Vísir - 06.02.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 06.02.1980, Blaðsíða 3
VfSIR Miðvikudagur 6. febrúar 1980 Hörð gagnrýni á björgunarmenn I skýrsiu Bráðanefndar Borgarspllalans: TÖRU VÖLDIM AF LÆKN- UHUM A SLYSSTABNUMI Bráðanefnd Lækna- ráðs Borgarspitalans hefur sent læknaráðinu skýrslu vegna flugslys- anna á Mosfellsheiði 18. desember siðastlið- inn. Daginn eftir slysið bað lækna- ráðið bráðanefnd um að gera könnun á viðbrögðum og við- búnaði á Borgarspitalanum, og þar sem margir læknar spítal- ans fóru á slysstað og einn þeirra slasaðist alvarlega, tók könnunin einnig til athugunar atburðarásina utan spitalans. Bráðanefndin komst að þvi, að ýmislegt mátti finna að við framkvæmd björgunarinnar. A slysstað virtist heildar- stjórnun ekki hafa verið fyrir hendi. Vinnubrögð björgunar- sveitarmanna voru ekki sam- ræmd. Þrátt fyrir nálægð slys- staðar frá Reykjavik (33 km), I liðu nær átta klukkutimar frá þvi fyrri flugvélin fannst eftir brotlendingu, þar til sá siðasti þeirra, sem slösuðust, komst á sjúkrahús. Þá er bent á, að ymsan útbún- að hafi vantað, sérstaklega skýli eða tjald, börur, hlifðarföt, sleða og góðan ljósabúnað. Tilkynningu um slysið var mjög ábótavant. Lögreglunni I Reykjavik og Slökkviliðinu var ekki tilkynnt um fyrra slysið og slysadeild Borgarspitalans ekki fyrr en 1 1/2 klukkustundu eftir slysið. Um siðara slysið fengu Almannavarnir og lögreglan i Reykjavik tilkynningu frá for- manni hópslysanefndar Borgar- spitalans. 011 fjarskipti á og frá slysstað voru 1 miklum ólestri, komu að litlu sem engu gagni, en voru stundum til ógagns. Starfslið Landakotsspitala og Landspitala var kallað út að nauðsynjalausu og dreifing sjúklinga á þessa spitala var að mestu leyti óþörf. Viðbúnaðurinn á Borgarspit- alanum tókst vel, en meðal ann- ars vegna upplýsingaskorts frá slysstað, voru viðbrögð til að byrja með ekki alltaf eins ná- kvæm og þau hefðu annars orð- ið. Læknar, sem fóru á slysstað, voru vanbúnir, bæði að klæðnaði og hjálpargögnum og auk þess litið tryggðir. Þá segir i skýrslunni, að lækn- ar á slysstað hafi kvartað um, að ráðin hafi verið tekin af þeim af ýmsum björgunarsveitar- mönnum. Slikt ætti ekki að geta átt sér stað, en ef til vill mætti að nokkru kenna þvi um, að læknarnir voru ekki auðkenndir sem slikir. Furðulegt sambandsleysi var milli einstakra hjálparsveita, svo og milli þeirra og ábyrgra aðila i Reykjavik. Læknum á slysstað tókst ekki að ná sam- bandi við Borgarspitalann, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir. Þá voru allar upplýsingar, sem spitalinn fékk af báðum flug- slysunum, handahófskenndar og villandi, og hreinlega erfitt aðhenda reiðurá þeim. T.d. var i fyrstu ekki vitað um hvers konar flugvél var að ræða né hversu marga farþega. 1 skýrslunni er einnig bent á nokkur atriði til úrbóta. Til þess að lögregluyfirvöld geti haft yfirumsjón með starfi á slysstað, eins og gert er ráð fyrir, þurfa lögreglumenn sér- staka þjálfun á þessu sviði. Svæðaskipting og meiri mið- stjórn er ef til vill nauðsynleg. Þá þarf að bæta ýmsu við al- mennan útbúnað björgunar- sveita og það verður að krefjast þess, að meira samráð og sam- skipti og tilkynningarskylda sé milliallra þeirra aðila, sem um björgun, meðferð og móttöku slasaðra fjalla. Þá þarf að leggja sérstaka áherslu á sam- ræmingu fjarskipta allra björg- unaraðila. Borgarspitalinn þarf sjálfur að leggja áherslu á að taka upp fjarskiptasamband við lögregluna I Reykjavik og lög- reglu- og sjúkrabifreiðar á öllu Stór-Reykjavikursvæðinu. Bent er á, að viðbrögð við hópslysum þurfi að vera stig- bundin og þannig háttað. hvað spitalana snertir, að kvaöning nái aðeins til eins spitala i senn. —ATA