Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 08.01.1980, Blaðsíða 1
w* %s^ Þriöjudagur 8. janúar 1980/ 6. tbl. 70. árg. Lik skipverjanna tveggja, sem létust eftir hnifsstungu um borö I varöskipinu Tý, flutt i land á Akureyri eftir komu skipsins þangaö i gærkveldi. Skipverjar á Tý standa heiðursvörð. Vlsismynd: Gunnar V. Andrésson. TVEIR MENN STUNGNIR TIL RANA UM RORÐ í VARDSKIPINU TÝ: ÞUNGLYNDIS HAFDI GÆTT HJÁ ARÁSARMANNINUM Frá Sæmundi Guðvinssyni, blaðamanni Visis á Akureyri i morgun. Tveir ungir menn létii Hfiö af völdum hnlfstunga um borð I varö- skipinu Tý I gær. Þribja varðskipsmannsins, sem áverkunum olli, er saknaö og talið er að hann hafi farið I sjóinn. Komio var með lik varöskipsmannanna tveggja til Akureyrar i gærkvöldi. Rannsóknarlögregla rikisins, ásamt aoalfulltrúa bæjarfógetans á Akureyri og lögreglumönnum, vann til klukkan þrjú I nótt að rann- sókn Týsmálsins.Þeir komu aftursaman klukkan nlulmorgun. Lokið er við að taka skýrslur af höfuðvitnum málsins, en allir skipverjar á Tý verða yfirheyrðir. Sjóréttur verður settur hjá em- bætti bæjarfógeta á Akureyri I dag undir forsæti Asgeirs P. Asgeirs- sonar aðalfulltrúa. Óvænt árás Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Visir hefur aflaö sér var það upp úr klukkan niu I gærmorgun, þegar Týr var staddur um 50 sjómllur austur af Grímsey, sem þessi atburður átti sér stað. t eldhúsi skipsins var þá staddur Jóhannes Olsen 22 ára háseti til heimilis að Meistara- völlum 35 i Reykjavik, og báts- maður, en óljðst er hvort þar hefur verið þriðji maðurinn. Voru þeir að fá sér kaffi. Þá kom þar að Jón D. Guðmunds- son þriðji vélstjóri, greip stóran eldhúshnif eða sveðju. Jóhannes talaði til hans og spurði á þá leið hvað hann væri að leika sér með hnifinn. Ekki er vitað hvort fleiri orðaskipti áttu sér stað, en Jón rak hnifinn Ibakeða siðu Jóhannesar. Slðan hvarf Jón út úr eldhúsinu. Þar fyrir utan á ganginum á milli eldhúss og matsalar virðist hann hafa mætt Einari Óla Guð- finnssyni 18 ára gömlum viö- vaningi, sem hafði verið að taka niður jólaskraut I matsal skips- ins. Engin vitni voru að þvl er þeir Jón og Einar Oli mættust, en Jón mun hafa rekið hnifinn í brjóst eoa kviðarhol Einars og varð af þvi mikið sár. Siðan mun Jón hafa farið út á báta- þilfar, um dyr sem venjulega eru ekki notaðar. Sjúkraflug undirbúið Jóhannes Olsen háseti kom helsærður upp I brú skipsins. þar sem fyrir voru Bjarni P. Helga- soh skipherra og fleiri. Þegar i stað var hinum særðu mönnum hjúkrað og haft var samband við lækni á Siglufirði um ráð- leggingar um meðferð slösuðu mannanna. Stefna var tekin á Grimsey. Þá var strax haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar. Samkvæmt fyrstu frétt- um frá skipinu, virtist Einar ekki vera i lifshættu. Akveðið var að flugvél færi frá Flugfélagi Norðurlands út I Grimsey meö lækni á sjúkra- húsinu á Akureyri, ásamt öðr- um lækni og hjúkrunarkonu. Af þvi varð þó ekki. A leiðinni til Grlmseyjar lét- ust báðir skipverjarnir. Jóhann- es Olsen um klukkan hálf ellefu og Einar óli klukkan 11:22. Merki um þunglyndi Varðskipið kom ekki I nám- unda viö Grlmsey fyrr en um klukkan 13.30. Var þá ákveðið að halda til Akureyrar. Skipið kom þangað að bryggju um klukkan 18 i gær. Þeir Jón D. Guðmundsson og Jóhannes Olsen voru aö sögn skipverja ágætir vinir. Engin deila haföi komið upp um borð svo vitað væri og áfengisneysla hafði engin verið. Jón haföi sýnt einhver merki um þunglyndi að undanförnu, en atburðurinn kom öllum mjög á óvart, þar sem hann hafði ekki áður sýnt neina tilburði til ofbeldis. Llk hinna látnu verða væntan- lega flutt suður með flugvél Landhelgisgæslunnar. til krufn- ingar i dag. —SG,Akureyri/KP . w. ...«« ...„.v ..y... „.„__----,..„ ..V..UU.. uu. U1/,, . ui u o,v,Fo,. Rannsóknarlögreglumenn úr Reykjavlk og starfsmenn bæjarfógetaembættisins á Akureyri hófust að nýju handa um rannsókn Týsmálsins á tiunda timanuin I morgun, er ljósmyndari VIsis Gunnar V. Andrésson tók þar þessa simamynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.