Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 18
Einn skrýtinn... – Hvað er hvítt og felur sig á bakvið tré? Feimin mjólk! MAÐUR skoðar ekki bara bækur á barnabókahátíðinni Köttur úti í mýri, nei og nei. Heldur lendir maður í ýmsum ævintýrum, hittir fyrir fyrirbæri úr sögum sem maður þekkir og kynnist nýjum furðufuglum. Eins og t.d. Tyggjókónginum Blöðru og frú hans. Þessar verur eru á gólfi, í lofti, á veggjum, já, hreinlega úti um allt. Margt hægt að gera Hvern hefur ekki alltaf langað að prófa alvöru prins- og prins- essukórónu? Já, nú er það hægt. Eða hvað um að setjast í há- sæti Óðins, Hliðskjálf, og láta hrafna hans, Hugin og Munin, hvísla að sér ýmsum leyndar- málum? Það er ekkert slor. Fleira er hægt að gera, eins og að taka þátt í ævintýralegri þvottasnúrugetraun, þar sem tíu heppin börn eiga eftir að vinna bók. Svo er líka hægt að búa til pappírsbát handa vini sínum og geyma hann við innganginn. Að hafa augun opin Annars felst sýningin í því að maður fer í sérstakt ferðalag í gegnum sýninguna, og þá er eins gott að hafa augun vel opin því víða leynast verur og ýmsilegt annað dularfullt. Kíkt er inn í heim Múm- ínálfanna, farið á Kurrekurredut- eyju þar sem pabbi Línu Langsokks á heima, það má hvíla sig í kyrr- látum fiðrildahelli eins og er á Bláa hnettinum, kíkja við í söguherberg- inu, og svo er skrýtin bíómynd, þar sem alltaf heyrist sjávarniður, en stundum sést ekki neitt og svo allt í einu birtist... úps! Bannað að segja meira. Á þessum hnetti má sjá lönd þar sem ýmis ævintýri gerast. Barna- og unglinga- Ferð um ævintýraheim Þessi ungi herramaður stígur í fótspor sjálfs Óðins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Man einhver hvar stóru rósirnar vaxa? Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessi kóróna smellpassar! bókahátíð í Norræna húsinu Nafn: Halldór Bjarki Arnarson. Fæddur: 19. ágúst 1992. Skóli: Melaskóli. Halldór Bjarki fór með pabba sínum á opnun sýningarinnar Köttur úti í mýri og fannst mjög gaman. Hann sá hljómsveitina Tante And- ante og hlust- aði á Vigdísi, fyrrverandi forseta, lesa sögu fyrir börnin. „Hún las söguna Hans klaufi sem er mjög skemmtileg. Þetta er flott sýning og mér finnst allt mjög skemmtilegt. Það er hnöttur hér með alls konar stöðum sem eru í ævintýrum og ég þekki flest þessi ævintýri.“ Hall- dór settist líka í hásæti Óðins og mátaði kórónu, en var ekki alveg viss hvort hún passaði. Flott sýning Halldór Bjarki í Norræna húsinu. Krakkarýni: Köttur úti í mýri ERT þú kannski rithöfundur? Ertu búinn að skrifa margar sögur? Eða ertu kannski óupp- götvaður ritsnillingur sem aldr- ei hefur skrifað sögu en býrð yf- ir ótrúlegri frásagnargáfu? Hvort sem er, þá stingdu endilega niður penna, láttu á það reyna, skrifaðu sögu og sendu okkur hana til Morgun- blaðsins til að birta hér á síð- unum. Ef þú ert snjall að teikna er ekki verra ef mynd fylgir með. Heimilisfangið er: Barnasíður Morgunblaðsins Ritsnillingar Kringlunni 1 103 Reykjavík eða barn@mbl.is Þú þarna! Sjáumst aftur... besta bókin í ár  Á hverju árin eru veitt sérstök Barnabókaverðlaun. Fyrir stuttu