Morgunblaðið - 21.10.2001, Síða 7

Morgunblaðið - 21.10.2001, Síða 7
í Rifsberja en þar var allt annar útgangspunkt- ur. Stuðmenn lögðu upp með brosandi skátalög að leiðarljósi.“ Þórður: „Réðust á garðinn þar sem hann var lægstur!“ Jakob: „Allir í hljómsveitinni voru búnir að vera að fást við þunga tónlist áður en sveitin fór raunverulega í hljóðver. Þegar þangað kemur eru menn svo að leika sér með tónlist sem þeir ráða mjög vel við, leikur dálítið í höndunum á þeim; alls kyns stílbrögð, alls kyns útúrdúrar, þannig að það er ekki verið að rembast mikið við það að ná einhverju eða gera eitthvað heldur ertu að gantast með stílbrögð, form og orð ... Ég held að stærsta skýringin á því að fólk er tilbúið að kaupa sig inn á þessa hljómsveit og kaupa plöturnar hennar ár eftir ár er að hljómsveitin er mjög vel spilandi á góðu kvöldi. Það er ekkert sjálfgefið; þó til séu margar ágætar sveitir af yngri kynslóð þá er eins og áherslan hafi færst að mörgu leyti á aðra hluti en það að geta spilað almennilega á hljóðfæri; jafnvel það að kunna vel á tölvu og plötuspilara og geta rímað á mikl- um hraða einhverjar strófur. En það er kannski ekki eins vel fallið til að festa sig í heilaberkjum mörlandans.“ Skátastemmning, segir Jakob. „Hana má eig- inlega rekja beint til móður Valgeirs Guðjóns- sonar, Margrétar Árnadóttur frá Hánefsstöð- um, sem ég myndi vilja útnefna sem einhvers konar guðmóður hljómsveitarinnar. Valgeir var náttúrlega mjög mikilvægur frumherji í hljómsveitinni, sem hafði fengið ríkulegan arf úr móðurgarði; bæði gítarkunnátt- una og þetta beint-í-æð mentalítet. Valgeir og móðir hans bregða gjarnan á leik saman og taka norsk vísnalög. Hún hefur örugglega haft mikil áhrif á son sinn, bæði veitt honum það sjálfs- traust sem varð hans sterkasta vopn og eins í því að kenna honum á gítar og syngja einföld og smellin lög. Línan var dálítið lögð af frú Mar- gréti í þessu tilliti. Svo hefur verið farið í ýmsar áttir út frá þessu.“ Valgeir var á sínum tíma afkastamesti höf-undur Stuðmanna en hætti í hljómsveit-inni á ofanverðum níunda áratugnum. Jakob: „Við höfum sárt saknað hans, en þegar hann ákvað að ganga sinn eigin veg þá reyndist sem betur fer vera maður í hljómsveitinni vel í stakk búinn til að taka við textasmíðahlutverki hans og gera það með nýjum og öflugum hætti. Það var hans gamli granni og meðleikari úr hljómsveitinni Komplex úr Réttarholtsskóla, Þórður Árnason. Þá voru um leið lagðar meiri og þyngri skyldur á okkur hina að koma með lög og hugmyndir og við reynum að rísa undir þeim væntingum – en útilokum ekkert frekara sam- starf við Valgeir ef honum snýst hugur einhvern tímann.“ En ég get ekki gert neitt að því að ég er bara eins og ég er, ég get ekki gert neitt að því. Jakob: „Staðreyndin er sú að okkur hefur reynst best að starfa í einhvers konar hópefli þó vissulega sé hver og einn fullfær um að semja bæði lag og texta hjálparlaust. Hitt hefur þó verið meira einkennandi og ég hef verið mikill talsmaður þess að menn bæti hver annan upp. Á sínum tíma greindi þarna á milli okkar og Valgeirs, sem fannst kominn tími til að hann stigi meira fram sem afgerandi höfundur laga og texta. Hann hafði auðvitað sýnt og sannað að hann var prýðilega fær um það, en okkur fannst það hins vegar, og finnst enn, farsælast fyrir Stuðmenn að sem flestir í hljómsveitinni komi að þessu; að menn barni hugmyndir hver annars og editeri hver annan. Það þarf að vera í dálítið nánu andlegu samneyti við fólk til að geta farið inn á svið þess og leyft sér að editera það. En það gengur vel hjá okkur.