Vísir - 18.03.1980, Page 23
i ý i • Í • ♦ ♦ ♦
vtsm
Þriöjudagur 18. mars 1980
útvarp og sjónvarp
Sjönvarp kl. 22.00:
NYR BRESKUR
MYNDAFLOKKUR
Sjónvarpiömunhefja sýningu á
nýjum breskum myndaflokki i
tólf þáttum i kvöld, er nefnist
„óvænt endalok” eftir Roald
Dahl.
Cr myndaflokknum „óvænt
endalok.” Leikkonurnar Sandra
Payne og Julie Harris.
Þættimir eru geröir eftir smá-
sögum Roalds, sem fjalla um
ýmislegt efni, en eiga þó þaö
sameiginlegt aö i þeim er vaxandi
spenna þannig aö endir hvers
þáttar kemur áhorfandanum i
opna skjöldu.
„Hefndargjöfln” nefnist fyrsti
þátturinn og segir hann frá eigin-
konu tannlæknis, sem á sér elsk-
huga, ofursta og jafnframt pipar-
sveirwá miöjum aldri einsog hún.
Kona tannlæknisins fer á
þriggja mánaöa fresti aö heim-
sækja elskhugann undir þvi yfir-
skini gagnvart manni sinum, aö
hún sé aö heimsækja aldraöa
frænku sina.
En eitt sinn leysir ástvinurinn
hana út meö gjöf, sem á eftir aö
veröa henni dýrkeypt...
Þýöandi er Kristmann Eiösson
ogtekur hver þáttur um hálftima
i sýningu. H.S.
Útvarp kl. 23.05:
Spennandi visindaskáldsaga
„Þaö veröur flutt ein af vis-
indaskáldsögum Jules Verne,
sem fæddur er áriö 1828 og lifir
þvi iönbyltingaröldina, þegar
menn triiöu mikiö á tæknilegar
framfarir og voru ákaflega upp
meö sér af öllu er tæknin gat af
sér leitt” sagði Björn Th. Björns-
son listfræðingur, umsjónar-
maöur þáttarins ,,A hljóöbergi”,
þegar Visir spurði hann um sög-
una „Nautilus” eftir Jules Verne,
sem flutt verður i útvarpinu I
kvöld og er það breski leikarinn
James Mason sem les fyrri hluta
enskuþýðingarinnar.
' „Nautilus” eöa tuttugu þúsund
milur fyrir sjó neöan, samdi
Verne áriö 1870. Þar er hann meö
hugmyndina um geysilega stóran
kafbát, sem áé svo fullkominn að
hann þurfi ekki að koma upp á
yfirboröiö, nema þegar menn
vilja. Sagan gengur út á þaö, aö
sjómenn eru löngu biinir aö taka
eftir einhverju feikilegu skrimsli
á sveimi i sjónum, miklu stærra
en hval og er geröur út banda-
riskur vlsindaleiöangur til þess
aökomast eftir þvi hvaða skepna
þetta £é.
Jules Verne hefur samiö mik-
inn fjölda af visindaskáldsögum,
sem honum tókst aö gera mjög
sennilegar, allavega i augum al-
mennings á hans tima.
Má þar nefna þá fyrstu, kom út
árið 1863, „Fimm vikur I loft-
belg” og „Leyndardómur Snæ-
fellsjökuls”, sem kom út áriö
1870, en viö hana ættu flestir Is-
lendingar aö kannast.
Sem dæmi um vinsældir þess-
arar sögu, þá var fyrsti kjarn-
orkuknúni kafbáturinn, er hleypt
var af stokkum i Bandarikjunum
áriö 1955, skiröur í höfuöiö á þess-
ari sögu og kallaöur Nautilus.
H.S.
Ragnar Arnalds, fjármálaráö-
herra.
Slónvarp kl. 21.05:
Ráðherra
spurðurí
haula um
fjárlaga-
frumvarplð
„Gerö veröur grein fyrir þvi i
upphafi þáttarins hvernig f járlög
veröa til og i tengslum viö þaö
veröur meöal annars rætt viö
hagsýslustjóra, Brynjólf I. Sig-
urðsson, og Eiö Guönason for-
mann fjárveitingarnefndar
Alþingis. Aö þvi loknu verður bein
útscnding, þar sem fjármálaráö-
herra, Ragnar Arnalds, verður i
yfirheyrslu um fjárlagafrum-
varpiö”, sagöi Ingvi Hrafn Jóns-
son umsjónarmaöur „Þingsjár.”
