Vísir - 18.03.1980, Síða 22
vtsm
ÞriBjudagur 18. mars 1980
//Þrátt fyrir fjörugt
félagslíf er alltaf met-
þátttaka á árshátíðunum
og núna mættu um 140
manns"/ sagði Hermann
Gunnarsson, fréttamaður
og formaður skemmti-
nefndar útvarpsins.
,/Við söfnuðumst
saman i félagsheimili
Karlakórs Reykjavíkur á
Freyjugötu og þar var
boðið upp á hanastél.
Siðan var stormað í rútu
upp á Esju.
Þá fluttum við Jón örn
Marinósson blandaðan
innanhúsannál og send-
um við samstarfsmönn-
um okkar óspart pillur.
Að lokum komu
bræðurnir Haili og Laddi
fram og voru þeir góðir
eins og alltaf.
— Hvað um tónlist?
„Stuölatríóið lék fyrir
Mannlif
Nú er timi árshátiða og
um hverja helgl eru
fjöldamörg fyrirtæki og
félagasamtök með gleð-
skap. Á föstudagskvöldið
voru útvarpsmenn með
mikla hátið á Hótel Esju
og komu þar saman
margir landsfrægir
menn.
Klemens Jónsson, okk-
ar heimsfrægi kvik-
myndaleikari og for-
maður starfsmanna-
félagsins setti hátíöina og
sagði nokkur orð.
Gerður G. Bjarklind
sýndi á sér alveg nýja hlið
er hún söng dúett með
Guðmundi Jónssyni. Þau
sungu atriði úr óperum og
vöktu heilmikla athygli,
sérstaklega kom Gerður
á óvart. Hjálmar Helgi
Ragnarsson lék undir
með þeim.
Umsjón:
Axel
Ammendrup
dansi enda eru þeir orðnir
fastur liður hjá okkur, al-
veg eldfjörugir og við
viljum alls ekki án þeirra
vera. Þeir eru síkáti
sjóarinn hann Viðar,
Helgi Hjálmarsson og Ari
Jónsson söngvari og
trommuleikari. Þeir ná
alltaf upp sérstakri
stemningu og ótrúlegasta
fólk svifur um gólfið".
Þá nefndi Hermann að
einmitt þetta kvöld átti
þulurinn góðkunni, Jó-
hannes Arason, sextugs-
afmæli og var hann
heiðraður sérstaklega af
því tilefni og flutti óskar
Ingimarsson honum
drápu dýra.
Þá má nefna að á árs-
hátíðinni kom út blaðið
„Hljóðneminn", blað
starfsmannafélagsins.
„Mér skilst að tals-
verður hluti starfsmann-
anna hafi verið í ritnefnd
einhvern tíma á undan-
förnum þrjátíu árum, en
þetta er fyrsta tölublaðið
sem komið hefur út.
Árshátíðin fór mjög vel
fram, var skemmtileg og
fólkið dansaði fram á
nótt, alsælt og kátt".
—ATA
| i 4
I■
i .
1 .*
Jóhannes Arason heiðraður sextugur. Páll Heiðar Jónsson,af mælisbarn-
iðog óskar Ingimarsson sem flytur Jóhannesi drápu mikla.
Visismyndir: GVA
Gerður G. Bjarklind og Guðmundur
Jónsson sungu dúetta úr óperum og
vöktu mikla athygli fyrir góðan
söng.
ELDFJðRUG ARSHÁHD
HJÁ ðTVARPSMONNUM