Vísir - 21.03.1980, Page 8
vtsm Föstudagur 21. mars 1980
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjdri: DaviS Guðmundsson
Ritstjórar: ðlafur Ragnarsson
Ellert B. Schram
Ritstjórnarfulltrúar: Ðragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Fríða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes
Sigurðsspn, Halldór Reynisson, lllugi Jokulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson.
Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson.
utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglysingar og skrifstofur:
Siðumúla 8. Simar 86611 og 62260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2 4, simi 86611.
Ritstjórn: Síðumúla 14, sími 86611 7 línur.
Askrift er kr. 4.500 á mánuði
innanlands.
Verð i lausasölu
230 kr. eintakiö.
Prentun Blaðaprent h/f.
ERFIBLEIKAR FLUGLEWA
Að undanförnu hefur starf-
semi Flugleiða verið mjög á dag-
skrá, og er það að vonum. Erf ið-
leikarnir hafa hrannast upp,
einkum og sér í lagi vegna stór-
hækkunar á olíugjaldi og harðn-
andi samkeppni í millilandaf lug-
inu. Nú síðast hefur Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða.lýst
því yfir, að framtíð Atlantshafs-
f lugsins væri í húf i ef ekki rættist
úr. Þetta eru váleg tíðindi. Sá
þáttur starfsemi Flugleiða sem
lýtur að Atlantshafsf luginu varð-
arekki eingöngu Flugleiðir, held-
ur alla þjóðina. íslenskt þjóðarbú
hefur haft umtalsverðar tekjur
af fluginu, og milli 4-500 manns
hafa af því beina atvinnu.
Ekki fer á milli mála að Flug-
leiðir hafa verið stórt og öflugt
fyrirtæki. (slendingar hafa lengi
státað af færum f lugmönnum og
dirfsku og áræði í samkeppni
sinni við margfalt stærri flugfé-
lög. öll þjóðin var stolt af glæsi-
legum rekstri Loftleiða og Flug-
félags (slands á sínum tíma og
síðan Flugleiða eftir að flugfé-
lögin voru sameinuð. (slensk
flugliðastétt hefur ekki aðeins
getið sér f rábært orð f yrir hæf ni
og góða þjónustu, og borið þannig
hróður landsins víða, heldur hef-
ur það gert íslendingum kleift að
Erfiöleikar Flugleiöa vegna utanaökomandi ástæöna hafa veriö vatn á myllu sósfalista.
Þeir vilja þjóOnýta flugreksturinn og vinna aö því öllum árum. Þetta má ekki gerast og
allir réttsýnir tslendingar vilja aö núverandi vandi fyrirtækisins fái farsæian endi.
eiga greiðar samgöngur til ann-
arra landa.
Þetta allt verður seint f ullmet-
ið.
En annað kemur líka til, sem á-
stæða er til að leggja áherslu á.
Flugleiðir eru f yrirtæki í höndum
einkaaðila, stórt hlutafélag, sem
hefur verið rekið án ríkisstyrkja
og opinberrar aðstoðar. Fyrir-
tækið er eitt af f laggskipum hins
frjálsa atvinnurekstrar og tákn
þeirrar stefnu, að atvinnufyrir-
tæki séu betur komin í höndum
einstaklinga og samtaka þeirra. (
allri þeirri yfirþyrmandi til-
hneigingu til aukinna ríkisaf-
skipta og ríkisforsjár sem vaðið
hefur uppi hér á landi og annars
staðar, hefur flugreksturinn
staðið af sér þann brotsjó, og
sannað réttmæti og gildi einka-
reksturs.
Af þessum ástæðum hafa
Flugleiðir verið eitur í beinum
sósíalista. Þeir hafa séð ofsjón-
um yfir þessu rekstrarformi og
sífellt haft horn í síðu fyrirtækis-
ins. Allt hafa það þó verið títu-
prjónastungur, einfaldlega
vegna þess, að velflestir íslend-
ingar hafa haft velþóknun á
myndarlegum rekstri og þjón-
ustu Flugleiða.
Enn er flestum vel í minni,
þegar einn af þingmönnum Al-
þýðubandalagsins, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, lét það verða sitt
fyrsta verk á alþingi íslendinga,
að heimta opinbera rannsókn á
rekstri Flugleiða. Þar var sáð
fræjum tortryggni og niðurrifs.
Erfiðleikar Flugleiða í seinni tíð
hafa verið vatn á myllu ólafs
Ragnars og félaga hans. Fyrir
þeim vakir ekki að rétta hlut
Flugleiða í núverandi formi,
heldur er stefnt að því, að flug-
reksturinn sé færður yfir til
ríkisvaldsins. Það á að þjóðnýta
þetta einkafyrirtæki og notfæra
sér yfirstandandi erfiðleika,
sósíalíseringunni til framdrátt-
ar. Þetta má ekki gerast.
