Vísir - 02.04.1980, Page 8

Vísir - 02.04.1980, Page 8
vtsm MiOvikudagur 2. aprfl 1980 utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: DavfO Guðmundsson Ritstjórar: úlafur Ragnarsson Ellert B. Schram Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Frlða Astvaldsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.800 á mánuði innanlands. Verö I lausasölu .240 kr. eintakið. Prentun Blaöaprent h/f. SJÁLFSVIRÐING STJORNMÁLAMANNA Stjórnmálamenn hafa lengi legið undir því ámæli, að lítið mark væri takandi á loforðum þeirra og yfirlýsingum. Smám saman hefur almenningur fjar- lægst stjórnmálaf lokkana, og al- hæfir þá reyndar flesta með þeirri skilgreiningu, að pólitík sé leikur trúða og loddara. Þeir sækist eftir völdum valdanna vegna og lítill greinamunur sé á gerðum þeirra og stjórnarfram- kvæmdum þegar til kastanna kemur. Flokkarnir sjálfir hafa óneitanlega boðið þessu almenn- ingsáliti heim. Allar ríkisstjórnir áttunda áratugsins hafa lotið í lægra haldi fyrir verðbólgunni, allar hafa þær verið eftirgefan- legar gagnvart þrýstihópunum og enginn sjáanlegur munur hef- ur verið á ríkisafskiptum og rikisfjármálum, hvort sem við höfum setið undir vinstri stjórn ellegar hægri. Reyndin hefur einnig verið sú, að kjósendur hafa ekki veitt stjórnmálamönnum nægjanlegt aðhald, menn eru ekki gerðir ábyrgir orða sinna og fólk hefur frekar tekið mark á blekkingum en staðreyndum í þeirri barna- legu trú, að efnahagsvandi þjóðarinnar verði leystur án fórna. Stjórnmálamenn margir hverjir hafa blekkt kjósendur Hver og einn stjórnmálamaður gerir það upp við sjálfan sig hversu vandur hann vill vera að virðingu sinni, en vart er við þvf aö búast að kjósendur beri virðingu fyrir þeim, sem ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér. með slíku tali. Þannig komst vinstri stjórn Ólafs Jóhannesson- ar til valda og á sömu forsendum er stjórnarsáttmáli núverandi stjórnar byggður. Það er rétt sem forsætisráð- herra sagði við myndun stjórnar- innar, að minna varðar hvað í st jórnarsáttmála segir, hitt skipti öllu hvernig samstarfið gangi, og árangurinn verði. En orðheldni hefur löngum verið i heiðri höfð meðal fslendinga, og þá kröfu verður að gera til þeirra, sem gefa kost á sér til trúnaðar- og forystustarfa meðal þjóðarinnar, að þeir meini það sem sagt er, og geri ummæli sín gildandi. Nú skal það tekið f ram, að eng- in ástæða er til að fullyrða, að ráðherrar núverandi stjórnar séu ómerkilegri í þessum efnum en ýmsir aðrir stjórnmálamenn. En þeir haf a engu að síður dottið í þá sömu gryf ju, sem svo mjög hef ur rýrt álit og virðingu stjórnmála- manna og flokka. Þeir hafa enn magnað upp andúð og vantraust fólks á pólitísku starfi, og aukið þann trúnaðarbrest, sem ríkir milli fólks og flokka. Tökum þrjú nýleg dæmi. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra kemur á beina línu Vísis fimmtudaginn 28. febr. og lýsir yfir því, að skattar verði ekki auknir. Eftir réttan mánuð liggur það blákalt fyrir, að skatt- ar hafa verið hækkaðir um milljarðatugi. Tómas Árnason viðskiptaráð- herra endurtekur margsinnis opinberlega, að enginn gengis- felling sé framundan. Mánudaginn 31. mars fullyrðir ráðherrann í viðtali við blaða- mann Vísis, að gengið verði ekki fellt, og þau ummæli eru birt í blaðinu þann sama dag. Klukku- tíma eftir að blaðið kemur út, berst tilkynning frá Seðla- bankanum um 3% gengisfell- ingu, og jafnf ramt er upplýst, að gengið muni síga hratt um 5% til viðbótar í þessum mánuði. í st jórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar, sem birtur er 10. febrúar er tekið fram að „er- lendar lántökur verði tak- markaðar eins og kostur er". í dag er upplýst að erlendar skuldir muni aukast á þessu ári úr 50 i 95 milljarða króna og að skuldasöfnun ríkisins tvöfaldist. Frekari upptalning er óþörf. Þessi dæmi tala sinu máli. Að sjálfsögðu gerir hver og einn það upp við sjálfan sig hversu vandur hann vill vera að virðingu sinni, en vart er við því að búast að kjósendur beri virðingu fyrir þeim, sem bera ekki virðingu fyrir sjálfum sér. Stffar æfingar h|á Pólýfónkórnum: ,1 HELGIMESSA ROSSINIS frumllutt á föstudaglnn langa Pólýfónkórinn hyggst nú um páskana frumflytja hér á landi Helgimessu Rossinis. Ásamt kórnum sem skipar 130 manns taka fjórir einsöngvarar þátt i flutningnum og þrir undir- leikarar. Flutningur verksins tekur rúmar tvær klukku- stundir. Helgimessan er siðasta stór- verk Rossinis og var það ekki frumflutt fyrr en ári eftir dauða hans 1869. Rossini var eins og kunnugt er þekktastur fyrir að semja óperur i léttum dúr. Einsöngvararnir sem syngja með Pólýfónkórnum að þessu sinni eru Janet Price, ein þdckt- asta sópransöngkona Bretlands en hún hefur einu sinni áður sungið hér á landi þegar Pólýfónkórinn flutti Messias eftir Handel fyrir fimm árum. Meö bassahlutverkið fer annar breskur söngvari David Wilson Johnson, en Jón Þorsteinsson sem nú er við söngnám á Italiu syngur tenorhlutverkið. Ruth L. Magnússon fer svo meö alto- hlutverkið. Undirleikarar verða Agnes Löve og Anna Málfriður Sigurðardóttir en þær leika á pianó og Hörður Askelsson leikur á harmonium. Pólýfónkórinn hefur unnið aö æfingum messunnar i rúma tvo mánuði og hefur hann æft stift siöustu dagana. Stjórnandinn er sem áöur Ingólfur Guðbrands- son. Verkið verður flutt i Háskólabiói á föstudaginn langa og laugardag fyrir páska og hefjast tónleikarnir báða dag- ana kl. 14. Verð miöa er kr. 4000 og eru þeir seldir i titsýn, Hljóöfærahúsi Reykjavikur og hjá Eymundsson. — HR— HR Pólýfónkórinn hefur sft stift sfðustu dagana og á þessari mynd sem tekin var fyrir skemmstu á æfingu kórsins, má sjá Jón Þorsteinsson einsöngvara veita smátilsögn I þvi hvernig á að nota röddina rétt. Visismyndir JA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.