Vísir - 06.02.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 06.02.1980, Blaðsíða 16
Umsjón: Katrin Páls- 4óttir VISIR Miövikudagur 6. febrdar 1980 14. ÞÚS. MANNS HAFA SÉÐ LAND OG SYNI Kvikmynd Ágústs Guðmundssonar Land og synir hefur hlotið mjög góðar undirtekt- ir. Nú hafa um 14 þús- und manns séð mynd- ina, en hún er sýnd i Austurbæjarbiói og eins þessa dagana á Akureyri. A fimmtudag hefjast sýningar á Sauðárkróki, þaðan fer mynd- in til Siglufjarðar, Húsavikur og Blönduóss. Land og synir sem gerð er eft- ir sögu Indriða G. Þorsteinsson- ar hefur hlotið góöa umsögn gagnrýnenda. Morgunblaðið segir að „Kvikmyndaöldin sé riðin i garð”. „Frábært afrek”, sagði gagnrýnandinn okkar á sé á ferðinni mynd sem allir Visi og Þjóðviljinn segir að hér þurfi að sjá. —KP. Magnús Ólafsson I hlutverki kaupfélagsstjórans og Sigurður Sigur- jónsson, sem fer með aðalhlutverkið I myndinni. Sýning á bandariskum veggspjöldum stendur nú yfir I anddyri Kjarvalsstaða. A sýningunni eru 34 verk eftir 23 listamenn, þar á meöal eru margir af fremstu listamönnum Bandarikjanna. Kvlkmyndaháiiðín: STÚLKURNAR HANS WAJDA 0G HRAFNINN HANS SAURA Enn bætast við forvitnilegar myndir á dagskrá Kvikmynda- hátiöar.l dag veröa t.d. sýndar myndir Wajda og Saura og frumsýnd verður kvikmyndin India Song sem er frönsk, gerö 1974. Sjáðu sæta naflann minn. Þessi vinsæla mynd er sýnd klukkan 15,17,19 og 21. Sjá kvik- myndagagnrýni. Stúlkurnar i Wilko. Hér er á ferðinni spulunkuný mynd, gerö 1979, eftir Pólverj- ann Wajda. Þessi mynd er nokkuö frá- brugðin þeim tveim myndum sem sýndar eru eftir Wajda á hátfðinni. Stúlkurnar frá Wilko er rómantisk saga, en myndina gerir Wajda eftir sögu Iwaszkiewicz, sem er einn elsti ogvirtasti núlifandi rithöfundur Pólverja. Myndin er sýnd klukkan 15, 17.10 og 19.15. India Song. Þessi mynd er gerð árið 1974 af Marguerite Duras, sem um langt árabil hefur veriö talin i hópi franskra ný-róman höf- unda. Það var ekki fyrr en áriö 1966, þá 51 árs að aldri, sem hún snýr sér aö kvikmyndaleik- stjórn. India Song er sjötta mynd hennar, en alls hefur hún geg 11 myndir I fullri lengd. Efniö i India Song er sótt i þrjár skáldsögurhennar. Mynd- in fjallar um ástir fólks af ný- lenduaölinum ilndlandi á fjórða áratugnum. Astarsaga Anne Marie Stretter, sem var kona fransks sendiherra, er einnig saga hryllings, hungurs og holdsveiki. India Song er sýnd klukkan 21.15. Krakkarnir i Copa- cabana. ' Þetta ermynd framleidd fyrir stálpaða krakka. Hún er gerð af Svianum Arne Sucksdorff árið 1967. Myndin gerist i Brasiliuog fjallar um lifsbaráttu krakka- hóps i fátækrahverfi i Rio de Janerio. Myndin er sýnd klukkan 15.05 og 17.05. Ófullgert tónverk fyrir sjálfspilandi pianó. Þetta skritna nafn gefur Mikita Mikhalkof mynd sinni sem hann gerir 1977. Hann var I hópi vinsælustu leikara af yngri kynslóðinni i Sovétrlkjunum, þegar hann fór að læra leik- stjórn hjá gamla meistaranum Mikhail Romm. Nú er hann einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri Sovétrikjanna. Myndina byggir hann á leik- riti eftir Tsékof, „Platonof’ sem er fremur litiöþekkt. Efnið I leiknum er lýsing á tilgangs- lausu lifi yfirstéttarinnar i RUsslandi i upphafi aldarinnar. Sýningar kl 19.05, 21.05 23.05. Hrafninn. Spánski leikstjórinn Carlos Saura gerði þessa mynd áriö 1976. Með aðalhlutverkiö fer Geraldine Chaplin. Þessi mynd hlaut verðlaun i Cannes 1976. Hrafninn er sýnd klukkan 15.10, 17.10 og 19.10. Dækja. Jacques Doillon er nýtt nafn i franskri kvikmyndalist, en hann gerði þessa mynd árið 1978. Myndin hlaut verðlaun I Cannes. 