Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 12

Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir KJÖT af nýslátruðum búfénaði fæst nú á góðu verði í stórmörk- uðum og þar með talið gefur að líta gott úrval af innmat. Margir Ís- lendingar virðast vera fordómafullir gagnvart innmat og sumir ganga jafnvel svo langt að segja að „sið- menntuðu fólki sé óviðurkvæmilegt að leggja sér innyfli til munns. Í bókinni Hratt og bítandi eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur er að finna kafla sem ber nafnið Matarfælni og matarfyrirlitning og segir þar með- al annars: „Svo virðist sem mat- vendni eða matarfælni, eða mat- arfyrirlitning öllu heldur, sé félagslegt fyrirbæri, stundum mót- uð af árþúsundagömlum hefðum. Þegar einhver vill ekki borða ákveðna fæðutegund, þá er það ekki vegna þess að hann fær klígju af að smakka á henni; klígjan stafar þvert á móti af því að samkvæmt einhverri hefð er fæðutegundin ekki borðuð. Það sem mönnum býð- ur við á einum stað á hnettinum er borðað með bestu lyst annars stað- ar: ónefndur Asíuþjóðflokkur sleikir út um þegar sest er til borðs til að snæða úldinn fisk með iðandi maðkaveitu, en getur ekki hugsað sér annan eins óþverra og egg. Þeim skjátlast sem halda því fram að mannfólkið sé fyrst og fremst skynsemisverur. Má ég biðja um læri en ekki hjarta. Varla er hægt að útskýra þetta viðhorf til innmats á annan hátt. Það hlýtur að mótast af tómri hræsni (séu menn ekki grænmet- isætur þ.e.a.s.) og e.t.v. dálítilli til- finningasemi og sektarkennd í bland – yfir því að vera að borða blessuð lömbin og kálfana. Slíkar kenndir virðast vakna fremur hjá fólki þegar það hefur glóðarsteikt hjarta á disknum sínum heldur en lærissneið eða súpukjötsbita. Ein- hverjir verða þá kannski til að leggja framliðna lambinu eða kálf- inum í munn hin fleygu orð Matth- íasar Jochumssonar: Guð, minn Guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta, – líkt sem út úr ofni æpi stiknað hjarta, – Það er fáránlegt borði maður kjöt á annað borð að sneiða framhjá innmat og sjálfsagt að fólk sem er fráhverft honum af órökréttum til- finningalegum ástæðum (sem byggjast á misgömlum hefðum og „sannfæringum“) reyni að vinna bug á fordómum gagnvart innmat, sem er í senn mjög hollur, góður og ódýr. Lifur er ljúfmeti Lifur hefur ásamt öðrum innmat ýmislegt fram yfir annað kjötmeti: hún er auðmeltari, vítamínauðugri og miklu ódýrari. Hér má fá í versl- unum kálfa-, svína-, nauta-, lamba- og kjúklingalifur. Umhverfis lifrina er þunn himna sem betra er að fjarlægja áður en hún er matreidd. Ef þið hellið sjóðandi vatni yfir lifr- ina losnar himnan frá og auðveldar ykkur að fletta henni af, en ef þið eigið oddhvassan hníf til að rífa hana af er sjóðandi vatn óþarfi. Svínalifur er aðeins dekkri en kálfalifur og jafnframt bragð- sterkari. Bragð hennar má milda ef verkast vill með því að láta hana liggja í undanrennubleyti í 1-2 tíma áður en hún er matreidd og þá þarf að þerra hana vel á eftir með eld- húspappír. Óþarfi þykir að flá svínalifur. Nautalifur er líkt og svínalifur bæði dekkri og bragð- sterkari en kálfalifur og hana má einnig leggja í undanrennubleyti, en hana ber að flá. Lambalifur kemst næst kálfalifur hvað varðar bragð og mýkt og hana ber að flá. Kjúklingalifur fæst oft frosin, en hún þiðnar á örskömmum tíma. Hún er mjög bragðgóð og er mikið notuð í lifrarkæfu. Ef þið ætlið að hakka hana gætið þess þá að fjar- lægja himnur og annað slíkt áður, annars stíflast hakkavélin. Við með- höndlun og matreiðslu á lifur ber að hafa