Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.10.2001, Qupperneq 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ sálinni Samhljómur í MENN eldast nú hægar enáður, eða réttara sagtverða ekki fullorðnir fyrr en mörgum árum seinna en fólk al- mennt hér áður fyrr. Til skamms tíma voru menn nefnilega álitnir fullorðnir um tvítugt, en nú er talið að fólk nái ekki því takmarki fyrr en á fertugsaldri og er þá gjarnan mið- að við 35 ára aldur ef marka má rannsókn sem nýlega var gerð á andlegum þroska og lífsstíl nútíma- manna. Hér áður fyrr höfðu menn oftast fest ráð sitt um tvítugt og voru farn- ir að vinna fyrir sér og þótt sumir væru enn í námi eitthvað fram á þrí- tugsaldurinn var fólk yfirleitt búið að stofna fjölskyldu á þessum aldri. Nú er öldin önnur. Margir búa heima hjá pabba og mömmu fram yfir þrítugt, eru að drolla í námi fram eftir öllum aldri og veigra sér við að taka á sig þær skuldbindingar sem óhjákvæmilega fylgja hjóna- bandi og barnauppeldi. Og ef fólk eignast óvart barn á unga aldri og utan hjónabands lendir uppeldið oft á „ömmu gömlu“. Breska blaðið The Sunday Times fjallaði um þetta mál nýverið og vitnar þar í breskan félagssálfræð- ing, Stephen Richardsson, sem nú starfar í San Diego í Kaliforníu. Richardsson hefur rannsakað málið og gefið niðurstöðurnar út á prenti og ber rit hans heitið: „The Young West: How We are all Growing Old- er More Slowly“, sem þýða má: „Ungmenni á Vesturlöndum: Hvern- ig við öll eldumst hægar“. Höfundur tekur meðal annars mið af frægu fólki, til dæmis kvikmyndaleikurum og poppstjörnum, sem hann segir haga sér eins og unglinga langt fram á fertugsaldur, og raunar gildi hið sama um þorra venjulegs fólks á þessum aldri og stöðugt fer fjölg- andi í þessum hópi. „Það er ekki fyrr en nútíma- fólk er orðið 35 ára að það áttar sig á að hin áhyggjulausu æsku- ár eru að baki,“ segir hinn 39 ára gamli fræðimaður og kveðst sjálfur ekki vera saklaus af þessu viðhorfi. Hann segir að sjónvarpsþættir með „ofvöxn- um táningum“ ýti meðal ann- ars undir þessa þróun, en fleira komi þó til svo sem ýmis félagsleg vandamál. Verðbólga á áttunda ára- tugnum og hækkandi fasteignaverð á seinni árum eigi hér hlut að máli og hafi það, ásamt ýmsu öðru, gert ungu fólki erfiðara fyrir að verða fjárhagslega sjálfstætt og ábyrgt fullorðið fólk, að sögn Richardssons. „Jafnvel einfaldasta form heim- ilishalds er orðið svo dýrt að margt ungt fólk hefur ekki ráð á því nema í samvinnu við aðra og mörgum finnst það ekki fýsilegur kostur. Í staðinn leggur það árar í bát, býr heima hjá foreldrum sínum í lengstu lög og eyðir laununum sínum í neysluvörur sem voru óhugsandi fyrir þrjátíu árum.“ Niðurstöður rannsókna Rich- ardssons, sem byggðar eru á úrtaki fólks á aldrinum 20 til 40 ára og hafa staðið í fimm ár, fá stuðning hjá Hel- en Haste, prófessor í sálarfræði við Bath-háskólann, og hún bætir við: „Ungt fólk er lengur í námi en áður var. Það hefur í för með sér að ýms- um þáttum, sem taldir eru til lífs- hátta fullorðins fólks, er slegið á frest, eins og til dæmis því að verða fjárhagslega sjálfstæður.“ Viðbúið er að rannsóknir Rich- ardssons hafi áhrif á umræður um breyttan skilning á hugtakinu „ald- ur“, sem hafa vaknað meðal annars vegna lengri lífaldurs fólks almennt. Nútímafólk lifir að meðaltali sjö ár- um lengur en foreldrar þess gerðu. Fyrri skilgreiningar þess efnis að fólk verði fullorðið 21 árs, miðaldra um fertugt og gamalmenni um sex- tugt eiga ekki lengur við. Fjaðrafokið sem varð nýlega þeg- ar mynd af Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, birtist á forsíðu tímarits eldri borgara í Bretlandi sýnir glöggt hversu mjög skilningur fólks á aldurshugtakinu er að breyt- ast. Bítlakynslóðin á til dæmis dálít- ið erfitt