Vísir - 18.03.1980, Síða 2

Vísir - 18.03.1980, Síða 2
vtsnt Þriöjudagur 18. mars 1980 2 Heldur þú að gosið við Leirhnjúk eigi eftir að hafa afdrifarikar af- leiðingar? Guömundur Kristjánsson, nemi: Nei, þaö held ég ekki. Þá veröur þaö bara aö koma i ljós. En ég tel aö best sé aö hafa sem fæst orö um þetta. Einar Þóröarson, rafvirki: Nei, það er bUið. Inger Lisa, norskur stúdent: Ég hef ekki hugleitt þetta svo mikiö og get þvi ekki tjáö mig um málið. Kristjana Geirsdóttir, húsmóöir: Ég vona ekki, en maöur getur náttúrulega aldrei sagt um þaö strax. Samkvæmt fréttunum i morgun hefur gosiö minnkaö. Ég fylgist stift meö þessu: Hanna Guöleifsdóttir, húsmóöir: Nei, ég vona samt að þaö eigi ekki eftir aö hafa afdrifarikar af- leiðingar fyrir Kröfluvirkjun og Kisiliðjuna. Ég held að þetta sé bara smá gos. SOLUSTOFNUN LflQMETIS: |Nfl FORMMURINN MEB FRAMXVÆMDASTJÖRALAUN en frálarandí formaður fékk aöelns veniulega Dóknun sem formaður stjórnar Þegar Heimir Hannesson tók viö stjórnarformennsku hjá Sölustofnun lagmetis um miöj- an janúar siöastliöinn, voru geröar breytingar á iauna- greiöslum fyrir þann starfa. Lárus Jónsson, sem var for- maöur á undan Heimi, fékk greidda venjulega þóknun sem formaöur stjórnar, en ekki var um aö ræöa fastar iaunagreiösl- ur. Þegar Heimir tók viö for- mennsku ákvaö hins vegar stjórn stofnunarinnar aö honum skyldu greidd laun til jafns viö framkvæmdastjóra. Vlsir haföi samband viö Heimi Hannesson og spuröist fyrir um, hvernig þessum launa- greiöslum væri háttaö. „Þetta er allt til umræöu innan stjórnarinnar og ekkert hefur endanlega veriö ákveöiö I þeim efnum”, sagöi Heimir. Blaöamaöur geröi sig ekki ánægöan meö þetta svar þvi samkvæmt öruggum heimildum haföi ákvöröunin þegar veriö tekin af stjórninni og var þvl haft samband viö stjórnarmeö- limi meö eftirfarand árangri. ,,Ég vil ekkert segja um þetta. Talaöu viö Gylfa Þór Magnús- son, framkvæmdastjóra stofn- unarinnar”, sagöi Tryggvi Jónsson, stjórnarmaöur. //Ekkert launungarmál, en ég vil ekkert segja". ,,Ég ræö engu um þær ákvaröanir sem tjórnin tekur og þú veröur aö spyrja þá sem þar sitia um þetta”, sagöi Gylfi Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri. Næst hringdi blaöamaöur I Þorstein Jónsson, stjórnar- mann. ,,Ég vil ekkert segja opinberlega um málefni Sölu- stofnunar, þú veröur aö tala viö þá á skrifstofunni, ég sé ekki ástæöu til aö blanda mér I þetta. Þessi ákvörðun er ekkert launungarmál, en ég vil ekkert um hana segja,” sagöi Þor- steinn. Kristján Jónsson á Akureyri sem einnig á sæti I stjórninni haföi eftirfarandi um málið aö segja: „Ég get ekki svaraö neinu um þetta. Ég er ekki viss um aö ég hafi veriö á fundinum þegar þetta var ákveöið, þú veröur aö tala viö Gylfa á skrif- stofunni”. „Er hér sem starfandi formaður" Blaöamanni var nú fariö aö leiöast þófiö, hringdi aftur I Heimi og sagöist hafa fyrir þvi örugga vissu, aö stjórn Sölu- stofnunar heföi þegar fjallaö um launamál hans, og spuröi hvers vegna ekki mætti segja frá niöurstöðum þeirrar umfjöllun- ar. „Iönaöarráðuneytiöfór þess á leit viö mig fyrripartinn I janúar aö ég kæmi hér inn sem meira en venjulegur formaöur þ.e.a.s. sem starfandi formaöur. Var