íslensk stjórnvöld hafa til
skamms tíma ekki gert sér fulla
grein fyrir þeim afdrifaríku af-
leiðingum, sem það hefði í för
með sér að flug (slendinga yfir
Atlantshafið legðist niður. Þau
virðast loks hafa rankað við sér
og er það vel. Menn geta deilt um
eittog annað í rekstri og þjónustu
Flugleiða eins og gengur um öll
mannanna verk, en þegar sú al-
vara blasir við hvort fyrirtækið
lifir eða deyr, þá sameinast allir
réttþenkjandi íslendingar í þeirri
ósk og von að tímabundnir erfið-
leikar Flugleiða fái farsælan
endi. Þar er hagur okkar allra í
veði.
Það er ekki von til þess
að virkjunin i Kröf lu skili
viðunandi árangri i fyrir-
sjáanlegri framtíð. Til
þess eru aðstæður of
erfiðar. Það er þvi kom-
inn tími til að takmarka
umsvifin i Kröflu og
byrja á öðrum og
hentugri stöðum. Eins og
málum er nú háttað, virð-
ist heppilegast að flytja
aðra túrbinuna í Kröflu
burtu þaðan og setja hana
upp i Svartsengi. Þar eru
heppilegar aðstæður til að
reisa varastöð fyrir raf-
orkukerfið. Með núver-
andi verðlagi á olíu eru
olíukyntar varastöðvar of
dýrar, nema sem síðasti
kostur.
Krafla kemst ekki i fulit
lag
Gufuöflunin f Kröflu hefur
gengiö mjög illa, holurnar gefa
litla gufu sem enga, auk þess
inniheldur hún tærandi og eyö-
andi efni af hinum ótrúlegustu
geröum. Jaröhitasvæöiö reynd-
ist vera i tveimur hæöum þar
sem önnur hæöin gefur lægri
hita, en hin hærri en þaö sem
vélarnar voru miöaöar viö.
Vandamálin hafa hlaöist upp. 1
raun og veru er engin trygging
fyrir þvi aö gufuöflun fyrir
Kröfluvirkjun sé hagkvæm yfir-
leitt. Höfuöröksemdir aö fyrir-
huguöum borunum I sumar er
yfirvofandi orkuskortur næsta
vetur, en ekki áframhaldandi
gufuöflun fyrir alla stööina
Enda mundi þá þurfa 20-30
holur, ekki 2-3. Krafla fær þvi
hvorki aö lifa eöa deyja, en
veröur aö skrimta áfram.
Flytjum Kröflutúrbinu
l Svartsengi
neöanmals
Hitaveitu Suðurnesja
gengur vel í Svartsengi
En meöan gufuöflun i Kröflu
noröur hefur gengiö upp og
niöur, hefur gufuöflun gengið
vel annarstaðar á landinu, þaö
er i Svartsengi suöur. Holurnar
þar hafa allar gefiö mikla gufu,
þar hefur litil rafstöð veriö
rekin um nokkurt skeiö og góö
reynsla fengist af þeim rekstri.
Meö vatnafræöilegum, jarö-
fræöilegum og efnafræöilegum
rannsóknum hefur tekist að fá
þá mynd af jaröhitasvæöinu, aö
telja má Svartsengissvæöiö
betur þekkt en önnur háhita-
svæöi landsins. Komiö hefur i
ljós aö jaröhitageymirinn er
minni en ætlað var i fyrstu og er
þaö sama niöurstaöa og fékkst á
sinum tima viö rannsóknir á
Reykjanessvæöinu. Til sam-
ræmis viö fengnar niöurstööur,
var hönnuö ný gerö af borhol-
um, og menn eru byrjaðir aö
gera sér hugmyndir um hvernig
takmarka megi þrýstilækkun
við vinnslu. Telja veröur aö timi
sé til þess kominn aö ákveöa
hvaöa þróunarmöguleikar séu
fyrir jarögufuvinnslu i Svarts-
engi, og nýta siöan möguleikana
sem sameinast þekkingunni um
svæöiö. Þarna er hægt aö gera
nýja tilraun I marktækri stærö
til aö byggja hagkvæma jarö-
gufurafstöö.
