Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ferðalög
Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020
Tilboð á
hreinlætistækjum o.fl.
20%-50% afsláttur
HITABELTISEYJAN Bali er fyrir
löngu orðin goðsögn meðal ferða-
manna. Áhugi ferðamanna á eyjunni
er skiljanlegur og ekki verður deilt
um hvað hún er gullfalleg. Að horfa
yfir græna hrísgrjónaakra eða á eld-
fjöllin og stöðuvötnin á norðanverðri
eyjunni er ógleymanleg sýn. Fegurð
eyjunnar felst þó ekki eingöngu í
náttúru hennar. Mannfólkið er ein-
staklega fallegt og sérstaklega þegar
það skartar sparifötum á hátíðisdög-
um.
Ferðamenn sóttu upphaflega í
náttúrufegurð eyjunnar sem og fjöl-
breytta og litskrúðuga menningu eyj-
arskeggja og með tímanum byggðist
upp fjölbreytt ferðaþjónusta. Nú er
hægt að nálgast upplýsingar um nán-
ast alla þjónustu, panta sér hótelher-
bergi og bóka sig í skoðunarferðir á
Bali í gegnum Netið.
Bali er þó ekki fullkomin frekar en
annað í þessum heimi. Margir eru
þeirrar skoðunar að fegurð eyjunnar
sé ekki svipur hjá sjón miðað við feg-
urð hennar áður. Ágangi ferðamanna
er kennt um þá hnignun, en sl. ár hef-
ur ein milljón ferðamanna sótt eyjuna
heim á hverju ári eða einn þriðji íbúa-
fjöldans.
Þegar maður gengur um miðbæ
Kuta, helsta ferðamannabæjar Bali,
skilur maður samstundis hvað átt er
við. Ég var stundum ekki viss hvort
ég væri í Kaliforníu, Ibiza eða
Indónesíu. Brimbrettabúðir eru á
hverju horni í bland við netkaffi og
skemmtistaði. Kuta er miðstöð
skemmtanalífs á eyjunni og þar er
mikið líf og fjör um leið og skyggja
tekur. Bærinn er mjög ákjósanlegur
að dvelja í fyrir þá sem vilja sóla sig á
baðströndinni, stunda brimbretti og
skemmta sér á nóttuni. Mörg ódýr
gistiheimili eru rekin í bænum og þar
dvelja evrópsk, bandarísk og japönsk
ungmenni langdvölum við fyrrnefnda
iðju.
Litríkir og heillandi siðir heimamanna
Allt svæðið umhverfis Kuta er und-
irlagt af ferðamönnum og þeim fylgja
harðsnúnir betlarar og ágengir sölu-
menn. Það er sú mynd sem fólk telur
hafa eyðilagt Bali. Það er þó huggun
harmi gegn að enn er hægt að finna
hina gömlu og heillandi Bali. Maður
þarf að ferðast í litlum hópi, jafnvel
einn og taka stefnuna norður í land.
Þar getur maður komist í kynni við
fólk sem lítur ekki á ferðamenn sem
sjálfsagða uppsprettu peninga. And-
rúmsloftið er afslappaðra og balískir
siðir eru meira áberandi. Sem betur
fer segi ég því þeir eru afar heillandi.
Íbúar á Bali eru gjarnan mjög trúaðir
enda hafa þeir mikla sérstöðu í trúnni
því þeir eru einu hindúarnir í Indón-
esíu. Aðrar eyjur ríkisins lúta ýmist
íslam eða kristni. Hindúisminn á Bali
hefur þróast á eigin forsendum í
margar aldir og er töluvert frábrugð-
inn hindúisma í Indlandi. Það er
t.d.dæmigert fyrir balíska fjölskyldu
að eiga fjölskyldumusteri í húsagarð-
inum og taka stéttakerfi hindúismans
ekki of alvarlega.
Þeir ferðamenn sem vilja fjölbreytt
frí geta haft í nógu að snúast á Bali.
Fjallgöngur á eldfjöll eyjunnar, Gun-
ung Agung eða Gunung Batur, í dög-
un eru frábær upplifun, þátttaka í ein-
hverri af fjölmörgum trúarhátíðum er
það líka og balíska dansinn verða allir
að sjá. Köfun er vinsæl afþreying
meðal ferðamanna á eyjunni, en vanir
kafarar segja að fjölsóttustu kóralrif-
in séu mikið skemmd vegna of mikils
ágangs og fjölda kafara. Á norður-
hluta eyjunnar er hins vegar nóg af
óspilltum kóralrifjum til að skoða.