þetta gert meö tilliti til þeirra erfiöleika sem stofnunin hefur átt viö aö strlöa, en innri mál- efni hennar eru I mótun þessa dagana. Þessi tilmæli ráöuneytis voru kynnt stjórn Sölustofnunar og þegar ég sjálfur kynnti mér kringumstæöur varö mér ljóst aö annaö hvort var aö koma ekki nálægt þessu eöa fara I þetta af fullum krafti. Ég samþykkti aö taka þetta verkefni aö mér I fáa manuöi og þigg laun fyrir þaö. Ég er hins vegar ekki framkvæmdastjóri fyrirtækisins, heldur gegnir annar maöur þvl starfi. Þaö liggur reyndar fyrir aö hann er búinn að segja upp og hvaö viö tekur á stjórnin eftir aö fjalla um”. — Veröur þln formennska iaunuö sem fullt starf? „Ég féllst á aö taka þetta aö mér aö beiðni þáverandi iönaöarráöherra.sem slöan var itrekuö af stjórn Sölustofnunar. Ég reikna meö aö starfiö veröi launaö I samræmi viö eöli þess að ábyrgö”. Bragi Sigur jónsson: „Engar breytingar á starfinu" Vísir bar þessa frásögn Heim- is undir Braga Sigurjónsson, fyrrverandi iönaöarráöherra, og haföi hann eftirfarandi um máliö aö segja: „Ég fór ekki framáaö breyt- ingar yröu geröar á starfi stjórnarformanns Sölustofnun- ar, enda ræöur stjórnin slikum málum sjálf og ég blandaöi mér ekki I það. Heimir var varaformaöur i Eins og fram kemur í frétt á forsíðu blaðsins í dag, hafa yfirskoðunar- menn ríkisreikninga ver- ið að kanna reikninga Ferðamálaráðs og Sölu- stofnunar lagmetis að undanförnu, en stjórnar- formaður í báðum þess- um stofnunum er Heimir Hannesson, lögfræðingur Af þessu tilefni kannaði Vísir i síðustu viku fyrirkomulag á launa- greiðslum til stjórnarfor- manns þessara ríkis- stofnana, og birtist árangur þeirrar könn- unar hér á síðunni. stjórninni og ég geröi ekki annaö en aö færa hann upp I for- mannssæti eins og eölilegt var. I þeirri skipun fólst ekkert um breytingar á starfinu né launun- um frá þvl sem veriö haföi”. feiwamíurM: StjórnarlormaOurinn á fram- kvæmdastjóralaunum í tvö ár Ráðherra tók fyrlr sllkar grelðslur ð miðju ðri 1978, en reynt hefur verið nokkrum sinnum slðan að fð hær teknar upp ð ný Þegar breytingar voru gerðar á starfsemi Feröamáiaráös rikisins 1976, var Heimir Hannesson, iögfræöingur, skip- aöur formaöur ráösins af Hall- dóri E. Sigurössyni, þáverandi samgönguráöherra. Ráöiö ákvaö aö Heimi skyldi greidd fuli laun til jafns viö fram- kvæmdastjóra ráösins. Sam- kvæmt heimildum VIsis ákvaö ráöiö þessar launagreiöslur upp á sitt eindæmi og fékk ekki til þess samþykki ráöuneytis eins og lög gera ráö fyrir, enda varö ekki um reglubundnar launa- greiöslur aö ræöa. Launagreiðslum skyldi hætt 1. júli 1978 Þegar var komiö fram á sumar 1978 mun Heimir hafa fariö þess á leit viö Halldór E. Sigurösson.aö hann hlutaöist til um aö sér yröu greidd fram- kvæmdastjóralaun frá þeim tima aö hann tók viö for- mennsku I Feröamálaráöi. Heimir leit sem sé svo á, aö rlkiö skuldaöi honum laun frá þeim tlma. Halldór samþykkti að Heimi skyldu greidd þessi laun aftur I tlmann, en aö þeim greiöslum yröihættfrá og meö 1. júli sama ár, þ.e. 1978. Um þetta sagöi Halldór E. Sigurösson I samtali viö VIsi: „I sambandi viö þær breyt- ingar, sem geröar voru á starf- semi Ferðamálaráös 1976, á- kvaö ráöiö, I samráöi