Vísir - 06.02.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 06.02.1980, Blaðsíða 1
S?% n ^<aS°v Miðvikudagur 6. febrúar 1980, 30. tbi. 70. árg. TEKUR NUA SUORNIN A FÖSTUDAGINN? stefni að pví" sagðl Gunnar Thoroddsen í morgun 99 „Ég stefni að þvi, að stjórnin geti tekið við á föstudaginn", sagði Gunnar Thoroddsen, er Vísir innti hann eftir gangi stjórnarmyndunarviðræðna á morgun. — Eru þeir Friðjón Þórðar- son og Pálmi Jónsson búnir að tilkynna þér, hvort þeir ætla aö styðja stjórnina? „Nei, þeir eru ennþá að kynna sér málin, meöal annars mál- efnasamninginn, sem við erum að ganga frá. Ég talaði við þá Friðjón og Pálma i gær og ég á von á, að þeir geri upp hug sihn einhvern allra næstu daga". — Attu von á að fleiri þing- menn Sjálfstæðisflokksins en þegar hafa verið tilnefndir, muni styðja stjórnina? „Þvi fer fjarri, að þaö sé úti- lokað, þvl að ég veit, að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru þvi hlynntir, að stjórn þess- ara þriggja flokka komist á, telja það að mörgu leyti æski- legt stjórnarmynstur núna og viðurkenna, að þetta er eini möguleikinn nú til að koma á þingræðisstjórn. Ég vænti þvl þess, að fleiri þingmenn komi til samstarfs og helst þingflokkur- inn allur". Sjá einnig bls. 2. —ATA Fjölda manns dreif að til að aðstoða viö björgunaraðgerðir og var fólk að vonum slegið yfir þessum hörmulega atburði. (Visism. GVA). TVEIR UNGIR DRENGIR DRUKKNUÐU Á KðPAVOGI Átakanlegt slys varð á voginum framan við Sunnubraut i Kópavogi i gær er tveir drengir,þriggja og fimm ára gamlir, féllu niður um ís og drukkn- uðu. Slysið varð um 300 metra frá landi og gengu björgunaraðgerðir mjög erfiðlega þar sem isinn var ekki mannheldur og snjór yfir. Það var um klukkan 17.45 að hringt var I lögregluna I Kópavogi frá tveimur húsum við Sunnu- braut og tilkynnt að drengirnir hefðu fallið niður um Isinn. Lög- reglan fór þegar á vettvang og hafði sérstakan Isstiga meö úr áli. Þegar á staðinn kom var einn maður kominn út á voginn með bátkænu er hann ýtti á undan sér en Isinn brast og varð hann að ýta bátnum á undan sér að vökinni þar sem drengirnir voru. Þeim skaut upp er maðurinn kom að vökinni og náði hann þeim um borð. Tveir menn brutust að vökinni á öðrum báti og lögreglumenn lögðu stigann á Isinn og reyndu að komast út að vökinni en isinn brotnaði og lögreglumaður fór I sjóinn. Blástursaöferð var reynd á litlu drengjunum um leið og þeir náð- ust og linu kastað út i bátinn og hann dreginn að landi. Þar beið sjúkrablll og drengjunum ekið á sjúkrahús en þá voru þeir látnir. Það mun hafa liðið hálf klukku- stund eða meira frá þvi að vart varð við slysið þar til komið var með drengina að landi. Sjórinn er mjög kaldur og voru björgunar- menn sem fóru út á bátunum mjög kaldir er starfi þeirra lauk. Fengu þeir aðhlynningu á slysa- varðstofu. Drengirnir voru nágrannar og leikbræður, en sá eldri var nýfluttur I Kópavog frá Réykja- vlk. Lögreglan I Kópavogi sagði I morgun að fyllsta ástæða væri til aö vara við isnum þarna á vogin- um og sömuleiðis á Fossvogi, þar sem hann væri ekki mannheldur. — SG 99 M Frlölön ÞóPöarson: Alhuga narf ýmis mál „Ég ætla að lesa málefna- samninginn I dag og þegar ég er búinn að skoða hann vel hlýtur að koma að þvl aö ég segi af eða á um stuðning við væntanlega ríkisstjórn", sagði Friðjön Þóröarson alþingis- maður I morgun. „Hvort ég tek endanlega á- kvörðun I dag þori ég ekki að fullyrða. Það eru ýmis' mál sem þarf að athuga". —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.