Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Bíllinn státar af einhverju magn-
aðasta ökumannssæti sem sá er
þetta skrifar hefur lengi prófað. Það
skorðar ökumann gjörsamlega af og
er auk þess með meiri mjóbaks-
stuðning en önnur sæti. Ekki svo
lítið atriði þegar bíll eins og IS300 á
í hlut, því þetta er sannkallað villi-
dýr – eða eigum við að segja tamið
villidýr. Vélin er þriggja lítra, sex
strokka línuvél, sama vél og í
GS300, með VVT-i tækni, sem
breytir opnun og inntaksventlum
eftir vélarsnúningi og álagi á vél,
sem leiðir til betri nýtingar á elds-
neyti og aflaukningar. Þetta er
feiknaöflug vél, 213 hestöfl við 5.800
snúninga á mínútu. Aflið fer allt til
afturhjólanna og spólvörnin, sem er
staðalbúnaður, því mikið þarfaþing.
LEXUS, lúxusbílaarmur Toyota,
hefur komið sér fyrir á markaði
hérlendis eins og kunnugt er. Sölu-
hæsti bíllinn í breiðri línu lúxusbíla
frá fyrirtækinu er IS200 stallbak-
urinn, en fyrstu átta mánuði ársins
seldust 33 slíkir bílar en 39 allt árið
í fyrra. IS200 keppir við bíla eins og
BMW 318 og Mercedes-Benz C180.
Núna er kominn nýr IS bíll, IS300,
sem er með stærri vél, öðrum fjöðr-
unarbúnaði og í langbaksútfærslu,
svokallaður Sportcross. Við prófuð-
um hann á dögunum í Sportút-
færslu.
Kúpulegur langbakur
Þetta er bíll sem helst myndi
keppa við BMW 330i Touring.
IS300 er laglega hannaður bíll og
framendinn minnir reyndar ekki lít-
ið á BMW 3. Afturendinn er á hinn
bóginn líkari því sem menn eiga að
venjast frá japönskum framleiðend-
um. Afturlugtir eru kringlóttar inni
í glærri plasthlíf og stuðarinn er hár
og voldugur. Hliðarsvipurinn minn-
ir líka meira á kúpubak en langbak
vegna rísandi hliðarlínu, boga í þaki
og þriðju hliðarrúðunnar, sem er
ekki nema lítill skjár.
En það er ekki ytra útlit sem er
meginmálið við þennan bíl. Það er
vélin, sjálfskiptingin, sætin og
mælaborðið og ekki síst fjöðrunin.
Mælaborðið virkar að vísu eins og
flugstjórnarklefi fyrst þegar sest er
inn í bílinn. Allir mælar eru hlið-
rænir og stórir snúningsrofar eru
fyrir sjálfvirka miðstöðina. Sem
sagt mikið af tölum og mælum, en
samt er engu ofaukið og þetta er
viðmót sem venst fljótt. Svo er líka
sportlegur blær yfir öllu. Stýrið er
lítið og sportlegt og klætt leðri í
tveimur litum. Gírhnúðurinn er úr
krómuðum málmi. Meira að segja
pedalarnir eru úr beru áli, og gætu
hugsanlega orðið hálir í bleytu.
Athygli vekur skemmtilegur frá-
gangur í farangursrýminu. Þar er
falskt gólf sem hægt er að lækka
um nokkra sentimetra. Það tekur
280 lítra með aftursætin upprétt en
síðan er hægt að fella framsætisbak
niður ásamt aftursætisbökum og
flytja hluti sem eru allt að 2,60 m á
lengd.
Bíllinn hefur snöggar hreyfingar.
Fjöðrunin er stíf og breið dekk
halda honum límdum á veginum.
Samt er hægt að yfirstýra bílnum
með góðri inngjöf í beygjum.
Sjálfskiptur með handskiptingu
Lexus hefur tekist vel upp með
IS300, sem er sportlegasti bíllinn
frá framleiðandanum. Þyngdar-
dreifingin er eins og í bestu sport-
bílum og viðbragðið slíkt að unun er
að aka bílnum. Upptakið er nálægt
7,3 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km
hraða. Hann klettliggur líka á vegi,
á sautján tomma dekkjum, og að
framan og aftan er hann á sjálf-
stæðri, gaffallaga fjöðrun ásamt
gormum.
Bíllinn fæst enn sem komið er að-
eins sjálfskiptur. Sjálfskiptingin er
fimm þrepa og hægt er að hand-
skipta bílnum með litlum tökkum
framan og aftan á stýrinu.
Lexus IS300 er vel búinn bíll.
Meðal staðalbúnaðar eru loftkæl-
ing, 17 tommu álfelgur, spólvörn,
ABS-hemlar með EBD-dreifingu,
kraftmikil hljómtæki og rafdrifnir
speglar og rúður. Í langbaksgerð-
inni í Sport-útfærslu kostar hann
líka heilar 4.780.000 krónur, sem er
auðvitað dágóð upphæð, fyrir þó
ekki stærri bíl. En eitt er víst. Lex-
us IS300 er í hópi skemmtilegustu
akstursbíla nú um stundir.
Lexus IS300 – tamið villidýr
Vélin er þriggja lítra, sex strokka VVT-i, 213 hestafla. Mikið af tölum og mælum er í mælaborðinu. Skemmtilegur frágangur er í farangursrýminu.
Aflið fer allt til afturhjólanna og spólvörn er staðalbúnaður.
Morgunblaðið/Ásdís
Bíllinn hefur snöggar hreyfingar og fjöðrunin er stíf.
gugu@mbl.is
Vél: 2.997 rsm, sex
strokkar, 24 ventlar VVTi.
Afl: 213 hestöfl við 5.800
sn./mín.
Tog: 288 Nm við 3.800
sn./mín.
Drifbúnaður: Afturdrifinn,
4ra þrepa sjálfskipting
með handskiptingu í stýri.
Fjöðrun: Gaffalfjöðrun að
framan og aftan, sport-
fjöðrun.
Hjól: 215/45 á 17 tommu
álfelgum.
Hemlar: 296 mm kældir
diskar að framan, 307 mm
diskar að aftan, ABS,
EBD.
Lengd: 4.505 mm.
Breidd: 1.725 mm.
Hæð: 1.430 mm.
Hröðun: 8,4 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km/klst.
Hámarkshraði: 230 km/
klst.
Eyðsla: 11,2 lítrar í blönd-
uðum akstri.
Verð: 4.780.000 kr.
Umboð: Lexus Kópavogi.
Lexus IS300
SportCross