Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 6

Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 6
Þeir þakka það um- burðarlyndum kenn- ara við Mennta- skólann í Hamrahlíð að nokkrir ungir menn iðkuðu músík í ríkari mæli en sögu á sínum tíma. Skapti Hallgrímsson skemmti sér með Stuðmönnum, en á morgun kemur út 40 laga safndiskur, Tvöfalda bítið, með lögum hljómsveit- arinnar. Morgunblaðið/Ásdís EINN, tveir. Einn, tveir, þrír, fjór...Ímynduð jörvagleði stendur yfir íónefndu samkomuhúsi á Íslandi.Gólfið er þéttskipað og hver kjafturtekur undir með hljómsveitinni. Hefjum swingið, syngjum jazz, syngur kona á miðjum sextugsaldri og dillar sér, og drengur um það bil helmingi yngri botnar: sveiflan fellur eins og flís við rass, það jafnast ekkert á við jazz. Fremst á sviðinu vinstra megin situr maður á miðjum aldri og sveiflar fótunum; hann vonast til þess að skjóta einstaka spurningu að tveimur skemmtikraftanna á milli laga; fyrrverandi menningarfulltrúa lýðveldisins í erlendri stór- borg, hljómborðsleikara Stuðmanna, texta- og lagahöfundi, Jakobi Frímann Magnússyni og gítarleikara sveitarinnar og afkastamesta texta- smiði, Þórði Árnasyni úr Borgarnesi. Það er engin leið að hætta, það er engin leið að hætta, það er engin leið að hætta’ð syngja svona ... kyrjar maður á sjötugsaldri og tekur sóló á loft- gítarinn. Stuðmenn hafa notið mikill vinsælda síðan fyrsta breiðskífan, Sumar á Sýrlandi, kom út fyrir rúmlega aldarfjórðungi. En hvers vegna safnplata nú? Því svarar hljómborðsleikarinn: „Það er sennilega þeirra hjá útgáfunni að svara fyrir það. Við fréttum það af tilviljun í fyrra að til stæði að gera plötu tileinkaða Með allt á hreinu; það gleymdist alveg að segja okkur af því, en þeir höfðu samband við okkur út af þessari plötu! Þeir eru búnir að tala um það dá- lítið lengi um að gera myndarlegt heildarsafn. Það var einu sinni gerð slík tilraun fyrir all- mörgum árum en ekki sérlega vandað til þess, mjög tilviljunarkennt var hvað lenti á þeirri plötu og engar upplýsingar sem fylgdu. Við lýst- um yfir nokkurri óánægju með það. Þá var okk- ur lofað að staðið yrði betur að því næst og mér sýnist að það muni verða fullur sómi af þessu tvöfalda bíti.“ Rétt er að skjóta því hér inn að á hljómsveita- gæjamáli er orðið bít notað yfir það sem kallað er taktur af okkur hinum. Hvers vegna þetta nafn á plötuna? „Tvöfalda bítið er eitt af lögunum. Hafi Stuð- menn þjónað hlutverki kommentatorsins í ný- gildu tónlistinni þá er sannarlega í Tvöfalda bít- inu að finna vissa sögulega úttekt á ákveðnu blómaskeiði íslenskrar tónlistar þar sem Jökull- inn var í nokkru aðalhlutverki; trommuleikarinn Gunnar Jökull Hákonarson sem nú er nýlátinn. Og það má segja að honum og hans listformi, tvöfalda bítinu, séu gerð góð skil í því tiltekna lagi,“ segir Jakob Frímann. Tvö lög á plötunni hafa ekki verið gefin út áð- ur; Með allt á hreinu sem hljómað hefur í út- vörpum landans síðustu vikurnar og Heví Metal Maður, „sem er ákveðið komment á annars kon- ar bít, ekki tvöfalda bítið heldur hevímetal bítið. Í laginu má segja að kallist á hagamúsík og húsamúsík – sveitatónlist og stórborgartónlist,“ segir Jakob áður en hann rennir sér í næsta lag. Tvöfalda bítið, þessi tvöfaldi safndiskur, er að verulegu leyti mótaður af einum af dyggustu aðdáendum og áhangendum hljómsveitarinnar frá upphafi, Höskuldi Höskuldarsyni, – eins og Jakob Frímann orðar það, „sem var í félagi við tvo aðra pilta einhver þaulsæknasti gestur sem Stuðmenn hafa notið nærveru af, þeir Ákavít- isbræður eins og þeir voru kallaðir. Þeir fylgdu okkur hvert fótmál árum saman, jafnvel til út- landa ef hljómsveitin brá sér.