Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagurinn 8. janúar 1980. 9 Suður-ameriski hryðjuverkamaðurinn, Ilich Ramirez Sanchez, sem betur er þekktur und- ir nafninu Carlos, hefur á einu bretti játað á sig flest þau morð og hemdarverk, sem lögregla fjölda Evrópulanda hefur lengi grunað hann um. Játningar þessar gerði hann i viðtali við sýr- lenska skáldið Aassem el Jundi, en það birtist i arabiska vikublaðinu ,,A1 Waten al Arabi” i Bei- rút. Carlos, sem hefur verið efstur á lista Interpol yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn, greindi frá þvi, að hann hefði þegar 1970 verið tekinn inn i raðir PFLP, sem er ein af skæruliðahreyfingum Palestinuaraba. Þar vann hann undir stjorn skæruliðaforingjans dr. George Habash, sem stýrði aðgerðum i Evrópu og austurlöndum nær. OPEC-harmleikurinn. Frægasta verk Carlosar var unnið um hábjartan dag t aðal- skrifstofum OPEC i júli 1976, þar sem oliumálaráðherrarnir voru saman komnir til fundar i Vinarborg. Svo öruggur var Carlos um sig og sigurinn I þeirriför, að hann gaf sér stund til þess að kveðja Otto Kosch innanrikismálaráðherra Aust- urrikis með handabandi við brottför DC-9 þotunnar.Kreisky kanslari hafði fyrirskipað, að skæruliðarnir og glslar þeirra fengju hana til afnota. 1 fréttum þeirra daga kom fram, að Carlos hafði krafist einnar milljónar dollara lausnargjalds fyrir oliumála- ráðherrana. Aldrei kom þó fram, hvortlausnargjaldið hefði nokkurn tima verið greitt, enda mun megintilgangur áhlaupsins hafa verið að knýja oliusölurík- in til harðari stefnu gagnvart iðnaðarrikjum vestursins. I arabiska vikuritinu segir Carlos frá OPEC-aðgerðinni i smáatr- iðum, en nefnir hvergi lausnar- gjaldið. Morð á sex sekúndum. Um morðið á erindrekum frönsku leyniþjónustunnar DST og Libanonmanninum, sem Carlos taldi hafa sagt lögregl- unni til sin, segist hann I viðtal- inuhafadrepiðþá „átæpum sex sekúndum” þetta var i Latinu- hverfinu I Paris 1975. Erind- rekarnir áttu að handtaka Carlos, og tóku með sér Libanonmanninn, sem þekkti Carlos f sjón, og gat bent þeim á hann. ,,Ég var sneggri...” „Það var stundarfjórðungi eftir klukkan átta, að barið var á dyrnar hjá mér. Hjá mér voru tveir menn frá Venezúela og vinkona min. Annar mannanna lauk upp dyrunum og kallaði siðan: „Það er lögreglan.” — segir Carlos I viðtalinu. „Við buðum þremenningun- um inn og upp á drykkjarföng. Þeir stöldruðu viö stundarkorn hjá okkur, en báðu siðan um að sjá vegabréfin. Þá byrjuðu þeir að yfirheyra mig um Mouk- harbel (Libanonmanninn, sem handtekinn hafði verið, grunað- ur um hryðjuverk). Ég sagðist aldreihafahittþannmann. Þeir fullyrtu, að hann væri frammi á gangi og reiðubúinn aö bera kennsl á mig. Þegar ég bað þá að sækja hann, deildu þeir um það litil- lega, en annar þeirra gekk siðan til dyra. Það rann upp fyrir mér, að ég yrði aö skjóta mér leið út úr þessari klipu. Stundar- fjórðungi siðar var Moukharbel ýtt inn úr dyrunum. Þegar hann lyfti hendi til þess að benda á mig, kvað hann upp yfir sér dauðadóminn. Ég reif rússnesku skamm- byssuna mina fram, og sneri mér fyrst að Donatini erind- reka, sem hafði orð á sér fyrir að vera hraöskeyttur. Ég var honum sneggri og hæfði hann i vinstra gagnaugað. Sfðan skaut ég Raymond Dous, hinn erind- rekann, á milli augnanna. Þá var aðeins eftir lögreglumaður-. inn, sem var með þeim, og ég sendi honum kúlu undir eyraö. Misheppnuð morðtil- raun. „Moukharbel hefur sennilega skiliö.hvað hann áttii vændum, þvi að hann gekk fram eins og i svefni og hélt höndum fyrir