Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ sumum handritum væri skilin eftir eyða fyrir upphafsstafi í annars heilu handriti. „Mér finnst ósenni- legt að teiknarinn skilji eftir eyðu og þá fer maður að velta því fyrir sér hvort það hafi verið ákveðnir menn sem skreyttu handritin og teiknuðu myndirnar,“ sagði hún. „Reyndar er í einstaka tilfellum vit- að hver það var sem skrifar og að hann hafi náð leikni og árangri í teikningu vegna þess að hann var ekki hæfur til erfiðisvinnu. Ég tel mig vita hver teiknaði nokkrar af frumlegustu teikningunum úr nátt- úrufræði. Hann titlaði sig Jón bónda Bjarnason frá Þórarinstungu í Vatnsdal og var uppi 1791–1861. Ég hef reynt að kynna mér sögu hans en það er ósköp lítið vitað um hann annað en það sem stendur í eftirmælum um hann, að hann hafi verið fróðleiksfús en sérlunda. Svo eru aðrir einstaklingar sem ég veit ekki hverjir eru sem eru snillingar í stafagerð. Sú vinna er öll í mjög háum gæðaflokki.“ Lítið brot Ásrún sagðist vera sannfærð um að þegar listfræðingar og aðrir þeir, sem stunda rannsóknir, skoðuðu myndirnar yrði að endurskrifa sögu myndlistarinnar. Sú saga væri aug- ljóslega mun viðameiri en talið hefði verið til þessa. „Ég held að listfræð- ingar muni vilja bera myndirnar saman við samtímamyndir annarra þjóða og þá kemur ábyggilega ým- islegt í ljós,“ sagði hún. „Í Lands- bókasafninu eru um fimmtán þús- und handrit auk handrita á Árnastofnun í Kaupmannahöfn, söfnum í Svíþjóð og á Bretlandi, en þar liggur mikið af fallegum og dýr- mætum handritum sem gætu veitt okkur enn sterkari og skýrari yf- irsýn. Myndir í öllum þessum hand- ritum skipta þúsundum en lausleg könnun leiddi í ljós að gera má ráð fyrir að í þúsund handritum séu um tíu þúsund myndir eða myndlist- artengt efni. Af þessu má ráða að einungis lítið brot er komið upp á yfirborðið.“ Undanfarna sex mánuði hefur Ásrún haft aðstöðu í Landsbóka- safninu og hefur hún notið aðstoðar handritafræðinga handritadeildar en auk þess hefur Hákon Skúlason bókmenntafræðinemi starfað að verkefninu í sumar en til þess fékk hann styrk Nýsköpunarsjóðs. Búið er að skoða og skrá um 500 handrit og taka um 900 stafrænar ljósmyndir og enn er mikil vinna framundan. „Við byrjuðum á að fletta hverri einustu síðu í handriti númer eitt í minnsta „bókasafni“ handritadeildar, bókasafni Hins ís- lenska bókmenntafélags, Reykja- víkurdeild, en það telur um 370 handrit,“ sagði Ásrún. „Eftir að þeirri vinnu var lokið mótuðum við vinnubrögð og skrásetningu. Ég vil líka taka fram að auk fag- Úr galdrahandriti sem skrifað var af Lofti Sigurðssyni í Dölum um 1819. Jón bóndi Bjarnason á einnig heiðurinn af þessum „skrýmslisdýrum“. YOGA FYRIR ALLA Kynningartími verður mánud. kl. 18:20 Líkamsrækt sem styrkir og nærir bæði huga og líkama. Léttir á spennu, losar um kvíða og stuðlar að auknu jafnvægi. Námskeiðið byggir á bæði Kripalu Yoga og Ashtanga Yoga (Power Yoga) og er ætlað jafnt byrjendum og þeim sem hafa reynslu af yoga. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 og 19:00 á Háaleitisbraut 11. Spennulosun - Jafnvægi - Lipurð - Styrkur Einar B. Ísleifsson yogakennari, sími 554 5683 og 896 6005 > Windows 2000 Domain ........ 25. október > Exchange 2000 Server ...... 22. nóvember > SQL 2000 Server ................ 29. nóvember > Windows XP Domain .......... 6. desember > .NET umhverfið ................ 11. desember Kynningarnar eru ætlaðar fagfólki eða stjórn- endum sem vilja samþjappaðar upplýsingar um tiltekinn hugbúnað. Verð kr. 14.500. Hádegisverður innifalinn. Nánari upplýsingar og skráning í síma 533 3533 eða á www.ctec.is. Faxafeni 10, 1. hæð · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is > CTEC á Íslandi býður upp á eins dags kynningar Mikið úrval kr. 4.900 - Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Velúrgallar Nú er hver að verða síðastur að ná í barnabuxur á kr. 500 og boli á kr. 500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.