Vísir - 06.02.1980, Síða 1

Vísir - 06.02.1980, Síða 1
Miðvikudagur 6. febrúar 1980/ 30. tbl. 70. árg. Fjölda manns dreif aö til aö aöstoöa viö björgunaraögerðir og var fólk aö vonum slegið yfir þessum hörmulega atburöi. (Visism. GVA). Átakanlegt slys varð á voginum framan við Sunnubraut i Kópavogi i gær er tveir drengir,þriggja og fimm ára gamlir, féllu niður um is og drukkn- uðu. Slysið varð um 300 metra frá landi og gengu björgunaraðgerðir mjög erfiðlega þar sem isinn var ekki mannheldur og snjór yfir. Þaö var um klukkan 17.45 að hringt var i lögregluna i Kópavogi frá tveimur húsum viö Sunnu- braut og tilkynnt aö drengirnir heföu fallið niður um isinn. Lög- reglan fór þegar á vettvang og haföi sérstakan isstiga með úr áli. Þegar á staöinn kom var einn maöur kominn út á voginn með bátkænu er hann ýtti á undan sér en ísinn brast og varð hann að ýta bátnum á undan sér að vökinni þar sem drengirnir voru. Þeim skaut upp er maðurinn kom að vökinni og náði hann þeim um borð. Tveir menn brutust að vökinni á öðrum báti og lögreglumenn lögðu stigann á isinn og reyndu að komast út að vökinni en isinn brotnaði og lögreglumaður fór i sjóinn. Blástursaöferð var reynd á litlu drengjunum um leið og þeir náð- ust og linu kastað út i bátinn og hann dreginn að landi. Þar beið sjúkrabill og drengjunum ekið á sjúkrahús en þá voru þeir látnir. Þaö mun hafa liðið hálf klukku- stund eða meira frá þvi að vart varð við slysið þar til komið var með drengina að landi. Sjórinn er mjög kaldur og voru björgunar- menn sem fóru út á bátunum mjög kaldir er starfi þeirra lauk. Fengu þeir aðhlynningu á slysa- varðstofu. Drengirnir voru nágrannar og leikbræöur, en sá eldri var nýfluttur í Kópavog frá Reykja- vík. Lögreglan i Kópavogi sagði i morgun að fyllsta ástæða væri til að vara við isnum þarna á vogin- um og sömuleiðis á Fossvogi, þar sem hann væri ekki mannheldur. — SG Frlðjón Þórðarson: „Aihuga harf ýmis mái’’ „Ég ætla að lesa málefna- samninginn i dag og þegar ég er búinn að skoöa hann vel hlýtur að koma að þvi að ég segi af eða á um stuöning viö væntanlega rikisstjórn”, sagöi Friðjón Þórðarson alþingis- maður i morgun. „Hvort ég tek endanlega á- kvöröun i dag þori ég ekki að fullyrða. Það eru ýmis' mál sem þarf að athuga”. —ATA TVEIR UNBIR DRENGIR DRUKKNUDU A KÚPAV0GI TEKUR NYJA SUORNIN ■ A FÖSTUDAGMN? ISlefni aö bvf” sagöi Gunnar Thoroddsen I morgun „Ég stefni að þvi, að stjórnin geti tekið við á föstudaginn”, sagði Gunnar Thoroddsen, er Visir innti hann eftir gangi stjórnarmyndunarviðræðna á morgun. — Eru þeir Friðjón Þórðar- son og Pálmi Jónsson búnir að tilkynna þér, hvort þeir ætla að styðja stjórnina? „Nei, þeir eru ennþá að kynna sér málin, meöal annars mál- efnasamninginn, sem við erum að ganga frá. Ég talaði við þá Friðjón og Pálma i gær og ég á von á, að þeir geri upp hug sinn einhvern allra næstu daga”. — Attu von á að fleiri þing- menn Sjálfstæðisflokksins en þegar hafa verið tilnefndir, muni styöja stjórnina? „Þvi fer fjarri, að það sé úti- lokað, þvi að ég veit, að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru þvi hlynntir, að stjórn þess- ara þriggja flokka komist á, telja það að mörgu leyti æski- legt stjórnarmynstur núna og viðurkenna, að þetta er eini möguleikinn nú til að koma á þingræðisstjórn. Ég vænti þvi þess, aðfleiri þingmenn komi til samstarfs og helst þingflokkur- inn allur”. Sjá einnig bls. 2. —ATA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.