Vísir - 21.03.1980, Side 22

Vísir - 21.03.1980, Side 22
Föstudagur 21. mars 1980 i'M * *4 26 Höföabakkabrúin hefur veriö samþykkt i borgarstjórn. Hún hefur veriö á aöaiskipulagi borgarinnar siöan 1965, segir Björgvin Guömundsson borgarfulltrúi. „Ég er sannfærður um að ðessi brú á rétt á sér” - segir Birgir ísleifur Gunnarsson um Höfðabakkabrúna „Hefur verið í aðalskipuiagi síðan 1965" segir Björgvin Guðmundsson „Sjálfur cr ég alveg sann- færður um að þessi brú eigi rétt á sér og er búin að vera á skipu- lagi árum saman. Þetta er nátt- úrlega alls staöar viökvæmt, en ég heJd að allir aörir staöir sem nefndir hafa veriö séu mun viö- kvæmari fyrir umhverfi og út- liti”, sagöi Birgir tsleifur Gunn- arsson alþingismaöur, sem sæti á i borgarráöi, vegna þeirrar undirskriftasöfnunar er staöiö hefur yfir aö undanförnu, i Ár- bæjarhverfi, aö hætt veröi viö byggingu Höföabakkabrúar. t þvi undirskriftaplaggi er barst borgarráöi, segir m.a.: „Hér með er komiö á framfæri eindreginni áskorun á annað þúsund borgarbúa, um að frest- að verði byggingu Höfðabakka- brúar og hraðbraut og hag- kvæmni þessarar framkvæmd- ar endurmetin i ljósi réttmætra hagsmuna Arbæjarhverfis”. „Borgarstjórnin er nýlega bú- in að taka ákvöröun i þessu máli, með 10 samhljóða atkvæð- um, að láta ákveðið fjármagn i framkvæmdir á þessu ári, en á- kvörðunin um að þessi brú og vegur skyldi lagður var tekin miklu fyrr, eða árið 1977”, sagði Björgvin Guðmundsson skrif- stofustjóri i viðskiptaráðuneyt- inu, er einnig á sæti i borgar- ráði. „Ég hef nú ekki mikla trú á þvi, að þessi undirskriftasöfnun breyti miklu, vegna þess, að þetta er búið að vera í aðal- skipulagi siðan 1965 og þegar fólkið var að byggja i Arbæjar- hverfinu, þá vissi það alveg að brúin og vegurinn ættu að koma þarna — þannig að þetta er ekk- ert ný ákvörðun”. Léleg aðstaða lyrlr helgistundina í sjðnvarpinu: Fara prestar í verkfail? „Ég fór fram á aö fá svipaöa aöstööu fyrir helgistundina i sjón- varpinu og ég haföi fyrir tfu ár- um, en þaö var ekki taiiö hægt og þvi neitaöi ég aö sjá um hana á æskulýösdegi þjóökirkjunnar, og tel ég aö prestar ættu aö neita aö koma fram i heigistundinni meö- an henni er sniöinn jafn þröngur stakkur og raun ber vitni”, sagöi sr. Ingólfur Guömundsson æsku- lýösfulltrúi þjóökirkjunnar I sam- tali viö Visi. Ingólfur sagði, að það hefði tiökast aö helgistundin væri tekin upp með einni upptökuvél, án framleiðanda og væri aðeins hægt að hafa einn mann i myndatöku i einu. Hefði hann ætlað aö bregða út af þessum vana fyrir æskulýðs- daginn sem haldinn var 2. mars og fá ungling með sér 1 upptöku, en þvi hefði verið neitað eins og áður sagði. Hefði hann nú sent út- varpsráði bréf, þar sem þess er óskaö að helgistundin fái betri að- stöðu en verið hefur. Þess má einnig geta, að blaða- fulltrúi kirkjunnar, sr. Bernharð- ur Guðmundsson sendi útvarps- ráði bréf fyrir um hálfu ári, þar sem bornar voru fram ýmsar til- lögur um kirkjulegt efni i rikis- fjölmiðlunum, en þvi bréfi hefur enn ekki verið svarað. —HR Þessi mynd var tekin á aöventu 1970 en þá sá sr. Ingólfur Guömundsson einmitt um helgístundina i sjón varpinu. Sjónarhorn Halldór Reynisson skrifar Æsifrétta- mennska síðdegis- Dlaðanna Ung og tannhvöss kona brýndi raust sina i Morgun- póstinum nýlega og lýsti þar mikilli vanþóknun sinni á svo- kallaðri æsifréttamennsku. Kenndi hún siðdegisblöðunum um, en viðurkenndi þó að hún ’.æsi sjaidnast þau blöð. Fyrir skömmu söng svo dómsmála- ráðherrann fyrrverandi i sömu tóntegund, þegar hann kastaði hnútum að siðdegis- blöðunum fyrir „vændi i fréttamennsku”. Okkur sem vinnum á „æsi- fréttablöðunum” þykir illt að sitja þegjandi undir slikum dylgjum, þvi dylgjur eru það meðan rökin eru ekki betri en raun ber vitni. Auk þess skil- greina þessir gagnrýnendur svokallaðrar æsifrétta- mennsku sjaldnast nákvæm- lega hvað þeir eiga við með þvi orði. Hvað er þá æsifrétta- mennska og hverjir skrifa æsifréttir? t málvitund fólks er orðið varla annað en óná- kvæmt slagorð með þoku- kenndu innihaldi. Þó mun merkingarkjarninn e.t.v. vera sá, að meira sé gert úr fréttum en efni standa til og þá i þeim tilgangi að kalla fram tilfinn- ingaleg viðbrögð hjá fólki. Ekki skal ég fyrirtaka að þetta hendi i fréttaflutningi siödegisblaðanna — en missek ætla ég þau vera i þessu máli. Hins vegar eru þau þó ekki ein um slik „æsiskrif” — eða mundu pólitiskt litaðar fréttir morgunblaðanna ekki oft geta . fallið undir þá skýrgreiningu sem að framan getur? Þar er oft gert meira úr ákveðnum fréttum en efni virðast standa til, ef með þvi móti má koma höggi á pólitiska andstæðinga meö tilfinningalegri skirskot- until lesenda. Sérstaklega var þetta áberandi fyrir siðustu kosningar þegar öllum til- raunum til óhlutdrægrar fréttamennsku var vikið til hliðar — og þá þagði Vilmund- ur. Rikisfjölmiðlarnir verða hins vegar varla sakaðir um æsifréttamennsku af neinu tagi, enda virðist fréttaflutn- ingi þeirra ekki vera ætlað að vekja nein viðbrögð hjá við- takendum. . Eitt enn um æsifréttir sið- degisblaðanna: Þau hafa tam- ið sér gagnrýnni vinnubrögð en morgunblöðin yfirleitt og stafar það kannski af þvi að þau eru óháðari stærstu „hagsmunahópum” þjóöfé- lagsins, þ.e.a.s. stjórn- málaflokkunum en flokksmál- gögnin (þótt ekkert blað sé með öllu frjálst eöa óháð). Þeir sem sæta gagnrýni þeirra, reyna að sjálfsögðu að afsaka sig og kenna hana við æsifréttamennsku — jafnvel þó gagnrýnin sé á sterkum rökum reist. Þvi er það að oft má heyra orðið „æsifréttamennska” i munni kerfiskalla og „kaf- báta” sem helst vilja að sann- leikurinn um þá sjálfa liggi i þagnargildi. Halidór Reynisson biaöamaöur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.