Vísir - 21.03.1980, Side 12

Vísir - 21.03.1980, Side 12
Föstudagur 21. mars 1980 eikomm! „Mér var sagt að ég væri að boróa svmsheila” Rabbað við Kristlnu Valgeirsdóttur, sem var skiptinemi I Malaysiu i eitt ár. Astinni halda engin bönd! Óvenju sérstætt sakamál. 99 Ég er senn sadd- ur af metorðum” — Helgarviðtalið er við Tómas Árnason, viðskiptaráðherra. AUt um Hinrik áttunda t tiiefni af nýjum framhaldsmyndafiokki.sem sýna á i sjón- varpinu um þann ágæta mann. MANNLÍF við upphaf þingveislu. Þaö er ljóst að iausafjárstaða bankanna er slæm þessa dagana. t frétt Vfsis sl. þriöjudag kom fram að staðan hefur versnað um 10.6 milljarða kr. frá janúarlokum 1979 til janúarioka I ár. Til viöbótar kemur siðan neikvæð þróun sem nemur 2.500 milljónum króna I febrúar. Að nokkru leyti getur það veriö eðlilegt að lausafjárstaða bank- anna sé slæm á þessum tfma. Oft er mikið fjárfest á fyrstu mánuð- um ársins án þess að sú fjárfesting sé farin að skila sér aftur, t.d. i útflutningi sjávarafurða. Það breytir ekki þvi, að það getur aldrei veriö eðlilegt að banki sé með óleyfilegan yfirdrátt hjá seðlabanka. Slikt gerist ekki i löndum sem hafa heilbrigt efnahagslif. En hvað er að? Er þetta ein af meinsemdum verðbólgunnar? Eru bankarnir of góðir við lánbeiðendur? Eru höfuöatvinnuvegir þjóðarinnar svona illa staddir? Er rikisbankakerfið of viðamikiö og kostnaðarsamt? Er þörf á þrem rikisbönkum með tilheyrandi úti- búakerfi um allt land? Þessar spurningar og margar fleiri vakna þegar þessi mál eru skoðuð. Visir leitaði svara I „kerfinu”, en þar fundust fáir sem vildu tjá sig undir nafni um þessi mál. Nokkrir voru þó til með að segja sinar skoöanir við blaðamanninn „okkar á milli” og er það sem hér fer á eftir byggt á þeim samtölum. Ljóst er af þeim tölum sem komu fram I Visi, að vandi Útvegsbankans er lang- samlega mestur. Hann hafði neikvæða stöðu við Seðla- bankann um 6.5 milljaröa i janúarlok og sýndi neikvæöa þróun um 4.8 milljaröa næstu 12 mánuði þar á undan. Siöan hefur bæst við þá upphæð, sennilega milljarður eða meira. Atriðin sem nefnd voru I spurningunum hér að framan eiga öll sök á þessum vanda og ýmislegt fleira kemur til. A Fréttaauki Gisli Sigurgeirsson, blaðamaður, skrifar þaö lika við um útvegsbank- ann. En hversvegna er staöa Útvegsbankans langsamlega verst? Hversvegna er ekki höggviö á hnútinn og sagt hing- að og ekki lengra? Þegar stórt er spurt veröur lltið um svör. Þetta tvinnast inn I efnahagsá- standiö i þjóðfélaginu, sem undangengnum rikisstjórnum hefur ekki tekist aö koma i heil- brigt horf. Það þætti eflaust ekki góð lat- Ina i viðskiptaheiminum að taka lán með 70% vöxtum, en lána það siöan aftur þriðja aöilanum með rúmlega 40% vöxtum. Þetta viröast þó bankarnir gera, þvi vextirnir af yfirdrætt- inum f Seðlabankanum eru 70%. Enhvers vegna, hvernig gengur þetta dæmi upp? Það gengur einfaldlega ekkiupp, en riki er nú einu sinni riki. „Ég kenni stjórnvöldum þetta, þau gera ekkert I mál- inu”, sagði einn af viðmælend- um VIsis, og hann hélt áfram: „Þvimiöur verð ég að segja þér alveg eins og er, að það eru svo fáir stjórnmálamenn sem hafa nokkuö einasta við á bankamál- um. Það