Þeir sem munu spyrja Ragnar
Arnalds ásamt Ingva, eru Jón
Baldvin Hannibalsson ritstjóri
Alþýöublaösins og Ellert B.
Schram ritstjóri Visis.
„Við ætlum aö ræöa viö Ragnar
um fjárlagageröina almennt,
pólitiska hlið þess, hvernig þessi
fjárlög eru — hvort þetta eru
veröbólguf járlög eöa raunveruleg
fjárlög. Þetta er einfaldlega
blaðamannafundur, þar sem
menn spyrja um þaö sem þeim er
efst i huga. Reiknaö er meö aö
bein útsending þáttarins verði
um 35 minútur og væntanlega
veröur reynt aö ganga á ráöherra
eins og timi og kostur gefst”,
sagöi Ingvi. H.S.
Umsjón: Hann-
es Sigurðsson
útvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. A fri-
vaktinni. Sigrún Sigurðar-
dóttir kynnir óskalóg sjó-
manna.
14.40 tslenzkt mál. Endurtek-
inn þáttur Gunnlaugs Ing-
ólfssonar frá 15. þ.m.
15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist
úr ýmsum áttum og lög leik-
in á ólik hljóöfæri.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Ungir pennar. Harpa
Jósefsdóttir Amin les efni
eftir böm og unglinga.
16.35 Tónhorniö.Sverrir Gauti
Diego sér um þáttinn.
17.00 Siðdegistónleikar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Víbsjá. 19.50 Til-
kynningar.
sjónvarp
Þriðjudagur
18. mars
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Tommi og Jenni.
20.40 örtölvubyltingin Þriöji
þáttur. Stjórnmálin.
21.05 Þingsjá Þáttur um störf
Alþingis. Umsjónarmaöur
er Ingvi Hrafn Jónsson
20.00 Nátimatónlist. Þorkell
Sigurbjömsson kynnir.
20.35 A hvitum reitum og
svörtum. Guðmundur Arn-
laugsson rektor flytur skák-
þátt.
21.05 „Sól ris, sól sezt, sól bæt-
ir flest”. Þórunn Elfa
Magnúsdóttir flytur siöara
erindi sitt.
21.45 Utvarpssagan: „Sólon
tslandus" eftir Davíö
Stefánsson frá Fagraskógi.
22.15 Fréttir. Veöurfregnir.
Dagskrá morgundagsins.
22.30 Lestur Passiusálma.
(38).
22.40 Frá tónlistarhátiöinni
Ung Nordisk Musikfest I
Sviþjóö I fyrra. Þorsteinn
Hannesson kynnir þriöia
hluta.
23.05 A hljóöbergi. Umsjónar-
maöur: Björn Th. Björns-
son listfræöingur. „Nauti-
lus” — eöa Tuttugu þúsund
milur fyrir sjó neöan — eftir
Jules Verne. James Mason
leikari les enska þýöingu, —
fyrri hluta.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
þingfréttamaöur og ræöir
hann viö Ragnar Arnalds,
fjármálaráöherra, um fjár-
lagafrumvarpiö. Spyrj-
endur meö honum eru rit-
stjórarnir Ellert B. Schram
og Jón Baldvin Hannibals-
son.
22.00 óvænt endaiok Breskur
myndaflokkur i tólf sjálf-
stæöum þáttum, byggöur á
smásögumeftir Roald Dahl.
Fyrsti þáttur. Hefndargjöf-
inGift kona er i ástarsam-
bandi viö ofursta á eftir-
launum.
22.25 Dagskrárlok
Sléttmáll maður í banastuði
Samúel sjálfur hefur skrifaö
grein I blaö sitt Samúel, sem
hann nefnir: Hver er eiginlega
Gunnar Thoroddsen. Þvi er auö-
svaraö: Hann er Gunnar Thor-
oddsen. Aö ööru leyti koma'
fram upplýsingar I þessari
grein, sem mega teljast at-
hygiisveröar, nú þegar Gunnar
er oröinn forsætisráöherra, aö
þvi er viröist á siöustu dögum
sins pólitiska valdaferils, nema
maöurinn taki upp á þvi aö fara
aö hegöa sér eins og gamall
borgarstjóri Kölnar, Adenauer
aö nafni.
t grein eftir sjálfan Samúel er
aö nokkru rakin pólitisk sam-
býlissaga Gunnars og Sjálf-
stæöisflokksins, og kemur i ijós
viö lestur, aö Gunnar á Sjálf-
stæöisflokknum sáralitiö aö
þakka og enn minna viö hann aö
viröa, enda sýnist svo, aö ýmsir
flokksbroddar hafi löngum
reynt aö ýta Gunnari til hliöar,
eöa búa til vandamál á hendur
honum, sem siöar voru talin
jaöra viö flokkssvik.
