Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Þriðjudagurinn 8. janúar 1980. Guðmundur Pétursson skrifar Innrás Sovétmanna i Afghanistan sýnist ætla að hnýta Kina og Bandarikin sterkari böndum. Harold Brown, varnar- málaráðherra USA, hefur dvalið siðustu daga i Peking og á i dag viðræður við Deng Xiaoping, að- stoðarf orsætisráðherra. Kina, sem á landamæri að Afghanistan, hefur gagnrýnt her- flutninga Sovétmanna til Afghanistan harðlega. Finna ekki hlutlausa kviö- dómara 1 Washington er sagt, að Carterstjórnin hafi hug á að koma á hergagnasendingum til Pakistan i samvinnu við Peking- stjórnina. Viðræður þeirra Dengs og Brown eru sagðar snúast um hugsanlega varnarsamninga Kina og Bandarikjanna. —...-->• Sovéskir skriðdrekar og her- menn skammt utan við Kabúl höfuðborg Afghanistan. Sovét- menn hafa lagt áherslu á að ná helstu borgum og þjóðvegum á sitt vald. Spá langri dvðl sovéska hernámsliðsins Gera Klna og usa varnarsamning eiiir Ihiuiun Rússa I Afghanlslan? Dómarinn i máli John Gacey þess, sem myrti 33 unga menn og drengi i Chicagó, hefur ákveðiö aö leita kviðdómenda utan Chicagó, þvi að innan borgar- innar verði ekki komið saman hlutlausum kviðdómi. En réttarhöldin munu fara fram i Chicagó engu að siður, þvi að ekki þykir á það hættandi vegna hjartakvilla hins kynvillta sakbornings aö flytja hann langt frá sjúkrahúsi hans. Gacey hefur neitað sök sinni, en verjendur hans bera þvi við, aö hann hafi verið geðveikur. Mótmæia kelsara- hlónunum Til óeirða kom i Panamaborg I gær, þegar stúdentar efndu til mótmælaaðgerða vegna dvalar Iranskeisara i landinu. Neyddust yfirvöld til þess að loka skólum. Hundruð námssveina fóru i flokkum um götur borgarinnar, en lögreglan dreifði mannsafnað- inum, og I gærkvöldi var allt með kyrrum kjörum. Keisarinn kom með fjölskyldu sinni til Panama 15. desember að lokinni sjúkrahúsvist sinni i USA. Hann dvelur á Contadora-eyju, sem er um 25 milur frá höfuð- borginni. Fjöfhdi sovéskra hermanna I Afghanistan hefur aukist jafnt óg þétt siðustu vikuna og nálgast nú lOOþúsund, en það þykir benda til þess, að Rússarnir ætli sér að hafa herlið til frambúðar i land- inu. Kissinger, fyrrum utanrikisráð- herra Bandarikjanna, varaöi menn við þvi að gera sér neinar grillur um, að Sovétherinn yrði á brott i bráð. Þess væru engin dæmi i neinu þvi landi, sem Rúss- ar hafa hernumið. Ekki fyrr en þeir hefðu tryggt sér þýlynda leppstjórn og tryggja herstjórn. Carter Bandarikjaforseti sagði isjónvarpi i gærkvöldi, að Banda- rikin myndu notfæra sér tilboð Sómaliu, Oman og Kenya um að- stöðu fyrir flug- og flotabæki- stöðvar. A föstudaginn boðaði Carter ýmsar aðgerðir gegn Sovétrikj- unum vegna innrásar þeirra i Afghanistan. Þar með sölubann á kornvöru, sem Rússar eru mjög Búist er við þvi, að I dag verði lögð fram formleg beiðni um fyr- irtekt Afghanistanmálsins i alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna, eftir að Sovétmenn beittu neitun- arvaldi sinu i öryggisráöinu i gær til þess að fella áskorunartillögu um, aö þeir kalli heim herliö sitt úr Afghanistan. I atkvæðagreiðslunni um tillög- Eftir 33 mánaða pólitiskan úti- gang hefur Indira Gandhi endur- heimt völdin eftir yfirburða - sigur, sem kom jafnvel nánustu stuðningsmönnum hennar á óvart. ,,Ég gerði skyldu mina, og gerði hana vel”, sagði Indira við blaðamenn og brosti breitt, þegar úrslitin voru kunn. I þeim 369 kjördæmum, þar sem talningu er lokið, hefur Kongressflokkur Indiru unnið 281 þingsæti. I kosningunum 1977 fékk flokkurinn 154 þingsæti, en þurfi fyrir. Hafði verið ráðgerð sala á 17 milljónum smálesta af kornvöru til Sovétrikjanna. Enn- fremur veröur skorið enn frekar á fiskveiöiheimildir Sovétmanna 1 bandariskri fiskveiðilögsögu. una stóðu ekki aðrir með Sovét- mönnum en Austur-Þjóðverjar, Umræðurnar stóðuþrjá daga og tóku ekki aðrir upp hanskann fyrir Sovétrikin en fulltrúi nýju leppstjórnarinnar i Kabúl og nokkur Varsjárbandalagsrikj- anna. Fulltrúar Rúmena og Kúba tóku ekki til máls, heldur þögðu þunnu hljóði. eftir klofninginn réöi flokksarmur Indiru yfir aðeins 80 þingsætum. Sjálf var Indira kjörin i kiör- dæminu Medak i syðra Andhra Pradesh með 219.000 atkvæða mun, og einnig I Rae Bareli norður i landi með 100.000 at- kvæða mun. (Samkvæmt ind- verskum lögum geta frambjóð- endur boðið sig fram i fleiri en einu kjördæmi). Sonur hennar Sanjay náði nú i annarri tilraun sinni til þess að komast á þing kjöri i Amethi og sigraði með 128.000 atkvæöa mun. Keisarahjónin dvelja nú i útlegö á Contadora-eyju, en þessi mynd er tekin af þeim við komuna þangaö. Skutu sér é bak vlé neitunarvaldiD Mlni snað 2/3 malriMuti er a Hverfisgötu 56, við hliðina ó Regnhoganum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.