hugsfast … – að geymsluþol nýrrar lifrar eða þíddrar er aðeins 1-2 sólarhringar í kæliskáp. Hafi lifur verið þídd er langbest að neyta hennar samdæg- urs. – að alla lifur má frysta, í heilu lagi, sneiðum eða strimlum. Ef þið skerið hana niður fyrir frystingu er betra að steikja hana frosna. Sé lifrin hins vegar í heilu lagi er nauðsynlegt að láta hana þiðna fyrst. – að varast ber að ofsteikja lifur, þá þornar hún. Matreidd lifur á helst að vera ljósrauð að innan. – að lifur er fljótmatreidd. – að lifur er auðmelt og því hag- stæð öllum þeim sem þjást af hvim- leiðum magasjúkdómum eins og ristilbólgu. – að lifur má matreiða á ótal vísu! Þjóðarréttirnir lifrarpylsa og blóðmör Einn er sá lifrarréttur sem fellur ætíð vel í kramið hjá ungum sem öldnum og það er blessuð lifrar- pylsan. Blóðmörinn veldur mönnum jafnan meira hugarangri og er ekki eins vinsæll (sérstaklega hjá yngri kynslóðinni). E.t.v. er það nafnið sem hljómar fullháskalega í eyrum saklausra barna þessa lands. Rófu- stappa er algengt meðlæti með slátri. Upplagt er að prófa sig áfram með stöppur og annað með- læti með þessum holla og góða þjóðlega rétti. Það veitir líka ekki af að vega upp á móti grámóskuleg- um lit slátursins með skærari og exótískari litasamsetningum. Hér nokkrar hugmyndir. GRILLAÐIR SÆTIR KARTÖFLUBÁTAR MEÐ SALVÍU 2 sætar kartöflur búnt af ferskri salvíu ólífuolía gróft salt Þvoið kartöflurnar og skerið í báta eftir endilöngu og komið bát- unum fyrir í eldföstu fati. Stráið ögn af grófu salti yfir bátana ásamt vænni bunu af ólífuolíu. Raðið ferskum salvíublöðum ofan á allt saman og bakið við 180° í rúman hálftíma og berið fram t.d. með soðnu slátri. Tilbrigði við venjulega kartöflustöppu er stappa úr sætum kartöflum, eins er hægt að blanda þeim saman til helminga. Gulrótarstappa með myntu Gott meðlæti með lamba- eða fuglakjöti, slátri (jafnvel steiktu og sykurstráðu), svo og fiski. Handa sex 1 kg gulrætur safi úr 1 sítrónu salt og pipar u.þ.b. 1 msk. þurrkuð mynta eða nokkur lauf fersk (sett í mortél og marin) Skafið gulræturnar vel og gufu- sjóðið þær í örlitlu vatni. Merjið þær síðan í stöppu. Setjið stöppuna í pottinn ásamt sítrónusafanum og kryddið með salti, pipar og myntu. Hrærið vel í. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörinu saman við. KARTÖFLUBITAR MEÐ STEINSELJU Handa 4 1/2 kg kartöflur 2 msk. steinselja, fínt söxuð 40 g smjör 4 msk. ólífuolía stór laukur, fínt saxaður 4-5 msk kraftur salt Afhýðið kartöflurnar, þvoið þær, skerið í litla óreglulega bita og leggið í bleyti í 5 mín. Hitið saman á járnpönnu smjör og olíu og mýkið laukinn við vægan hita. Setjið kart- öflurnar í sigti og þurrkið þær með viskustykki. Bætið þeim út á pönn- una og snúið þeim reglulega með trésleif. Steikið blönduna þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar (þó ekki dottnar í sundur) og bætið af og til ögn af krafti saman við. 5 mínútum áður en þær eru full- steiktar bætið þá salti og steinselju út á pönnuna og blandið varlega saman við. Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Slátur í góðum félagsskap Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir ahf@mbl.is ÞAÐ er liðin tíð að í hópi dýrustu vína heims sé einungis að finna stærstu nöfn Bordeaux- héraðs. Síðastliðinn áratug hefur stöðugt fjölgað litlum, stundum agnarsmáum, vín- gerðarhúsum er framleiða vín sem bók- staflega er slegist um. Í Bordeaux er fyrst og fremst hægt að finna slík vín í Pomerol og víngerðarmennirnir kallaðir garagistes sem mætti útleggja sem „bílskúrsbruggarar“. Þekktasta