Morgunblaðið - 12.10.2001, Side 3
er mikið fyrir búrskápa, þar sem
hægt er að loka hrærivélina og
önnur tæki inni í stað þess að
skreyta eldhúsborðið með þeim,“
sagði hún.
Hildur sagði það smekksatriði
hvaða viður yrði fyrir valinu í inn-
réttingarnar hverju sinni. „Það eru
auðvitað ákveðnar tískubylgjur og
nú er það hlynur en áður var það
kirsuberjaviður,“ sagði hún. „En
svo eru aðrir, sem eru ákveðnir í að
mála eldhúsið sitt svart og þá fá
þeir svart eldhús.“
Morgunblaðið/Golli
Hildur Bjarnadóttir arki-
tekt hannaði þetta eldhús.
Tvær viðartegundir eru í
skápahurðunum og ítalskt
granít í borðplötunni. Elda-
vélin er á miðju gólfi og eld-
húsborð í beinu framhaldi.
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 B 3
ARKITEKTARNIR Ásdís H.Ágústsdóttir og SólveigBerg Björnsdóttir hjá Yrki
segja að nýjustu eldhúsin sem þær
hafa hannað séu mun opnari en áður.
Fólk vilji gjarnan vinna í opnu rými
og sameina þannig eldhús og borð-
stofu. „Það er allt annar hugsunar-
háttur núna,“ sagði Sólveig. „Áður
voru eldhúsin eingöngu fyrir hús-
mæður en nú er öll fjölskyldan kom-
in inn í eldhúsið, börnin til dæmis
læra þar og spila og svo finnst mörg-
um gaman að geta jafnvel boðið
gestum inn í eldhúsið meðan verið er
að matbúa. Það er ekki lengur þann-
ig að þegar boðið er í mat þá opnist
allt í einu eldhúsið og út komi mat-
ur.“
Konur viðkvæmari fyrir ryki
Ásdís sagði að reyndar væri ekki
alltaf hægt að stækka eldhúsin þeg-
ar verið væri að breyta eldra hús-
næði. „Hér áður fyrr var það oft
þannig að eldhúsið var mjór gangur
með innréttingum eftir endilöngum
veggnum og eldhúskróki en við hlið-
ina var borðstofan,“ sagði hún. „Það
er erfitt að sjá tilganginn með svona
skipulagi nema ef fólk vill endilega
vera með aðstöðu til að gefa börn-
unum að borða t.d. morgunmat í eld-
húsinu. Það mætti kannski halda því
fram að karlarnir hefðu opnað eld-
húsið með auknum áhuga á elda-
mennsku. Sennilega vegna þess að
konur eru viðkvæmari fyrir um-
gengninni og vilja ekki að sjáist ryk-
korn.“
Illa nýttir fermetrar
„Ef merkja má stefnubreytingu er
það helst að fólk er hætt að sækjast
eftir litlum eldhúsum með borðkróki
og stórri borðstofu við hliðina sem
enginn kemur inn í nema fjórum
sinnum á ári. Þar eru oft illa nýttir
og dýrir fermetrar,“ sagði Sólveig.
Þær eru sam-
mála um
að engir
sérstakir
litir eða
efni séu í
tísku en við-
urkenna þó
að alltaf séu
ákveðnir
straumar ríkjandi sem enginn taki
eftir fyrr en litið er til baka. Eitt er
þó áberandi og það er að reynt er að
fela ákveðin heimilistæki svo sem ís-
skápinn og uppþvottavélina þannig
að þau falli inn í innréttinguna, inni í
skápum eða á bak við skáphurðir.
„Þegar um breytingar á eldra hús-
næði er að ræða reynum við að vinna
út frá því efni sem fyrir er og nota
það áfram í innréttingunum,“ sagði
Ásdís.
Helst sígilt í 20–30 ár
„Við viljum alls ekki umturna öllu
þegar við komum inn í hús með
ákveðnum einkennum,“ sagði Sól-
veig. „Við hengjum okkur ekki í
tískubólur heldur reynum að líta á
hvert hús fyrir sig. Það er heldur
ekki hægt að segja að eitt sé í tísku
umfram annað. Við reynum að vinna
ekki með eitthvað sem er útþynnt og
forðumst sterka liti. Þeir hafa þann
galla að fólk þreytist fljótt á þeim.
Fólk eyðir miklum peningum í eld-
húsin og við viljum ekki að innrétt-
ingin fari úr tísku eftir eitt til tvö ár.
Við reynum að hafa þetta þannig að
fólki líði vel og finnist það ekki vera í
gamalli tískubúð eftir tíu ár. Innrétt-
ing á helst að vera sígild í 20–30 ár
nema auðvitað ef um er að ræða pip-
arsveinaíbúð, sem gera má ráð fyrir
að verði innréttuð aftur eftir nokkur
ár.“
Eldhús fyrir alla
fjölskylduna
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ásdís H. Ágústsdóttir arkitekt og Sólveig Berg Björnsdóttir arkitekt hönnuðu nýlega þetta eldhús.Borðplatan er úr graníti með
vatnshalla að vaskinum, sem er
óvenjudjúpur og því auðvelt að
þrífa stóra hluti, t.d. ofnskúffur.
Efri skápahurðir eru úr eik,
granítflísar á milli efriskápa og
borðplötu og grátt harðplast í
neðri skápum og skúffum.
Takmarkað veggpláss en nýtt
með innbyggðum skápum í
kringum glugga.
Skápar sem snúa að eldhús-
króknum eru úr eik og þjóna
hlutverki borðstofuskápa.