Varastöð í Svartsengi er
hagkvæm
En hvernig skal haga fram-
kvæmdum þannig aö skynsam-
leg jarögufustöö risi? Ljóst er
aö helstu þættir þess máls veröa
stærö raforkumarkaöar á
Suöurnesjum annarsvegar og
vinnslugeta jaröhitageymis i
Svartsengi hinsvegar. Auk
þessa þarf rafstöðin aö vinna
sina orku I fullu samræmi viö
vatnsaflskerfi landsins, þótt
stærö jarögufustöövar i Svarts-
engi veröi litil samanboriö viö
vatnsaflsvirkjanir eins og þær
eru byggöar i dag. Veröur þá
fyrst fyrir sú staöreynd að
venjulega er nóg vatn i öllum
vatnsaflsstöövum þannig aö
virkjun af stæröinni 30 MW eöa
þar um bil þarf ekkert aö vera I
gangi. Þetta gildir allan sumar-
timann, og flesta vetur, nema
þegar litiö vatn er í vatnsafls-
virkjunum og vatnsaflskerfiö er
aö veröa fullnýtt. Ljóst er þvi,
aö slik stöö yröi best rekin sem
varastöö, sem ekki er gangsett
nema þegar þess er þörf, vegna
afl- eða orkuvöntunar á vatns-
aflskerfinu, en sllkur rekstur
passar mjög vel fyrir Svarts-
engissvæöiö, holurnar þar gefa
mjög mikla orku hver hola,
margfalt meiri orku en holurnar
I Kröflu, en hinsvegar er ekki
vertaöleggja mikla og langvar-
andi orkuvinnslu á jarðhita-
geyminn. Þvi er mjög hentugt
að byggja varastöð I Svartsengi
sem ekkert þarf aö vinna lang-
timunum saman en ~er síöan
keyrö á fullu þegar hún er sett I
gang. Slik stöö mundi nýtast
vatnsaílskerfinu mjög vel. Hún
gæti seinkaö næstu stórvirkjun
eitthvað og auk þess hindraö
orkuskort eins og þann sem viö
upplifum nú i ár og liklega
næsta vetur lika.
Vélakostur er auðfenginn
En hvaðan eiga vélarkostur
og fjármagn aö koma? Því er
fyrst til aö svara, aö rafstööin
má ekki kosta meira en um það
bil 3/4 af veröi vatnsaflsstöövar
i uppsettu afli, annars veröur
hún of dýr, en á þessu veröi er
litill vandi aö fjármagna hans.
Svo ber aö athuga þá staöreynd
að vélarnar góöu frá Japan sem
áöur var minnst á eru báöar i
Kröflu, en aöeins önnur þeirra
hefur veriö sett upp, hin iiggur i
kassa og leiðist, þvi vélar eru nú
einusinni geröar til aö snúast,
en ekki til að liggja ósamsettar i
kössum. Þvi ekki aö taka þessa
vél og flytja hana i Svartsengi?
Þó allar 3 holur heppnist i
Kröflu, munu þær ekki duga
handa þeirri vél sem eftir
veröur. Hinsvegar • gætu 3
holur i Svartsengi dugaö handa
þeirri vél, sem þangaö kemur.
Framtíðarmöguleikar
Hitaveitu Suðurnesja eru
miklir
Hitaveita Suöurnesja hefur
þegar ákveöiö aö hefja tak-
markaöa raforkuframleiöslu og
fengiö leyfi til þess. Telja má
víst, aö fyrirtækiö mundi taka
aö sér aö reka varastöö fyrir
Jónas Elíasson prófessor
setur fram þá athyglis-
verðu hugmynd/ að flytja
aðra túrbínuna í Kröflu í
Svartsengi/ enda hefur
þessi túrbína ekki enn
verið sett upp, og kemur
fyrirsjáanlega ekki að
notum í Kröflu að mati
greinarhöfundar.
landskerfiö, ef um semst viö
stjórnvöld. Ekki er annaö aö
sjá, en Hitaveita Suöurnesja
hafi haldiö þannig á sinum mál-
um, aö henni beri skilyrðislaust
aö treysta fyrir sliku verkefni.
Þróunarmöguleikar i jaröhita-
virkjun eru gifurlega miklir á
Reykjanesi og fyllilega orðiö
timabært aö nýta þá til raforku-
vinnslu. Slikar framkvæmdir
yröu lyftistöng fyrir iönaö og at-
hafnalif á Suöurnesjum. Vélin i
Kröflu gefur möguleika á aö
hraöa þessum framkvæmdum
án þess aö þaö kosti nokkurt
teljandi fé I erlendum gjaldeyri.
Kröflumenn þurfa ekki aö sjá
eftir vélinni, ef þeir einhvern-
tima finna gufu sem er nóg fyrir
tvær vélar þá má kaupa aöra
handa þeim beear sá timi
kemur. Jónas Elfasson