Morgunblaðið - 21.10.2001, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Hafþór
Gamli Baukur er risinn á ný undir bakkanum og er fyrir miðri mynd. Til vinstri er Litli Baukur og lengst til vinstri Skipasmiðjan. Fremst eru tveir eikarbátar Norðursiglingar og
ferðamenn á leið í hvalaskoðun, en það var fyrir ást á eikarbátum sem hvalaskoðunarferðirnar komu til og fyrir þær að Gamli Baukur var reistur.
ÁRIÐ 1843 var byggt áHúsavík sýslumannshús,sem síðar varð vertshús,svo aftur íbúðarhús, enskipti enn um hlutverk
og var undir það síðasta geymsla og
beitingaskúr.
Jón Sigurðsson frá Yztafelli segir
svo í Lýsingu Þingeyjarsýslu: „Sýslu-
mannshús (Gamla vertshúsið). Sýslu-
mannshúsið elzta stóð litlu ofar verzl-
unarhúsunum, norðan við ána. Það
byggði Sigfús Skúlason árið 1843.
Hann sat fyrstur sýslumanna í Húsa-
vík.
Eftir hann bjuggu í húsi þessu
sýslumennirnir Þorsteinn Jónsson
kanselliráð, um 1862, og Lárus Svein-
bjarnarson, 1867–1874. Sveinn Magn-
ússon frá Víkingavatni keypti sýslu-
mannshúsið gamla og rak þar
greiðasölu og gistihús. Það var frá
þeim tíma nefnt „Baukur“. Þar var
meðal annars selt brennivín á staup-
um allan síðasta fjórðung 19. aldar og
lengur. Var þar oft glatt á hjalla.“
Geld er á básnum gamla kýrin
Ástæða þess, að húsið skipti um
hlutverk, var sú, að Benedikt Sveins-
son, sem varð sýslumaður, vildi ekki
búa á Húsavík. Þá fengu hjónin
Sveinn Magnússon frá Víkingavatni,
stundum nefndur Sveinn Víkingur, og
Kristjana Guðný Sigurðardóttir, ljós-
móðir, sýslumannshúsið leigt og
fluttu þangað greiðasölu, sem þau
höfðu rekið á Stangarbakka. Þau
Sveinn og Kristjana keyptu svo sýslu-
mannshúsið 1880 og fékk það fyrst
nafnið Vertshús, en var almennt kall-
að Baukur og síðar Gamli Baukur.
Í þriðja bindi Sögu Húsavíkur er
fjallað um Gamla Bauk eftir handriti
frá Karli Kristjánssyni, sem hér er
m.a. stuðzt við, og segir þar, að
Bauks-nafnið sé til komið af því að
Sveinn seldi brennivín í staupum, sem
voru kölluð baukar. Bauks-nafnið er
annars víðar þekkt á vertshúsum en á
Húsavík. Í orðabók Menningarsjóðs
er það sagt vera staðbundið samnafn
á krám eða veitingahúsum. Hjá Orða-
bók Háskólans fengust upplýsingar
um dæmi frá Akureyri og Eskifirði. Í
Ljóðmælum Hannesar S. Blöndal
(Reykjavík 1913) er kvæðið Náung-
inn á vikutúr og er undirfyrirsögn
kvæðisins á Bauk um miðnætti. Neð-
anmáls getur höfundurinn þess að
Baukur sé norðlenzkt nafn á veitinga-
húsi. Og Guðrún Borgfjörð segir í
Minningum (Reykjavík 1947) að hún
muni oft eftir því frá síðasta vetri fjöl-
skyldunnar á Akureyri, að pabbi
hennar „kom heim með kaffi á flösku
sem hægt var að fá keypt á Bauk hjá
Jensen gestgjafa“. Í Árbók Ferða-
félags Íslands 1955 um Austfirði
sunnan Gerpis nefnir Stefán Einars-
son elztu hús á Eskifirði og segir að
næst Gömlu búð muni ganga „Gamli
Baukur, gamalt greiðasöluhús, sem
hefur staðið þar síðan um 1856
a.m.k.“ Einar Bragi Sigurðsson segir
í bókinni Eskifjörður í máli og mynd-
um 1786–1986 (Eskifirði 1986) frá
Vertshúsinu, „tvö hús sambyggð, síð-
ar venjulega kölluð Gamlibaukur“.
Karl Kristjánsson segir að Sveinn
vert á Húsavík hafi oft neitað þeim
um staup, sem ekki máttu við meiru.
Hann var mikill vexti og maður sem
virðing var borin fyrir. Hann var vel
gefinn, glaðlyndur og skemmtinn og
drengur góður. Því hlýddu menn vilja
hans, að vísu sumir með semingi.