hlaut bókin Sjáumst aftur... eftir rithöfundinn Gunnhildi Hrólfs- dóttur þessi verðlaun. Sagan er um Kötlu sem er 12 ára og flytur til Vestmannaeyja. Þar gerast dularfullir atburðir, Katla sér undarlegar sýnir og dreymir skrýtna drauma. Nokkrir voru í dómnefnd og lásu bókina sem þá var bara ennþá handrit, og þar á meðal voru tveir unglingar, þau Kristrún Krist- insdóttir og Ragnar Jón Hrólfsson, sem bæði eru13 ára nemendur í Ölduselsskóla. Spennandi og sniðug „Maður les nokkrar bækur á frekar stuttum tíma og segir síðan hvað manni finnst og hvað er skrýtn- ast,“ segir Ragnar Jón. – Hvernig er að lesa handrit sem enn er ekki orðið bók- ?„Það er lítið öðruvísi nema að nokkur atriði breytast þegar bókin kemur út.“ Ragnari Jóni fannst Sjáumst aftur best bókanna. „Hún er spennandi og ég myndi halda að flestir myndu vilja lesa hana. Hún er sniðug og áhugaverð.“ – Hvernig eiga góðar barnabækur að vera?„Þær þurfa að vera spennandi, þær eiga að vera um börn, auðvitað vel skrifaðar og ekki of langar. Það er líka mjög gott að hafa húmor.“ Mæli með henni Kristrún segir það hafa verið mjög gaman en svo- lítið erfitt að sitja í dómnefndinni. Hún er sammála Ragnari Jóni um að Sjáumst aftur... er besta bókin sem þau lásu. „Já mér fannst hún mest spennandi og skemmtilegust. Svona ævintýrabækur eru mjög skemmtilegar,“ segir Kristrún. –Finnst þér gaman að kynn- ast nýjum heimum í bók- um?„Já, mjög, ég er t.d búin að lesa allar Harry Potter bækurnar, og bíð eftir að sú fjórða komi út.“ Kristrún segir að barnabækur verði auðvitað að vera skemmtilegar, „helst ævintýralegar og spenn- andi... já, það verður að vera spenna, og ég mæli með bókinni Sjáumst aftur... .“ Kristrún Ragnar Jón Barnabækur eiga að vera um börn Bókaþjóðin mikla ÍSLENDINGAR kalla sig bókaþjóð og eru mjög stoltir af þeim bókum sem Íslendingar hafa skrifað seinustu átta hundruð ár eða svo. Líka erum við montin af því að lesa fleiri bækur en nokkur önnur þjóð í heiminum. Margir íslenskir rithöfundur eru þekktir í útlöndum, en langfrægastir eru þó þessir: **COLR**Snorri Sturluson (1178-1241) skrifaði Eddu, sem er bók um alla norrænu guðina, einsog Óðinn og Þór, en nokkrum þeirra má einmitt kynnast betur í Norræna húsinu. Íslendingasögurnar eru skrifaðar af óþekktum höfundum á 13. og 14. öld. Þær fjalla um miklar hetjur og kvenskör- unga á Íslandi á árunum frá 930-1050. Þær þykja afar merkilegar bókmenntir. Nonni (Jón Sveinsson 1857-1944) skrifaði barnabæk- urnar um Nonna og Manna, sem hafa verið þýddar á ótal tungumál. Halldór Laxness (1902-1998) er eini Íslendingurinn sem hefur fengið hin stórmerku Nóbelsverðlaun fyrir bækur sínar og þið eigið öll eftir að lesa þær einhvern tímann. Á myndinni er Halldór með kornfleksköku en þær er mjög auðvelt að búa til og eru alveg nammigóðar. Setjið... * 75 grömm kókossmjör * 1-2 matskeiðar kakó * 3 desilítra flórsykur ... í skál og hrærið saman. Hellið saman við... * 5 desilítrum af kornfleks ... hrærið vel, setjið í papp- írsform og leyfið að storkna. Verði ykkur að góðu! Nammi namm Kornflekskökur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.