“ Þórður: „Þetta er svipað eins og hópur fólks ætli að innrétta sér íbúð eða herbergi. Ef ein- hver í hópnum þolir ekki einhvern ákveðinn lit verður að taka tillit til þess þannig að allir geti sætt sig við það frekar en að láta einhvern einn sjá um það.“ Jakob: „Þegar upp er staðið passar liturinn miklu betur. Meðal annars vegna þessa hafa hljómsveitarmeðlimir fundið sig knúna til þess að sinna öðrum störfum – tónlist og fleiru – með- fram hljómsveitinni í gegnum tíðina. Við segjum gjarnan ef menn koma með lög sem passa ekki endilega fyrir Stuðmenn: settu það bara á sóló- plötuna þína, vinur.“ Þannig að ekkert af músík verður ónýtt þótt hún komist ekki að hjá Stuðmönnum ... Jakob: „Nei, nei. Gott lag er gott lag. Egill hefur gefið út þrjár sólóplötur og þar hafa verið Jakob: „Hann var kallaður Þórður bóndi á sínum tíma þegar hann gerði út hljómsveitina Litla matjurtagarðinn sem var einskonar for- veri annarrar ræktunarsveitar sem kölluð var Rifsberja, sem ýmsir Stuðmenn voru í. Þessi Rifsberjahljómsveit er í rauninni bæði grunn- urinn að Stuðmönnum og Þursaflokknum.“ Þórður: „Þarna voru sem sagt nokkrar hljóm- sveitir úr jurtaríkinu til viðbótar við hina frægu Flowers ...“ Fyrstu breiðskífur Stuðmanna voru teknar upp í Bretlandi um miðjan áttunda áratuginn. Þórður: „Áður en komu þokkaleg stúdíó á Ís- landi var miklu meira ævintýri að gera plötu en nú. Það var einstakt tækifæri og í staðinn fyrir að menn geti verið að gaufa við plötugerð mán- uðum saman, grípa í þetta eins og í lopapeysu sem verið er að prjóna á löngum tíma, þurfti að klára plötuna á þremur vikum. Spilað var frá A til Ö og engir bakþankar leyfilegir.“ Jakob: „Að setja sjálfan sig undir pressu er ágæt aðferð; það að vera undir bæði fjárhags- legri pressu og tímapressu er ennþá betra.“ Þið þekkið það vel hvort tveggja, eða hvað? Jakob: „Já, fyrstu plöturnar voru unnar undir mikilli tímapressu og Með allt á hreinu var unn- in undir mikilli tímapressu; Við vorum að spila á fullu. Þeyttumst landshorna á milli og spiluðum fyrir myndinni, til að fjármagna tökur næstu viku. Svo vorum við í hljóðveri á kvöldin og nótt- unni til að taka upp músíkina og svo var filmað við hana næsta dag. Síðan var spilað fyrir fólk til að afla tekna.“ Tómas: „Í myndinni er sennilega að leita flestra eða stærstu skýringanna á þessu undra- verða langlífi hljómsveitarinnar því það er eins og myndin höfði jafnt til þeirra elstu og þeirra yngstu og það vaxa börn og nýjar kynslóðir sem horfa á þessa mynd og læra hana nokkurn veg- inn utan að. Ég er alltaf að hitta nýtt fólk sem er búið að leggja á minnið bókstaflega hverja ein- ustu setningu. Margir sem keppa í því innbyrðis hver kemst lengra í gegnum myndina áður en honum verður fótaskortur á tungunni, frá upp- hafi til enda. Fyrir skömmu heyrði ég af manni sem klúðraði einu orði þegar hann var kominn undir lok myndarinnar!“ Hljómsveitin hefur alltaf verið mjög eft-irsótt af framhaldsskólakynslóðinnihverju sinni, segir gítarleikarinn fingra- fimi, „en ég get fullyrt að það hafa aldrei jafn- margir framhaldsskólar haft samband við okkur og á þessu hausti, flestir þó án árangurs því sveitin er ekki starfandi allt árið. Hún getur ver- ið áberandi í nokkrar vikur en fer svo í sitt hýði og því má að einhverju leyti þakka langlífi sveit- arinnar því ekki má ofmetta markaðinn.