Vísir - 21.03.1980, Qupperneq 2

Vísir - 21.03.1980, Qupperneq 2
Föstudagur 21. mars 1980 2 Manstu hvað mjólkurlítr- inn kostar? — kr. 313. Garbar Jökulsson, skrlfstofu- maöur: Hann kostar 243 krönur, pottþétt: — Hann kostar reyndar 313 kr. — Dj. þá er ég hættur aö kaupa hann. Unniö af kappi viö aö setja skáþak á eitt húsanna I Arbæjarhverfinu. Kostnaöur hvers húseiganda er um þrjár milljónir króna. Vísismynd: BG. Kostnaðurlnn verður sennilega um 200 mllljðnir króna ,,Mér þykir sennilegt, aö öll húsin eigi eftir aö falla mikiö i veröi og þaö er búiö aö byggja skáþök á fremstu rööina viö Rofabæinn, aö undanskildu einu húsi, en þau eru samtals sjö”, sagöi einn garöhúseigandinn i Hraunbæ, en ýmislegt bendir til aö húseigendur þar, sem eru 50 talsins, veröi aö greiöa 200 milljónir króna. Ástæöan er sú, aö á sinum tima, fyrir um tiu árum, voru flötu þökin I tisku, en þeim fylgir sá annmarki, aö þau eru gjörn á aö leka. Hver húseigandinn á fætur öörum hefur þvi tekiö tii'þess ráös aö byggja ris á húsiö. „Það var fariö leka i stofunni og eldhúsinu, þannig aö ég var oröinn hálfsmeykur viö vetur- inn og lét skipta um þak. Viö fengum aldrei ráöiö þvi hvernig þak var á húsinu”, sagöi annar húseigandi og sá þriöji sagöi: „Kostnaöurinn viö aö skipta um þakiö á húsinu var tæplega 3 milljónir og teikningin af þvi kostaöi 95 þúsund. Ég haföi áöur greitt Húsnæöismálastofnuninni fé fyrir teikninguna á flata þak- inu, en nú telur stofnunin sig lausa undan allri ábyrgö, þar sem þökin hafa enst i 10 ár og heimtar peninga fyrir nýju teikninguna”. Skúli Sigurösson skrifstofu- stjóri Húsnæöismálastofnunar- innar, taldi aö um opinbera samkeppni heföi veriö að ræða á hönnun húsanna, og þvi kæmi stofnunin sem slik ekki málinu við. Vegna þeirrar fréttar i morgun i Tlmanum, að Húsnæðismálastofnunin heföi ekki gefið leyfi til að setja ris á húsin, sagði hann, aö slikt væri tómt kjaftæði, leyfin væru gefin af Byggingarnefnd Reykjavik- ur. Ólafur Jensen framkvæmda- stjóri Byggingarþjónustunnar taldi aö þar heföi veriö skipu- lagsákvæði. Til að koma þessum vafamál- um á hreint, haföi Visir sam- band við skrifstofu byggingar- fulltrúa og fékk þær upplýsing- ar, að tveir aöilar hefðu gert teikningarnar. Annars vegar og aðallega Húsnæðismálastofnun rikisins og hins vegar Stefán Jónsson arkitekt. Ásdis Þórhallsdóttir, húsmóöir: Biddu nú við — hann kostar eitt- hvaö um 300 krónur. Ég er stein- hætt aö fylgjast meö þessu. Þorsteinn Þorsteinsson, verka- maöur: Nei, ég man þaö ekki — giska á þrjú hundruö krónur — ótrúlega hátt verö. Gunnar Þór ólafsson, stýri- maöur: Ahhh — ég verö aö tippa á þaö. Segjum tvö hundruð og 30 kall, hérumbil. Anna Sigurðardóttir, húsmóöir: Verðiö á honum er 324 krónur, annars man ég það eiginlega ekki. Þurfa að setja skáðök 50 raðhús í Hraunhæ Dansklr brldgesnlll- ingar á „Stórmótr B.H. Tveir úr hópi frægustu bridgespilara ólfunnar, Danirn- ir Steen Möller og Stig Werdelin, veröa meöal þátttak- enda I „Stórmóti” Bridgefélags Reykjavikur núna um helgina aö Hótel Loftleiöum. „Viö höfum safnað að bestu bridgespilurum landsins”, sagöi Jakob R. Möller, formaö- ur Bridgefélagsins, i samtali viö Visi, „og gerum ráö fyrir góöri aöstööu fyrir áhorfendur, svo aö sem flestir geti notið keppninn- ar, þótt þeir séu ekki sjálfir i hópi keppenda”. Þeir Steen Möller og Stig Werdelin eru margfaldir Dan- merkurmeistarar i bridge, silfurhafar úr Evrópumótinu 1979 I sveitakeppni og viðfrægir orönir fyrir árangur sinn i Sun- day Times-tvimenningskeppn- inni, sem árlega fer fram 1 London og þykir eins konar óopinber heimsmeistarakeppni i tvimenning. 72 spilamenn munu sitja viö frá kl. 12.45 á laugardag yfir spilunum og fram á sunnudags- eftirmiödag, enda til mikils aö Dönsku bridgespilararnir, Steen Möiler (t.v.) og Stig Werdelin, sem hér voru meðal þátttakenda á Noröuriandamótinu i bridge, þegar þaö var haldiö hér I Reykjavik fyrir tveim árum. vinna. Peningaverölaun eru i húfi og minjagripir. 1. verölaun eru 200 þúsund krónur, 2. verö- laun 150 þúsund krónur og 3. verölaun 100 þúsund krónur. Þetta er þriöja „Stórmót” Bridgefélagsins, sem hefur boð- iö i hvert sinn fræknustu bridge- frændum okkar af Noröurlönd- unum. 1 fyrra voru gestir þeirra frá Noregi, en i hitteðfyrra frá Sviþjóö.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.