og texta. Flestir kannast við þá félaga Hatt og Fatt. „Við dvöldum þarna í myrkr- inu i mánaðartima. Það er gam- an aö biia til mússik, en upp- tökustarfið sjálft er beggja blands. Þaðer ekki starf sem ég mundi alfarið ganga inn i. Að minu mati hefur verið dauft yfir myndlistinni á árinu. Hins vegar hefur Galleri Suður- gata 7 verið meö starfsemi sem mérfinnst mjögáhugaverð. Þar er geypileg gróska I myndlist- inni, þó manni finnist stundum að krakkarnir séu einangruð og horfi dálitið mikiö niöur i nafl- ann á sér, þá er það eitthvaö sem vex af þeim. Þarna er á ferðinni eitthvað sem er nýtt fyrir Islendingum, en þessi stefna i myndlist hefur verið lengi við liði erlendis. Það er oft þannig að hlutirnir berast hingað siöbúnir og fólk flykkir sér um það á dálitiö ofsafenginn hátt. Stærðarhlutföllin milli fyrirbæranna innan listgreinar- innar verða dálitiö skökk. Þetta var þannig með abstraktlistina. Heil kynslóð hellti sér út I þetta og allt annaö var púkó. Þó svo að þetta hafi verið verulegur angi af myndlistinni, þá voru hlutföllin ekki svona skökk er- lendis. Bússur og diskó „Þetta er bara eitt af ein- kennum á okkar þjóðfélagi. Þetta er hliöstætt með mynd- listina og þegar ég var krakki og bússurnar komu til landsins. Þá keyptu allir sér bússur, heilu skóíarnir fóru i þetta skótau. Svo komu kuldabomsur, þá fóru þúsundir bama ofan I bæ og keyptu sér kuldabomsur, allir eins. Nú er þaö diskótiskan, allir unglingar eru komnir i eins brækur, þetta er angi af sveita- mennskunni. Annars er kannski hægt að heimfæra þetta þannig að þegar verulega sterkir persónuleikar koma upp með list af þessu tagi t.d. eins og Magnús Pálsson sem er alveg frábær myndlistar- maður og er aö gera merkilega hluti, þá hefur það feikilega mikil áhrif. Hlusta frekar á tónlist af plötum „Ég fer yfirleitt ekki á kon- sert hér heima, kannski helst þá á kammertónleika. Ég vil held- ur kaupa mér tónlist á plötum og hlusta heima hjá mér. Ég hef gaman af að hlusta á krafta eins og Manuelu Wiesler, fólk sem er með sama gæða- stimpil er skemmtilegt að hlýða á. Yfirleitt reyni ég að missa ekki af jasstónleikum, þegar koma hingað virkilega góðir spilarar. Pönkið er hressandi og vegur upp á móti þessari sykurslepju sem t.d. Bee Gees flytja. Þetta er angi af þvi besta i lifandi rokktónlist. Krakkarnir sem flytja pönkiö, eru komnir úr millistétt og verkamannahverf- um og þau syngja og spila um sitt umhverfi og streð. Ár barnasérfræðinga „Barnaárið 1979, held ég aö hafi fremur verið ár barnasér- fræðinganna, eins og einhvers staðar kom fram. Ef allt það fé sem runnið hefur til barnasér- fræöinga fyrir flutning á fræöi- legu efni um börn, væri safnað saman, þá hefði eflaust veriö hægt að reisa barnaheimili fyrir öll börn á lslandi. Það hefði mátt leggja áherslu á einhverja sérstaka þætti, sem teknir hefðu verið til úrlausnar. Þaö hefði mátt taka dagvistunarmálin taki og leysa þau í eitt skipti fyr- ir öll á barnaári. Þjóðfélagiö hefur vel efni á þvi.” —KP. í flugstjórnarklefa Concorde, leikararnir Alain Delon, David Warner og George Kennedy I flug mannaleik. LlStflUð Laugarásbió: Flugstööin 80 — Concorde (Airport 80 — Concorde) Framleiðandi: Jennings Lang Leikstjóri: David Loweii Handrit: Eric Roth og Jennings Lang Byggtá sögu eftir Arthur Hailey Stjórn myndatöku: Philiph Lathrop Tóniist: Lalo Schifrin Aöalhlutverk: George Kennedy, Robert Wagner, Susan Blakely, Alain Delon og Sylvia Krfetel. Enn einu sinni hefur Univer- sal-kvikmyndafyrirtækiö