Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 14
Lexus IS300 213 hestöfl, afturdrifinn og með stífri sportfjöðrun.  ÞRÁTT fyrir miklar álögur á innflutta bíla, virðist bílverð hérlendis í mörgum tilfellum vera samkeppnisfært við bíl- verð í Evrópu. Ef borið er saman verð á Toyota Yaris 1.0 þrennra dyra, sem kostar hérlendis 1.128.000 kr., við verð sem framleiðendur gera tillögu um inn á sjö markaði í Evrópu, kemur í ljós að verð- ið er langhæst í Danmörku. Þar myndi slíkur bíll kosta 1.735.555 kr. og 1.203.353 kr. í Englandi ef farið væri eftir tillögum framleiðenda. Um- boðin hafa hins vegar síðasta orðið um verð á bílunum og því ekki unnt að tala hér um endanlegt bílverð. Toyota Yaris myndi kosta á Ítalíu 989.264 kr., 990.843 í Lúxemborg, 1.247.471 í Hol- landi, 1.162.950 kr. í Portúgal og 1.072.578 kr. í Svíþjóð. Miðað er við að gengi evru sé 92,88 kr. Meðalverðið á Toyota Yaris í þessum átta löndum, að Ís- landi meðtöldu, er 1.191.251 kr., en eins og fyrr segir, kost- ar Yaris af þessari gerð 1.128.000 kr. hér á Íslandi. Verð á Íslandi undir meðalverði í Evrópu  SVO virðist sem akstur hafi sáralítil áhrif á heilastarfsemi manna. Vís- indamenn hjá Daimler- Chrysler hafa komist að raun um að hugur ökumanna er nánast í hvíld meðan ekið er en engu að síður geta þeir stjórnað bíl án vandræða. Vísindamennirnir gerðu mælingar á heilastarfsemi ökumanna í ökuhermi og kom- ust að því að virkni heilans var í lágmarki. Ann- að kom hins vegar í ljós þegar sams konar mælingar voru gerðar á farþegum. Þetta hefur komið vísindamönnunum verulega á óvart en þeir gengu út frá því að þessu væri einmitt öf- ugt farið. Heilinn í hvíld meðan ekið er?  SKODA Superb lúxusbíllinn var kynntur á bíla- sýningunni í Frankfurt og nú hafa fyrstu myndir birst af langbaksútgáfunni. Bíllinn líkist ekki lítið VW Passat en Superb verður með svipað farang- ursrými og Mercedes-Benz E langbakurinn en verð- ið verður mun nær Mercedes-Benz C. Markmið Skoda er að bjóða mesta farangursrýmið í þessum stærðarflokki og auk þess mikinn búnað. Bíllinn verður boðinn í þremur búnaðarútfærslum, þ.e. Classic, Comfort og Elegance. Staðalbúnaður í öll- um gerðum verður xenon-framljós, fimm loftpúðar, loftkæling og hemlunarátaksdreifing. Dýrustu gerð- irnar verða með 2,6 lítra V6 vél. Stallbakurinn kem- ur á markað næsta vor en ekki er búist við að lang- bakurinn komi á markað fyrr en ári síðar. Líklegt þykir að bíllinn verði einnig boðinn með fjór- hjóladrifi. Skoda Superb langbakur  LJÓST er að aukin samkeppni verður í lúx- usbílaflokki þegar Volkswagen setur á markað D1- lúxusbílinn á næsta ári. Nýlega náðust myndir af bílnum dulbúnum og virðist sem VW hafi valið að láta hann líkjast sem mest Lexus GS300, sem verður vissulega einn af samkeppnisbílunum. Við nánari eftirgrennslan er ljóst að tvöfaldar kringl- óttar framlugtir, afturljósin og sveigja í afturglugg- anum eru tilbúningur. Undir dulargervinu er bíll sem svipar til Passat nema hvað allt er stærra í sniðum. Njósnamyndir af D1 SAAB hefur varið tveimur árum í þróun síns fyrsta jeppa sem átti að byggjast á Pontiac Azt- ek- og Buick Rendezvous-jepp- unum frá GM. Nú hafa stjórn- endur GM ákveðið að ekki verði byggt á þessum bílum og hönn- uðir Saab því þegar hafnir vinnu við þróun á nýjum bíl. Hann verður á nýjum undirvagni, sem nýjustu kynslóðir Opel Vectra og Saab 9-3 munu hvíla á. Hönnuðir og verkfræðingar vinna nú að gerð frumgerðar sem ætlunin er að sýna á bíla- sýningunni í Detroit í janúar, en búist er við að stærsti mark- aður fyrir Saab-jeppa verði í Bandaríkjunum. Bíllinn verður settur á markað árið 2004. Hann verður aðeins fimm manna og því afar rúmgóður að innan. Við hönnun hans verður lögð mikil áhersla á gott útsýni ökumanns og farþega og breyt- anlegt farangursrými. Þetta verður enginn fjallabíll í ætt við Land Rover en þó meira í ætt við það en t.d. Volvo V70 XC. Fjórhjóladrifskerfið verður til- brigði við rafeindastýrða 4Mat- ic-kerfið í Aztek og Rendezvous. Vélar í boði verða m.a. ný þriggja lítra V6 frá GM sem skilar 300 hestöflum og fjögurra strokka SCC-vélin frá Saab. Fallið hefur verið frá því að byggja jeppa Saab á Aztek- og Rendezvous-jeppunum frá GM. Pontiac Aztek er aðeins boðinn á Bandaríkjamarkaði. Saab þróar nýjan jeppa RENAULT afhjúpaði sitt fyrsta hugmyndamótorhjól á al- þjóðlegu vélhjólasýningunni í París. Hjólið, sem kallast Ublo, er afrakstur samstarfs hönnun- ardeildar Renault og tækni- og sportdeildar fyrirtækisins. Ublo er óhefðbundið vélhjól því það er með þremur hjólum og ör- yggisgrind sem veitir þeim ör- yggi sem fram til þessa hafa hikað við að kaupa sér tveggja hjóla vélhjól. Ublo hefur einnig þann kost að hafa talsvert mik- ið geymslurými. Vélaraflið kemur frá 124 rúmsentimetra, tveggja strokka vél og ekki þarf annað en venjulegt bílpróf til að aka hjól- inu. Ublo er ræst með snjall- korti og það er búið stafrænum mælum og leiðsögukerfi. Fram- leiðslugerð hjólsins kemur á markað árið 2003. Ford hefur einnig látið til sín taka á sviði óhefðbundinna far- artækja. TH!NK rafreiðhjólið er um þessar mundir í prófun hjá lögreglu í Bandaríkjunum en tæknin er sömu ættar og í samnefndum rafbíl. Reiðhjólið kemur á markað innan tíðar. Ublo er á þremur hjólum og með leiðsögukerfi og snjallkortsræsi. Óhefðbundin farartæki í þróun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.