“ Tætum og tryllum og tækið nú þenjum í botni eitthvað lengst upp í sveit, tröllum og tjúttum og tökum svo lagið í lundi hvar enginn veit. „Hvers vegna? Þessir krakkar eru bara komnir á aldur; eru búnir að horfa á myndina frá fimm ára aldri, hafa ef til vill aldrei séð hljóm- sveitina á sviði og vilja sjá hana að minnsta kosti einu sinni í holdinu, því fæstir þeirra komast inn á vínveitingastaði.“ Utanferðir sveitarinnar eru margar hverjar mjög eftirminnilegar. Jakob: „Tívolíplatan var tekin upp í mestu hitabylgju í manna minnum á Bretlandseyjum og menn voru meira og minna naktir við plötu- gerðina.“ Þórður: „Að vísu ekki í stúdíóinu sjálfu, þar inni var nístingskuldi svo menn fengu kvef.“ Jakob: „Já, en þorri hljómsveitarinnar bjó í pínulítilli íbúð í Pimlico, sem ekki var loftkæld og þar inni var ekki verandi fyrir hita nema að kasta klæðum. Þetta var mjög fín íbúð en mjög lítil miðað við fjöldann í hljómsveitinni þannig að vistin var afskaplega einkennileg. Menn voru blankir á þessum tíma og lifðu að verulegu leyti Weetabixi og benelíni.“ Þórður: „Einn daginn var ekkert annað til. Weetabix-kornflögurnar þenjast út í maganum og slá á mesta hungrið. Maður komst í smávímu af hóstasaftinni og fékk belgfylli af Weeta-bix- inu.“ Jakob: „Í lúxusíbúðinni voru ekki rúm fyrir alla þannig að á hverri nóttu þurftu tveir eða þrír að sofa á výnilklæddum sófapullum; menn klístruðust og klepruðust við výnilinn og varð mörgum ekki svefnsamt. Hálfgerð hungursneyð og svefnleysi einkenndi því upptökurnar.“ Eftir á að hyggja, er hægt að merkja þetta eitthvað á plötunni? Jakob: „Það er meiri tregi í henni en Sumar á Sýrlandi þar sem menn bjuggu við miklu rýmri húsakost, í ófínna hverfi að vísu, en voru mun betur haldnir.“ Tómas tekur sér aðra bassapásu: „Viðleigðum okkur sumarhús í Suður-Eng-landi fyrir nokkrum árum þar sem unnið var að nýju efni. Mér er fyrsta kvöldið mjög minnisstætt; við fórum út að borða á pöbb úti í sveit og ég var skilinn eftir þegar búið var að borða; gleymdi húfunni minni á veitingastaðn- um, hljóp því aftur inn, en þegar út kom voru báðir bílarnir farnir. Við vorum svo nýkomin að ég vissi ekki einu sinni hvað þessi hluti Suður- Englands hét! Pöbbinn lokaði klukkan hálfellefu og loks þegar ég hafði staðið úti í rigningu í einn og og hálfan tíma kom Egill og bjargaði mér. Hópurinn hélt ég hefði farið upp í herbergi að leggja mig strax og heim kom, og það var ekki fyrr en Egill ætlaði að athuga hvort ég hygðist hvílast lengi að þeir uppgötvuðu hvernig var. Ég var orðinn dálítið hrakinn og kaldur vægast sagt! Þetta var auðvitað óvart, enda hlegið að því alla nóttina.“ Í upphafi komuð þið jafnan fram faldir bak við grímur. Þó ekki væri nema til að upplýsa yngstu aðdáendur ykkar – sem þá voru ófæddir – verð ég að spyrja hvers vegna þetta var? Jakob: „Kannski vegna þess að þetta voru al- varlegir tónlistarmenn að gantast með hinn af- leita tónlistarsmekk Íslendinga. Grímurnar komu reyndar átómatískt í framhaldi af plötu- hulstri Sumars á Sýrlandi þar sem karakter- arnir voru gerðir dálítið villidýrslegir og þá fannst mönnum sniðugt að þeir hinir sömu kar- akterar yrðu látnir koma fram, að minnsta kosti á myndum og fyrsta túrnum kringum landið. Svo var þessum grímum stolið og um svipað leyti afhjúpaði Ómar Valdimarsson blaðamaður þá staðreynd hverjir raunverulega stóðu á bak við þessa hljómsveit. Flestir voru að vísu engu nær – á þessum tíma vissi enginn hverjir Kobbi Magg og Aggi popp voru.