er svo furöulegt hvað margir fljúgandi vel gefnir og reyndir menn geta talað um bankamál af miklum barna- skap. Margir þeirra virðast halda, að banki geti alltaf geng- ið —bara af þviaörikiöá hann. Erfiðleikar, allt 1 lagi — rikiö borgar. Þvi ekki að reka bank- ana eins og sólitt fyrirtæki, svo- leiðis á það að vera. Það er leiðinlegt aö segja það, en þaö er þannig meö fjöldann allan af þingmönnum — og þannig hefur það alltaf verið — að þegar rætt er um bankamál virðist vera múrað upp i öll skilningarvit”. Útvegsbankanum hefur aldrei veriO skapaður rekstrargrundvöllur Erfiöleikar útvegsbankans eru ekki nýir af nálinni. „Bank- anum hefur aldrei veriðkomið á réttan kjöl, allt siðan hann var stofnaður upp úr rústum Islandsbankans”, sagði einn af viðmælendum VIsis, um leið og hann tók undir með fyrri heim- ildarmanni og sagði: ,,Þetta er sök stjómvalda. Það er svo broslegt með þessa aumingja karla, sem eiga að heita rikis- stjórn, þeir halda aö banka- stjórarnir séu kraftaverka- menn. útvegsbankanum hefur aldrei verið skapaður sá rekstrargrundvöllur sem hann þarf miðað við þau verkefni sem honum eru ætluð. Ef banka- stjórarnir gera ekki kraftaverk er þeim ætlað að taka yfirdrátt i Seðlabankanum og semja um sem lægsta vexti.” Hagdeild útvegsbankans hefur gert Uttekt á afkomunni sl. 20 ár. Skýrslan er hins vegar ennþá leyniplagg rikisstjórnar- innar. Þar kemur fram sam- kvæmt áreiöanlegum heimild- um Visis, að staða bankans hafi oft veriö verri en hún er f dag. Verst mun hUn hafa verið á ár- unum 1966 — 67. Þó talaö sé um útvegsbank- ann i einni heild má ekki skilja það svo, að öll UtibU hans séu sett undir sama hatt hvað slæma rekstrarstöðu varðar. Mörg Utibúin sýna jafnvel já- kvæöa stöðu, t.d. á Akureyri, en Utibúin i Vestmannaeyjum, Keflavik standa verst. Þar spil- ar sjávarútvegurinn inn i, enda eru nær 60% útlána bankans bundin i sjávarUtveginum. 86.7% af útlánumútvegsbank- ans fara til atvinnurekstrarins, enaðeins 10.5% til einstaklinga. Hinir bankarnir hafa hag- stæöara hlutfall gagnvart einkarekstrinum, Landsbank- inn lánar 80.1% til fyrirtækja og Búnaðarbankinn 77.5%. Af einkabönkunum er Samvinnu- bankinn hins vegar með lægsta hlutfallið til fyrirtækja, eöa 55%. EkKl úr mlkiu að splla I „vlnsæi lán” Útvegsbankinn hefur þvi ekki úr miklu aö spila i svonefnd „vinsæl lán”, til bilakaupa, sólarlandaferða, eöa annars sliks. Sparisjóðirnir geta aftur á móti leyftsér slik lán, enda lána þeir 57.9% af Utlánum sinum til einstaklinga á móti 10.5% hjá Útvegsbankanum. Þar virðist skýringin vera á þvi, að þeir sýna jákvæða þróun gagnvart Seðlabankanum á meðan bank- arnir sýna neikvæða þróun. Það I 12 VÍSIR Föstudagur 21. mars 1980 . ■ • „Fáir stjórn- málamenn sem nafa nokkurt vit á Dankamálum" eykur vinsældir hjá þeim sem eiga sparifé, að geta lánað „vin- sæl lán”. Ýmis fleiri atriöi en hér hafa verið nefnd hafa stuðlað að erfiðri stööu bankanna. Kjarninn i öllu saman er verð- bólgusýrt efnahagslif þjóðar- innar, samfara erfiðleikum I veigamiklum atvinnugreinum — og hækkandi oliuverö spilar einnig inn i myndina. T.d. þurfti Útvegsbankinn aö snara út 150 milljónum fyrir oliufarmi sem °itt oliufélagið var að kaupa nú i vikunni. Hel alflrel séð skynseml I að hafa Prjá rlkisbanka Þegar þessi mál eru rædd verður ekki gengið fram hjá þeim umræðum sem verið hafa annað veifið á undanförnum ár- um, um að einfalda allt banka- kerfiö, gera það: fljótvirkara, ó- dýrara og um leið hagkvæmara i rekstri. Finnst mörgum mikiö um allan þann fjölda sem starf- ar hjá bönkum og alla þá um- gerð sem er i kring um þá starf- semi. „Éghefaldrei séð neina skyn- semi i þvi að hafa hér 3 rikis- banka”, sagöi einn viðmælenda VIsis, hátt settur i bankakerf- inu. 1972 skipaði þáverandi bankamálaráðherra nefnd til að „endurskoða allt bankakerfið, þ.á m. löggjöf varöandi Seðla- bankann og hlutverk hans, og vinna aö sameiningu banka og sparisjóða. 1 nefndinni áttu sæti: Jóhannes Nordal, formað- ur, Armann Jakobsson, Björg- vin Vilmundarson, Guðmundur Hjartarson, Jóhannes Eliasson og Magnús Jónsson. 19. janúar árið eftir skilaöi nefndin áliti sinu, sem var i tveim bindum. 1 greinargerð nefndarinnar segir m.a.: „Hér á landi eru nú starfandi 96 innlánsstofnanir, (7 viðskiptabankar, 51 sparisjóð- ur, 37 innlánsdeildir samvinnu- félaga og Söfnunarsjóður Islands), auk 17 fjárfestinga- lánasjóða og Seðlabanka Islands. Enginn vafi er á þvi, að þetta er miklu meiri fjöldi stofn- ana en hagkvæmt getur talist, auk þess sem margar þeirra eru of smáar til þess, að þær geti uppfyllt sjálfsagöar öryggis- kröfur. Af samanburði við hin Noröurlöndin má ráða, að bankastarfsemi hér á landi taki hlutfallslega meira af mannafla og framleiðslugetu þjóðarinnar en á hinum Norðurlöndunum.” Tvelr rlklsbankar og tvelr hlutafélaga- bankar væru nóg Siðan segir i greinargerðinni um fækkun viðskiptabanka: „Nefndin kemst aö þeirri al- mennu niöurstöðu að æskilegt sé aö stefna að þvf, að viðskipta- bankarnir verði i framtiðinni ekki fleiri en þrir til fjórir, en með þvi væri tryggð eðlileg samkeppni. Væri þá t.d. eöli- legt, að tveir af þeim væru rikis- bankar, en tveir hlutafélags- bankar. Eigi að stefna að þvi að rikisbönkum fækki Ur þremur i tvo, virðist sú leið helst koma til greina, að þaö gerist með sam- einingu Búnaöarbankans og Út- vegsbankans og hefur nefndin gert sérstaka athugun á þvi, hvernig framkvæma megi slika sameiningu og hvaða vandamál væru henni samfara.” Þá kemur fram i greinargerð- inni, aö nefndin telur ekki siöur mikilvægt, að hlutafélagabank- arnir sameinist. Er nefnt sem möguleiki að Samvinnubankinn og Alþýðubankinn sameinist og Verslunarbankinn og Iönaðar- bankinn, nema svo fari að Iönaðarbankinn verði tengdur sameiningu Útvegsbanka og Búnaðarbanka, þar sem rikið á hlut I Iðnaöarbankanum. Þá er tekið fram að selja þurfí nýja löggjöf um starfsemi viðskipta- bankanna. Hvað er I veginum? Þetta eru byltingarkenndar tillögur, sem eru settar saman af mönnum sem eru 1 hópi hæf- ustu bankamanna landsins. Þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert til að koma þeim I framkvæmd. Hvað er I vegin- um? „Þaðeru „bændaelementin” i Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum, sem hafa staðiö i veginum”, sagði banka- maður Isamtali við Visi. 1 sama streng tók alþingismaður. Hann sagði að forsvarsmenn bænda væru hræddir viö að fara I skuldasúpuna með Útvegsbank- anum.