Vísir - 20.03.1980, Síða 8

Vísir - 20.03.1980, Síða 8
8 vísnt Fimmtudagur 20. mars 1980 Á-y.-y^ utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guómundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Frétlastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdótiir, Katrin Pálsdóttir, PálI Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 4.500 á mánuði Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Verð i lausasölu Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. 230 kr. eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86011. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f. Vaknar verðbólgupjóöin? Krónurnar okkar veröa minni og minni og þaö þarf alltaf fleiri og fleiri krónur fyrir hverju brauöi. óhugnanleg; samiiking siöasta veröbólguáratugar hér og upphafsára veröhrunsins I Þýskalandi fyrir strlöiö ætti aö veröa mönnum alvarlegt Ihugunarefni. Það finnst eflaust ýmsum les- enda Vísis það vera að ;bera I bakkafullan lækinn að nefna verðbólguna einu sinni enn í þjóð- málaumræðunni. Hún veður uppi hér í forystugreinum Vísis eins og annarra blaða alltaf öðru hverju og skrif um hana og varnaðarorð þeirra sem áhyggj- ur hafa af því, hve hún er látin leika lausum hala minna helst orðið á rödd hrópandans í eyði- mörkinni. Enn einu sinni er þó fitjað upp á þessu gríðarmikla vandamáli íslensks efnahagslífs hér í Vísi i þeirri von, að dropinn holi stein- inn. Ef ekki er rætt um vandann og við lokum algerlega augunum fyrir honum fljótum við sofandi að f eigðarósi, — og áður en varir getum við verið komin svo langt að ekki verður aftur snúið. Þótt erfitt sé að meta það, bendir ýmislegt til þess að fólk sé að vakna og átta sig á að ekki sé allt með felldu. Það er ekki vegna ræðuhalda stjórnmála- manna fyrir kosningar heldur vegna þess að menn reka sig óþyrmilega á, að þótt launin hækki i krónutölu um tugi prósenta, reynist kaupmátturinn minnka og krónurnar verða verð- lausari og verðlausari. ( útvarpserindi á dögunum benti Þorvarður Eliasson, skóla- stjóri, á þá staðreynd, að verð- bólgan mikla í Þýskalandi fyrir síðari heimsstyrjöldina hefði farið af stað með svipuðum hraða og verið hefði hér síðan 1970. Ef gert væri ráð fyrir svipaðri fylgni áfram, mætti búast við 50- 100% verðbólgu næstu ár, sem síðan magnaðist í 100 til 300% verðbólgu, — en úr því færi allt að gerast enn hraðar. Þorvarður minnti á að þá gæti svo farið að fyrst tífaldaðist verðlagið á einu ári, síðan tí- faldaðist það á einum mánuði og ef til vill á einni viku. Seðlabankinn okkar gæti þá þurft að reyna það sama og sá þýski að seðlarnir í peninga- geymslunni yrðu minna virði í raun en pappírinn sem notaður væri í þá en það er einmitt það sem orðið hefur varðandi ís- lenska mynt, að málmurinn í henni er orðinn verðmeiri en peningagildið sjálft. Þótt margt sé líkt með verð- hruninu í Þýskalandi f yrir stríðið og þróun verðbólgunnar á íslandi síðasta áratuginn er hætt við að almenningur jafnt sem ráða- menn loki augunum fyrir því, að á sama veg geti farið hér og raunin varð á þar. En það verður ekkert gert í baráttunni gegn verðbólgunni ef fólk lokar augunum f yrir þvi sem er í raun að gerast og heldur krónutölukapphiaupinu áfram.' Svo að aftur sé vitnað til Þor- varðs Elíassonar, bað hann menn að íhuga og rif ja upp það efna- hagslega hrun, sem verðbólgan olli I Þýskalandi og það pólitíska ástand sem fylgdi í kjölfarið. Hann taldi margt benda til þess að endalok hins íslenska verð- bóigutímabils væru að nálgast. Vaxandi pólitísk upplausn benti meðal annars til þess að svo væri. Aðeins ætti eftir að koma í Ijós með hvaða hætti hrunið yrði og hvaða öfl það yrðu, sem héldu stjórnartaumunum að því loknu hér á landi. Þótt ýmsum f innist þarna gæta full mikillar svartsýni er ástæða til þess að menn hugleiði alvar- lega að við gætum lent á sömu villigötum