með að skilgreina Jagger sem „gamalmenni“. En þótt áðurnefndar rannsóknir bendi til að 35 ára gamalt fólk líti loksins á sig sem „fullorðið“ er það ekki algilt. Sumir telja sig ekki orðna fullorðna jafnvel 35 ára eins og til dæm- is þegar George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, kallaði ýmsa ósiði sem hann hafði í frammi allt fram undir fertugt „bernskubrek“, eins og til dæmis það að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Aðrir draga í efa að það sé eft- irsóknarvert yfirhöfuð að verða full- orðinn. Einn af þeim er Richard Pet- erson, prófessor í félagsfræði við Vanderbilt-háskóla í Tennessee, sem segir það „ákaflega niðurdrep- andi fyrir einstaklinginn að fara yfir fullorðins-þröskuldinn“, eins og hann orðar það. „Menn fara oft að taka sig of hátíðlega og verða marg- ir beinlínis leiðinlegir við það að fullorðnast. Til dæmis er algengt að fólk taki skyndilega upp á því að for- dæma rokktónlistina sem það ólst upp við og fari þess í stað að hampa sígildri tónlist og djasstónlist. Tón- listarsmekkurinn verður einstreng- ingslegur sem og ýmislegt annað í fari fólks. Það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum,“ segir Peterson. Aldraðir unglingar Á HUGI á umhverfismál- um leiddi hana yfir í líf- fræði, en vísindin svöl- uðu ekki öllum þörfum og þá kom myndlistin til. Vísindin og listin mynduðu and- stæða póla og það var ekki fyrr en hún fór í nám í sálgreiningu að and- stæðurnar runnu saman og mynd- uðu góðan grunn til að byggja á. Einhver myndi kannski segja að Björg Sveinsdóttir hafi farið úr einu í annað, en í raun leiddi eitt af öðru og í sálgreiningunni er góður farveg- ur til að nýta fyrri reynslu og nám, auk þess sem við hefur bæst hennar eigin reynsla. „Nám í sálgreiningu miðar að því að slípa sjálfan sig til að geta unnið með öðrum,“ segir Björg. Nýting fyrri reynslu gat þó ekki farið fram á Íslandi, því eftir að Björg tók ákvörðun um að stefna á sálgreiningu var ljóst að hún þyrfti að fara til útlanda. London varð fyrir valinu og þótt ekki sé auðvelt að ná tökum á stórborg á borð við London, var þetta hárrétt ákvörðun. „Ég hef þurft að umturna öllu til að finna það sem mér finnst vera ekta,“ segir hún hugsi. Björg hefur fundið sig í fag- inu, kann vel að meta London, en nú leitar á hana að fara heim til Íslands og nýta menntun sína þar. „Það er kannski dæmi, sem ég þarf að klára.“ Áhugi á umhverfismálum var ögn nýstárlegur á Íslandi um miðjan átt- unda áratuginn, þótt þau mál væru þá ofarlega á baugi erlendis, og hann ýtti undir þá ákvörðun Bjargar að fara í líffræði. Hún tók sér árshlé frá námi eftir stúdentspróf, ferðaðist um og var um hríð í Ísrael. „Ég hug- leiddi bæði líffræði og læknisfræði og þegar ég lít til baka hefði ég lík- lega komist á svipaðar slóðir og ég er nú ef ég hefði farið í læknisfræði, en þá með allt aðra reynslu.“ Herbergi án mælikvarða Eftir fyrsta árið í líffræðinni rann upp fyrir henni að líffræði væri ekki nauðsynlega nátengd umhverfis- málum, en hún ákvað að ljúka nám- inu til að klára það sem hún var byrj- uð á. Á seinni árum í líffræðináminu var myndlistaráhuginn kominn upp á yfirborðið, hún sótti námskeið í myndlist, en það leið ekki á löngu að Björg fór í Myndlista- og handíða- skólann og lauk þaðan námi. Hug- myndalistin var efst á baugi þarna á fyrri hluta níunda áratugarins og þó rökhugsun sé áberandi þar var það einmitt ekki hugmyndalist heldur málun, sem togaði í hana. „Það var sérkennileg upplifun að koma úr líffræðinni og því að til- einka sér rökhugsunina þar, sem átti í raun ekki sérlega vel við mig, yfir í myndlistina, þar sem rökhugs- un er stundum fjötur um fót. Eftir á að hyggja fór ég á tíu árum öfganna á milli í að þjálfa hugann og hugs- unina. Rökhugsun og listrænt innsæi eru ekki óvinir, en málun byggir meira á því ómælanlega og óhlutstæða. Málunin snýst um að finna í sér herbergi, sem hafa engar mælistikur.