Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 23
urinn Rauða myllan, verður ást-
fanginn af aðalstjörnunni Satine,
sem Nicole Kidman leikur, og berst
harmrænni baráttu til að bjarga
henni frá glötun.
Fortíð og nútíð renna saman
Baz Luhrmann hefur sagt að í
Montmartre þessa tíma hafi stór
hluti svokallaðrar dægurmenningar
nútímans orðið til. Hann grípur því
til þess ráðs að tengja fortíð og nú-
tíð saman gegnum söngva; í stað
þess að láta sérsemja ný lög fyrir
myndina, sem hann telur að hefði
krafist of stórs skammts af athygli
áhorfenda, flytja persónur 19. ald-
arinnar nýjar útgáfur ýmissa
þekktra dægurlaga þeirrar 20. „Við
tökum menningu síðustu 100 ára,
rífum hana í sundur og setjum sam-
an að nýju til að skapa okkar eigin
heim,“ segir hann. Þannig syngur
Kidman t.d. „Diamonds Are a Girl’s
Best Friend“, McGregor syngur
„Your Song“ eftir Elton John með
Placido Domingo, David Bowie og
Massive Attack flytja Nature Boy,
sem þekktast er í túlkun Nats King
Cole, José Feliciano syngur Police-
lagið Roxanne sem væri það tangó
og Beck og Timbaland eru með
Diamond Dogs eftir Bowie.
Ekki hefur verið vandalaust að
velja leikara sem hentuðu hlutverk-
unum og gætu jafnframt sungið og
dansað. McGregor gæti auðveldlega
verið poppstjarna, segir leikstjór-
inn; hann hafi svo góða söngrödd að
minni í senn á Freddie Mercury og
Elton John. Kidman þurfti hins
vegar töluverða aðlögun að verkefn-
inu. Myndin var tekin í risavöxnum
leikmyndum í nýju tökuveri Fox í
Sydney í Ástralíu og flestir leikar-
anna eru Ástralar, fyrir utan Skot-
ann McGregor, Englendinginn Jim
Broadbent, sem leikur eiganda
Rauðu myllunnar, og Bandaríkja-
manninn John Leguizamo, sem fer
með hlutverk listmálarans bæklaða
Toulouse-Lautrec, sem túlkaði í
verkum sínum heim Rauðu myll-
unnar með eftirminnilegum hætti.
Alls koma um 400 leikarar fram í
fjölmennustu atriðunum.
Leitið og þér munuð finna
Þeir, sem séð hafa fyrri myndir
Baz Luhrmanns, vita að þar fer sér-
lega hugmyndaríkur myndsmiður,
óhræddur við áhættu, með næmt
auga fyrir grípandi myndmáli,
hröðu og lifandi, þótt deila megi um
dramatíska dýpt frásagnarinnar.
Hann hefur alla tíð verið kvik-
myndaáhugamaður, ekki síst frá því
faðir hans rak um hríð kvikmynda-
hús, þar sem fyrstu myndirnar sem
hann sá voru mótorhjólahasarinn
Chrome and Hot Leather og
söngvavestrinn Paint Your Wagon.
Foreldrar hans skildu þegar hann
var 12 ára og hann bjó með föður
sínum þar til hann strauk að heiman
á táningsaldri. Þeir feðgar töluðust
ekki við svo árum skipti en náðu
sáttum á síðustu árum.
Luhrmann stundaði nám við leik-
listarskólann í Sydney og kynntist
þar Craig Pearce, sem hann hefur
unnið allar myndir sínar með. Luhr-
mann hefur sagt að árin í leiklist-
arskólanum hafi einkennst af rót-
leysi, fíkniefnum og leitandi kynlífi.
Eftir að hafa reynt fyrir sér sem
leikari í nokkur ár setti hann á leik-
svið Strictly Ballroom, sem síðar
varð frumraun hans í kvikmynda-
gerð. Luhrmann hefur unnið tals-
vert fyrir leikhús en ekki síst óp-
erusvið. Hann vinnur gjarnan með
sama fólkinu; hefur safnað um sig
nánum hópi fagmanna, sem kemur
saman í 19. aldar húsi og fyrrum
geðsjúkraspítala, sem Luhrmann á í
Sydney. Þar á meðal eru, auk Pe-
arce og eiginkonunnar Catherine
Martin, sem er leikmynda- og bún-
ingahönnuður, danshöfundurinn
John „Cha Cha“ O’Connell, klipp-
arinn Jill Bilcock, tökumaðurinn
Donald McAlpine og tónskáldið
Marius De Vries. Luhrmann kveðst
nú, að afloknum lokahluta þríleiks-
ins, finna hjá sér hvöt til að hrista
upp í þessum hópi, jafnvel rjúfa
samstarfið og byrja „nýtt líf“ í list-
rænum efnum. Hann er með mörg
hundruð hugmynda.
Hann er orðinn gráhærður. Ætli
hann endi ekki sköllóttur.
myllunni
Reuters
Kidman og McGregor: Örlagasaga sögð með söngvum og dansi.
ath@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 23
bíó
Einstök upplifun í glæsilegasta kvikmyndahúsi landsins.
Sýnd í sal 1 og Lúxussal í Smárabíói.
Empire Kvikmyndir.com SV Mbl Rás 2
Einnig sýnd í Stjörnubíói og Borgarbíói Akureyri.