franska vínið í þessum hópi er tví- mælalaust Le Pin sem kostar oftar en ekki meira en stærstu nöfn héraðsins. Lengst er þróunin hins vegar komin í Kaliforníu og þar er að finna allmörg örvíngerðarhús sem selja afurðir sínar á ótrúlega háu verði. Öll eiga þessi hús það sameiginlegt að framleiðslan er mjög lítil, yfirleitt einungis nokkur hundruð kassar, og ekkert er til sparað við víngerðina. Þrúgur koma af örlitlum skikum með ein- staka eiginleika og í víngerðarhúsinu er allt gert til að gera vínin sem stærst. Eftirspurnin er mikil og þar sem framleiðslan er þetta lítil rýkur verðið upp úr öllu valdi. Fá vín í hópi „költ“-vínanna hafa vakið meiri athygli undanfarið en örninn öskrandi, Screaming Eagle, sem á uppruna sinn að rekja til Oakville í Kaliforníu. Um áratugur er síðan Jean Philips, eigandi Screaming Eagle, ákvað að reyna að framleiða vín undir eigin nafni. Hún hafði fram til ársins 1992 selt þrúgur sínar til annarra víngerðarhúsa í Napa en jafnframt gert smáskammt til einka- neyslu í gamalli plastruslafötu. Hún fór með sýnishorn til víngerðarmanna Mondavi og spurði hvort eitthvað væri varið í þetta. Þeir tóku andköf. Philips, sem er fasteignamiðlari og hafði keypt blett með 80 vínviðarplöntum árið 1986, var því skyndilega orðin að víngerð- armanni. Og vínið hennar hefur svo sannarlega vakið athygli enda þykir vínið frá þessri stórgrýttu ekru í miðjum Napa-dalnum bera af flestum vínum svæðisins. Það hefur fengið lof um all- an heim og menn berjast um að komast yfir flöskur. Vínið er allt selt í áskrift í þriggja flösku skömmtum og fyrir fimm árum var upphafsverðið 125 dollarar. Nú er það komið upp í 250 dollara eða tæp- lega þrjátíu þúsund krónur flaskan. Um leið og vínið kemur á markað flýgur verðið upp og ekki er langt síðan þrjár flöskur af 1996- víninu voru seldar á 5.000 dollara eða um 170 þúsund krónur flaskan. Á uppboði í Napa í fyrra var hins vegar sex lítra flaska af Scream- ing Eagle 1992 seld á hálfa milljón dollara. Það gerir um milljón krónur sopinn! Er nema von að menn hristi höfuðið og spyrji hvað sé að gerast, aldrei hefur ver- ið borgað hærra verð fyrir flösku af víni. Einn þeirra heppnu, sem tekist hefur að koma sér inn á póstlistann hjá Phil- ips, er Stefán Guðjónsson á Vínbarnum. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi á dögunum að vera viðstaddur þegar tappinn var tekinn úr flösku af 1996 og vínið smakkað. Það sem slær mann fyrst er hversu Médoc- legt vínið er, það er hófstillt, fágað og klass- ískt í allri uppbyggingu. Dökkt súkkulaði, þroskaður ávöxtur sem fer þó aldrei yfir strikið, tannínin til staðar og bara ansi hressileg. Vín sem kom sífellt á óvart í hverjum sopa. Til gamans má geta þess að Screaming Eagle var smakkað á móti mjög virtu Napa-víni af sama árgangi (verður ekki nafngreint hér), sem hafði allt í sjálfu sér. Í þessum fé- lagsskap varð það hins veg- ar klunnalegt og þungt. Það er kannski ekki síst það sem heillar mann við Screaming Eagle, vínið er ótrúlega „gamla-heimslegt“ og gæti eflaust blekkt hressilega í blindsmökkun með topp- vínum frá Médoc. En er það peninganna virði? Þar á auðvitað það sama við og alltaf; ef pen- ingar skipta engu máli eru þetta mjög sniðug kaup. Ef peningar skiptu máli (sem þeir gera fyrir okkur flest) myndi ég nú varla skipta út Latour eða Lafite fyrir Screaming Eagle. Ekki síst vegna þess að maður gæti fengið nokkrar Premier Grand Cru Classé fyrir hvern öskrandi örn. Steingrímur Sigurgeirsson Screaming Eagle

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.