“ Þórður: „Svona hópar hafa dúkkað upp með reglulegu millibili og yfirleitt verið karlkyns ...“ Jakob: „Meira að segja áður en kvenmaður kom í hljómsveitina voru grúppíurnar allar karl- kyns!“ Þótti ykkur það aldrei sérkennilegt? Jakob: „Við skiljum það betur núna eftir að einn úr hljómsveitinni kom út úr skápnum, en við skildum ekkert í því þá.“ Var ekki erfitt að velja 40 lög af öllum þeim fjölda sem þið hafið gefið út? Var nokkuð slegist um hvað færi á plötuna? Jakob: „Það var furðu lítið. Við höfum gefið út um 150 lög í nafni Stuðmanna, Höskuldur valdi upphaflega um 35 lög en við bættum inn lögum sem okkur þótti hafa gildi; ekki endilega að þau hefðu náð miklum vinsældum en sem voru í sér- stöku uppáhaldi hjá hljómsveitinni. Til dæmis Láttu mig gleyma, þar sem Þórður miðlar okkar af ljómandi skemmtilegri lífsreynslu. Líka lagið Hringur, sem hljómsveitinni þykir afskaplega vænt um. Það hefur aldrei verið spilað sérlega mikið í útvarpi miðað við önnur lög en okkur finnst hvað skemmtilegast að flytja það lag á samkomum.“ Mikið lifandi skelfingar ósköp eru þær lásí, við neitum að láta bjóð’okkur hvað sem er glym- ur svo í græjunum. Söguskoðun Stuðmanna heldur áfram og næst þegar þeir draga andann og gesturinn á sviðinu nefnir að þeir hafi alltaf verið miklir söguskoðunarmenn, segir Jakob Frímann: „Það er dálítið skondið vegna þess að þegar við kynntumst í Menntaskólanum við Hamrahlíð voru það einatt sögutímar Einars Laxness sem urðu fyrir valinu þegar við vildum taka okkur frí til að músísera; ekki að þeir væru ekki bærilega skemmtilegir en kannski vegna þess að hann var kennaranna umburðarlynd- astur gagnvart skrópi. En það má segja að okk- ar söguáhugi hafi alls ekki dofnað við það að skipta á sögutímum og músíktímum.“ Segja má að það sé happ þjóðarinnar hve umburðarlyndur hann var ... Jakob: „Já, þess vegna. Við gefum að minnsta kosti skólanum okkar fullt kredit fyrir að hafa, ekki bara leitt okkur saman ...“ Þórður: „... heldur ljáð okkur kompu til að músísera í ...“ Jakob: „... og örva okkur. Í fyrsta skipti sem hljómsveitin kom svo fram voru viðtökurnar ótrúlega góðar. Ekki að hljómsveitin hafi verið sérlega góð eða flink heldur féll sá tónn sem sleginn var mjög vel í kramið. Þvert á hippatím- ann vorum við með brilljantín í hárinu og í ferm- ingarfötum en ekki hippamussum. Stundum hefur okkur tekist betur en í annan tíma að fara á móti straumnum, að einhverju leyti er gald- urinn kannski er fólginn í því.“ Sigurjón digri, hvað ertu að vilja upp á dekk þú ert ruddaleg týpa með vonlausan tónlistarsmekk. Jakob: „Eftir hið bláeyga rokk- og popptíma- bil kom á sínum tíma þungt og dópað tónlistar- tímabil þar sem öllu var fórnað á altari sjálfs- skoðunarinnar; Hver er ég? var sú spurning sem reynt var að svara og margir döguðu uppi rýnandi í eigin nafla við það að reyna að finna svörin. Með lífsgleði hinna upprunalegu Bítla en lausir við komplexana komu Stuðmenn fram á réttum tíma. Kjarni málsins er nokkuð sá sami í dag og hann var þá.“ Menntaskólahúmor er fyrirbæri sem margir kannast við; mér finnst eins og þetta hugtak hafi fylgt ykkur í aldarfjórðung ... Jakob: „Ef okkur finnst gaman skín það von- andi í gegn.“ Tómas leggur nú frá sér bassann og leggurorð í belg: „Við erum löngu komnir frámenntaskólahúmornum. Nú er þetta orðinn okkar eigin Stuðmannahúmor.“ En hvað segir hann; hvers vegna virðist allt svona gaman hjá Stuðmönnum? „Mér finnst fyrst og fremst mjög gaman að vera í góðri hljómsveit og góðum félagsskap. Ef fólkið væri leiðinlegt og hljómsveitin vond væri ég löngu hættur! Þetta hefur verið langur tími en skemmtilegur.