“ Á þeim tíma sem litlu plöturnar tvær komu út var um að ræða hálfímyndaða hljómsveit, segir Jakob Frímann. „Við urðum í raun ekki hljóm- sveit fyrr en hafist var handa við að vinna fyrstu breiðskífuna. Við Valgeir tókum tveir að okkur að gera þessa plötu. Spilverk þjóðanna sem þá var orðið til, kom með til Bretlands og við ætl- uðum að taka upp tvö eða þrjú lög með þeim á safnplötu og var samið um að þeir yrðu í bak- röddum og aðstoðuðu okkur eitthvað. Tómas bjó í Bretlandi á þessum tíma. Spilverkirnir gerðu sig mjög gildandi strax og vildu verða fullgildir meðlimir. Eftir næstu plötu, Tívolí, hætti Sig- urður Bjóla reyndar að finna sig í því að koma fram, þannig að þetta tók á sig hinar ýmsustu myndir þar sem segja má að hin mikla skapandi leikgleði sem við ólumst upp við í Menntaskól- anum við Hamrahlíð hafi verið talsvert í háveg- um höfð.“ Ég fullyrði að hún hefur fylgt ykkur alla tíð og ykkur fylgir ávallt einhver ferskleiki. Hver er galdurinn við það? Jakob: „Líklega er umdeilanlegt að menn séu sjálfir að diskútera hversu ferskir þeir eru, en ef það er niðurstaðan þá er skýringanna sennilega bara að leita í þeim sjö einstaklingum sem hafa verið í hljómsveitinni hverju sinni.“ Þórður: „Galdurinn er þessi: heilbrigðir lifn- aðarhættir, leikfimi, algjört bindindi á áfengi og tóbak, skírlífi er í hávegum haft og fallegar hugsanir iðkaðar. Þetta er formúlan!“ Borgnesingurinn virðist brosa út í annað og mér heyrist gítarinn hlæja. Blaðamaður stenst ekki mátið og fær sér snúning. Kemur svo sveittur og másandi, og stynur upp spurningu; Hvernig upplifun er það að á dansleik skuli allir virðast kunna lögin og textana? Þekkið þið kannski ekki annað? Jakob: „Jú við þekkjum nú aldeilis annað. Við þekkjum það að spila frumsamið efni og sér- staklega annarra manna efni í hljómsveitinni Rifsberja, lög sem enginn hvorki gat né vildi læra og því síður hlusta á. Við spiluðum fyrir tómum húsum um allt land og borguðum stór- kostlega með okkur.“ Sennilega er ólíkt skemmtilegra að spila nú. Jakob: „Það var nú mjög gaman á góðum degi lög, að minnsta kosti á fyrstu tveimur, sem kom- ið höfðu til álita hjá okkur.“ Þórður: „Þau gerðu sig vel þar þótt þau hafi ekki hentað Stuðmönnum á sínum tíma.“ Jakob: „Menn voru ekki sammála sem varð til þess að Egill hélt þeim fyrir sjálfan sig en eftir á að hyggja hefði ég gjarnan viljað sjá eitthvert þeirra á Stuðmannaplötu. Ekki þó nema með samþykki hópsins. Þetta er afar lýðræðislegur hópur þrátt fyrir allt þótt sumir haldið annað. Menn hafa svo sem starfssvið innan hópsins og njóta þar svigrúms og ákveðins trausts. Tómas er ekkert að kvekkja sig á því þó Egill syngi flest lögin, hann fær að syngja eitt til tvö lög sjálfur á kvöldi og er prýðilega sáttur við það, á meðan er Geiri ekki að reyta hár sitt – það sem eftir er af því – þó Þórður eigi flesta textana því hann skaffar okkur þeim mun fleiri bít! Svona gengur þetta bærilega en allir hafa auðvitað rétt til að tjá sig um alla hluti og það má segja að þetta sé ágætlega sjálfbær stofnun; innan sveitarinnar erum við með upptökumeistara, hljóðmeistara, bítmeistara, útsetjara, söngvara, textasmiði, lagasmiði, leikara, kvikmyndagerðarmenn, framkvæmdamenn ... Undir fána hljómsveitar- innar getum við því og höfum gert ýmislegt ann- að en að semja plötur. Núna erum við að leggja drög að glæsilegri heimasíðu, síðbúinni en kær- kominni, sem við höfum hugsað okkur að verði lifandi fjölmiðill þar sem aðgangur verður að sögu sveitarinnar, myndefni sem tengist henni, sýnishorn af tónlist, upplýsingar um hana, bíó- myndunum, myndböndunum, auglýsingunum, skrifum og öðru aktiviteti hvers og eins.