Forsetasetrið að Bessastöðum. Hafa ekki enn komið sér saman um framblóðanda Margrét Sölvadóttir, ein af forystumönnum Samtaka kvenna á framabraut, sagði 1 samtali við \ isi i morgun, að kvenfélögin væru enn ekki búin að koma sér saman um konu úr sínum hópi, sem frambjóðanda i forsetakosn- ingunum. Samtök kvenna á framabraut eru nýstofnuð hér á landi og er markmið þeirra að sameina kvenfélögin um val á kvenfram- bjóðanda i væntanlegum forseta- kosningum. Fer valið þannig fram, að hvert kvenfélag kemur sér saman um eina konu, og senda þau siðan hvert sinn full- trúa á allsherjar-fund kvenfélag- anna. Þar verður svo ein kona valin I framboð eftir ákveðinni útilokunaraöferð. Margrét sagði, að kvenfélögin hefðu tekið vel i tillögur samtak- anna. Verður fundur hjá samtök- unum I kvöld og ræðir þá forseta- kjörsnefndin um árangur undan- farina daga. — HS Samvinnuskólanemendur einbeita sér að úrbeina kjöt á námskeiðinu FÚRU ÚR SKÚLANUM í KJðTVINNSLUNA Hópur samvinnuskólanemenda frá Bifröst sótti á dögunum nám- skeið i meðferð kjöts og kjötvara, en það var haldið i samvinnu við Kjötiðnaðarstöð Sambandsins og fór fram i Reykjavik. Þátttakendur, afgreiðslufólk I matvöruverslunum kaupfélaga viðs vegar af landinu voru 16. Markmiðið með námskeiðinu er að veita afgreiðslufólki i mat- vöruverslunum fræðslu um sundurtekningu og meðferð kjöts og kjötvara. Einnig að leiðbeina við útstillingar i kjötafgreiösiu- borð og veita tilsögn i sölu- mennsku. Námskeiðið fór þannig fram að mestur hluti timans fór i verklegar æfingar við sundurtekningu og frágang á kjöti, útstillingar i sölu- borð og vörukynningu, einnig voru stuttir fyrirlestrar með myndrænum skýringum um sér- staka þætti. Næsta samskonar námskeið verður haldið 12il4. febrúar og er það sömuleiðis fullskipað, hafin er skráning þátttakenda á þriðja námskeiðið, en ekki er endanlega ákveðið hvenær það verður. Slálfstæðismenn I Rangárvailasýslu gera athugasemd: „ENGINN LYSTI ANDSTÖÐU VIÐ EGGERT" Óli Már Arason, formaður Félags ungra sjálfstæðismanna i Rangárvallasýslu, hafði sam- band við VTsi i tnorgun og bað um að koma á framfæri eftirfarandi athugasemd: „Vegna ummæla Jóns Þorgils- sonar I uppsláttarfrétt Morgun- blaðsins 5. þessa mánaðar og i viðtali við dagblaðið VIsi sama dag, um að engin könnun hafi verið gerö á stuðningi við Eggert Haukdal gagnvart stjórnarmynd- unartilraunum Gunnars Thor- oddsen, skal eftirfarandi tekið fram: A fundinum sagði Grimur Thorarensen meöal annars úr ræðustóli, eftir aö hafa lýst stuðn- ingi viö aðgerðir Eggerts Hauk- dals: „Við höfum nú heyrt hvað þingmaðurinn okkar Eggert Haukdal, og Ingólfur Jónsson, fyrrverandi ráðherra, hafa að segja um þessi mál og er þá aðeins eftir að heyra i ykkur fundarmönnum, hvort þið eruð sammála um aðgerðir Eggerts Haukdals eða ekki. Þess vegna er það nauösynlegt, að þið komið hingað upp og gerið grein fyrir skoðunum ykkar, ef þið eruö ekki fylgjandi aðgerðum Eggerts, til að það megi verða okkur til fróð- leiks og öðrum til aðvörunar”. Næstur tók til máls Óli Már Arason og tók hann undir orð Grims Thorarensen og kvaöst vona, aö þingmenn Sjálfstæðis- flokksins myndu skoða málefna- samning Gunnars Thoroddsen og taka afstöðu til stjórnarmynd- unartilrauna hans, að þvi loknu, út frá málefnum en ekki vegna persónuágreinings. Enginn fundarmanna lýsti and- stöðu sinni við aðgerðir Eggerts Haukdal. Athugasemd þessi er gerð með vitund og samþykki Grims Thorarensen og Jóns Þorgils- sonar”. Eggert Pálsson, formaður Sjálf- stæöisfélags Rangæinga. óli Már Arason, formaður Fjölnis, Félags ungra sjálfstæöis- manna i Rangárvallasýslu. p,M. f stórkostloa UTS ALA VERDLÆKKUN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.