Ekki mun útlendingum hafa þótt
mikið koma til Bauks sem veitinga-
húss eða hótels, en héraðsbúum
fannst til um hann og hann var aðal-
skemmtimiðstöð Þingeyinga í aldar-
fjórðung.
Í samantekt Karls kemur fram, að
rekstur þeirra Sveins og Kristjönu
hafi verið umsvifamikill. Ekki hefur
þar allt verið með blautum blæ, því
innflutningsskýrslur sýna að mun
minna áfengi var flutt til Húsavíkur
en annarra hliðstæðra staða norðan-
lands.
Sveinn vert lézt 8. febrúar 1894.
Kristjana hélt rekstrinum áfram út á
vínveitingaleyfi Sveins og byggði hús
hjá Bauknum, þar sem var gistiað-
staða. Þetta hús var kallað Guli skúr.
Hún hélt vinnumenn sér til aðstoðar
og eru tveir þeirra nefndir í Sögu
Húsavíkur; Klemens Klemensson og
Sigurður Sumarliðason. Í júní 1904
fékk Kristjana slag og andaðist. Féll
þá vínveitingaleyfið úr gildi, en líklegt
er talið að Kristjana hafi hætt áfeng-
issölu frá áramótum 1904 fyrir áskor-
anir frá Bindindisflokki Húsavíkur.
Þorsteinn Thorarensen segir í bók
sinni: Gróandi þjóðlíf, að þegar veit-
ingarekstur í Bauknum lagðist af, hafi
mönnum þótt staðurinn missa mikils
og var þá ort:
Hljóðnar ljóðaharpan mín og hrekkur
vírinn.
Geld er á básnum gamla kýrin.
Baukur varð aftur íbúðarhús og ár-
ið 1919 eru átján manns skráðir til
heimilis í Gamla Bauki. Bjarni Bene-
diktsson, kaupmaður, eignaðist
Gamla Bauk og Gula skúr, en 1926
vék Gamli Baukur fyrir samkomu-
húsinu og var fluttur niður fyrir
bakka.
Þar var húsið þiljað sundur undir
geymslur og beituskúra. Gamli Bauk-
ur var að lokum hafður í brennu á sjö-
unda áratug síðustu aldar.
Við glaum og sút á ég gildi tvenn
Þótt undanbrögð Benedikts
Sveinssonar hafi orðið til þess, að
sýslumannshúsið á Húsavík varð
vertshús, komst hann ekki hjá því að
búa þar um skeið. Í maí 1876 fékk
hann skipun í sýslumannsembættið
og var þá gert að setjast að á Húsavík.
Hann fær þá að öllum líkindum inni á
Bauknum og þar eru þeir feðgar,
Benedikt og Einar, til húsa þann vet-
ur. Sýslumaður kann þó engan veginn
við sig þar og tekst að sannfæra amt-
mann um að það muni ekki bitna á
embættinu að hann fái að búa á jörð
sinni; Héðinshöfða.
Í fyrsta bindi sögu Einars Bene-
diktssonar segir Guðjón Friðriksson,
að á Gamla Bauki hafi góðir oft átt
góða brýnu saman yfir vínglösum á
síðkvöldum. Hann getur þess, að
haustið, sem þeir feðgar, Einar og
Benedikt, búa á Bauknum, er þar líka
til húsa Englendingur, Charles Lock,
sem er að skrifa bók um Ísland. Lock
tekur sex manns í enskunám; þ.ám.
Kristjönu Sigurðardóttur og Einar
Benediktsson, sem þá er tólf ára. Í
bók sinni: The Home of the Eddas,
segir Lock, að Einar hafi skarað fram
úr öllum „að skörpum skilningi og af-
burða góðu minni“.
Guðjón segir sögu af Einari Bene-
diktssyni á Gamla Bauki. Einar er þá
að glíma við þýðinguna á Pétri Gaut.
Hann skrifar til Péturs á Gautlöndum
13. febrúar 1894: „...seint gengur mér
með nafna þinn „Pétur Gaut“. Ég t
mér hálfs mánaðar túr inn á Húsa
til þess að þýða hann þar, utan skr
stofu, en allt lenti í spilum og leti. N
sit ég hér enn og aftur og óþýddur
Pétur.“
Og Guðjón skrifar: „Einar Ben
diktsson er tíður gestur á veiting
húsi Sveins Magnússonar. Mikil
góð vinátta er milli Héðinshöfðahei
ilisins og fjölskyldunnar á Bauknu
Eitt sinn sitja þeir saman Sveinn
Bauk, Ásgeir Blöndal læknir og E
ar og ræða þjóðlegan fróðleik, kvæ
og vísur og loks er farið að geta gát
Fimmtán ára gamall piltur, Bened
Sveinsson, sonur veitingamanns
og alnafni sýslumannsins á Héði
höfða, situr opineygur og hlust
Hann dáist mjög að Einari Ben
diktssyni og sú aðdáun á eftir
fylgja honum langa ævi. Undir kv
heldur Einar heim að Héðinshöfða
eftir skamma stund kemur sendim
ur á Baukinn og færir Sveini blað s
á er ritað:
Við glaum og sút á ég gildi tvenn,
til gagns menn mig elta, en til skemmda
hljóta,
til reiða er ég hafður, um hálsa ég renn,
til höfða ég stekk, en er bundinn til fóta.