“ Og eftir á er Björg líka á því að þessi andlega ferð frá rökhugsun yfir í listina hafi verið hið besta mál, því hún hafi þar með unnið að því að sætta í sér andstæður. „Ég fann samhljóm á báðum sviðum, en hafði ekki fundið leið til að þessir tveir hlutar af mér gætu talað saman. Myndlistin gaf mér heilmikið. Hún varð mér tæki til að tala við sjálfan mig án þess endilega að fara í hringi. Málun á enn sterk- an streng í mér, en eitt er áhuginn og annað er að gera málun að starfi til að vinna sér fyrir salti í grautinn. Trúlegast var aðalástæðan til þess að ég helgaði mig ekki mynd- listinni sú að ég sá ekki fram á að geta framfleytt mér nema í hand- verkinu, sem er annað en mynd- list.“ Í fjögur ár gerði Björg tilraun til að sameina vísindavinnu og listina þannig að hún vann fjóra daga sem líffræðingur í Blóðbankanum og málaði í þrjá daga. „Ég vann fyrir mér sem líffræðingur og málaði en með tímanum varð mér þetta gjör- samlega ófullnægjandi. Niðurstaða mín var að ef ég héldi áfram að vinna fyrir mér án þess að finna þar innblástur mundi ég sofna andlega.“ Þetta urðu Björgu átakatímar, sem enduðu með því að hún fór í innsæ- ismeðferð. „Í meðferðinni komst ég að því að það væri hægt að tengja sam- an þætti í manni, sem virð- ast óskyldir og ósættan- legir,“ segir hún. Upp úr þessu fór hún að sækja tíma í myndþerapíu og nú tók við tímabil þar sem eitt leiddi af öðru. „Ég komst að því að ég vildi vinna með fólki og fékk starf við mynd- þerapíu, þótt ég hefði ekki menntun í því, enda fáir sem höfðu lært hana þá.“ Björg hugleiddi nám í myndþer- apíu, sem ljóslega yrði að vera er- lendis, því hún var ekki kennd á Ís- landi. Slíkt nám er venjulega 1–2 ár, en Björg hugsaði með sér að fyrst hún væri að rífa sig upp með rótum og fara utan á annað borð tæki það 1–2 ár að ná áttum og hún vildi því stefna á lengra nám. Sálgreiningin varð ofan á og það í London, því þar stendur til boða nám í sálgreiningu án þess að það sé skilyrði að vera geðlæknir, félagsráðgjafi eða sál- fræðingur fyrir. „Það skilaði sér á endanum að hafa líffræðipróf,“ seg- ir Björg. „Þó BS próf sé ekki há gráða gaf hún þó góðan grunn í ög- uðum vinnubrögðum og það hefur komið sér vel.“ Í öðru málumhverfi en móðurmálinu Björg flutti út í janúar 1994 og það tók hana tæp fimm ár að ljúka námi í sálgreiningu. „Námið er margþætt, en skiptist í þrjá meg- inþætti. Það er hin fræðilega hlið, sem er tekin fyrir í bók- og sem- inarnámi og felst ekki í mötun, held- ur í lestri og umræðum. Svo er það eigin meðferð, sem felst aðallega í einkameðferð en einnig í hópstarfi og síðast en ekki síst er það klínísk reynsla. Námið gengur ekki aðeins út á rökhugsun og innsæi, heldur einnig að verða læs á tilfinningar og þroska leiðir til að vinna úr þeim.“ Klínísku reynsluna fékk Björg í námsdvöl á þerapísku sambýli og í neyðarathvarfi. Á seinni stigum námsins taka nemendur skjól- stæðinga í einka- meðferð en undir Á tíu árum fór hún öfg- anna á milli í þjálfun huga og hugsunar. Í líf- fræðinni, sem gekk út á rökhugsun, og listinni þar sem hún varð henni fjötur um fót. Björg Sveinsdóttir, sálgreinir í London, sagði Sigrúnu Davíðsdóttur frá því hvernig andstæðurnar runnu saman og mynd- uðu góðan grunn til að byggja á. Morgunblaðið/sd Björg Sveinsdóttir segir hvergi auðveldara að hlaða batteríin en á Íslandi. „Nauðsynlegt er að þekkja sjálfan sig vel til að varpa ekki eigin málum yfir á skjólstæðinginn.“ Viðhorfin eru að breytast. Bítlakynslóðin á til dæmis erf-itt með að skilgreina Mick Jagger sem „gamalmenni“. Reuters svg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.