Dæmi um þetta er nefnt I
greininni, þar sem getiö er
framboös Asgeirs Asgeirssonar
1952. Bent er á, aö þá hafi Gunn-
ar stutt tengdafööur sinn, sem
varla kom nokkrum á óvart.
Hann taldi sig eöliiega frjálsan
aö þessum stuöningi, þar sem
ætiö hefur veriö lögö áhersla á,
aö forsetaframboöin I landinu
væru utan og ofan viö póiitik.
Bent er á, aö varla hafi Gunnar
fyrr veriö búinn aö taka þessa
ákvöröun, þegar saman sigu
fylkingar framsóknarmanna og
Sjálfstæðisflokks um framboö
séra Bjarna Jónssonar. Þótti
tiöindum sæta, aö þeir Hermann
Jónasson og ólafur Thors
skyidu geta sameinast um eitt-
hvert mál á þessum tima, en
þeir voru svarnir pólitiskir
fjendur. Hermann vildi meö
þessu koma fram pólitiskum
hefndum á Asgeiri, sem fram-
sóknarmönnum haföi alltaf
fundist loöinn I trúnni á flokks-
legt evangelium, en Ólafur
Thors vildi endilega geta sann-
fært Sjálfstæöisflokkinn um, aö
Gunnar heföi svikist undan
merkjum. Þaö tókst sæmilega
aö koma þessum svikum á
Gunnar, þótt enginn mótfram-
bjóöandi heföi f>i:rfundist þeg-
ar hann ákvað að styöja tengda-
fööur sinn.
Margt fleira rekur Samúel I
hinni miklu tryggöasögu milli
hans og Bjarna Benediktssonar
út af embætti bankastjóra viö
Landsbankann, hvernig Gunnar
var settur til sendiherraem-
bættis I Danmörku, beint úr stóli
fjármálaráöherra, hvernig
nýrra forystuliö Sjálfstæöis-
fiokksins kom honum fyrir I iön-
aöarráöuneytinu til aö Kröflu-
máliö lenti á réttum heröum
o.s.frv. 1 ljósi þessarar greinar
Samúels veröur ekki annaö séö
en hefndir Gunnars fyrir ýmsar
misgeröir hafi varla mátt
seinna koma, ættu þær aö ná
frani aö ganga. Þaö er nefnilega
augljóst af fyrrgreindum dæm-
um, aö Sjálfstæöisflokkurinn
hefur alltaf setiö um aö svikja
Gunnar Thoroddsen en ekki öf-
ugt.
Þótt Sjáifstæðisflokkurinn
hafi þurft aö hefna sin á Gunn-
ari Thoroddsen vegna almennra
vinsælda hans, er ekki þar meö
sagt, aö hann sieppi meö heilu
skinni úr þeirri siöustu lotu, sem
nú stendur yfir. Enginn forsæt-
isráöherra siöari ára hefur haft
sæmilegan vegsauka af embætti
sinu. Veldur þar mestu, aö þjóö-
félaginu veröur vart stjórnaö
um sinn svo einhver mynd sé á.
tslensk pólitik hefur aliö upp
friömælendur og fyrirgreiöslu-
menn, og þaö er hérum bil orðiö
ómöguiegt fyrir nokkurn mann
aö standa upp úr þvi friöar- og
fyrirgreiöslufári. Skapgerö
Gunnars viröist ekki benda til
þess aö hann hafi þann hetju-
skap til aö bera aö geta lokaö
óhæfum stofnunum, sagt upp á-
kvæöum fjárlaga um 80% bund-
ins fjármagns I endurskoðunar-
skyni og breytt menntakerfinu i
landinu svo próf takist gild ann-
ars staðar. Aftur á móti hefur
hann sigrað Sjálfstæöisflokkinn,
og þótti engum mikiö.
Svarthöföi.