viö sam- gönguráöuneytiö aö formaöur ráösins gegndi fyrst um sinn fullu starfi á vegum þess og yröi launaöur eftir þvl”. — Hvers vegna voru Heimi þá ekki greidd laun reglulega, úr þvi aö reiknaö var meö af hálfu ráöuneytisins, aö hann gegndi fullu starfi „Þaö var vegna þess aö ekki var litiö á þetta sem fast- ráöningu. Þetta starf hans dróst nú lengur en ætlaö var I upphafi, en 16. júnl 1978 skrifaöi ég honum bréf, þar sem samþykkt er aö hann njóti sömu launa og framkvæmdastjóri Feröamála- ráös til 1. júll sama ár og þá yröi þeim greiöslum hætt”. Þáttur Tómasar Árnasonar Stjórnarskipti urðu haustiö 1978 og áriö 1979 leitaöi Heimir til Tómasar Arnasonar, þáver- andi fjármálaráöherra, og fór fram á aö sér yröu greidd fram- kvæmdastjóralaun hjá Feröa- málaráöi frá 1. júli 1978. Vlsir spuröi Halldór E. Sigurösson, hvort honum hafi veriö kunnúgt um þessa nýju málaleitan Heimis. „Þá var ég hættur sem ráö- herra og kann engin skil á þvl og hef ekkert samviskubit I þeim efnum”, sagö Halldór. Tómas Arnason hefur greini- lega tekiö vel I þessar óskir Heimis þvl hann beinir þeim til- mælum til Ragnars Arnalds, þáverandi samgönguráöherra, aöHeimiverðigreiddlaunfrá 1. júll 1978 og aö þeim greiöslum veröi slöan haldiö áfram og litiö á stjórnarformennsku Heimis sem fullt starf. Ragnar varö ekki viö þessum tilmælum Tómasar. „Aldrei verið ráðinn framkvæmdastjóri Þegar vinstri stjórnin sprakk I október I fyrra, tók Magnús H. Magnússon viö embætti sam- gönguráöherra af Ragnari Arnalds. Þráðurinn var þá tekinn upp aftur og þess fariö á leit viö Magnús, aö hann sam- þykkti títtnefndar greiöslur til Heimis, meö tilvlsun til þess aö Tómas Arnason haföi látiö frá sér fara um máliö. Visir spuröi Magnús um viöbrögö hans viö þessari mála- leitan. „Varöandi greiöslurnar aftur I timann leit ég svo á, aö Heimir heföi aldrei veriö ráöinn fram- kvæmdastjóri Feröamálaráös og ætti þvl ekki aö fá laun sem slikur. Ég neitaöi einnig aö samþykkja áframhaldandi launagreiöslur á þeim forsendum, aö ekki væri heimilt aö ráöa mann meö þessum hætti, heldur þyrfti þaö aö fara I gegnum ráöninganefnd”, sagði Magnús. „Heimir unnið mjög gott starf’’ Sú spurning vaknar hvers vegna Tómas Arnason, sem fjármálaráöherra, hafi lagt áherslu á aö Heimir Hannesson fengi umræddar greiöslur, þrátt fyrir aö þeir ráöherrar sem fjölluðu um störf Heimis sáu ekki ástæöu til aö svo yröi. Blaöamaöur Vísis leitaöi skýr- inga hjá Tómasi. „Heimir hefur unniö mjög gott starf hjá Feröamálaráöi og látiö i té miklu meiri vinnu en hann hefur nokkurn tlma fengiö greitt fyrir og er raunar skömm aö þvl aö hún hafi ekki veriö greidd.” — Hvers vegna neituöu þá tveir samgönguráöherrar aö fallast á þessar launagreiöslur? „Ég man ekki nákvæmlega hvernig þvl var háttaö. Ég man bara aö ég athugaöi máliö nægi- lega vel til þess aö mér fannst á- stæöa til aö greiöa honum þessi laun”. Vlsir haföi samband viö Stein- grím Hermannsson, núverandi samgönguráöherra, og spuröist fyrir um hvort honum hafi borist erindi um launagreiöslur til Heimis Hannessonar. „Þetta mál hefur ekki komiö til min og ég hef ekkert heyrt um þaö”, sagöi Steingrímur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.