sent, frá sér mynd byggöa á hinni frábæru sögu Arthurs Hailey „Airport”. Það er búið aö merg- sjúga svo söguna i öllum þess- um Airpor-myndum, að það er óliklegt að höfundur sögunnar kannist oröiö nokkuð við efnið i þessari fjórðu Airport-mynd. Að þessu sinni er það hljóð- fráa farþegaþotan Concorde með Concorde sem allt snýst um. Ef að fara á eftir þessari mynd um hæfni Concorde i há- loftunum, þá hlýtur hún aö vera algjör bylting i flugsamgöng- um. Það er meö ólíkindum hversu lipur hún er og snögg að vikja sér undan „eltiflugskeyti” sem á að granda henni i myndinni. Hún stingur sér á augabragöi lóörétt niður og snýr sér meira aö segja i marga hringi og ekki nóg með það, far- þegarnir varla hreyfast i sætun- um, ekki einu sinni þeir sem staddir eru á salerninu i hægð- um sinum. Já, það væri gaman að fá að komast i svona „list- flug” með Concorde. Það er ekki hægt annað en að velta þvi fyrir sér eftir að vera búinn aö horfa á svona mynd: er veriö aö gera grin aö framleið- endum þessarar vélar? Þó þyk- ir manni það samt ótrúlegt þar, sem að Air France og stjórn Parisarflugvallar veittu tækni- lega aöstoö við gerð myndar- innar. Það kæmi manni ekki á óvart aö þeir atvinnuflugmenn, sem séð hafa þessa mynd hafi átt bágt með að halda niðri i sér hlátrinum i sumum atriðum myndarinnar. Það er vonandi að þetta sé siðasta Airport-mynd þeirra Universal-manna. Mól. Kvikmyndasýnlngar i tilefni 120 ára afmæiis Tsiekof í janúarmánuði verða kvikmyndasýningar i MÍR- salnum, Laugavegi 178, helgaðar leiklist i Sovétrikj unum og þó einkum rússneska rithöfundinum Anton Tsékhov og verkum hans, en hinn 29. janúar eru lið- in rétt 120 ár frá fæðingu skáldsins fræga. Sýndar verða 7 kvikmyndir, langar og stuttar, og er skýringartal eða textar á norsku og ensku með nokkrum þeirra, en aðrar eru sýndar með rússnesku tali eingöngu, án textaþýöinga. Kvikmyndasýningarnar verða sem hér segir: Laugardaginn I2.janúar kl. 15: Bolsoj-leikhúsiö.kvikmynd gerð i tilefni 200 ára afmælis hins fræga leikhúss i Moskvu árið 1976. Sýnd- ir eru þættir úr ýmsum frægum óperu- og ballettsýningum leik- hússins, brugðið upp svipmynd- um af starfinu að tjaldabaki, kynntir ýmsir af fremstu lista- mönnum leikhússins, m.a. ballettdansarinn Maris Liepa, sem dansaði f Þjóðleikhúsinu fyr- ir fáum árum, o.s.frv. Tal á rúss- nesku. Laugardaginn 19. janúar kl. 15: Anton Tsékhov, heimildarkvik- mynd um rithöfundinn fræga, og Sovésk leiklist, mynd um leik- listarlif I Sovétrikjunum. Skýringar með báöum myndun- um fluttar á norsku. Laugardaginn 26. janúar kl. 15: Óskilabarnog Sænska eldspýtan, tvær kvikmyndir frá sjötta ára- tugnum gerðar eftir samnefndum smásögum Tsékhovs. Báðar myndirnar með rússnesku tali, sú fyrri án skýringartexta, sú siöari með textaþýðingum á ensku. Sunnudaginn 27. janúar kl. 16: Harmleikur á veiðum, kvikmynd gerð 1978 undir stjórn Emils Lote- anu eftir einni af smásögum Tsékhovs. Meðal leikenda: Gal- ina Belaéva, Kirill Lavrov og Oleg Jankovski. Þessi kvikmynd var sýnd I Islenska sjónvarpinu i febrúarmánuði sl. og vakti þá mikla athygli. Hún er nú sýnd án textaþýðinga. Þriöjudaginn 29. janúar kl. 20.30: Vanja frændi, kvikmynd gerð 1971 undir stjórn Andreis Mikhalkov-Kontsalovski eftir samnefndu leikriti Tsékhovs. Meðal leikenda: Innokenti Smok- túnovski og Sergei Bondartsjúk. Tal á rússnesku, óþýtt. ABgangur að öllum kvikmynda- sýningum I MlR-salnum, Lauga- vegi 178, er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.