og Þjóðverjar á sviði efnahagsmálanna ef áfram er kynt undir kötlum verðbólgunnar og forystumenn þjóðarinnar þora ekki að takast á við vandann á raunhæfan hátt. Þeir eiga að vita að það verður að ráðast að rótum verðbólgunnar, skera niður það sem hún nærist á, en ekki setja á hana lög og prósentureglugerðir sem aldrei verðaannaðen papp- írsgögn. ÞREFALDIR SKATTAR Á RENSÍN SlRAN 1978 í f rumvarpi ríkis- stjórnarinnar til f járlaga fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir mikilli aukningu skattbyrði. Söluskattshækkun og vörugjaldshækkun, sem 1 frumvarpi til fjárlaga fyrir ár- iö 1980 eru skattar á benslnsölu áætlaöir 29 miiljaröar króna. komu til framkvæmda seint á síðasta ári munu þyngja skattbyrði þjóðar- innar um 15 milljarða á þessu ári. Gert er ráð fyrir nýjum orkuskatti sem áætlaður er 4-5 mill- jarðar og heimild til hækkunará útsvörum um 10%. Mikla athygli vekur að halda á áfram að leggja á alla vinstri stjórnar skattana og ekki sízt að halda á áfram sömu skattlagningu á benzín og verið hefur en það þýðir, að skattar á benzín verða þrefaldaðir í krónutölu frá 1978 og koma þeir skattar í viðbót við hækkanir á benzín- verði vegna olíukrepp- unnar. Benzínálögur hækka um 10 milljarða umfram verðlagshækkun A árinu 1978 námu innheimtir skattar a benzinsölu 9.071 millj. króna. I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1980 eru þessir skattar áætlaðir 29 milljarðar króna. Þar er rúmlega um þreföldun að ræöa. Byggingarvisitala hefur hækkaö frá miöju ári 1978 og fram á mitt ár 1980 skv. áætlun Þjóðhagsstofnunar um 108%. Þetta merkir að innheimtir •skattar á benzin umfram al- mennar verðlagshækkanir munu nema 10 milljörðum króna á árinu 1980. Astæðan fyrir þessu er sú að tollur og söluskattur hækka sjálfkrafa með hækkuðu innkaupsverði á benzini, en benzingjald sem rennur til Vegasjóðs hækkar i hátt við byggingarvisitölu. Athygli vekur að stóraukinn hluti af þessum miklu skatta- álögum á benzin fer nú til þess að standa undir rekstrar- og millifærsluútgjöldum rikissjóðs — rikisbákninu. Þetta sést glögglega á eftir- farandi tölum: skattahækkun á benzin hefur dregið hlutfallslega úr þvi að skattarnir séu notaöir til fram- kvæmda i vegamálum eins og þessar tölur sýna. Bein framlög rikissjóðs hafa einnig verið skorin úr 1500 m.kr. niöur i 0 siö- an 1978 og höfuðiö er bitið af skömminni i fjárlagafrumvarp- inu núna en þar er gert ráð fyrir aö rikissjóður hiröi hluta af bif- reiöaskatti, 518 millj. króna, en þessi skattur hefur áður gengið óskertur til vegaframkvæmda, og var ætlunin nú skv. fjárlaga- frumvarpi Tómasar Árnasonar. Ragnar Arnalds, fyrrv. sam- gönguráðherra, tekur nú hluta þessa skatts i rikissjóð og sker þannig niður vegaframkvæmd- ir: Allt hefur þetta orðið til þess að stórlega hefur dregið úr framkvæmdum að magni til i nýbyggingum vega undanfarið Til vegamála 1 rikissjóð Benzinskattar I millj. króna: 1978 1980 fjárl.frv. m.kr. % m.kr. % 4.626 51% 11.000 38% 4.445 49% 18.000 62% 9.071 100% 29.000 100% Samdráttur vegaf ram- kvæmda á sama tíma Samtimis þessari gifurlegu og mun svo enn verða á þessu ári, ef stefnunni veröur ekki breytt. Þetta er hart á sama neöanmdls Lárus Jónsson, alþingis- maður, fjallar um skatt- lagningu á bensínið og framlög hins opinbera til vegamála. tima sem skattar á benzin eru þrefaldaöir. Vítahringur í vegamálum: Það er margsannað mál, að spara má milljarðatugi með þvi að búa til betri vegi og leggja þá bundnu slitlagi bæöi fyrir bif- reiðaeigendur og i viðhaldi veg- anna. Betri vegir með bundnu slitlagi eru ein bezta og arðsam- asta fjárfestingin sem þjóöin getur lagt i og kemst þar ekkert i samjöfnuð hjá hinu opinbera nema orkuframkvæmdir. Sú stefna i skatta- og vegamálum sem hér hefur veriö stuttlega lýst, er þvi grátleg firra.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.