“ Jakob: „Ekki það að okkur sé sérlega mikið um að koma því á framfæri hve hljómsveitin er orðin fjörgömul en hún var faktískt stofnuð 1969 og kom fyrst fram 1970 þegar við vorum í fyrsta bekk í MH. Við Þórður erum þeir einu sem hafa verið með í hljómsveitinni frá upphafi, hinir smátíndust inn. Þótt einhverjir hafi gengið úr skapti hafa aðrir bæst við ...“ Þórður: „Það hafa nú ekki margir hætt. Þetta er óvenju „stabíll“ mannskapur. Það hafa fleiri hætt í Rolling Stones en Stuðmönnum...“ Jakob: „Þetta er hreint ekki svo slæm vist þrátt fyrir allt.“ Má ekki segja það eitt helsta einkenni hljómsveitarinnar hve vel hefur heppnast að skera sig úr; fara á móti straumnum? Jakob: „Að fara á móti straumnum með tung- una úti í kinn, má kannski segja. David Bowie hefur á vissan hátt farið á móti straumnum en hann hefur alltaf verið grafalvarlegur en við höf- um faktískt verið að gera gys að bæði sjálfum okkur, samtímanum og sérstaklega fortíðinni sem við erum sprottin úr. Í einni fyrstu lumm- unni Honey Will You Marry Me? er gert stólpa- grín að amerísku búga-sveiflunni og lög eins og Á Spáni er komment á tónlistararfinn sem for- eldrar okkar báru með sér frá Mallorca úr fyrstu sólarlandaferðunum.“ Fyrstu fjögur lögin ykkar komu út á tveimur litlum plötum en ekkert þeirra er með á safnútgáfunni ... Jakob: „Á fyrstu plötunum vorum við Valgeir Guðjónsson bara tveir, þetta var varla orðið hljómsveit þó svo lögin væru gefin út í nafni Stuðmanna. Eitt þeirra, Whoops-Scoobie-Doobie, er talið eitt allra versta lag Stuðmanna fyrr og síðar og hafa allir í hljómsveitinni reynt að hvítþvo sig af því að hafa komið nálægt því lagi, meira að segja báðir þeir sem hér sitja þó hvorugur sé saklaus af því.“ Þórður: „Það hefur aldrei verið sannað og verður aldrei sannað.“ Jakob: „Það er ekki fyrr en Sumar á Sýrlandi kom út að þetta er orðin alvöruhljómsveit þann- ig að við miðum útgáfusögu okkar dálítið við sumarið 75.“ Þið hafið gjarnan þótt mjög þjóðlegir. Tilviljun hefur væntanlega ekki ráðið því að fyrsta breiðskífan kom út 17. júní sumarið 1975, eða hvað? Jakob: „Nei, nei, nei. Það var ekki tilviljun. Við erum börn hins nýstofnaða lýðveldis; sann- kölluð óskabörn lýðveldisins að eigin mati. Blessaður þjóðhátíðardagurinn hefur sannar- lega verið habbður í heiðri og allir Jónar Sig- urðssynir Íslandssögunnar. Við höfum oft gefið út á 17. júní og ein kynningarhefðin sem við stóðum fyrir þótti umdeild; þegar hljómsveitin kom fram í mjög þjóðernislegum nasistabúning- um ...“ Þórður: „... nei, nei, nei. Þetta voru fallegir skátabúningar.“ Jakob: „Ragnhildur var í Hitlers-gervi ef ég man rétt, en Þórður leit meira á þetta eins og Hjálpræðishersbúninga og myndi aldrei gang- ast við því að það mætti lesa eitthvað misjafnt milli línanna á ljóði hans Reitum arfann. Þar er alls ekki í rauninni verið að fjalla um það að reita arfa heldur fyrst og fremst eitthvað allt annað.“ Þórður hlær og neitar að útskýra umræddan texta. „Enda er lagið ekki á þessum diski.“ Jakob: „Hins vegar kveður við dálítið svip- aðan tón og í laginu Sumar í Reykjavík. Það má segja að þar komi framsýni og glöggskygni Þórðar berlega fram þegar hann sér fyrir sér Kínahverfi í Reykjavík og öll litlu indversku börnin sem sippa á sokkaleistunum og svo sér hann fyrir sér sporvagn á Suðurgötunni. Sagan á eftir að leiða í ljós að Tóti gítar er sannkallaður spámaður í eigin föðurlandi. Rammlega og vandlega girtur í eigin föður- land líka. Ef einhver stendur tveimur fótum djúpt í íslenskri fornmenningu þá er það Þórður Árnason Borgnesingur.“ Þórður: „Bull er þetta.“ 6 B SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.