Vísir - 02.04.1980, Qupperneq 9

Vísir - 02.04.1980, Qupperneq 9
.* < » * VÍSIR Miövikudagur 2. aprfl 1980 /v. f, y% ^ ’*t-{- iv» t *' *•> i ■ ■#f, ^ AM 'I .. . 5 p: • íÉWi í? % V;; . - ;> '» , . ;!> v■** * ‘V* f Mannskaöar á sjó hafa veriö eins konar hrikasaga viö hliö hinnar almennu sögu þjóöar og iands. if EIGI ER EIN BARAN STOK Pf Sjóslysasaga Islendinga er oröin löng og ströng. Fyrstu stórslysin á sjó hafa eflaust orö- iö á tima iandnáms, þótt þeirra sé ekki getiö itarlega. Menn hurfu I hafi eins og þaö er oröaö, eöa þá aö þeir fengu siglingu stranga. Skinnbækur leyföu ekki óhóflegan texta, og svo ber aö hafa i huga aö litlar eöa eng- ar frásagnir var aö hafa af sjó- hrakningum. Menn voru upp- teknir viö aö deyja á öörum vettvangi sér til lofs og dýröar i þann tima. Mesta sjóslys fortiö- ar mun eflaust hafa veriö þegar fjöldi skipa fórst I hafi viö land- nám Grænlands. Engar sam- bærilegar frásagnir eru af skip- töpum aö finna annars staöar i sögum tslendinga frá fyrri tima. En þetta var á dögum vlk- ingaaldar, þegar ekki þótti taka þvi að skrásetja aöra sjósókn en þá, sem fylgdi þvl að fara í önn- ur lönd eöa i hernað. Og það er ekki fyrr en kemur aftur í mið- aldir, að annálar skýra frá skip- töpum hér við ströndina, sem rekja má til almennrar sjósókn- ar. Ber þar margt á góma, sem vegna fjarlægðar I tima hefur á sér blæ þjóðsögunnar og fylgja ókannaðar skýringar á itökum stóljarða, eins og þegar maður rekst á hugmyndir um sjávar- götu norðan frá Möðrudal á Fjöllum til löngu aflagðrar ver- Bstöðvar vestanvert við Horna- fjarðarsvæðið. En sú stöð átti frekar að hafa lagzt niður vegna ótæpilegra mannskaða en vegna þess að Vatnajökull hafi lagt undir sig sjávargötuna. Ástmögur á Guðs f und Þannig hafa mannskaðar á sjó verið eins konar hrikasaga við hlið hinnar almennu sögu þjóðar og lands. En svo fór að lokum, að saman voru teknar bækur hinnar samfelldu slysa- sögu, sem Steinar J. Lúðvlksson hefur samið og nefnt „Þraut- góöir á raunastund”. Ég hef ekki það safn undir höndum og kann ekkert um það að segja, nema mér sýnist vera um þarft verk að ræða, svo langt sem það nær. Eflaust er þar að finna margt fleira en höfðingjasögu, svo sem vera ber, en auðvitað. hefur það verið hinn almenni sjómaður, sem mesta afhroðið hefur beðið i viðureigninni við hafið útundan strönd og vog og öðrum þeim stööum, þar sem hann kaus að koma afla á land og kalla verstöð. Einstök sjóslys hafa siðan eignast fastan sama- staö i þjóðarvitundinni. Svo er um slysið á Breiðafirði, þegar Eggert Ólafsson sigldi ásamt konu sinni á „Guðs slns fund”, eins og Matthias orðaöi það. Grimur Thomsen orti llka um þessa feigðarsiglingu Eggerts og margir fleiri. Jónas Hall- grlmsson sá hann fyrir sér sem saltdrifna hetju risna upp af bárum. Þannig urðu einstök sjóálys til að lifa lengur I minn- ingunni en önnur, en auðvitað vegna þess að sársaukinn sem fylgdi var samsöfnun þeirrar hryggðarsögu, sem öll sjóslys eru og hafa verið okkur. Við Landeyjasand Það er ekki fyrr en á nitjándu öidinni, sem greinileg skráning sagna af sjósókn og sjóslysum hefst. Minnist ég i þvi efni höf- unda á borð við Eyjólf á Hvoli og Guðna Jónsson, magister, sem báðir voru sérstaklega kunnugir einhverri hafnlaus- ustu strönd sem fyrirfinnst við norðanvert Atlantshaf. Margt bar I drauma og margir fyrir- boðar voru uppi fyrir verstu slysin, og fylgdi slikt tlmanum. En menn létu engin váboð aftra sér og fyrr en varði varð ekki frekari saga sögö af þeim. Sjó- sókn frá Suöurlandi og Suöur- nesjum jókst eflaust töluvert á nítjándu öldinni, en henni fylgdi auðvitað hlutfallslega meiri lifshætta. Og eitthvað hefur bor- ið við, sem kom Grlmi Thomsen til aö yrkja: Eigi er ein báran stök: yfir Landeyjasand dynja brimgaröablök, búa sjómönnum grand, búa sjómönnum grand: magnast ólaga afl, — einn fer kuggur i land: ris úr gráðinu gafl, þegar gegnir sem verst, niu, skafl eftir skafl, skálma boðar I lest, — eigi er ein báran stök — ein er síöust og mest, búka flytur og flök, búka flytur og flök. Þetta gætu með vissum hætti talizt eftirmæli um sjósókn neöanmóls Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, skrifar um sjóslysin, sem fylgt hafa þjóðinni frá upphafi Is- landsbyggðar og segir að mannskaðar á sjó hafi verið eins konar hrika- saga við hlið hinnar ai- mennu sögu þjóðar og lands. nítjándu aldar, svo mannfrek varð hún um það er lauk og stærri og meiri skip komu til sögunnar. Skýjafar og draumar I dag eru skip búin vel til veiða, en þau eru enn sem fyrr sú ferjufjöl, sem Bólu-Hjálmar kvaö um og sagði að flyti I drott- ins nafni. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir fjölþættan búnað verða enn sjóskaðar, sem eru þeim mun hryggilegri, þegar vitað er að fátt er lengur á huldu um veðrahaminn, þennan mein- vætt sjósóknara frá fyrstu tið. Fyrrum urðu menn aö spá I skýjafarið og drauma slna, áöur en þeir sóttu á hafiö á skoplitl- um kænum. Nú ætti enginn að treysta á slíkt. A seinni hluta tuttugustu aldar ætti að vera hægt að koma viö skipulagi, sem stórlega drægi úr áhættu við sjósókn, einkum þegar haft er I huga að skipakostur er nú meiri og betri en áður, og jafn- vel smábátar eru ekki lengur knúðir áfram af handaflinu einu. Þjóð, sem lifir aö stórum hluta á sjósókn hefur I raun ekki efni á þvl að svo til árvisst sé að sjómenn láti lifið vegna veöurs. Það er I sjálfu sér svo frumstætt atferli að ekki nær nokkru tali. Ofurefli veðurs og vinda Auövitað verður aldrei hægt að koma alveg I veg fyrir slys, hvorki á sjó eða annars staöar. En það er alveg ljóst, að veöur á ekki að þurfa að valda mann- dauöa á sjó nema þá I slikum af- brigðum, að jafnvel bezta tækni samtimans fái ekki séð þau fyrir. Veðurlýsingar og öflun veðurfrétta er orðin nógu full- komin til aö hægt er að færa meira vald i hendur Veöurátofu Islands en spávaldið eitt. Viö erum nú að byrja aö stjórna fiskveiðum I verndarskyni og reka sjómenn I land á vissum timum og banna þeim að veiða á vissum svæðum. En það hefur ekki verið orðaö mér vitanlega, að alveg eins er hægt að banna þeim að róa i vitlausu veðurút- liti. Veðurstofan tilkynnir að sjálfsögðu um veður á miðunum við landið. Stundum boöar hún storm og stundum fárviöri, þótt það sé fremur sjaldan sem betur fer. Engu að slöur virðast snögg áhlaup geta valdið mann- sköðum, eins og þau hafa gert frá ómunatiö. Sjósókn er með vissum hætti hernaður, sem kemur m.a. fram I þvl, að jafn- vel á Islenzka skipaflotanum er viðhafður mannviröingastigi frá skipstjóra og niður úr, og þessi mannvirðingastigi er jafn- vel virtur. Þetta kemur auðvit- að til af þvi, að á hættulegum stööum veröa einhverjir aö ráða. I hernaði þætti það ekki góð latlna að stefna gegn ofur- efli veðurs og vinda. Veðurstofan banni róður Til eru óyggjandi sannanir fyrir þvi, að sjór hefur drepiö fleiri íslendinga en góöu hófi gegnir. Ástæðurnar eru ljósar. Veðuráhlaup eiga þar stærstan hlut. Og fyrst svo er hlýtur öllum að vera ljóst, að þeir sem vita mest um veður hér á miö- unum, eiga að hafa mest um þaö að segja, hvenær skuli fara á sjó og hvenær ekki. Hér er átt við Veðurstofu tslands. Það er fag fiskifræöinga að hugsa um þorskinn og ýsuna, og hvaö það nú heitir þetta sjávarfé, sem við byggjum afkomu okkar á. En það hlýtur jafnframt að vera skylda stjórnvalda að sjá svo til, að sjómönnum sé ekki sýnd minni umhyggja á næstu árum og um alla framtið. Veðurstofa Islands á að hafa heimild til að banna mönnum aö fara á sjó I ákveðnum veðurskil- : yröum og leyfi til að kalla báta ; inn eða I var, þegar hún telur sig sjá fyrir stórviðri við ströndina. Vel má vera aö þaö komi á dag- inn, að I einstöku tilfellum hafi bann eða heimkall verið óþarft. En hverju skiptir það þegar um mannsllf er aö tefla. Sjóslysa- sagan við strendur landsins er orðin of mannfrek. Það er kom- inn timi til að henni linni að mestu með heppilegri forsjá þeirra, sem hverju sinni eiga aö vita um lifshættuna. Þá gæti svo farið aö landeyjasandarnir yröu ekki eins brimharðir og þeir hafa löngum verið I garð þeirrar stéttar, sem missir menn I sjó á hverjum vetri, eins og það sé eitthvert eitthvert óskráö lögmál. IGÞ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.