Þaðer semsagt góð staöa Búnaðarbankans á móti slæmri stöðu Útvegsbankans, sem er ljónið i veginum. Einnig spila eitthvaö inn i persónuleg mál gagnvart bankaráðum og öðru starfsmannahaldi bankanna. En leysir sameining þessara banka málið? „örugglega ekki ein sér, það verður jafnframt að treysta eiginfjárstöðu bankans og semja við Seðla.bankann”, sagði heimildarmaður Visis. Andstæðingar sameiningar- innar hafa lika bent á, að sameiningin sem slik leysi eng- an vanda. Eftir standi höfuð- verkurinn við að fjármagna höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, sjávarútveginn, sem sé stærsti pósturinn I erfiðleikum Útvegs- bankans. A norðurlöndunum hefur þró- unin oröið sú, að bönkum og sparisjóðum hefur fækkað verulega, samkvæmt þvf sem kemur fram I skýrslu banka- nefndarinnar. Ef miðað er við árið 1920 til ársins 1971 hafði viöskiptabönkum fækkað á þvi timábili i Danmörku úr 185 i 79, Finnlandi úr 25 i 7, Noregi úr 192 I 37 og i Sviþjóð úr 41 114. Sömu sögu er að segja um sparisjóði I viðkomandi löndum. Hvað verður Tðmasl ágengt gegn „eiementunum”? Leikmaður kafar ekki djúpt i bankakerfið á einum degi. Það erhins vegar ljóst aö nokkrir af hæfustu bankamönnum lands- ins komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að „skera upp” þetta kerfi, til að það verði ein- faldara, ódýrara og hagkvæm- ara i rekstri. Þó að versnandi rekstrarf járstaða bankanna eigisér viðtækari orsakir, þá er vist að ekki yrði það til að gera hana verri, þó hugmyndum bankanefndarinnar yröi komið I framkvæmd, þó ekki gerist allt i einu. Ekkert er samt gert. Tómas Arnason, núverandi bankamálaráöherra, segir I við- tali við VIsi i gær, að hann vilji einfalda kerfiö. Hvort honum veröur eitthvað ágengt gegn þeim „elementum”, sem fram aö þessu hafa staöið I veginum, veröur framtiðin að leiöa i ljós. G.S. Jóhannes Nordal Magnús Jónsson Armann Jakobsson Björgvin Vilmundarson Guðmundur Hjartarson Jóhannes Eliasson. Nokkrir at hætustu bankamönnum landsins komust aö bví l netndaráiiti, aö rétt væri aö einfalda bankakerfið. Þrátt fvrir baö betur ekkert veriö gert. NY ÞJONUSTA Frá dönsku verksmiöjunni Sögaard: • Sérsaumuð sætaáklæði fyrir alla bíla, nýja og gamla, afgreidd með stuttum fyrirvara. Komið á staðinn, veljið lit og efni, glæsilegt úrval. • Eigum á lager alhliða sætaáklæði í flesta bíla, pelseftirlíking, þrír litir: Ijósbrúnt, dökkbrúnt og grátt/ þolir þvott. • Teppamottur í settum eða sérsniðin nylon- teppi í bilinn. Isetning ef óskað er. MJÖG GOTT VERÐ SENDUM í PÖSTKRÖFU Siðumúla 17, / V. M.VVÍrT Reykjavik, flCWBÚÐIN/Simi 37140 Hvað eru morgir metror of gorni i þessum hnykli? r I I l Hnykillinn er til sýnis í versluninni HOF, Ingólfstræti i Sá, sem kemst næst því, fær vöruúttekt að verðmæti kr. 50.000,- í versluninni HOF. Lausnir sendist til: VISIS, Síðumúla 8, 105, Rvík. fyrir 25. mars nk. — Merkt „HNYKILL" Nafn: ................... Heimilisfang:............ Sveitarfélag:............ Sími:.................... Hnykillinner............. ..........metrar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.