and- litiö. Honum hlýtur að hafa verið ljóst, að sá, sem bugast við slik- ar aðstæður, á sér aðeins ein ör- lög. Ég hitti hann milli augn- Carlos, eða Sjakalinn, eins og hann er stundum nefndur, er efstur á lista Interpol yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn. þegar kjallaravöröurinn lauk upp dyrum, beindi Carlos aö honum hlaupviðri skammbyssu. Neyddi hann kjallaravörðinn til þess að visa sér á Sief, sem fannst inni á baöherbergi. Carlos virti fórnardýrið fyrir sér i eina sekúndu, en lét sfðan skotið riöa af. En sterkar fram- tennur milljónamæringsins björguðu lifi hans. Þær drógu nóg úr höggi kúlunnar til þess að hlifa hálsæðunum. Carlos segist hafa skotiö þrem sinnum, en aðeins eitt skot hafi hlaupið af. „Þegar ég siðar heyrði, að Sief heföi lifað af, ætlaöi ég að reyna aftur, en mér bárust nauðsynleg vopn ekki fyrr en eftir hálfan mánuð. Þá var Sief farinn til Bermúda.” Rauði herinn i Japan. 1 viðtalinu við arabiska viku- blaðið segir Carlos, að það hafi veriö hann, sem skipulagöi hryöjuverkaárás þriggja Jap- ana á franska sendiráðið I Haag I september 1974. „Japanirnir tóku sendiherr- ann og starfslið hans fyrir gisla. En þegar ég fann á mér, að frönsk yfirvöld ætluðu að koma sér hjá þvi, aö sleppa lausum fangelsuðum félaga úr Rauða hernum i Frakkalndi, ákvaö ég að skerast I leikinn.” Carlos varpaði sprengju á kaffihús við St. Germain des Pres með þeim afleiðingum, að tveir létu lifið, en þrjátiu særð- ust. Sigri hrósandi heldur Car- los áfram frásögninni: „Við þetta urðu Frakkarnir skelkaðir, og sendu Boeing 707-þotu til Hollands meö Japanann til að sækja skærulið- ana þrjá I sendiráðið. Aögerðin heppnaöist.” Aldrei tókst frönsku lögregl- unni að upplýsa, hverjir hefðu verið að verki i Haag. Undir verndarvæng Gaddafi. Carlos býr I dag i Libýu, þar sem atvinnurekandi hans og velunnari, Mohammed Gaddafi ILLRÆMDASTI HRYSJUVERKA- MABUR AlTUNUA ARATUUSINS Carios seglr slállur frá f vlðtali við araðfskt vlkublað f Belrút Fyrir utan franska sendiráöiö I Haag, en Carlos kom þar viö sögu, þótt hann væri utan veggja sendi- ráösins. anna, en sendi honum aðra kúlu i gagnaugaö til frekara öryggis, áður en ég hljóp út úr herberg- inu. Þetta allt tók aöeins sex sekúndur.” Frásögn Carlosar um atburö- inn i Rue Toullerie kemur heim viö lýsingu lögreglumannsins, sem lifði skotsárið af. Nema hann segir, að Carlos hafi fyrst skotið Moukharbel og siðan erindrekana. Carlos framdi sitt fyrsta laun- morð i London i desember 1973, eða réttara sagt reyndi það. Hann klúðraöi verkinu, þvi að fórnarlambið lifði tilræðiö af. Habash hafði fyrirskipað htm- um að ráða af dögum milljóna mæring, gyöinginn sir Edward Sief, sem var forstjóri Marks & Spencer, stórverslunarinnar. Carlos knúði dyra á heimili Sief á nýárskvöldi Queens Grove, og ofursti, hefur veitt honum fasta búsetu. Það er eini griðastaður- inn I öllum heiminum, þar sem Carlos geturveriö nokkurnveg- inn óhultur. Við flest landamæri Evrópu, Austurlönd nærog Suð- ur-Ameriku hanga uppi af hon- um myndir, sem Interpol hefur af honum. „Við náum honum einn dag- inn. Treystið þvi. Ef hann vogar sér að róta sér frá Libýu, góm- um við hann,” sagði einn hátt- settur foringi I Interpol ekki alls fyrir löngu. Carlos, eða „E1 Gortío” (sá feiti), eins og hann var kallaður við rætur Andesfjallanna, er i dag aðeins 31 árs gamall. A að- eins sjö árum hefur honum tek- ist að geta sér eitt versta orð, sem fer af nokkrum hryðju- verkamanni áttunda áratugs- ins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.