Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 6
LISTIN eykur lystina eða erþað öfugt? Það er a.m.k. stað-reynd að það þarf að höfða tilhins sjónræna og gera augað svangt til þess að kveikja á bragð- laukunum. Eftir því sem rétturinn sem á borð er borinn er meira aðlað- andi þeim mun meira hrífast skynfæri okkar. Sama gildir í ástinni og í list- inni. Það eru vitanlega mismunandi skynfæri sem „kveikja“ á öllum hin- um eftir því hvaða listgrein eða aðili á í hlut. Í matargerðarlist og myndlist eru það t.d. augun. Listamenn eru gjarnan miklir sælkerar á mat og drykk og meðal nokkurra þekktra matgæðinga í þeim flokki má nefna Woody Allen (sem hefur vel að merkja gefið út matreiðslubók), Verdi, Rossini og Sylvester Stallone (merkilegt nokk). Myndlistarsýning, franskir kossar og freyðivín Í gær, 13. október, var opnuð sam- sýning fjögurra listamanna í Gerðar- safni í Kópavogi. Listamennirnir eru Jón Óskar, Erla Þórarinsdóttir, Steingrímur Eyfjörð og Hulda Há- kon. Það er gaman að gæða sér á svo ólíkri myndlist jafnólíkra listamanna og þar eru á ferðinni og veitingarnar á opnuninni juku svo sannarlega lystina á listinni sem fram var borin. Það hef- ur verið sagt að sá sem drottnar yfir lykt ráði yfir hjörtum manna. Skáld- sagan Ilmurinn eftir Peter Süsskind er dæmi um frásögn af slíku valdi. Ljúfur ilmur og bragð veitinganna opnaði rækilega fyrir hin skilningar- vitin sem meðtóku hina listina með bros á vör. Matur er menning einung- is fyrir þann sem getur melt hann og sama á við um listina. Sumir eru hins vegar neyddir til að sneiða hjá því sem þeim finnst best, t.d. vegna of hás blóðþrýstings. Í slíkum tilfellum er t.a.m. ekki heppilegt að vera mikill aðdáandi rjóma, beikons, súkkulaðis, mascarpone, gorgonzola eða svína- rifja. Myndlist, franskir kossar og ríkar konur fyrir alla Myndlist er hins vegar fyrir alla og veldur sjaldan ef nokkurn tíma of háum blóðþrýstingi sé hennar neytt einnar og sér. Hinir bleiku frönsku kossar frá Hafliða í Mosfellsbakaríi tónuðu sérstaklega vel við verkin og þá sérstaklega verk Erlu. Möndlu- marenstoppum þessum hafði síðan verið dýft ofan í dökkt súkkulaði þannig að blóðþrýstingurinn hækkaði rétt nóg til að hleypa roða og kappi í listþyrstar kinnarnar. „Hún er hörgul með fínlegum loft- bólum. Ilmar af múskati og ávexti. Létt og ávaxtarík, freyðir vel, örlítið krydduð en í góðu jafnvægi. Nokkuð sæt,“ heyrðist einn af sýningargest- um segja við annan sýningargest. Undirrituð myndi svo sannarlega vilja að sér væri lýst á þennan hátt. En það var víst vínið sem á boðstólum var sem við var átt, Riccadonna frá Asti eða Ríka konan frá Asti. Göfug dama það, enda bar hún höfuðið hátt og fjörlegur en háleitur andi hennar sveif yfir vötnum. Samruni hennar og frönsku kossanna var hreint fullkom- inn. Í einu verki sýningarinnar er ein- mitt minnst á franskan koss, en það er verk eftir Steingrím sem lýsir því hvað bragðlaukarnir og skynjunin ganga í gegnum við það að borða eitt kíló af konfekti. Matur og listsköpun Sumir listamenn segjast helst alltaf þurfa að vera að borða til að halda andanum gangandi. Listamennirnir fjórir, sem allir eru miklir matgæð- ingar, segja að það sé nú frekar erfitt að borða meðan verið sé að mála, bæði vilji maður ekki að málning komist í snertingu við matinn og eins séu listaverkin viðkvæm og ekkert megi sullast niður á þau. Hulda Há- kon segist reyndar oft seilast í harð- fiskbita við listsköpunina af þeirri ein- földu ástæðu að það sé snakk sem hún og hundurinn geti sameinast um. Hún segir ennfremur að þótt hún sé mikill matgæðingur hafi nú popppoki ein- staka sinnum þurft að nægja sem kvöldmatur þegar um miklar vinnu- tarnir hafi verið að ræða. Steingrímur nartar oft á tíðum í popp, snúða og sætabrauð með kaffi yfir listsköpun- inni. Úr því minnst var á meistara Stallone hér að framan skal vitnað að lokum í viðtal sem blaðakonan Mat- ilde Amorosi tók við hann fyrir nokkr- um árum. Aðspurður hvað hann borð- aði þegar upptökur að Rambó stæðu yfir svaraði kappinn: „Ég borða fisk, grænmeti og kjúkling. Ég leyfi mér einnig pasta, en bara á morgnana og í eftirmiðdaginn. Aldrei á kvöldin af því að þá blæs upp á mér maginn. Þetta eru allt saman hollir réttir, en mjög einfaldir, sem ég neyti yfirleitt í hjól- hýsinu mínu í pásum á tökustað.“ Svo mælti meistari Stallone. Það má sem sagt ekki gleyma að borða við list- sköpunina eða þegar listar er neytt, því hvort tveggja nærir líkama og sál. Þessar dúllur falla öllum í geð, jafnt ríkum konum sem fátækum lista- mönnum. SÚKKULAÐIHÚÐAÐAR ENGIFERDÚLLUR 110 g dökkt súkkulaði (t.d. Coté d’or eða Vahlrona) 125 g sultaðir engiferbitar Vefjið álpappír utan um bökunar- plötu. Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði og kælið dálítið. Bætið engifer- bitunum út í bráðið súkkulaðið og veltið þeim upp úr því þar til þeir eru vel þaktir. Takið hvern bita upp með teskeið og verið ekkert að skafa súkk- ulaðið af bitanum heldur látið fylgja ríflega með, þannig að bitarnir verði frjálslegir í laginu. Látið storkna og berið fram með frekar sætu freyði- víni. Ótal andlit Huldu Hákon. Hvílík nautn. Girnileg mynd það. Franskir kossar fyrir ríka frú ahf@mbl.is Erla og Hulda skála í „ríkri frú“ fyrir listinni. Verk Jóns Óskars eru í baksýn. Á maður ekki örugglega að borða kökurnar? Munúðarfullur texti Huldu, enda logar hann af nautn. Brot af „konfektverki“ Steingríms Eyfjörð. Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.