Sautján tímar í flugvél
Ég sá alls ekki eftir því að kynnast
þeirri Bali sem stendur utan við
helstu áfangastaði ferðamanna. Fólk-
ið er elskulegt og umhverfið líka.
Ferðamanna-Bali er líka áhugaverð,
en deila má um það hvort það sé þess
virði að ferðast alla leið þangað – flug-
ið tekur um 17 klukkustundir frá
London – þegar maður getur fengið
sólarstrandastemmninguna beint í
æð á Ibiza eða Mallorca. Ég myndi
ekki gera það þótt næturlífið í Kuta sé
mjög líflegt og stemmningin góð. En
ég myndi hiklaust sitja í 17 tíma í vél-
inni til að kynnast litríkri menningu,
margbreytilegum trúarbrögðum eyj-
arskeggja og náttúrufegurð eyjunn-
ar.
Fróðleiksmolar
ferðalangsins
Ragna Sara Jónsdóttir rsj@mbl.is
Morgunblaðið/Ragna Sara
Prúðbúnar konur koma til Batur-musterisins með gjafir handa guðunum. Há-
tíðahöld af þessu tagi eru mjög algeng á Bali og ógleymanleg upplifun.
Tungumálið Íbúar á Bali verða
mjög ánægðir þegar aðkomu-
menn tala við þá á þeirra eigin
tungumáli, eða „basa bali“ eins
og það kallast. Indónesíska er
hins vegar kennd í skólum.
Þetta myndi til dæmis gleðja
ýmsa:
Ken ken kabare? = Hvað segir
þú gott?
Becik-becik = Mjög gott.
Matur Suksma = Takk fyrir.
Sing Ken Ken! = Ekkert mál!
Hátíðir „Odalan“ nefnast tíðir
frídagar og hátíðir íbúa á Bali
Þá heiðra þeir guðina með gjöf-
um. Hvarvetna á eyjunni má sjá
konur ganga til musteranna
með bakka hlaðna ávöxtum,
kökum, mat og blómum á höfð-
inu. Karlmenn veita hins vegar
blóðfórnir með því að láta hana
sína slást.
Samgöngur Hentugt er að
fljúga frá London til Denpasar á
Bali með millilendingu í Singa-
púr eða Kuala Lumpur í Malas-
íu. Flugið tekur um 17 klst.
Mæli með einfaldri og ódýrri
gistingu við rætur virka eld-
fjallsins Gunung Batur hjá fjöl-
skyldunni á Arlinas. Fjölskyldu-
meðlimir og vinir þeirra vilja allt
fyrir mann gera.
Arlinas, Toyabungkah, Lake
Batur. P.O. Box 03. 80652.
Sími: (+62) 0366 51165
Tenglar Ýmsar upplýsingar:
www.balimania.com
www.bali-travelnet.com
www.bali-paradise.com
Bókanir á hótel:
www.indo.com
Gistu þar sem fræga
fólkið gistir:
www.balicelebs.com
Paradís
ferðamannsins
Molar
LEIÐIN til Port Lligat, þorpsins þar
sem spænski listmálarinn Salvador
Dali bjó um langt skeið, liggur norður
frá spænsku borginni Barcelona, í
gegnum Figueres þar sem safnið
Teatre Museu Dali er, um kræklótta
fjallvegi Krosshöfða (Cap de Creus),
að þorpinu Cadaqués og loks til Port
Lligat. Sjávarþorpið Cadaqués,
ásamt nærliggjandi smáþorpum, ligg-
ur það afskekkt að það hefur náð að
halda ýmsum sérkennum sínum.
Húsin eru hvítkölkuð, göturnar mjóar
og óreglulegar og umlykja gotnesku
kirkjuna, kirkju heilagrar Maríu, sem
einnig er hvítkölkuð. Hvíta yfirbragð
þorpsins stingur í stúf við dökkleitt
umhverfið, ólífutrén og hleðslur út
krítartöflusteinum sem gerðar voru í
brekkunum á jarðræktarskeiði hér-
aðsins og áttu að hindra vatn í að
renna greiðlega til sjávar.