1979. Dækja fjallar um óvenjulegt samband tveggja unglinga sem búa við ástleysi heima hjá sér. Strákurinn er 17 ára en stelpan 11. Einn daginn tekur strákur- in sig til og rænir stelpunni og lokar hana inni i herbergi uppi á háalofti. Dækja er sýnd klukkan 21.10 og 23.10. Þá eru á dagskrá Kvik- myndahátiðar I dag teikni- myndir frá Kanada, sem nefn- ast Uglan sem giftist gæsinni, Bréfberinn og Sandkassinn. „Aöeins fyrir karlmenn” nefnist stutt leikin mynd frá Kanada og þá er heimildamynd frá Hollandi sem ber nafnið „Karel Willink-hugmyndarikur realis ti”. Sýningar kl 17, 19, 21 og 23. Klaus leiðbeinir Lenu viö fiskveiöar. SKEMMTILEG SKÓLAFERD Regnboginn—Kvikmyndahátið: Sjáöu sæta naflann minn Leikstjóri: Sören Kragh-Jacob- sen Handrit: Hans Hansen Tónlist: Sören Kragh-Jacobsen og Leif Lindskov Klipping: Janus Bilieskov Jansen Kvikmyndun: Peter Roos Dönsk, árgerð 1978. Ein þeirra kvikmynda sem hlotið hafa góðar viðtökur á kvik- myndahátið er „Sjáðu sæta nafl- ann minn”. Mikla aðsókn að myndinni má án efa rekja til þess aö samnefnd bók kom hér út fyrir jólin. Sagan er unglingasaga og eftir henni gerð „unglingakvik- mynd”. Fyrrgreindar ástæður eru ekki þær einu sem valda vin- sældum kvikmyndarinnar, hún er ákaflega falleg og vel gerð. Myndin fjallar um viku skóla- ferðalag danskra krakka úr 9. bekk til Svíþjóðar. Hún lýsir til- finningum krakkanna og við- brögðum þeirra við ýmsum at burðum sem hent geta i skóla- ferðalagi. Aðalpersónurnar Klaus og Lena verða ástfangin og myndin sýnir hvernig saklaust samband þeirra þróast. Krakkarnir sem fara með hlut- verk I „Sjáðu sæta naflann minn” eru öli ágætir leikarar en nokkrir strákanna i hlutverkum bekkjar- félaga Klaus og Lenu eru sérstak- lega fyndnir og eftirminnilegir. Helsti kostur kvikmyndarinnar er sá að leikstjóranum, Sören Kragh-Jacobsen tekst að fjalla um tilfinningar unglinga af næmni. Hér eru á ferðinni sömu unglingarnir og valda hinu i- myndaða unglingavandamáli. Þau reykja og drekka I laumi og eru hávaöasöm og fyrirferöar- mikil hvar sem þau koma. Full- orðnireiga jafnvelmeira erindi á kvikmyndina „Sjáðu sæta nafl- ann minn” en unglingar, þvi kvikmyndin lýsir unglingum af skilningi á vandamálum þeirra, ólátum og uppátektasemi. Sören Kragh-Jacobsen hefur valið fallega staði til sviðsetning- ar kvikmyndarinnar, en hún ger- ist að mestu I sænskum skógi þar kvikmyndir sem krakkarnir og kennarar þeirra hafa sumarbústað til um- ráða I skólaferðinni. Kvikmyndahátið stendur nú sem hæst og i þvi mikla úrvali kvikmynda sem þar er á boðstól- um ætti hver og einn að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá hátíðarinnar er ákveðin með til- liti til aðsóknar á hverja kvik- mynd svo fólki er ráðlegt að fresta ekki för sinni á mynd sem vekur áhuga, hún gæti hugsan- lega horfið af dagskránni fyrr en varir vegna litillar aðsóknar. —SKJ Ingibjörg Sólveig Sigurðardóttir hefur opnaö sýningu á leirplöttum á Mokka. Plattarnir eru skreyttir meö isienskum plöntum. Sýningin veröur opin I þrjár vikur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.