“ Hafðir þú eitthvað fengist við textasmíð fram að þessu, Þórður? Þórður: „Nei. Ég hafði ekkert fengist við þetta áður.“ Jakob: „Hann hafði reyndar oft verið með þegar menn voru að henda á milli sín línum og hugmyndum og lagt í púkkið án þess að þess hafi endilega verið að góðu getið á textablöðum. Kreditlistar voru oft gróflega unnir og ekkert endilega tilgreint hver gerði hvað en það var al- veg ljóst að innlegg Þórðar var heilmikið áður en hann kom til sem þessi afkastamikli textagerð- armaður.“ Þórður: „Það form sem er á dægurlagatext- um getur eiginlega ekkert ljóðskáld látið frá sér fara lengur; ferskeytluformið átti að vera dautt fyrir 50 árum. Menn komast ekki upp með það nema til sé lag, sem er þannig í laginu, og búa þurfi til texta við það. Enginn sest niður og yrkir upp úr þurru einhverja rímaða texta um léttvæg málefni ef brýn nauðsyn er ekki á því!“ Jakob: „Segja má að um leið og Þórður tók að sér þetta vandasama hlutverk hafi verið lögð meiri áhersla á stuðla og höfuðstafi og hina full- komnari bragarhætti ...“ Þórður: „Ha, ha, ha, ha, ha ...“ Ballið er farið að styttast í annan endann. Gesturinn á sviðinu svipast um eftir félaga í síð- asta dansinn, en kastar fram lokaspurningu: Eru þessir tveir 40 laga laga diskar góður þver- skurður af ferli sveitarinnar að ykkar mati? Þórður: „Já.“ Jakob: „Nú leggur fyrirtækið virkilegan metnað í að tryggja að hljómsveitin verði sátt við þetta. Höskuldur Höskuldsson hefur unnið þetta af stakri alúð. Það var líka hans hugmynd að fá hinn forna sagnaritara okkar, Illuga Jök- ulsson, til að skrifa formálann og Kristján Karls- son meðreiðarsvein okkar til margra ára til að hanna kápuna. Það var einmitt faðir Höskuldar, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri í Verzlunarbankanum, sem veitti Með allt á hreinu brautargengi á sín- um tíma. Þá var erfitt að fá íslenska bankastjóra að trúa á íslenskt kvikmyndaævintýri en við kunnum honum ævarandi þakkir fyrir það – og soninn.“ Það er klárt mál að safndiskurinn sem kemur út á morgun er ekki punktur. Í mesta lagi komma að sögn félaganna. Jakob: „Við fylgjum plötunni eftir með tón- leikum í nóvember, þegar allir meðlimir sveit- arinnar verða á landinu, en svo bíður ýmislegt í pokahorninu sem við viljum fara að koma á söngskrá hljómsveitarinnar.“ Þórður: „Það er ekkert erfitt að gefa út heild- arsafn – það yrði verra ef við endum eins og Jagger, á forsíðu tímarits fyrir eldri borgara!“ Jakob: „Kemur Heima er bezt út ennþá?“ Það er engin leið að hætta, það er engin leið að hætta, það er engin leið að hætta’ð syngja svona ... Stuðmenn seint á síðustu öld: Ragnhildur Gísladóttir, Þórður Árnason, Tómas Tóm- asson, Valgeir Guðjónsson, Ásgeir Ósk- arsson, Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafsson. Á vinstri síðunni: Þórður, Jakob Frímann, Tómas og þjóðfélagsstiginn í dag. skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 B 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.