Samsett úr fiskimannakofum
Port Lligat liggur örfáum km norð-
ar en Cadaqués. Þar eyddi Dali, f. 11.
maí 1904 í Figueres, d. 23. janúar
1989, drjúgum hluta bernskuáranna
og 1930 fluttist hann þangað ásamt
eiginkonu sinni Galatea, sem oftast
var nefnd Gala. Húsið stendur við litla
höfn og er samsett úr nokkrum fiski-
mannakofum sem hjónin innréttuðu
að eigin smekk. Gala keypti talsvert
af fornhúsgögnum til hússins. Það
sem vekur þó líklega mesta athygli
við húsið eru gluggarnir. Þeir vísa
flestir út á fjörðinn og margir þeirra
hafa sérstaka umgjörð líkt og þeir séu
myndarammi. Einn er til dæmis um-
kringdur þurrkuðum gulum blómum.
Útsýnið er líka mjög fallegt.
Dali á eitthvert sinn að hafa sagt að
hann væri fyrstur manna á Spáni til
að sjá sólina koma upp. Hvort sem
það er rétt eður ei þá bera myndir
hans þess glöggt merki að Port Lligat
og umhverfi þess skipti hann miklu
máli. Þar sem húsið er samsett úr
mörgum litlum húsum er það líkt og
völundarhús. Það var opnað almenn-
ingi árið 1997 og er alsett örvum sem
benda ýmist upp eða niður, til vinstri
eða hægri, og ef maður villist og lend-
ir á einhverju af fjölmörgum hand-
riðum sem loka hluta herbergjanna
af, fer viðvörunar-
kerfi óðara í gang.
En það er víst lítil
hætta á að villast
því leiðsögumaður
fylgir gestum
hvert fótmál og
hleypt er inn í hús-
ið í litlum hópum.
Þegar komið er inn
í anddyri tekur á
móti manni ísbjörn
klæddur í katal-
ónska þjóðbúning-
inn. Bangsi gefur
tóninn fyrir það
sem koma skal því
vistarverur þeirra
hjóna eru oft og tíðum eins og brand-
ari. Þó fer heldur að kárna gamanið
þegar komið er inn í fyrirsætuher-
bergið en mest áberandi húsgagnið
þar inni er stórt rúm. Þetta herbergi
er öllu hlýlegra en svefnherbergi
þeirra hjóna. Þar er mjög hátt til
lofts. Rúmin eru tvö og stór og tals-
verð fjarlægð á milli þeirra og maður
veltir fyrir sér hvort þau Gala og Dali
hafi lagt mikla áherslu á svefn því lit-
irnir í herberginu eru sterkir og allt
annað en róandi.
Frægar veislur án bindindisfólks
Sundlaugin og heiti potturinn virð-
ist þó hafa verið ákjósanlegur staður
til að slaka á og hvíla lúin bein. Leið-
sögumaður segir frá því að hér hafi
hjónin haldið frægar veislur og þar
hafi bindindisfólk verið í minnihluta.
Myndaalbúm þeirra hjóna er framan
á skáphurðum fataherbergisins. Það
má sjá mörg þekkt andlit þó svo að fá
þeirra séu jafn þekkt og myndlistar-
mannsins og sérvitringsins Dali. Í
einu herbergi er ljósmynd sem kemur
nokkuð á óvart. Aðspurður segir leið-
sögumaður að Dali hafi ekki verið
aðdáandi Stalíns sjálfs heldur einung-
is heillast af skegginu. Eftir mynda-
tökur í garðinum og eftir að hafa próf-
að að setjast á kaldan og harðan sófa í
formi kvenmannsvara er heimsókn-
inni lokið enda er sólin sokkin í hafið
við Port Lligat-flóa.
Völundarhús með sófa úr vörum
Spænski listmálarinn Salvador
Dali bjó um langt skeið í litla
þorpinu Port Lligat, norður af
Barcelona. Kristín Sigurðar-
dóttir og Javier Tellaeche
Campamelós kíktu inn á heim-
ili Dalis og sáu meðal annars
fyrirsætuherbergi með rúmi
og mynd af Stalín.
Höfnin í Port Lligat.
Dali kvaðst fyrstur Spánverja til að sjá morgunsólina úr
þessu húsi.
Á Netinu:
http://www.dali-estate.org/