Meðan sendimaður drekkur kaf
ræður Sveinn veitingamaður gátu
og sendir Einari ráðninguna. Sva
er bjór. Síðar breytir Einar orðal
gátunnar nokkuð.“
Nokkur blaðaskrif urðu um v
þessa í Morgunblaðinu 1989 eftir
hún hafði birzt þar með fyrrgreindu
hætti. Vildu menn hafa vísuna öð
vísi og jafnvel telja aðra höfunda
henni. Ólöf Benediktsdóttir se
endapunktinn við þau skrif í Velva
anda 23. marz 1989: Enn um bjórv
Einars Benediktssonar.
Þar vitnaði Ólöf til föður sí
Benedikts Sveinssonar, um vísuna
tilurð hennar með sama hætti og Gu
jón Friðriksson rekur í bók sin
Lokaorð Ólafar voru: „Um aðrar
gáfur vísunnar sagði faðir min
„Svona var vísan þá, en Einar kann
hafa breytt henni síðar“.“
... skála háan allir eigum ...
Þorsteinn Thorarensen segir í G
andi þjóðlífi frá öðru skáldi á Bau
Sigurbirni Jóhannssyni frá Fó
skinni.
Þorsteinn segir: „Það var mikið t
að og sungið á Bauk, þegar svei
menn komu þar saman, hýrir y
glasi af víni. Þá var hin mikla söng
á Íslandi, þegar þjóðskáldin or
urmul af ættjarðarljóðum og siðfá
uðum ástarljóðum undir ljúfu
dönskum lögum, sem allir gátu læ
og sungið, og þar blómstraði kv
lingalist Þingeyinga í hnyttilegu
kersknislegum og dýrt kveðnum f
skeytlum. Oft vaknar minningin u
Bauk, þegar Þingeyingur varp
fram stöku.
Hirðskáldið á Bauk var Sigurbjö
á Fótaskinni, – enn eitt skemmtile
bæjarnafn Þingeyinga, sem nú he
verið breytt og kallast því sápule
nafni Helluland, og stendur í Mú
torfunni í Aðaldal. Sigurbjörn va
snemma alhvítur fyrir hærum og v
stundum kallaður „Svanurinn“, m
því hann var nú um leið eitt hel
skáld sýslunnar. Einu sinni sat han
Bauk yfir dýrum veigum, og vo
engar hömlur á að hann fengi meir
glasið, en í kring um hann var
sveima nágranni hans úr Aðaldalnu
sem Jónatan hét, svartur maður
irlitum og svakamenni við vín, s
Sveinn vert vildi ekki veita honum
Bauk voru notaðar tvær stær
staupa og voru þau minni nefnd „p
ur“. Þar sem Jónatan var nú að vok
yfir þeim og langaði svo mikið í dro
ann að hann niðaði á Sveini: „E
pínu, eina pínu, Sveinn,“ þá varð
þessi vísa til:
Vertu Sveinn við seggi jafn,
sittu á skapi þínu.
Hvítum svan og svörtum hrafn
seldu í einni pínu.
Þessi vísa varð til í samlögum,
kunnasta Bauks-vísan er eftir sa
Sigurbjörn. Þá var kominn lokun
tími í kránni á Bauk og gestir urðu
hafa sig á burt. Sigurbjörn og nokk
Aðaldælingar höfðu átt þar skemm
legt kvöld, en tóku nú það ráð
ganga heim á leið í heiðbjartri v
nóttinni.
Að vísu þótti þeim leitt að þurfa
slíta svo snemma þessum ágæ
gleðifundi, en um leið og þeir voru
Morgunblaðið/Hafþór
Eitthvað er nú öðruvísi um að litast inni á Gamla Bauki nú, en þegar Sveinn og
Kristjana gengu þar um beina. Á veggjum hanga skipamyndir og myndir af
Gamla Bauki og svo geta gestir spreytt sig á gátuvísu Einars Benediktssonar.
... lífs þá nýt ég glaður
Gamli Baukur var nafntogað veitingahús á Húsa-
vík í lok nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu.
Nú er risinn nýr Baukur fyrir neðan bakka, þar
sem sá gamli var á endanum notaður í brennu.
Freysteinn Jóhannsson fór og fékk á Baukinn.